Vísir - 20.11.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 20.11.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR þau höfðu á innra mann höf. Af þessu fœr maður ekkert. Höf. segir um atvik ferðanna: „Eru það einungis einkamál okkar, sem við ein höfum ánœgju af að minnast. I því get- ur öðrum ekki hlotnast hlut- deild“. Það er nú svo, og ef aðr- ir ferðasöguhöfundar hefðu lit- ið svona á niálið, j)á væru lil . færri ferðasögur en er, og væri að því skaði. Þrátt fyrir þessi orð, þá er liöf. samt að reyna að bregða þessu upp liér og hvar í bóknni, en tekst það ekki, því liann virðist ekki liafa mikið auga fyrir atvikum, og síst þeim smæstu. Líldega hafa því ekki orðið úr þessu ferðasögur hjá honum vegna þess, að hann getur ekki ritað þær; shkt er ekki frekar en annað öllum gefið. Um fegurð náttúrunnar er svipað að segja, að þó hún hersýnilega hafi mikil áhrif á hann, getur hann hvorki lýst fegurðinni né áhrifunum. Hann staðhæfir með sterkum orðum að fegurðin sé mikil og áhrifa- mikil, en livernig henni og áhrifunum' sé varið nefnir hann ekki; er það að líkindum einnig staðhæfir með sterkum orðum það verkefni, því tilburði er hann stundum með. Þrátt fyrir þelta er hér um góða hók að ræða. Það er land- fræðileg lýsing á öræfunum, sem höf. hefir komið á, lands- lagslýsing með vel tilgreindri afstöðu f jalla og landsauðkenna og upptöldum örnefnum. Þá fléttar höfundur inn i þetta þjóðsögum og sönnum sögnum, sem tengdar eru við staðinn — að vísu flestar alkunnar. Hann veitir og öllum náttúrufræði- legum einkennum góða eftir- tekt, og hefir augun á jarð- fræðifyrirbrigðum, jurta- og dýralifi, og frá þessu öllu segir hann ákaflega þægilega. Menn komast ekki í neinn æsing við lesturinn, en mönnum leiðist ekki, því liöf. hefir lag á þvi að masa notalega. Þetta er stóreflis kostur á bók, enda þótt eftir- tekjan kunni að vera rýr, og þetfa ber vitni um frásagnar- hæfi. Það er enn kostur á þessari bók, að málið á henni er ágætt, látlaust og hreint, en einstök ör- fá atriði, sem, ef mörg væru, mætti skýra sem mállýti, eru vafalausar prentvillur. Það er liinsvegar auðfundið, að höf. má ekki yfirgefa þann stíl, sem hann liefir upp og ofan, ef vel á að fara, því þau fáu skifti, sem hann bregður sér út fyrir hann, fer að jafnaði miður. Hann seg- ir á einum stað frá þvi, að liann hafi fyrir löngu gengið á Eiriks- jökul með öðru fólld. Vai’ð honúm sú ferð, sem vonlegt er, minnistæð, og orðar liann það svo: „Hugur minn dvelur við minningarnar frá sumrinu áð- ur, er ég lagði liann (þ. e. Ei- ríksjökul) fyrir fætur mér.“ Þetta er óskemtilega að orði komist, því auðvitað á Iiann með þessu við, að hann hafi gengið á jökulinn. Slíkir Iior- tittir sem þessir, eru sem betur fer nauðafágætir hjá höf., þö ekki séu þeir betri fyrir það. í heild sinni er þetta mjög sómasamleg bók í sinni röð. Aage Krarup Nielsen: Hval- veiðar í suðurhöfum. Karl Isfeld íslenskaði. 