Vísir - 26.10.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 26.10.1940, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBL AÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsia: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ihgólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsniiðjan h/f. Dagsbrúnar- íundurinn. gTJÓRN Dagsbrúnar liefir boðað til fundar í félaginu á morgun, og verða þar rædd ýms þau mál, er snerta hags- muni1 félagsins, ennfremur upp- sögn samninga um kaup og kjör og væntalegir samningar við al- vinnurekendur. Þá verður enn- fremur hafinn undirbúningur að kosningum innan félagsins, senx fram fara í byrjun næsla árs. Af þessu má sjá, að mörg mál liggja fyrir, sem nauðsyn ber til að verkamenn láti sig miklu skifta, og er þess að vænla, að þéir sæki fundinn, sem því geta við komið, með því að hér er ekki aðeins um síundarhags- muni þeirra að ræða, heldur miklu frekar ákvarðanir, sem þýðingu hafa fyrir framtíðina. Kommúnistar virðast hafa allmikinn viðbúnað, enda hafa þeir óðir og uppvægir krafist fundar í félaginu, þótt svo ó- hönduglega tækist til hjá þeim, að þeir miðuðu kröfur sínar um fundarhald við þau mál.ein, sem voru um garð gengin, þannig að engin ástæða var til að efna til fundarhalds þeirra hlula vegna. En það vakti fyrir kommúnistum að efna til æs- inga og liefja baráttu gegn þess lduta stjórnar félagsins, sem fastast og öruggast hefir staðið á verði um liagsmuni þess, þeg- ar mest reyndi á, og nýtur nú góðs stuðnings manna úr öðr- um flokkum, sem nýlega hafa tekið við störfum í stjórninni. Þrátt fyrir óaðfinnanlega fram- komu meiri hluta stjórnarinnar í málum þessum, virðist svo sem kommúnistar séu því eng- an vegim\ afhuga, að taka upp áróðurinn, og skora þeir í morg- un á menn, í blaði sínu Þjóðvilj- anum, og fjölmenna á fundinn til þess að krefja stjórnina reikningsskapar ráðsmensku sinnar. Við þessu er út af fyrir sig ekkert að segja. Stjórn Dags- brúnar mun vera þess albúin, að „svara til saka“, eins og kommúnistar munu vilja orða það, og að því leyti þurfa menn engu að kvíða. En það er annað, sem verður að varast, og það er að veita kommúnistum stuðning, beint eða óbeint, við kosningar í nefndir félagsins. Þeir hafa með allri framkomu sinni sýnt að undanförnu, að fyrir þeim vak- ir það ekki aðallega, að vinna fyrir hagsmuni verkamanna, heldur hitt, að efna þeirra í mill- um til æsinga og úlfúðar, sem skaðað getur stórlega hags- munasamtök þeirra. Menn mega heldur ekki láta blekkjast af gylliloforðum kommúnista varðandi framtið- arskipun verklýðsmálanna inn- an alþýðusamtakanna. Þar hafa sjálfstæðismenn sýnt hvað þeir vilja og að hverju ber að stefna, og með stuðningi við núverandi stjórnarmeirihluta er réttur verkamanna best trygður í framtíðinni. Þegar á fundinn kemur á morgun ætlu menn að hafa það hugfast, að sjaldan eða aldrei hefír hagsmunabarátta verka- nianna verið jafnmiklum erf- iðleikum hundin og á þessu ári, ekki síst þar sem ekki hefir ver- ið viö íslenska atvimiurekendur eina að eiga, heldur og aðra, sem alt annað viðliorf Iiafa liaft til verklýðsmálanna hér á landi. Þrátt fyrir það hefir sljórn Dagsbrúnar gert alt, sem í henii- ar valdi hcfir staðið,' til þess að tryggja rétt félagsmanna sinna, en því hafa kommúnistar unað illa. Hafa þeir þráfaldlega reynt að koma af stað æsingum með- al verkamanna, sem sumpart h.afa beinst gegn stjórn félags- ins, og er þess skemst að níinn- ast, er Brynjólfur Bjarnason og félagar hans gerðu nýlega upp- steit í því einu augnamiði, að réyna að koma stjórn félagsins í óþægilega ldípu. Alt þetta ættu verkamenn að hafa hugfast, sem og það, að ef kommúnistar komast í valda- aðstöðu innan Dagsbrúnar, er