Vísir - 26.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 26.09.1940, Blaðsíða 2
VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Orðsending tii Eysteins. o jálfstæðisblöðiN hafa ekki talið ástæðu til að vera að hælasl neitt sérstak- lega um yfir þvi, að allverulega hefir verið rýmkað á innflutn- ingshöfíunum. Þeir sem fylgst liafa með deilum undanfarinna ára um haftapólitíkina, vita vel, hvaða flokkur hefir slaðið fast- ast á kröfunni um afnám hafl- anna, og livaða flokkur liefir staðið fastast gegn þeirri kröfu. Ef út í það er farið að metasl um sigur eða ósigur í sambandi við lilslakanir á höftunum, er enginn lesandi maður á Islandi svo fáfróður, að liann kunni ekki skil á ,þvi, hvor aðilinn hafi meiri ástæðu til að hrósa sigri út af „frílistanum“, sem nýlega hefir verið gefin út. Jakob Möller sagði í samtali um frilistann, sem birt var hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, að ef til vill væri það mest um vert, „að menn gætu nú gert sér vonir um betri samvinnu allra aðilja um þessi mál í framtíð- inni, en verið hefir“. Hér kemur fram sjónarmið hins sáttfúsa manns, sem ekki vill láta kné fylgja kviði, eftir að andstæð- ingur hans hefir gefist upp, hversu harðsvíraður og óhlífinn sem hann hefir verið. Baráttan fyrir leiðréttingu í viðskiftamálunum liefir hin síð- ustu misseri mætt á Jakob Möll- er þjmgra en nokkrum öðrum manni. Honum hlaut þvi að vera það meira fagnaðarefni en nokkrum öðrum, að loks skyldi verulega rofa til í þessu máli. Ef hann hefði verið ungæðis- legur og þroskalítill, hefði hann vafalaust hælst um yfir unnum sigri. En Jakob er svo þrosbað- ur maður og yfirlætislaus, að honum var ekki við falli hætt fyrir slíkri freistingu. ' Beri menn svo framkomu Jakobs MöIIers saman við fram- komu Eysteins Jónssonar. Jakob er sigurvegarinn í þessu máli, Ejrsteinn hinn sigraði. Jakob telur það mest um vert að meiri friður geti nú komist á Um þessi gömlu deilumál. En livað gerir Eysteinn? Jú, blað hans lætur eins og hann standi með pálm- ann í höndunum og hrópar með mesta reigingi: Framsóknar- flokkurinn getur nú horft sigri hrósandi yfir baráttu sína í við- skiftamálunum! Það er ekki meira en svo sem tveir mánuðir síðan Eysteinn Jónsson hélt því fram, að það væri miklu meiri ástæða til að lierða á höftunum en slaka á þeim. Það er enn styttra síðan, að hann leitaðist við að sýna fram á hvílíkur sparnaður það væri, að fresta Icaupum á vörum frá útlöndum. Það er ekki nema örfáar vikur síðan blað hans hélt þvi fram, að þær vörur sem nú loks hafa verið gefnar frjáls- ar, væru eklcert nema „kram“, sem enginn kærði sig um nema kaupmennirnir sem ætluðu að okra á þessum óþarfa. En með- an viðskiftamálaráðlierrann og‘ blað hans keptust um að halda þessum og þvílíkum visdómi að þjóðinni, hélt „kramið“ áfram KONUNGUR ISLANDS OG DANMERKUR l'bEG ÍÁf i. í £ EGAR Islendingar síðast minntust kon- ungs síns hátíðlega fyrir þrem árum, er hnnn hafði ráðið ríkjum hér á Jandi í 25 ár, var öðru vísi ástatt en nu. Þá sat konungur frjáls óg' óhindraður í þeirri höfuðborg ríkja sinna, sem liann er vanur að hafast við í, en samgöngurnar héðan við hann óteptar og örar, og bæði ríkin hans voru frjáls og engum háð. Þá var rikisstjórnafafmælisins minst líér á landi með mik- iJli viðliöfn og veisluliöld- um, og allir voru glaðir og ánægðir og horfðu vongóð- ir fram á leið. að stíga dag frá degi og pundin .að hrúgast upp á Englandi. Þegar núverandi stjórn settisl að völdum, var því lýst yfir að höftunum skyldi létt af, eftir því sem gjaldeyrisástæður okk-. ar leyfðu. Eftir að s.tyrjöldin liófst leið ekki á