Vísir - 15.11.1940, Blaðsíða 1
Kristj Ritstjóri: án Guðlaug sson
Félagspi Skrifstofur -entsmiðjan (3- hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Síml:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 15. nóvember 1940.
265. tbl.
Grískt riddaralið rekur
flótta Itala.
}gr§?" hsiinlá Itöliim
Suður í Egiptalandi ganga menn enn í stuttbuxum, þótt vetur
sé genginn í garð i Evrópu og farið að snjóa alla leið suður á
Grikklandí. — Þessir ungu menn hér á myndinni eru að búa
breskar sprengjuflugvélar undir heimsókn til bækistöðva Itala
og eru að koma með „eggin", sem þær eiga afr „verpa".
ítalir ætluðu að koma
af stað stjórnarbyltingu
í Grikklandi.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Gríska sendisveitin í Sofia í Búlgaríu hefir birt tilkynningu
um fyrsta þátt styrjaldarinnar í Grikklandi. í tilkynningu þess-
ari segir, að Italir haf i verið hraktir á brott af öllum þeim svæð-
um, sem þeim tókst að leggja undir sig. Er lýst gagnsóknum
Grikkja, sem hvarvetna hafi tekist vel. í mörgum þorpum
hjálpuðu þorpsbúar, oft að eins vopnaðir bareflum og steinum,
grísku hermönnunum til þess að hrekja Itali á brott. Þá er lýst
hvernig Italir höfðu áformað að ná Grikklandi á sitt /ald og
treysta þar aðstöðu sína. Áformað var að hrinda af stað stjórn-
arbyltingu í Aþenuborg og hafði ítalski sendiherrann þar í borg
fengið nákvæmar fyrirskipanir þar að lútandi. Átti að koma
stjórninni frá og reka konunginn úr Iandi.
Gert var ráð fyrir, að lítil mótspyrna yrði veitt á landamærun-
um, ög átti ítalski innrásarherinn að taka helstu hernaðarstöðv-
ar og samgönguleiðir á sitt vald. Þegar herinn var búinn að
koma sér fyrir ætluðu fasistar að setja sína menn í stjórn allra
héraða og var búið að. velja mennina til þessara starfa, og voru
margir þeirra komnir til landamæra Albaníu og Grikklands,
og biðu þar reiðubúnir til þess að taka við ^törfum.
Grísku herstjórninni hafa
borist nýjar sannanir fyrir þvi,
að ítalír bjuggust við að geta
vaðið inn i Grikkland án nokk-
urrar mótspyrnu. Hafa ítalskir
Prakkar í Lorrie
r til brottíirir.
Vichy-stjórnin mót-
mælir brottflutn-
ingunum,
Ertkaskeyti frá United Press.
London i morgun.
Brottflutningur frönskumæl-
andi manna fráLothringenásér
nú stað í stórum stíl. Fólkið fær
að velja hvort það fer til Pól-
lands eða til hins óhernumda
hluta Frakklands. Enginn hefir
kosið að fara til Póllands. —
Frá 11. nóv. hafa farið 5—7
lestir á dag með fólk frá Loth-
ringen. Franska stjórnin hefir
sent þýsku stjórninni mótmæli
út af þessum flutningum,.
hermenn, sem teknir hafa verið
til fanga, sagt fra því, að þeir
hafi hvað eftir annað verið full-
vissaðir um það, að Grikkir
myndu aldrei þora að berjast
að neinu ráði og herf örin myndi
verða ein óslitin sigurför.
Breytingar eru enn ekki farn-
ar að sjást af því, að skift var
um yfirhershöfðingja, en eins
og kunnugt er úr fyrri U.P.-
skeytum var það fyrsta verk
nýja foringjans — Soddu — að
fyrirskipa algert undanhald, til
þess að hægt væri að endur-
skipuleggja liðið. Sagt er að
Soddu kref jist þess, að fé mjög
aukið lið, ef hann á að geta
leitt stríðið til lykta fljótlega.
Þarf þá náttúrlega fyrst að
flytja það yfir Otranto-sund, en
það getur orðið býsna erfitt,
vegna þess að'flugvélum Breta
fjölgar óðum þarna syði'a, og
svo eru þeir nú sterkari á haf-
inu en áður.
Moskvablaðið „Trud" segir
um' árásina iá Taranto, að að-
slaða Breta og Grikkja sé nú
gjörbreytt, svo að þeir þurfi lít-
ið að óttast ítalska flotann.
Qrikkir sækja. fram
á SOO km. löng^um
vígstöðvuiii.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Fréttaritari United Press í Aþenuborg símar, að í
morgun hafi Grikkir hafið mikla sókn á öll-
um vígsiöðvunum, frá landamærum Júgó-
slavíu til sjávar, en J)að er 200 km. vegalengd. Höfðu
þeir þá farið sér hægt um skeið, til þess að geta flutt ó-
þreytt lið tif vígstöðvanna og flutt þangað nýtísku vopn,
fallbyssur, skriðdreka o. þ. h., sem þeir fá nú ógrynni
af fráBretum.