ekki aðeins vinnufriði í landinu hætla búin, heklur getur það einnig leitt til ófyrirsjáanlegra atburða, sem enginn heilvita maður æskir eftir. Nú eru viðsjárverðir tímar i íslensku þjóðlífi, og aldrei hefir reynt meir á sandieldni og sam- starf þegnanna, og liver sú þjóð, sem er sundurleit og sundruð, verður áður en varir að súpa liinn beiska bikar illra örlaga í botn. íslenskur verkalýður verð- ur að skipa sér í þéttar raðir liinna þjóðhollu einstaklinga, hér eftir sem hingað til, og verð- ur að útmá eyðingaröflin, sem starfa einnig hans á meðal að tjaldabaki. Fjölmennið á fundinn á morgun og veitið sjálfstæðis- mönnum innan Dagsbrúnar ó- skiftan stuðning. Frá Ferðaféláginu, Ferðafélag- íslands efnir á morgun til ferðar á Vífilfell, en þar hefir félagið nýlokið við að koma upp útsýnisskífu. Er hún á hæsta tindi fellsins, sem er 655 m. hátt. Útsýni er mjög gott af fellinu, sést þaðan austur til Heklu og Eyjafjallajökuls, til Vestmanna- eyja og yfir Suðurlandsundir- lendið alt, en til Snæfellsjökuls að veslan. Á skífuna eru letruð rúmlega 100 nöfn á stöðum og fjöllum sem sjást af Vífilfelli. Farið verður í bifreiðum frá Steindórsstöð kl. 1 e. h. á morg- un og ekið áleiðis til Jósefsdals, en þaðan gengið upp á fellið. Hefir vegvísum verið komið upp, er sýna hægustu leiðina á fjallsbrún. Það er mjög auðvelt að ganga á Vífilfell, og í bæinn mun verða komið aftur um sex- lejdið. Bílferðin fram og aftur kostar 4 krónur. Fyrsti skemtifundur Ferðafé- lagsins verður sennilega haldinn í Iðnó strax upp úr mánaðamót- unum, þar eð Hótel Borg fæst ekki í vetur til fundahalda. Árbókin kemur bráðlega út. Hefir útgáfa liennar dregist venju fremur vegna ýmissa örð- ugleika er skapast hafa vegna hins breytta ástands. En hún mun verða vönduð að efni og öllum frágangi eins og hinar fyrri árbækur. Sjómannablaðið Víkingur, 19-—20. tbl. er nýkomið út. — Blaðið er f jöll>reytt og vandað. Það flytur m. a. þessar geinar: Enn um Sjómannaskólann, Herskip* nútím- ans, eftir Pétur Sigurðsson sjó- liðsforingja, Daglegur viðburður á hafinu, eftir Odd Hannesson loft- skeytamanna, Um vaðurspár, eftir Björn Jónsson veðurfræðing, Há- karlaveiðar við ísafjarðardjúp á 19. öldinni, eftir Kolbein Jakobs- son, Látinn félagi, Upphaf sigling- anna, eftir Sigurjón Sigurðsson, Sjálfs er höndin hollust, Driffjöðr- in (þýdd smásaga), Fréttir í stuttu máli, Möguleikarnir í íshafinu eft- ir Henry Hálfdánarson, Sjómanna- félag Reykjavíkur 25 ára o. fl. Lögreglnraiiiisókn farna vikn, og liefir staðið yfir hikIsiii- er ekki lokiö eiin|»á. Undanfarna daga hefir lögreglan haft í rannsókn mál, sem leitt hefir í ljós, að Lára Ágústsdóttir miðill, til heimilis á Hverfsgötu 83, hefir um nokkur ár haft í frammi stórkostleg svik í sambandi við miðilstarfsemi sína. Hefir hiin notið til þess aðstoðar Þorbergs Gunn- arssonar, Kristjáns Kristjánssonar, húsgagnabólstrara, og Óskars Þ. Guðmundssonar, sem öll eru í gæsluvarð-' haldi nema Óskar. Saga þessa máls er i stultu máli sem hér segir: Ingibjörg Lára Ágústsdóttir, nú til heimilis Hverfisgötu 83 (Bjarnaborg) er fædd árið 1899 en 18 ára að aldri byrjaði hún á miðilstarfsemi sinni. Hefir hún síðan haldið þess- ari starfsemi áfram og haldið fundi, þar Sem ýms fyrirbrigði hafa gerst, svo sem líkamning- ar, útfrymisfyrirbrigði, af- holdgunarfyri rbrigði, skygni- lýsingar og tal miðils. Þessir fundir hafa iðulega verið lialdn- ir en ekki reglulegá, og fer það eftir ýmsum atvikum, eða að- stæðum, sem blaðinu eru ekki kunn. Aðgangur að líkamninga- fundum er kr. 3,00 fyrir hvern einstakling, en kr. 2,00 fyrir skygnilýsingafundi. — Fúndina sækja venjulega 10—20 manns og hefir öllum veitst greiður að- gangur að þeim, sem