Vísir - 21.11.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 21.11.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR “ BÆKUR — Ólafur Briem: Norræn goða- fræði. 1—81—126 bls. Isa- foldarprentsmiðja h.f. Reykjavík 19-12. Höf. segir i formála, sem er aftan við bókina og því kallaður eftirmáli, þó hann samkvæmt efni sínu ætti að vera við liinn endann, að bókin sé ekki samin sem kenslubók, og þá verður manni að spyrja, hversvegna höf. sé að semja þetta rit, þar sem enn er til nægilegt upplag af goðafræði Finns Jónssonar, því þó þær bækur séu ólíkar, þá fræðir þessi bók mann ekki meira en bók Finns. Þegar svo er, virðist sem ungir og efni- legir fræðimenn gælu tekið sér annað þarfara fvrir hendur en að semja bækur, sem ekki er beinlínis þörf á. Einhver kann að benda á, að þetta saki ekki. Víst er það rétt, en bæði eiga menn ekki að beila kröftum að óþörfu, og eins er liilt, að þó nú sýnist einkarauðvelt að koma bókum á framfæri við bókaútgefendur, verður að gá að því, að þess verður ekki langt að biða, að sæki svo til í hið forna far, og að útgefendur lækki mjög seglin, því þessi bólga, sem hlaupin er nú í út- gáfustarfsemi, byggist einvörð- ungu á innflutningshöftunum og hverfur með, þeim. Það væri betur til fallið að nota náðar- timann til þess að koma út ein- hverju bráðnauðsynlegu. Þrátt fyrir yfirlýsingu liöf. er samt kunnugt, að það á að nota bókina sem_ kenslubók við mentaskólana, og hefði því ver- ið viðkunnanlegra, að höf. hefði samið hana svo, en ekki látið sér nægja að gera hana svo úr garði, að hægt væri að hafa hana til hliðsjónar við lestur goða- sagna í skólum, eins og hann kemst að orði í formálanum aftan við. Goðafræði Finns er heldur ekki samin sem kenslu- bólc, en það má vel hafa hana til hliðsjónar við kenslu. Að því leyli standa b(iðar bækurnar jafnfætis. Það var því heldur engin aðkallandi þörf á því, að fá nýja alþýðlega goðafræði. Þetta er síður en svo last um bókina, en áminning um það, að við íslendignar höfum, rétt að gáð, ekki að svo stöddu efni á að hafa meira en eina kenslu- bók af 'sömu tegund, síst í ekki hagnýtari og nauðsynlegri fræðigrein en goðafræði. Efni bókarinnar er ágætlega niður skipað og framsetningin er lipur, svo að það getur varla leikið vafi á því, að hún verði mjög hentug kensluhók, þó hún sé eklci til þess samin. Úr því svo er, er auðvitað ekki hægt að segja annað, en að hún sé góð bók í sinni röð og að ýmsu leyti með ágætum. I heild sinni virðist höf. gera fulhnikið að því, að tilgreina margar skoðanir, sem kunna að vera uni sama efni; kenslu- ,bók þarf þó helst að hallast að einni skoðun, því margfeldni skoðananna kann að rugla nem- endur. Það mætti og þykja sem Iiöf. gerði fulllítið ráð fyrir því, að goðsagnir séu allegórískar, en það eru þær ákaflega oft, ekki síður í norrænni goðafræði en rómverskri og grískri. Þá kynni og að þykja, að höf. geri fulllitið grein fyrir sambandi norrænnar goðafræði við önn- ur trúarbrögð, og reyni þar lítt að sýna tengsl milli. Þá virðist höf. gera fulllítið úr áhrifum kristinna hugmynda á hina nor- rænu goðafræði, ekki síst einsog liún er hpkfest af kristnum mönnum á kristinni öld. Höf. lýsir því svo, sem huldu- fólkið í þjóðsöguin vorum eigi rót sína eingöngu að rekja til landvætta, en bersýnilega eiga dvergar, dísir og álfar þar einn- ig skot í reyðinni. Höf. tekur það réltilega fram, að sögurnar minnast hvergi á