97 bls. í fjögurra blaða broti stóru. Bókaútgáfan Esja. ísafold- arprentsmiðja h.f. Reykja- vík 1940. Hér kemur maður, sem kann að segja ferðasögur, enda þótt það sé fullmikið í borið, er á kápu bókarinnar segir, að hann sé einn. af frægustu ferðasögu- höfundum, sem nú eru uppi. Hitt er víst, að hann er víðlesinn á Norðurlöndum, og annars- staðar alkunnur. Það sem veld- Sá flokkur byrjar á „Iiveðju Hallfreðar“, sem er ágætt kvæði, ‘ en langmesta kvæðið er „Rima ! af Helga konungi Hálfdánar- syni“. Er hún prýðilega kyeðin. ! Þar hillir upp í ljóðrænum löfr- um mikilúðlegar persónur hinn- ar járngráu fornaldarsögu. Söngvarnir til Svanfríðar eru sólhvít og sill'urskær áslakvæði. Á einstaka slað lieggur liöfund- ur fullnærri fornum þjóðkvæð- um, eins og t. d. í ljóðinu „Vatn- ið hnígur af liáum fjöllum“. Biblíuljóðin liefjast á „Glímu Jakobs við guð“ og enda á Gol- gata. — Allur er flokkur sá vel kveðinn og einkum eru tvö síð- ustu ljóðin djúp og liáleit, „Hvi liefur þú yfirgefið mig“ og „Það er fullkomnað“. Skulu hér tilfærðar nokkrar hendingar úi: þeim: Smælingjans örhirgð og ævikvöl varð mitt eigið böl. Þin likn það ljós, er lýsir upp þrautanna liöf. Ástúðin, drottinn! ó, drottinn! þín dýrasta föðurgjöf. — Nú er hjörðin tvístruð og hirðirinn einn. Einmana. Harmur sem bjárg. Höll þín lokaður steinn. Hvar sem var þraut, ég lagði leið. Átti þó eftir að finna alheimsins þyngstu neyð. Ó, heilagi, heilagi faðir! **Ó, heilaga, heilaga stund. Nú þekki ég armlög þín aftur. Nú opnast hin lokuðu sund. Nú fel eg þér ósk mína og anda að eilífu, trú mína og von. Blessaðu drottinn! ó, drottinn! þinn deyjandi, örmagna son. Sigurjón Friðjónsson liefir aldrei ort á neinu þrumu máli. En það er oft mjög djúpur eldur falinn undir liinum smáu orð- um hans og blaktandi Ijóðlin- um. Ljóð eins og „Fótaferð“ og „Eftirmáli“ eru ekki stór i sniðum, en efni þeirra flæðir einhvernveginn langt út fyrir takmörk formsins, og það er galdurinn við allan skáldskap Sigurjóns Friðjónssonar. Hann bindur oss sjaldan við þröngt og skýrt sjónarmið, en gefur hinsvegar ímyndun vorri laus- an tauminn. Þessu fylgir sá galli, að ljóð hans verða ekki lesin liugsunarlaust, og jafnvel kann svo að fara, að menn taki undir með sínum svarta meist- ara og segi: „Þetta er ekki skáld- skapur, Kolbeinn.“ ÞessiKölska- speki er nú orðin að guðspjalli margra þeirra, sem dæma um nýjar ljóðabækur. Islenskir mentamenn hafa aldrei gengið sig upp að hnjám á eftir Sigurjóni Fi’iðjónssyni. En einliverntíma mun það þykja í frásögur fæi’andi, að bóndi á áttræðisakh’i, sexxi varla nokkurntíma hefir stigið spor út úr heimahögunum, skuli geta ort þvilík kvæði sem Sigui’- jón yrkir nú. Hefir vor marg- blessaða þjóðmenning oft verið lofuð fyrir minna. Sigurjóni hefir hlotnast sú vegsemd að verða æ því meiri andansmaður og trúmaður sem árin fæi’ðust fleiri yfir liann. Þvi hefir þetta mátt vei’ða, að hann hefir þi-oskað sál sína \ við sýn á andans eilíf-frjóu lönd og ást á þvi, sem koma slcal og lifa. J. M. ur því, að þessi liöf. er bi’áð- skexiitilegui’, er livað hann liefir opið auga fyrir þvi smælki, sem skapar atburðaröð líðandi stundar. Miklu atvikunum má líkja við steinana, sem húsið er bygt úr, en smælkið er stein- límið, sem öllu heldur saman. Þvi er oft ekki sint, en það er það, sem setur svip trúverðug- leikans á frásögn og gerir liana lifandi. Höf. er læknir að mertt, en sem rithöfundur er hann blaðamaður, og listamaður á því sviði. Blaðamenska getur verið list, og' meira að segja sí- gild þó að mönnum sé það ef til vill af skiljanlegum ástæð- um ekki vel ljóst hér á landi. Bókin gerist við suðurheims- skautsjöklana innan um borg- arís og illhveli, þar sem unnið er nótt og nýtan dag á stuttu sumri til þess að handfesta miljónaverðmæti. En í