Þá er skýrt frá því í Aþenuborg, að Grikkir noti nú
riddáralið með góðum árangri gegn Itölum. Er þess get-
ið til marks um það, hversu mótstaða sé lítil af hálfu'
ítala, þvi að hermálasérfræðingar hafa talið riddaralið
úrelt i nútimahernaði, nemia þegar um hreyfingarstrið
sé að ræða. Að baki riddaraliðinu kom svo fótgöngulið
og stórskotalið. Segir í síðustu fregnum að nú sé búið
að hrekja Itali allstaðar norður fyrir Kalamas-fljót. —
I Pindus-fjöllunum hefir aftur komið til mjög harðra bar-
daga. Herdeild, sem send var til hjálpar Alpahersveitinni, sem
áður hefir verið skýrt fná, var hrakin til baka eftír mikið mann-
fall á báða böga. Var hvað eftir annað barist i návigi með byssu-
stingjum, áður en Italir voru hraktir á flótta.
Hörfuðu þeirþá undan til vel víggirtra stáða alllangt norðar,
en Grikkir fóru á eftir. Tóku þeir þessa staði eftir þriggja
klukkustunda bardaga.
Floíamálaráðherra llaiiriai ík jninia
segrir9 að það verði að Jberjast þar
til yfir lýknr.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Frank Knox, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, flutti út-
varpsræðu i gærkveldi, og sagrði, að í þessari styrjöld milli ein-
ræðisins og lýðræðisins, jnrði að berjast þar til yfir lýkur, svo
framt að um menningarlegar framfarir eigi að geta verið um
að ræða í framtíðinni.
Það er ekki hægt, sagði hann að hræða Bandaríkjamenn til
þess að fallast á að gera tilraunir til þess að koma á friði, sem
til vansæmdar er.
Knox sagði ennfremur, að Bandaríkin myndi veita Bretum
áfram alla þá aðstoð, sem þeir gæti í té látið, — án þess þó, að
þeir stæði varnarlausir fyrir sjálfir. Ennfremur sagði hann að
hann *vonaði að Bandaríkin gæti bráðlega veitt Kína eins mikla
hjálp og Bretlandi er veitt nú.
Vér ætlum oss ekki að segja hvað vér gerum, sagði Knox, vér
tölum ekki, en hef jumst handa.
Caíroux flyt-
ur ræðu.
Heldur vera írjáls
Frakki og sjálf-
boðaliði, en óírjáls
landstjóri.
Enkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Catroux herforingi, fyrrver-
andi landstjóri Frakka i
Franska Indóldna, flutti ræðu
í útvarpið i Kairo i gærkveldi.
Catroux er einn af frægustu
herforingjum Frakka og hefir
mikla reynslu. sem herforingi
í Franska Indókína og ýmsum
nýlendum Frakka í Norður-Af-
ríku. Lét. hann af landstjóra-
embættinu í Fránska Indókína,
er sýnt þótti, að, franska stjórn-
in ætlaði að taka upp hina svo-
kölluðu samvinnustefnu við
Þjóðverja. Einna mesta athygli
vöktu þau ummæli Catroux i
gær, að Frakkar gæti enn tekið
þátt i styrjöldinni og haft úr-
slitaáhrifin. Því að Frakkaveldi
er voldugt, sagði hann. Vichy-
stjórnin valdi aðra leið. Hún
hefir að visu ekki fallist á, að
láta að kröfum Þjóðverja um
flugstöðvar og herskip, en þótt
hún gerði það, til þess að kom-
ast að betri samvinnukjörum,
yrði henni að þvi skammgóður'
vermir, þvi að ef Þjóðverjar
sigruðu rneð tilstyrk Vichy-
stj órnarinhár, myndi Frakk-
land að þeim sigri loknum
verða þýskt skattland. Þau ör-
lög héfir Hitler ætlað þvi frá
upphafi. Gegn þessu befjast
hinir frjálsu: Frakkar, m. á. 'á
vígstöðvunum í Egiptalándí,
sagði Cátroux. Þeir eru forverð-
irnir i ffelsisbaráttu Frakka.
Og þeir munu sigra, því að þeir
eiga sanyið frönsku þjóðarinn-
ar og frjálsra manna um allan
heim. Það var vegna andúðar
Ofíu-samsteypa Evrópo.
Stjórn skipa: Þýskaland og ítalía
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
IRómaborg telja menn a(J tilgangnrinn með
heimsóknum þeirra Antonescus til Róma-
borgar og Molotovs til Berlínar hafi verið að
kouia á einskonar olíu-samsteypu fyrir Evrópu. Er það
ætlan manna, að ítalir eigi framvegis að skifta eingöngu
við Rúmena, en Þjóðverjar skifti við Rússa. Verði olíu-
verslunin innan álfunnar gerð miklu auðveldari _og
minni hætta á truflunum, en ef báðir væri að kaupa hjá
sama aðilanum.
Þá sé ætlunin að skamta olíuna til annara þjóða, a.
m. k. þangað til lag sé komið á olíuf ramleiðslu Rúmena,
eftir jarðskjálftana miklu. Verða möndulveldin látin
sitja fyrir uni olíukaup, en það sem þau þurfi ekki, fari
svo til annara ríkja.