löngu áður en gjaldeyrisástandið tók að breyt- ast stórum til batnaðar. Þótt ekki liggi fyrir ahnenningi upp- lýsingar um gjaldeyrisástandið er óhætt að fullyrða, að það eru margir mánuðir síðan liægt var að bera við gjaldeyrisskorti gegn rýmkun á innflutningn- um. En Eysteinn sat við sinn keip. Hann vildi heldur safna pundum í Englandi, en kaupa vörur, sem þjóðin gat ekki án verið lil langframa. Hann virð- ist ekki hafa haft hugmynd um að gjaldeyrir sti-íðsþjóðar getur verið stopull. Honum virðist hafa verið alveg ókunnugt um þá reynslu, sem við fengum í síðustu styrjöld. Það er eins og enginn hafi sagt honum frá því, að sterlingspundið lækkaði þá stórlega, en allar aðkeyptar vörur hækkuðu von úr viti. Hann virðist hafa lokað augun- um fyrir því, að úr þvi að skuld- irnar við útlönd voru fram- bærileg ástæða til að halda við höftunum, hlutu inneignirnar í útlöndum á sama hátt, að vera frambærileg ástæða til þess að slaka til á höftunum eða af- nema þau. Hann vildi heldur eiga erlenda peninga, sem hætta var á, að kynnu að falla í verði, 'en vörur, sem vissa var fyrir að hlytu að hækka i verði. Stefna lians var gegnum þykt og þunt: pund en ekki vörur! Loksins er það lamið inn í höfuðið á hönum, að hann verði einhverntíma að standa þjóð- inni reikningsskil á því, að hann vildi safna pundum en neitaði að kaupa vörur. Þá, en ekki fyr, sá iiillur sitt óvænna. En þegar hann loksins verður að láta af þrákelkni sinni og skammsýni, fyllist hann óviðráðanlegum ótta um það, að sér verði kann- ske „strítt á því“, að liafa orðið að láta i minni pokann! Svona er ungæðishátturinn og þroska- leysið. Eins og nokkrum manni kæmi til liugar að leggja hon- um það til Iasts, að hann sýndi einhvern skilning á starfi sínu, — þótt hann að vísu skildi ekk- ert fyr en skall í tönnuin og þjóðin liafði tapað miljón á miljón ofan á sauðþráa hans og naglaskap. Og þá finnur liann það út, að hann geti liorft „sigri hrósandi yfir baráttu sína í við- skiftamálunum“! Nei, Eysteinn Jónsson! Það hefir ekki verið hælst um yfir hrakförum yðar í viðskiftamál- unum. En ef þér ætlið að fara að hælast um, eftir alt sem á undan er gengið, munuð þér ekki hrósa sigri að þeim „við- skiftamálum“ loknum. a SJÖTIU ÁRA I DAG. Nú er konungur sjötugur í dag, og ef alt væri með feldu og fornum hætli, myndi um ísland alt vera hátíðahöld og gleð- skapur. En hjólið er ekki lengi að snúast, og það sem framund- an reyndist, var annað en von- ast liafði verið eftir. Konungur er nú ófrjáls maður í höfuðborg þeirri, sem hann er vanur að silja í, og bæði ríkin lians eru liernumin af innrásarherjum, hvort af sínum aðilja, svo að þau eru undir valdboði andstæðra afla. Friðsemi og friðarvilji beggja ríkja konungs liafa ekk- ert megnað, og eigingjörn og á- geng erlend stórveldi liafa brjóstsviðalaust brotið á þeim alþjóðalög, og haft það að yfir- varpi, að þau væru að vernda ríkin. Það er því nú orðið miklu meira en vík milli vina, sam- bandiíslands við lögmætan kon- ung sinn liefir verið slitið að öllum for'nspurðum, sem með áttu. Innrásarherinn í Dan- mörku bægði konungi frá að neyta réttar síns og inna af hendi skyldu sina á íslandi, en innrásarherinn á íslandi mein- aði íslendingum að leita undir áraburð þjóðhöfðingja síns og njóta stjórnar lians. Fyrir van- máttar sakir hafa bæði rikin mótspyrnulaust orðið að þola yfirganginn, og stjórnir þeirra og þegnar liafa orðið að sitja á sér um margt og koma fram svo, að af því hlytust ekki frek- ari vandræði. Þegar svona er ástatt, er ekki von, að menn séu hér á landi með neinu gleðibragði, og er hér þvi heldur ekki nú á þessuin