frásögn- ina af þessari auðn eru eins og vinjar frásögur af löndum lauf- kvikra pálma og fólkinu sem þar býr. Frásögnin er iðandi og fjörug og hafi menn byrjað lesturinn verður mönnum erfitt að leggja frá sér bólcina hálf- lesna. Þetta er bók fyrir útilegu- menn, fjallgöngumenn og iþróttamenn og sérstaklega fyr- ir karlmenn, enda þótt konur þurfi ekki að fælast liana. En hún er eingöngu bók fyrir full- orðna, en livorki fyrir börn eða unglinga. Þýðingin er svo sem við mátti húast af þýðanda alveg prýði- leg. Sama er að segja um frá- ganginn allan. Myndirnar eru margar og góðar og laglega fyr- ir komið, letrið fallegt og band snoturt. Tvær leiðinlegar prent- villur liefi eg rekist á, l>ó að flestir lesi að minsta kosti aðra i málið, og litt saki, en slíkt á að vera rétt. Á hls. 56 stendur Tranwell fyrir Tranmell, og á bls. 73 Ronald Amundsen fyrir Roald Amundsen. Þessi bók selst áreiðanlaga og fljótt, lienni er óliætt, eins og þar stendur. G. J. Sigurjón Friðjór.sson: Heyrði ég í hamrinum I.—H. Komin eru tvö liefti af ljöða- safni Sigurjóns Friðjónssonar „Heyrði ég í hamrinum“. Fyrsta heftið kom síðastliðið ár, annað núna í sumar. Það hefir enginn dynur staðið um þéssar bækur, þær hafa gengið um jafn liljóð- látlega eins og öll ljóðmæli þessa skálds frá fyrstu tíð. Auk margra sérstakra kvæða og þýðinga, eru í bókum þessum allstórir Ijóðaflokkar eins og „Biblíuljóðin“, „Söngvarnir til Svanfríðar“ og „Fornar ástir“. Tilkynning frá Máli og Menningu Heildarsafn af verkum Jóhanns Sigur- jónssonar birtist nú í fyrsta skipti í íslenzkri útgáfu. Verður það í tveimur tuttugu arka bindum og kom fyrra bindið út í dag. Þar eru þrjú af leik- ritum Jóhanns og ljóð hans öll, bæði íslensk og dönsk. Gunnar Gunnarsson, ritliölundur skrifar snjalla og ýtarlega inngangsritgerö um Jóliann og verk Jhans. Fá íslensk skáld hafa hlotið meiri ástsæld þjóðarinnar en Jóhann Sigurjónsson. Útgáfan á verkum hans er einn þátturinn í því starfi Máls og menningar að gefa íslendingum kost á að njóta í ódýrum útgáfum sinna bestu þjóðlegu verðmæta. Rit Jóhanns Sigurjónssonar hljóta að verða þjóðinni kærkomnari en flest verk önnur. Bókin er þegar afgreidd til umboðsmanna um alt land. Afgreiðslan í Reykjavík hófst í dag (í bókaverslun Heimskringlu, Laugavegi 19). Stjórn Máls og menningar: Sigurður Nordal. Halldór Kiljan Laxness. Sigurður Thorlacius. Kristinn E. Ragnar Ólafsson. Andrésson. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarmálaílutningsmaöur. Skrifstofutimi io—12 og I—6 Hverfisgata 12 — Sími 3400 Ferms 1 ósoðinn — einsoðinn — tvísoðinn. NITENS rafmagnsperur Ódýrastar. Lýsa best. ----- Endast lengst. ---- Helgrl Magiiii§§on Co. Gúmmístígvél barna, unglinga og fulloröinna, nýkomiö fjölbreytt úrval. GEYSIR FATADEILDIN. Ivar Hlújárn með 204 myndum ^koniið NIROP í 2. íhs. dósniii. H. Benediktsson & Co. Sími 1228, Jarðarför mannsins míns og föður okkar. Sigurðar Þorsteinssonar, fer fram frá Dómkirkjunni fimtudaginn 21. þ. m. oghefst með bæn á heimili okkar, Steinum, Bráðræðisliolti kl. 1 e. b. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Gróa Þórðardóttir, böm og tengdabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður Einars G. Einarssonaf, Laugavegi 85. Sérstaklega viljum við þaklca samverkafólki Iiins látna. Börn og tengdabörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.