Vísir - 21.10.1940, Side 1

Vísir - 21.10.1940, Side 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 21. október 1940. 243, tbl. Þjódvepjar heröa in á Frakklandi. Þungri hegningu hótað, ef menn skjóta skjólshúsi yfir breska menn - - tök Skotmark Þjóðverja. Mótspyrna gegn þjódvepjum tiraövaxandi, EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn frá Yichy hermir, að Þjóðverjar hafi gefið út tilskipun þess efnis í París, að Frakkar í hinum hernumda hluta landsins verði látnir sæta hörðum refsingum, ef þeir neiti að gefa upplýs- ingar um breska hermenn, sem fara huldu höfði um landið. Ef Frakkar veita slíkum mönnum liðsinni eiga þeir á hættu að verða leiddir fyrir herrétt og skotnir. — Sjö hundruð Englendingar hafa verið settir í fanga- búðir nálægt St. Denis. Allmargir Englendingar hafa fundist í frönskum bæjum, þar sem leitað var að ensk- um hermönnum í hverju húsi. Fregnir berast nú frá Frakklandi um megna mótspjTnu gegn Þjóðverjum og Vichystjórninni. Franskur verklýðsleiðtogi, sem nýkominn er frá Frakklandi — en hann komst þaðan á flótta — skýrir svo frá, að hermdarverk í frönskum verksmiðjum séu mjög tíð um þessar mundir. Vélahlutir hverfi, sprengingar eigi sér stað og eldur komi upp, og verði þetta alt til tjóns og trafala. Þá er sagt frá því, að Þjóðverjar þori ekki að skilja eftir mann- lausar bifreiðar í París, því að fyrir kemur, að teknir eru úr þeim vélahlutar. Þá hafa l>ýskir hermenn verið barðir til óbóta á götunum í París. MÓTSPYRNA NORÐMANNA GEGN ÞJÓÐVERJUM ER EINNIG HARÐNANDI. Fregnir hafa einnig borist frá Svíþjóð þess efnis, að mót- spyrnan gegn Þjóðverjum sé mjög harðnandi í Noregi. Eru það einkum stúdentar, sem standa fyrir þeim, og veitir almenning- ur þeim allan þann stuðning, sem hann getur, til þess að koma í veg fyrir, að lögreglan nái þeim. Til óeirða hefir iðulega komið og tugir manna handteknir á degi hverjum, alt að 50 á kveldi. Uppþot eru daglegir viðburðir. — Þýskir hermenn halda nú vörð við aðalbækistöð Quislings, leiðtoga Nasjonal samling, og er helmingi mannfleiri en fyrir skömmu. Flóðin á Pyr- eneaskaga. 60 lík hefir rekið. Feikna tjón 4 mann- virkjum. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. " London í morgun. Fregn frá Barcelona hermir, að 60 lík liafi rekið á flóðasvæð- inu. 200 manns er saknað. Á annað hundrað húsa hafa skemst eða eyðilagst í Torello að eins. Giskað er á, að tjón á byggingum, aðallega verksmiðj- um, nemi 50 miljónum peseta. Þjóðverjar íyrirskipa myrkvun í Rúmeniu. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Auglýsingar hafa verið festar upp í Bukarest þess efnis, að. myrkvun gangi í gildi frá mið- nætti næsta. Fyrirskipað er, að Ieikhúsum skuli lokað kl. 11,30. Myrkvun gengur einnig í gildi á olíulindasvæðunum, að fyrir- skipan Þjóðverja. Hættan af loftárásum mun mjög aukast, ef til ái'ásar á Grikldand kemur, því að það er nú kunnugt orðið, að breski flotinn hefir fyrirslcipun um að skerast í leildnn, ef til slílcrar árásar kemur. Munu þá Bretar fá afnot af flugstöðvum Grikkja og gera þaðan árásir á olíulind- irnar í Rúmeníu. Árásuni í blöðum möndul- veldanna, einkum, Ítalíu, á Grikkland er haldið áfram. — Bretar ætla, að hvorki Grikkir eða Tyrkir, sem nú flytja mikið lið til landamæra sinna í Ev- rópu, muni láta nokkurn bilhug á sér finna. 