óskað hafa eftir. Sigurður Maguússon með slæðurnar, sem Lára hefir að undanförnu not- að við svikin. Svik * Láru í sambandi við miðilstarfið munu hafa komist upp fyrir milligöngu Sigurðar Magnússonar löggæslumanns, eftir þvi sem blaðið hefir fregn- að. Hafði liann sótt fundi um nokkurt skeið, en án þess að liann gæti hent reiður á nokk- uru, sem sannaði að brögð væru í tafli. Hér fer á eftir frásögn manns, er staddur var á fundi 18. okt. s.L, þá er svikin komust upp: Sigurður kom um áttaleytið um kvöldið; þá voru aðeins 3 fundarmanna komnir inn i her- bergi það, sem fundirnir fóru venjulega fram í. Tekur þá Sigurður að athuga herbergið nokkuru nánar og finnur ekkert athugavert fyr en hann finnur undir skáp, rétt hjá stól þeim, sem miðillin situr í á fundunum, dálítinn pakka. Við athugun kom i ljós, að inni í pakkanum var fyrst gardínu- tau og inínan í það vafið ljósleitu þunnu efni. Atliugaði Sigurður pakkann eldci nánar, en stakk honum með sömu ummerkjum undir skápinn aftur, eftir að hafa sýnt viðstöddum pakkánn og beðið þá að minnast þess, hvernig hann hefði litið út. Að þessu loknu hófst fundur- inn. Bað Sigurður um leyfi til að sifja instur og fékk hann það. Hafði hann eins nánar gætur á gerðum miðilsins eins og lion- um var unt, en þar eð miðillinn situr í algeru myrkri var ekki hægt að sjá lireyfingar hans né annað látbragð. En hinsvegar þóttist Sigurður í þetta sinn einskis liafa orðið var, sem æfð- ur svikari ekki hefði getað leik- ið. Fundurinn var í styttra Iagi, líkamningafyrirbrigðin minni en ofl áður og fundur yfirleitt með lakara móti. Að honurn loknum bað Sigurður þá furíd- armenn að doka við sem voru inni þegar hann fann pakkann, auk þess tvo aðra fundargesti. Þegar allir aðrir voru farnir þreifaði Sigurður undir skáp- inn og fann pakkann. I pakkan- um voru sömu efni og áður höfðu verið, en nú var sú breyt- ing á orðin: 1) að pakkinn hafði færst lengra inn undir skápinn meðan á fundinum stóð og 2) að gaseslæðurnar sem áður voru inni í gardínunum voru komnar utan um gardínurnar, þannig að gardínutauið var gersam- lega hulið af gasslæðunum. Þannig hafði pakkinn óvé- fengjanlega verið færður úr stað meðan á fundinum stóð og hann brotinn saman á annan veg en hann var áður en fundurinn hófst. Neitaði Lái’a að hún vissi um pakkann, kvaðst ekki eiga hann og engin deili vita á lionum. En þar sem Lára var eina mann- eskjan sem snert gat palekann á fundinum, fanst Sigurði þetta svo grunsamlegt að liann taldi sig nú hafa fengið fullar sann- anir fyrir að hinn stöðugi grun- ur hans um svik væri á rökum reistur. Hafa stöðugar yfirheyrslur farið fram í málinu frá því s.l. þriðjudag, með þeim árangri að Lára hefir játað, að liafa haft i frammi svik a. m. k. við sýni- legu fyrirbrigðin, svo sem við likamninga og útfrymi. Hefir játning hennar hlotið enn frek- ari staðfestingu í gegnum vitna- leiðslur og játningu meðsekra manna, er hafa verið í vitorði með lienni og hjálpað henni við svikin. Haustið 1937 fór Lára til London, samkvæmt tilmælum alþjóðarannsóknafélagsins, að láta rannsaka sig þar. Nú hefir hún játað, að liún hafi á a. m. k. þremur fundum,, sem þar voru haldnir, beitt svikum við hin sýnilegu fyrirbrigði. Notaði hún grímu og slæður, sem Kristján Krístjánss. húsgagna- bólstrari á Seljalandi keypti fyrir hana. Sigldi hann með henni til London og aðstoðaði A myndinni sést stólíinn, sem miðillinn situr venjulega í á fundum. Úr loftinu liangir lampi, en út- búnaður hans veldur því, að algert myrkur er á miðlinum. T. v. á mynd- inni sést á skápinn, sem slæðurnar voru geymdar undir þegar Sigurður fann þær. hana við svikin, en er heim kom liélt liann fyrirlestra um förina og sýndi skuggamyndir af