Óðinsdýrkun á Islandi. Það er þó ákaflega liæpið að álykta af slíku um raunverulega dýrkun hans, vegna þess, að sögurnar fara aldrei út í goðadýrkunina, nema efnið gefi tilefni til, og ræður [>að, hvað á daginn kem- ur, en það þarf engan veginn að bregða upp almennri mynd. Frásagan í Kristnisögu uni mannablót á Alþingi árið 1000, sem höf. minnist sjálfur á (bls. 65), verður, þó hvergi sé þar Óð- inn nefndur, með miklum lík- indum að skilja svo, að þá hafi Óðni verið blótað og engum öðr- um. Höf. lýsir því hvernig Óðni voru færðar mannfórnir i Sví- þjóð, en Ivristnisaga tiltekur hvernig það var gert hér, og hefði verið óhætt að geta þess; mönnunum var hrundið fyrir björg og hamra, og dettur manni þá í hug Mons tarpeius. í sambandi við nafn Þórs hefði mátt geta franska orðsins tonnerre, sem vafalaust er af norrænum uppruna. í sam- bandi við Baldur telur höf. rétti- lega, að mynd Snorra af honum hafi að einhverju leyti mótast af kristnum hugmyndum, en þegar liann segir, að það sé at- hyglisvert, að Baldur sé eina goðanafnið, sem kristnir rnenn hafi tekið upp sem algengt mannsnafn, þá er sú athuga- semd í því sambandi gagnslaus, því fram til siðaskifta kemur nafnið alls ekki fyrir, og að lik- indum ekki fyrri en á 19. öld, en algengt hefir það aldrei orðið. í sambandi við frásögnina af því, IivQrnig dauðum mönnum hefði farið hjá Hel, hefði mátt minnast á livað það er nauða- Iíkt og í vistinni hjá Hades. Þeg- ar höf. minnist á skyldur ása- trúarmanna við ‘ættmenn og vini, þá hefði verið rétt að sýna, hvernig það átti rót sína að rekja til hins sócíala skipulags. Þegar höf. bendir á það, að goð- sagnir um sama efni séu með ýmsu móti og viðhorf til ýmsra trúarfyrirbrigða, þá hefði miátt benda á, að hér gæli verið um nokkurskonar „sektarianismus“ að ræða, að svo miklu leyti sem liann var húgsanlegur í trú- brögðum, sem ekkert fast dog- matiskt kerfi höfðu. Yfirleitt er málið gott og lát- laust á þessari bók. En á nokkr- um örfum stöðum bregður fyrir dönsku orðalagi, sem ekki er viðkunanlegt í norrænni goða- fræði, Á bls. 18 segir: „Við mörg fleiri tækifæri léituðu æsir á náðir jötna“ (Ved mange flere Lejligheder o. s. frv.), en ætli að vera eitthvað ó þessa leið: „Æsir leituðu margoft endranær á náðir jötna“. Ekki kann eg við að segja „lægri ver- ur“ (lavere Væsener), en þykir Iielra „óæðri verur“. „En oftar voru fylgjurnar í líki einhvers dýrs. Þannig (Saaledes) höfðu hraustir menn oft bjarndýra- fylgju, brögðóttir menn refs- fylgju, grimmir menn úlfs- fylgju o. s. frv.“ Betra væri: „Svo fylgdi hraustum mönnum oft bjarndýr, brögðóttum mönnum refur o. s. fi-v.“ Ekki kann eg heldur við að talað sé um að vanir „hverfi af leiksvið- inu“, viðkunnanlegra væri að segja „væri úr sögunni“. „Sem gefa veldi lians til kynna“; svona notar höf. oft orðin „að gefa til kynna“, en það er ákaf- Iega leiðinlegt orðbragð. Mætti vera „Sem sýna veldi hans — bera veldi hans vott — benda til veldis hans — lýsa veldi hans o. s. frv.“, af nógu er að laka. „Stunda sjóferðir í stórum stíl“ mætti vera „stunda sjóferðir að ráði“. „Hernaðareðli Týs kemur meðal annras fram í því, að í latneskum riturn er hann oftast nefndur Mars“. Þetta skilst, en er algerlega á afturfótunum, og mætti vera svona: „Er það til marks um að Týr var talinn her- goð, að hann er í latneskum rit- um oftast nefndur Mars“. „Bilið milli goða og manna var miklu styttra (betra: skemra) í ásatrú en í kristnum sið“, en viðkunn- anlegra væri: „Munur goða og manna var miklu* minni o. s. frv.