2600 ára minn- ingarhátíð. Japanskeisari kannar 50.000 manna her. EINIvASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Fregn frá Tokio liermir, að Japanslceisari hafi verið við- staddur hersýningu mikla, sem lialdin var í tilefni af 2600 ára afmæli japanska keisaradæmis- ins. Um 50.000 hermenn gengu fylktu liði fyrir Hirohito keis- ara.. Á undan fótgönguliðinu fóru 200 skriðdrekar, en 500 flugvél- ar sveimuðu yfir fylkingunum, meðan á hersýningunni stóð. ir íi EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Japanska hlaðið Nichi-Nichi skýrði frá því, að japanskar flugvélar, sem hafa hækistöð á ótilgreindum stað í Indó-Kina, liafi s.l. sunnudag gert árásir með miklum árangri á Burma- hrautina. Er þetta önnur árásin á brautina síðan er hún var opn- uð til hergagnaflutninga á ný. Nichi-Nichi skýrir frá því, að sprengjur hafi valdið skemdum á liernaðarlega mikilvægum hrúm og öðrum stöðum í Yunn- anfylki. — Ennfremur liafi sprengjum verið varpað á bif- reiðar í tugatali. Loftárásirnar á Bretland í gær. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Loftárásirnar á Bretland voru mjög ákafar í gær, en loftárás- unum sl. nótt linti löngu fyrir dögun. Næturárásirnar voru allharðar í byrjun. Skothríðin úr Ioftvarnabyssunum var hin akafasta. Þokumistur var yfir borginni sumstaðar. Að því er séð verður af fregnum þeim, sem þegar hafa borist, er tjóii ekki mikið, að minsta kosti ekki eins mikið og oft hefir verið að undanförnu. Iterlínarltiiai' alla iiottina í loft- varnabyrgrjuin. Loftárásin á Berlín í nótt, segir í fregnum frá hlutlausra þjóða mönnum, er talin liin lengsta og harðasta, sem Bretar hafa gert á Berlínarborg til þessa. Þegar laust fyrir kl. 8 í gær- kveldi liættu þýskar stöðvar að útvarpa. Bresku sprengjuflug- vélarnar komu í bylgjum inn yfir Berlínarborg og var varpað niður fjölda mörgum íkveikju- sprengjum. Fólkið varð að haf- ast við í loftvarnabyrgjum þar til í dögun. Það er hald manna, að Bret- ar muni ekki hlífa Þjóðverjum frekara og gjalda þeim rauðan helg fyrir gráan. Er þess skemst að minnast, að breskur ráð- herra sagði, að hér eftir skyldi Þjóðverjum goldiii hver loft- árás með hehningi harðari loft- árásum. Loftárásirnar á hernaðar- stöðvar Itala s. 1. nótt voru all- harðar og víðtækar, að því er svissneskar fregnir herma. Myndin hér að ofan er af hinum mikilvægu Tiihurj'-skipakvíum, sem eru við Tliames, 40 km. fyrir neðan London — andspænis Gravesend. Bvrjað var að smíða þessar skipakvíar árið 1886, en síðan hafa þær oft verið stækkaðar og endurnýjaðar til þess að taka stærri skip. Frá hæstarétti Álagningin var of há, enda var um heildsölu að ræða en ekki smásölu. I dag- var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu valdstjórrt- in gegn Óla Metúsalemssyni, kaupmanni hér í bæ. Málavextir eru þeir, að í marz 1939 kom eftirlitsmaður verð- lagsnefndar í verslun kærða og fékk reikninga yfir liúsgagnaá- klseði, er verslunin liafði til sölu. Reiknaðist verðlagsnefnd, að álagningin væri sem næst fylstu smásöluálagningu. Eftii'- litsmaður nefndarinriar inti kærða eftir þvi, hvort verslun hans væri smásöluverslun, og hélt Iværði því ákveðið fram, að svo væri og lét eftirlitsmaðurinn það gott heita. Hann kom aft- ur í verslun ákærða 12. apríl, 4. maí, 22. júlí og 18. ágúst s. á. og tók verðreikninga, er sýndu eftir útreikningi verðlagsnefnd- ar, að verslun kærða miðaði á- lagningu sína við smásöluversl- un. Þegar hér var komið taldi verðlagsnefnd sig liafa ástæðu til þess að ætla, að verslun kærða yrði að teljast heildsölu- verslun og 31. ág. 1939 kærði hún Óla fyrir of liáa álagningu. Kærði hélt því ávalt fram, að ítalir gera árásir á olíustöðvar við Persafióa, S. 1. laugardag gerðu ítalskar sprengjuflugvélar árásir á tvær olíustöðvar, við Persíuflóa. Er önnur stöðin á strönd Saudi- Arahiu, en hin á eyju þar undan ströndinni. Olíulindir á þessum slóðum eru eign Standard Oil í Kaliforníu og kanadisks félags. Lítið tjón varð í árásinni. Árásirnar hafa vakið mikla gremju meðal Araba, því að nú er lielgivika hjá þeim, og flykkjast pílagrímar til Mekka og annara helgra horga og landssvæða. Segja Bretar, að ít- ölsku sprengjuflugvélarnar hafi flogið yfir slíkar horgir og