heiðursdegi konungs von á þeim gleðisköllum, er glymja mundu Iiér þann dag, ef alt væri með feldu. Konungur mun og ekki heldur ætlast til þess eða búast við því; liann getur sístur manna verið með gleðibrag um þessar mundir, því á engum manni munu mæða þyngra áhyggj- urnar fyrir frelsi og velferð þeirra ríkja, sem forsjónin hef- ir trúað lionum fyrir. Hjá hinu getur aftur á móti ekki farið, að mörgum hér á landi verði liugs- að hlýtt til lians í dag og renna augum yfir ríkisstjórnarár hans, er hafa fært landi voru svo inargt gott, að telja má kon- ungsstjórn hans merkilegasta í sögu vorri, síðan konungdómur liófst hér. Það er því ekki úr vegi að renna hér lauslega aug- unum yfir æfiferil konungs og ríkisstjórn. Konungur er fæddur í Kaup- mannahöfn 26. september 1870 og foreldrar lians voru Friðrik, þá ríkisarfi Danmerkur en síðan konungur hinn VIII. með þvi nafni, sá er kunnastur varð hér á landi fyrir það, að hann í ræðu 22 árum áður en ísland varð sjálfstætt talaði um bæði ríkin sín, og Lovísa, dóttir Karls XV. Svíakonungs af liinni nafntog- uðu gáfumannaætt Bernadotte. Er konungur af ælt þeirri, er kend er við Slésvík-Holtsetaland- Lukkuborg, sem svo fræg hefir orðið á siðustu tímum af mægð- um sínum og frændsemi við þjóðhöfðingja álfunnar, að amnia konungs Lovísa, kona Iíristjáns IX. var kölluð amma Evrópu. Hlaut konungur í uppvextin- um besta uppeldi, sem vonlegt var, og geldc liann fyrstur manna af konungsættinni Undir stúdentspróf. Ekki hélt hann þó lengra áfram á menlabrautinni, en hefir þó alla æfi síðan verið maður mjög lesandi, ekki aðeins fagrar bókmentir, heldur fyrst og fremst slík rit, er hafa að geyma þá þekkingu, sem manni i lians stöðu er gott að liafa, rit um lögfræði, liagfræði, stjórn- fræði og stjórnmál og sögu, en auðvitað hefir hann fylgst og fylgist mjög vel með því, sem gjörist í heiminum. Kristján konungur lagði að afloknu stúdentsprófi fyrir sig hermensku, svo sem konungs- borinna manna er siður, en það vill brenna við hjá þeim, að það verði til sýndar, en ekki í alvöru eða til gagns. Um Kristján var öðru máli að gegna, liann nam herfræði, tók liin lögboðnu próf í þeim greinum og gjörðist sið- an starfandi liðsforingi í danska liernum; hafði þar fyrir dugn- aðar sakir, en ekki ætternis, eðli- legan framgang, og fór svo að liann var orðinn undirhersliöfð- ingi í danska hernum (General- major) áður en liann tók kon- ungdóm. Sér til mentunar fór konungur og í nokkur ferðalög, og áður en liann kom til rikis var hann nokkrum sinnum hafður í opinberum sendiferð- um, og fórst það vel úr hendi. Til þess að kynnast stjórnmála- meðferð hafði liann 1900 fengið fast sæti i rikisráðinu, svo að þau störf voru lionum ekkert nýnæmi, þegar hann sem kon- ungur varð forseti ríkisráðsins. Árið 1896 liafði konungur kynst Alexandrínu prinsessu, dóttur Friedrich Franz III. stór- hertoga í Mecklenburg-Schwe- rin; tókust með þeim ástir og gengu þau að eigast 26. apríl 1898. Eignuðust þau tvo sonu, Friðrik, sem nú er konungsefni Islendinga og Dana, og Knút, sem er foringi í sjóliðinu danska. Eru báðir synir kon- ungs hér að góðu kunnir, enda liafa þeir oft heimsótt Island. Faðir konungs, Friðrik VIII., kom til ríkis 1906, en hann fékk skemur að stjórna báðum ríkj- um sínum en skyldi, því hann andaðist snögglega 1912, og tók Kristján X. þá við stjórn. Þó að stjórn konungs hafi verið báðum ríkjum hans til blessunar, er ekki liægt að kalla, að hann Iiafi átt friðsama daga. Þegar á fyrstu rikisstjórnanár- um hans, 1914, hófst hinn svo kallaði heimsófriður og stóðu þá bæði ísland og Darimörk í mikl- um vanda um fjögur