“ Bls. 89 má segja að sé löm á bókinin. Þá lýkur goðafræðinni, en tekur við uppprentun á goða- og hetjusögum eftir Snorra. Höf. vill helst samkvæmt for- mólanum, að menn séu með Eddurnar fyrir sér, en prentar þetta svo sem nokkura uppbót, ef þær skyldu hafa gleymst. Það var óþarfi um flest af þessu, því þó skólafólk liafi ekki Eddurnar, hefir það lestrarbók Guðna Jónssonar, og þar er þetta flest, en skólafólk hefir nóg að borga, þó það sé ekki lát- ið kaupa sömu hlutina tvisvar. Loks vil eg víkja að tveim af myndum bókarinnar. Er önnur af skjaldarmerki íslands, er liöf. birtir til þess að sýna landvætt- ina. Eg ber fyrir merkinu mestu virðingu vegna þess hvað það táknar, en á skjaldar- merkjafræðilega og listræna vísu er naumast til lierfilegra samsull. Þess vegna er því alveg ofaukið þarna. Hitt er myndin af Óðni á Sleipni, sem svo er kölluð, og er á sænska hjálmin- um (,,Vendilhjálminum“). Það er getgáta bókstaflega alveg út í bláinn, að myndin sé af Óðni; það er naumast neitt, sem styð- ur það, en eitt, sem mælir ein- dregið á móti því. Sleipnir var með 8 fætur, en þessi hestur er með fjóra. Fuglarnir tveir, sem vafalaust liafa verið taldir hrafnar, gætu eins vel verið liaukar, svo að myndin væri af veiðimanni, en þeir geta eins vel átt að merkja fugla loftsins ahnent, og myndin þarf elcki að vera nema af manni ó reið. Það er ekki líklegt að hún sé af Óðni. Þó að þessar athugasemdir liafi verið gerðar, þá er hér áreiðanlega Um liðtæka kenslu- bók að ræða. G. J. Hjörtur Björnsson: Sumar ó fjöllum. ísafoldarprent- smiðja li/f. 1940. • Þetta er einstaklega slcemtileg bók. Er hún ferðalýsingar, nátt- úrulýsingar o. þ. li. frá þeim tíma, er Iiöfundur bókarinnar var heill lieilsu og lagði land undir fót. En Hjörtur Björns- son liefir nú um nokkur ár dvalið á hressingarliælinu í Kópavogi. Myndir þær, sem liöf. bregð- ur upp af ferðum sínum eru^ með alt öðru móti en venja er, enda sér hann margt og skynjar þótt þoka og súld byrgi sýn. Það stendur á sama livar gripið er ofan í bókina, því að alstaðar er eitthvað nýtt, og hvergi liefi eg orðið var við endurtekning- ar, sem er tíðasti galli á leiðar- lýsingum. Höf. er furðu fund- vís á þjóðsögur og munnmæli, sem bundin eru við staði og ör- nefni, og lífgar það frásögnina mjög víða. En eflirtektarverðast við bók- ina er, hve greinagóður maður með þekkingu á gróðri og dýra- lífi sér langtum fleira og finnur margþættari unaðssemdir á ferðum um landið en þeir, sem ferðast til að ferðast. Frásögn og stíll er lipurt og létt. Kaflar bókarinnar eru: Af Uxaliryggjum að Arnarvatni. I Ilestaleit á lieiðum (Arnar- i vatnslieiði). Þrjár vikur á Kili. Að fjallabaki. Hjá eyðibýlum og veiðivötnum. ^ (Milli Mýra og Dala). Á afrétti Hreppamanna. Öskjuferð sumarið 1936. Þeir, sem ferðasl ælla um þessar slóðir, geta ekki fengið notalegri ferðafélaga með sér en bólc Hjartar frá Skálabrekku, en hinir, sem verið liafa á þess- um stöðum, munu engu siður hafa gaman af að rif ja upp ferð- ir sínar á ný og athuga hve niargt þeim hefir yfirsést af þvi, sem markvert var. Gallar bókarinnar eru helst til margar ritvillur og prent- villur, en eg tel útgefanda, hirð- prentsmiðju konungs, eiga sök á þeim. Prentsmiðjan ætti að sjá sóma sinn í því, að kalla inn öll þau eintök, sem út liafa