svæði, þrátt fyrir loforð Mússó- líni — „vemdara Islams“ — að gera ekki árásir á lörid og borg- ir Araba. verslun lians væri smásöluversl- un og væri sér því heimil smá- söluálagning. Samkvæmt því, sem í liéraðs- dóminum segir, var verslun kærða tilkynt til firmaskrár 21. ág. 1931 sem umhoðs- og heild- söluverslun með aðsetri í Ing- ólfsstræti 16 og meðan verslun- in hafði aðselur silt þar, stóð í gluggum hennar „Umboðs- og heildvefslun". Eiginlega söiu- búð liafði verslunin 'ekki, held- ur aðeins skrifstofur, og fór verslunin þar fram. I síma- skránni fyrir árið 1939 var verslunin skráð sem umboðs- og heildverslun. Viðskiftam,enn kærða, að því er varðaði hús- gagnaáldæðið, en það var fyrir álagningu á það, sem kærði hlaut kæru, voru mestmegnis húsgagnablóstrarar. Aðalvið- skiptamenn verslunarinnar voru leiddir sein vitni í málinu og háru flestir þeirra, að þeir hefðu keypt húsgagnaáklæði af kærða að meira eða minna leyti gegn framsali gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Þá báru og nokkur þessara vitna að þau , liefðu talið sig vera að kaupa | i heildsölu, er þau keyptu hjá I kærða. Héraðsdómarinn taldi að [ verslun kærða hefði farið fram j í heildsölu og að hann hefði [ gerst brotlegur við ákvæði laga um álagningu á vörur og gerði honum að greiða 800 króna sekt í ríkissjóð. Einnig dæmdi hann upptækan ágóða þann, er kærði liafði lilotið vegna rangr- ar álagningar, en þá upphæð taldi héraðsdómarinn vera kr. 1565,51. I hæstarétti var sekt kærða lækkuð í 200 kr. og upptöku- ákvæði héraðsdómsins fekl úr gildi. Segir svo í fo^sendum hæstaréttardómsins: „Það verður að líta svo á, eft- ir tilhögun þeirri, sem kærði liafði á verslunarrekstri sínum, að hann liafi komið fram sem heildsali gagnvart iðnrekendum þeim, er liann seldi liúsgagna- áklæði á árinu 1939, svo sem nánar segir í héraðsdóminum. Hann hefir með of hárri verð- lagningu á vöru þessa brotið á- kvæði 3. mgr. 8. gr. laga nr. 70 frá 1937 um verðlag á vörum, shr. auglýsingu atvinnu- og samgöngumálaráðuney tisins 11. fehr. og 13. apríl sama ár. Ber nú að ákveða refsingu fyrir brot þetta eftir 3. mgr. 13. gr. laga um verðlag nr. 118 frá 1940, sbr. 2. gr. almennra hegn- ingarlaga. Eftirlitsmaður verðlagsnefnd- ar athugaði verðlagningu kærða, fyrst 27. mars 1939 og síðan 12. apríl, 4. maí, 22. júlí og 18. ágúst s. á„ og var versl- unarlilhögun og verðlagning kærða m,eð jsvipuðum hætli all- an þann tima, að því leyti, sem hér skiftir máli. Samt sem áð- ur hefir verðlagsnefnd ekki, svo séð verði, ámint kærða eða lagt fyrir liann að breyta um verð- lagningu áður en hún kærði liann fyrir lögreglustjóra þann 31. ágúst 1939. Með tilliti til þessa þykir refsing kærða liæfi- lega ákveðin 200 króna sekt til rildssjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, éf liún verður eklci greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Með héraðsdómi er gerður upptækur ólöglegur ágóði kærða að fjárhæð kr. 1565,51. Af prófum málsins verður ekki séð, livernig þessi fjárhæð er reiknuð né við hvaða sölur hún er miðuð, og ekki sést heldur, að hún hafi verið borin undir kærða og honum veitt færi á að gæta réttar síns í því sambandi. Er því ekki kostur þess að á- kveða nú, hverju ólöglegur á- góði kærða kann að hafa num- ið, og verður að sýkna hann af þessu kæruatriði.“ Skipaður sækjandi málsins fyrir hæstarétti var lirm. Svein- . hjörn Jónsson en skipaður verj- andi var lirm. Eggert Claessen. t sóknarnefnd í Hallgrímssókn voru kosnir í gærkveldi: Sigurbj. Þorkelsson, í kaupm (156 atkv.). Gísli Jóns- son, yfirk. (153). Stefán Sand- liolt, bakarameistari (153). Ingimar Jónsson (118) og Felix Guðmundsson (114). Safnaðar- fulltrúi var kosinn Guðm. Ás- björnsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.