ár, en lauk ]ió svo, að báðum ríkjum varð til blessunar. Nú þegar konung- ur er kominn á elliár skellur ný ófriðaralda yfir, og bitnar nú ó- þægilega á ríkjum hans, svo að enginn fær séð fyrir, hvemig ]jví muni reiða af, en þess munu allir fullvissaðir, að livar sem hönd lians getur gripið inn í málin, mun það verða með heill og liag beggja rikja fyrir aUgum. Það er mikið, sem ísland lief- ir úr býtum borið þau 28 ár, sem Kristján konungurX. hefir farið liér með völd. En livað sem þvi líður öllu, þá er það merkast, að mál málanna, sjálfstæðismálið, var leyst 1918. Eftir það var Is- land þegar viðurkent sjálfstætt og fullvalda ríki af öllum öðrum ríkjum og liefir verið það síðan. Eg get ekki stilt mig um að benda hér á nokkurn misskiln- ing á þessu atriði, sem frain hef- ir komið bæði í blöðum, og jafn- vel hjá mönnum, sem hafa verið aðalkonsúlar í þjónustu Islands og ættu því að vita betur. Það hefir verið talað um það, að Bretar hafi viðurkent fullveldi landsins með því að senda liing- að sendiherra, og Bandaríkin slikt liið sama með því að senda hingað aðalkonsúl, og að bæði rikin liefðu tekið við svipuðum starfsmönnum af okkar liendi. En þetta er ekki rétt; þessi og önnur ríki viðurkendu okkur 1918 og hafa sýnt það með því að hafa sendiherra hjá konungi Islands og Danmerkur síðan. Það hafa altaf verið sendiherrar frá þessum rikjum hjá konungi vorum, svo það er rangt að tala um að Islandi liafi áskotnast viðurkenning á fullveldi sínu, af því að sendimenn þessara rikja komu liingað. I þessu efni er þáð eftirtakanlegt, að Norðmenn og Bretar senda liingað einmitt sömu mennina eins og fóru með þessi slörf við lilið konungs. Þeir voru þá þegar viðurkendir af liinu íslenska riki, og var í sjálfu sér óþarfi að fara að við- urkenna þá aftur, því þeir liöfðu ekki verið sviftir viðurkenning- unni. Hinsvegar verður ekki annað séð, en að það hafi verið skaðlaust að viðurkenna þá aft- ur, enda þótt með illvilja mætti leggja óþægilegan skilning í það viðvíkjandi endurviðurkenn- ingu sendiherra Norðmanna. Endaþóttsvo sé til orða tekið að sjálfstæðismáhð liafi verið leyst 1918, þá er það í rauninni óná- kvæmt, því frá 1874 lil 1918 liafði verið verið að leysa málið i smááföngum, en stærstu og merkustu lcippirnir hafa verið teknir á ríkisstjórnarárum Kristjáns konungs. Enginn konunga vorra liefir gjört sér eins títt um ísland og Kristján konungur. Enginn lcon- unga vorra heimsótti landið fyrri en Kristján konungur IX., en livorki hann, né Friðrik VIII., lögðu á sig meira en eina ferð hingað. Kristján. konungur lief- ir hinsvegar 4 sinnum heimsótt land vort, og þó að vísu megi segja, að nú sé mun auðveldara að ferðast liingað en á dögum Kristjáns IX. og að verið gæti, að Friðrik konungur VIII. hefði komið hér oftar, ef honunl hefði enst aldur til, þá er það víst að konungur hefði getað látið sitja við eina ferð hingað eins og hin- ir, án þess að það liefði verið á- talið, en liann taldi þetta ekki eftir sér. Kemur þetta til af því, að liann tekur starf sitt og stöðu mjög alvarlega. Þá er ekki heldur rétt að gleyma því, að konugur hefir verið ör á fé til íslendinga, stofn- að sjóði og gefið gjafir, og þetta veit alþjóð, en hann hefir líka rétt mörgum landa hjálparhönd í kyrþej, og það vita ekki allir. Konungur er réttlátur maður að eðlisfari, umtalsfrómur og óáreitinn, hann er fljótur að átta sig á aðsteðjandi viðfangs- efnum og mannglöggur. Hann er skapbrigðamaður, en gæf- lyndur og þó fjærri því að vera geðlaus, svo að vel getur þotið í liann, ef honum mislíkar. Hann er enginn nýjabrumsmaður, venjufastur, og engu síður fast- heldinn