verið látin, en láta prenta bókina aft- ur alveg villulausa. Bókin á það margfaldlega skilið, og minni kröfur er sannarlega ekki hægt að gera til útgefanda. Hákon Bjarnason. Tillögur samþyktar á Alþýðusambands- þinginu. Alþýjðusambandsþinginu var slitið kl. 2 e. h. í gær. Voru eft- irfarandi tillögur samþyktar á þinginu. „1. Þingið lítur svo á, að þar sem dýrtið hefir aukist svo mjög sem raun ber vitni, og kaupgjald alt raunverulega mikið lækkáð fró því sem gilti og lagt var til grundvallar við úlreikning samkvæmt ákvæð- tim gengislaganna, heri brýn nauðsyn til að gera allar þær ráðstafanir, sem að gagni mættu verða til þess, að verka- lýðurinn fái kaupliækkun, er nemi fyllilega þvi, sem dýrtíð- araukningin hefir oi’ðið eða kann að verða og þá einnig, að alt verði gert, sem hægt er til þess að koma í veg fyrir frek- ari aukningu dýrtíðar. 2. Þingið telur, að þar sem flest öll verklýðsfélög hafa nú sagt upp samningum um kaup og kjör, sé tilvalið tækifæri til þess að samræma kaupgjald- ið um land alt meira en unt hefir verið til þessa og sam- þykkir þvi, að öllum félögum innan sambandsins beri skylda til að senda sambandsstjórn til álits og athugunar uppkast að samningum, kaupkröfum og kauptöxtum, áður en lagt er fyrir atvinnurekendur og aug- lýst. Þá sé og félögunum ó- heimilt að ganga endanlega frá samningum við atvinnurek- endur fyrr en sambandið hef- ir fvrir sitt leyti gefið sam- þykki sitt þar til. 3. Þingið ályktar, að útilok- að sé að taka upp samninga við Yinnuveitendafjélag ís- lands á ]ieim grundvelli, sem hoðið er í bréfum þess til Al- þýðusambandsins. Enda telur þingið að óstæðulaust sé að öttast að vinnfifriður verði ekki fullkomlega trygður, ef atvinnurekendur verða við þeim sjálfsögðu en mjög svo sanngjörnu kröfum um kjara- bætur, er verkalýðsfélögin koma til með að gera. 4. Þingið felur sambands- stjórn: að gera nú þegar ráð- stafanir til þess áð hefja samn- inga við ríkisstjórnina um kjör og kaup við opinbera vinnu og gera sitt ýtrasta til að koma því inn í samningana, að það kaup skuli greiðast, sem ákveðið er i taxta eða samningum þess verkalýðsfé- lags, sem næst er þeim stað, sem vinnan er framkvæmd á. Vinni verkamenn frá tveimUr eða fleiri verklýðsfélögum við framkvæmd verks skal þeim greitt samkvæmt taxta eða Frh. á 4. síðu. I I IKI I I U. Itl lK.l tvbki i; “ÖLDUR44 sjónleikur í 3 þáttum, eftir síra JAKOB JÓNSSON frá Hrauni. Frumsýning annað lcvöld, (föstudag) kl. 8>/a Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 i dag. Hvers vegna auglýsið þér í Vísi? Það margborgar sig. Lækningastoía mín, Austurstræti 4, (húsi TJiorvaldsensíel. inngangur frá Yeltusundi), er opin alla virka daga kl. 11—12 f. h. Sími 3232. — Heimasími 4384. jflaria Hallgrínisdottir, læknir. Framhaldsfundur um HÚSSTJÓRNARMÁL REYKJAVÍKUR verður haldinn í Kaupþingssalnum annað kvöld kl. 8. Konur beðnar að fjölmenna.-Lvftan í gangi. Undirbúningsnefndin. Ilveri dagrblaðaniia er ddýrast? Rnðii^ler 3, 4, 5 og 6 millimetra og SLÍPAÐ GLER (búðarúður) fyrirligg.jandi. LUDVIO ST O II R. KOkASKTFFUR nýkomnar. GEYSIR VEIÐ ARFÆRA VERSLUN. Hér með tillcynnist, að jarðarför móður og tengdamóður okkar ekkjunnar Margrétar Magnúsdóttur, fer fram föstudaginn 22. nóvember og hefst með bæn á heimili hennar, Karlagötu 20, kl. 1 eftir hádegi. Guðlaug Jónasdóttir. Þorlákur Guðmundsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.