fyrirbrigðunum, þeim, er gerðust í London. Svikin liófust þó alllöngu fyr. Var hún gift Þorbergi Gunn- arssyni i Tjarnargötu 3 A og bjó með honum um alllangt skeið. Hófust svikin á því tima- bili er þau bjuggu saman og að- stoðaði Þorbergur við þau. Nú síðastliðin tvö ár hefir liún búið með Óskari Þórir j Guðmundssyni á Bergstaða- sfræti 21 B. Ilann er aðeins tvi- tugur að aldri og hefir liann verið að öllu leyti á framfæri hennar, uns hann skildi við liana fyrir skönimu. Héfir Ósk- ar játað að hafa aðstoðað hana á ýmsan hátt við svikin. Svik Láru eru fólgin i því, að hún notar slæður og grímur. Þá hefir liún ennfremúr játað, að hafa áður notað dóttur sína, barrí að aldri, við svikin, er myndir voru teknar. Rannsókn er ekki lokið enn- þá til fullnustu. ALMENNINGUR OG LEIKHÚSIÐ. Frh. af 1. síðu. hugsandi og ráðandi manna í landinu! Nei, það er óhætt að taka það fram öllum til leiðbeiningar í eitt skifti fyrir öll, að Leikfélag Reykjavíkur er og verður fjTst og fremst menningarstofnun. Er það og mjög gleðilegt að stjórnendur félagsins hafa gert sér þetta fyllilega Ijóst og munu ekki ætla að láta leikritavalið renna í þann farveg, sem mikill hluti almerínings virðist vilja beina því i, og sem þannig um stundar sakir kynni að þykja á- kjósánlegastur, frá fjárhagslegu sjónarmiði. Er þetta því virðingarverðara, þegar tekið er tillit lil þess að félagið hefir í mörg ár átt við mikla fjárhagsörðugleika að stríða og sem það ekki losnar við fyr en þjóðleikhúsið er til- búið. Hann er vandrataður hinn gullni meðalvegur, sem L. R. þarf að velja, til þess í senn, að geta staðist hinn þunga straum fjárliagsörðugleikanna og þó haldið virðingu sinni sem upp- eldis og menningarstofnun ó- skertri. Til þess að ráða bót á þessu vaxandi skilningsleysi á leiklist og smekkleysi er fyrst og fremst nauðsynlegt, að Leikfélagið ’ haldi áfram að vera köllun sinni trútt og láti ekki bugast af hinum fjárhagslegu freistingum til að gripa um of til innhalds- lausra skopleikja þrátt fyrir al- menningsálitið. Það er ekki almenningsálitið, sem á að segja L. R. fyrir verk- úm, hvað leika beri, lieldur er það hlutverk Leikfélagsins að bæta smekk almennings með vali og meðferð leikritanna! Barátta Leikfélagsins við stundar-smekkleysi almenn- ingsálitsins verður og hlýtur að enda með sigri Leikfélagsins, ef i leiklistin á að eiga nokkra fram- | tíð hér á landi. • Væri og æskilegt að háttv. alþingi gerði sér ljósa þýðingu og mikilvægi þessarar menn- ingarbaráttu, þegar um útlilut- un.styrkja til Leikfélagsins er að ræða! í öðru lagi væri mjög æskilegt að almenningur yrði fræddur um eðli og lilgang leiklistarinn- ar i ræðu og riti. Væri úlvarpið mjög tilvalið tæki til að flytja nytsaman fróðleik um þetta efni, sem fram lil þessa dags hefir verið svo mjög misskilið og þar af leiðandi ekki notið þeirrar virðingar sem leiklist- inni er samboðin. ! Það er vonandi að Reykvilc- ingar sýni það me^ góðri að- sókn að hinu nýja leikriti Leik- félagsins, að enn er til nægilega stór hópur manna hér í bæ með þeim menningarbrag og þá . virðingu fyrir andlegri list, að hægt sé að túlka ágælisbókment- ir á íslensku leiksviði, án þess að stórkostleg vonbrigði fyrir leik- endur og fjárhagslegt tjón fyrir félagsskap þeii*ra, þurfi að vera afleiðing jiessa. 11. okt. 1940. Ævar R. Kvaran. Lántakan: Rúmlega hálf miljón eftir af lengra láninu. í gær var haldið áfram að taka við beiðnum um kaup á skuldabréfum bæjarins. Bárust beiðnir sem námu rúmlega 400 þús. kr. á lengra láninu og álíka á þvi skemra. Er því að eins eftir rúmlega liálf miljón af lengra láninu, en telja má víst, að það gangi út í dag að mestu eða öllu leyti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.