á rétt sinn, en rækinn við skyldur sínar. En umfram alt er konungurskyldurækinnog tekur starf sitt, sem ekki er eins létt eða skemtilegt eins og margir ætla, mjög alvarlega. Þó að sá, sem þetta ritar, liafi talað nokkrum sinnum við kon- m ung þekkir hann hann ekki, sem. ekki er von, því jafnvel þeim, sem liafa nánustu samvinnu við þjóðhöfðingja gefst tiltölulega sjaldan tækifæri til að kynnast þeim eins og maður manni. En eg hefi einu sinni horft á lítið atvik, sem konungur var viðrið- inn, og í þvi lýsti maðurinn sér svo allur, að mér finst eg myndi ekki hafa getað þekt hann betur, þó eg hefði lent í nánum kunn- ingskap við liann. Árið 1922 var Viltorio Eman- uele Italíukonungur i lieimsókn. lijá Kristjáni konnngi í Kaup- mannahöfn. Skömmu áður liöfðu borgirnar Florenz og Rómaborg gefið Kaupmanna- hafnarborg forna rómverska súlu og lilla eirmynd af skáld- inu Dante ofan á, og stendur súlan nú á torginu fyrir framan Glyptotekið, ekki langt frá ís- lenska sendináðinu í Kaup- mannaliöfn. Meðan Ítalíukon- ungur var í Kaupmannahöfn átli að leggja tvo liornsteina und- ir súluna, og átti livor konung- anna að leggja sinn. Báðir kon- ungarnir, Kristján afbrigðahár og Vittorio Emanuele afbrigða- lágvaxinn, gengu nú að veric- inu. Var grópað fyrir stánun- um í aðra steina, er þegar voru lagðir. Nú gelclc múrari fyrir ítalíukonung og rétti liouiun cementsblöndu og múrskeið, en konungur tók nokkuð af henni i skeiðina, sletti úr henni af handahófi og ýtti með headúim steininnm að grópinni og urðu múrararnir að Ijúka verkinu; á svip konungs leyndi sér ekki að Iionum hundleiddist og var jafn- vel elclci laust við fyrirlitningu í svipnum. Nú tók Kristján til starfa. Hann brá cementsblöndu í grópina, jafnaði liana sem best og slétti, lcom síðan steininum vandlega fyrir sér og var lengi öllu, en þrýsti siðast steininum fast í falsið. Þvílíkur munur. Annars vegar maður, er virtist vinna starf sitt með liangandi hendi, hins vegar maður, sem vildi reyna að gjöra það eins vandlega og hægt var. Eg sá þetta atvik vel, því eg liafði þá blaðamannsskírteíni og stóð í fárra metra fjarlægð frá kon- ungunum, og það er trúa mín enn í dag, að þetta litla atvik hafi lýst báðum rétt. Það er sannlcallaður liarm- leikur, að það slculi henda jafn ágætan konung og Kristján X., sem stjórnaði blómlegum og balnandi ríkjum, að þau skuli, þegar liann er kominn á elliár, verða fyrir þeim búsifjum, er þeim nú hafa verið gjörðar. Það liljóta allir að skilja, hver liug- raun það má vera hinum gamla konungi. En nú í dag munn hugir þegna lians í báðum ríkj- um lians renna til lians með hlýju og óska honuin þess, að hann megi lifa það, að sjá bæði- ríkin sín alfrjáls og sjálfstæð aftur. Því mun fylgja þalcklæli fyrir góða ríkisstjóm og óslcir um langt og farsælt æfikvöld. Guðbr. Jónsson. Dlntavelta Óðins Næstlcomandi sunnudag efn- ir Málfundafélagið Óðinn til hlutaveltu í Varðarhúsinu. Margt eigulegra muna er þegar fyrir hendi. Söfnun fer ennþá fram og er þess að vænta að all- ir Sjálfstæðismenn bregðist vel við þegar Óðinsfélagar leita til þeirra. Mununum er veitt móttalca á slcrifstofu Óðins, Laugaveg 36, frá kl. 6—8 á daginn og aulc þess í Varðarhúsinu allan laug- ardaginn. Skólarnir rýmdir. Breska setuli'ðið er óðum að flytja úr skólunum og í hin ný- bygðu hermannaskýli sín. Nú þeg- ar er það flutt burt úr Austur- bæj arbarnaskólanum, Kennaraskól- anum, Laugarnessskólanum, Versl- unarskólanum, Kvennaskólanum, Landakotsskólanum og Gagnfræða- skóla Reykjavíkur. Hinir skólarnir verða rýmdir á næstunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.