Molotov hélt heimleiðis í gær. Allir helstu menn naz-
istaflokksins og þýska hersins fylgdu honum til járn-
brautarstöðvarnnar, en þar var enginn mannfjöldi
annar. Járnbrautarstöðin var fánum skreytt.
Opinberar tilkynningar hafa verið gefnar út bæði í
Berlín og Róm og voru þær næstum samhljóða. Aðal-
efni þeirra var á þá leið, að fullkominn skilningur og
traust ríkti milli þessara aðila í ðllum þeim málum, sem
um var rætt.
Á tilkynningum þeim, sem
birtar hafa 'verið um viðræð-
urnar í Berlín, er lítið að græða.
Tilkynningar þær, sem birtar
voru í Berlín og Moskva,'eru
nærri samhljóða, en í þeim báð-
um segir, að áhugamál Rússa
og Þjóðverja hafi verið rædd
af gagnkvæmum skilningi. —
Stjórnmálamenn í Berlín ætla,
að ekkert samkomulag hafi
verið undirritað í Berlín.
Það vekur mikla athygli, að
Tassfréttastofan ber til baka
fregnir um, að Rússar og Jap-
anir ætli að skifta Asíu í „á-
hrifasvæði" og að það sam-
komulag hafi verið til um-
ræðu í Berlin.
Einn af flotaforingjum Rússa
segirá málgagni Rauða flotans,
að Bretar hafi unnið mikilvæg-
an sigur i Taranto. I amerisk-
um blöðum kemur það fram,
að árásin á Taranto hafi komið
sér mjög illa fyrir Hitler, því
að fyrir bragðið hafi hann átt
óhægara með að sannfæra
Rússa um, nauðsyn og gagn af
samvinnu við Itali. Þykir ame-
rískum blöðum yfirleitt óvæn-
legar horfa fyrir mönduuveld-
unum vegna gæfuleysis Itala.
Það voru 65 menn i fylgdar-
liði Molotoys, meðal þeirra við-
skiftasérfræðingar, sem urðu
eftir í Berlín, en flestir fóru
aftur með Molotov. — Margir
hallast að þvi, að það hafi að-
allega verið viðskiftamál, sem
rædd voru í Berlín.
Getgátúr hafa komið fram
um, að afstaða Tyrklands hafi
verið rædd.
Fregnir frá Tyrklandi herma,
að trú manna á sigur Breta sé
mikið að aukast, og láta menn
þar i ljósi mikla ánægju yfir
sigrum Grikkja og loftárásum
Breta á italskar bækistöðvar.
13. Vicforín-
krosisinn.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morgun.
13
Viktoríukrossar hafa
breska hernum. Flotinn hefir
fengið 3, landherinn 5 og
flugherinn 5. Aðeins 1 flug-
maður í omstuflugvél hefir
fengið Viktoríukrossinn.
Flugmaður þessi var á ef t-
irlitsflugi yfir S.-Englandi
um miðjan ágúst, er Messer-
schmitt-vél réðist á hann og
skaut á hann 4 fallbyssuskot-
um. Kviknaði í ensku vélinni,
en þrátt fyrir það tókst enska
flugmanninum að skjota
Þjóðverjann niður. Var hann
þá allur skaðbrendur á hönd-
um og í f raman, og jaf nframt
særður af kúlum, Bretinn
bjargaðist í fallhlíf sinni. —
Suner faxinn til
Parísar
EINKASKEYTI FRÁ U. P. —
London i morgun.
Serrano Suner, utanrikisráð-
herra Spánar, er lagður af stað
til Parísarborgar, að þvi er
hermt er i fregn frá Madrid.
Með honum eru tveir háttsettir
embættismenn. — Ekki er
kunnugt um erindi þeirra, en
talið er liklegt, að það standi i
sambandi við framhaldsum-
ræður milli Þýskalands, Spánar
og Frakklands.
frönsku þjóðariönar og ekki af
neinu öðru, sagði Catroux, að
Vichy-stjórnin þorði ekki að
fallast á kröfur Þjóðverja þeg-
ar i stað.
Lioftorusta
yfir Dover.
Enkaskeyti frá United ,Press.
London i morgun.
Loftorusta var háð yfir hpfn-
inni i Dover i gær. Þýskar flug-
vélar gerðu skyndiárás á höfn-
ina, en alt í einu komu 20 Spit-
fireflugvélar og steyptu sér yfir
hinar þýsku steypiflugvélar og
lenti i harðri orustu og voru 15
þýskar flugvélar skotnar niður.
Vörn þýsku orustuflugvélanna,
, sem fylgdu sprengjuflugvélun-
um,, brást algerlega, sem sjá má
af því, að 15 þýskar flugvélar
voru skotnar niður.
Alls voru skotnar niður til
kl. 10 i gær 19 þýskar flugvélar,
' en aðeins 2 breskar, og björg-
! uðust báðir flugmennirnir.
/