Vísir - 28.11.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 28.11.1940, Blaðsíða 2
I D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIIi H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hvcrfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Er það minn eða þinn sjóhathir? J^ýlega var gert að umtals- efni hér í blaðinu hve tíð sjóslys væru hér við land, og að nauðsyn bæri til að búið væri svo að útveginum, að hið fylsta öryggi yrði trvgt, eftir þvi sem mannleg geta stæði til. Það eitt og út af fyrir sig væri ekki nóg, að auka stöðugt slysavarnir á landi, meðan hinsvegar væri ekkert um það hugsað að end- urnýja skipaflotann. Slysa- varnartækin kæmu að litlum notum, ef sjómennirnir væru sendir á lekahripum út á hafið, og bæri því að leggja á það megináherslu að endurnýja skipaflotann og húa hann út með öllum öryggistækjum, sem tækni nútímans hefði lagt okk- ur upp í hendurnar. Þetta var nú mergurinn máls- ins, og munu allir sammála um að m|ög væri æskilegt að stefnt væri í þessa átF, ekki að eins vegna sjómannanna sjálfra, heldur vegna þjóðarinnar í heild og þjóðarhagsins. Þetta hefir hinsvegar komið illa við einn aðila og að eins einn, en það er hinn svokallaði Alþýðu- flokkur, sem starfandi er hér í bæ, og hefir eftirstöðvar Al- þýðublaðsins til umráða. „Eftir- stöðvarnar“ ná ekki upp í nefið á sér í gær, af helberri lieift yfir því, að Vísir skuli hafa látið sér verða það á, að ræða um tryggustu öryggisráðstafanirnar á sjónum, og finnur það út af hyggjuviti sínu að hér sé um gersamlega forkastanlegt at- hæfi að ræða. Vísir hafi ekkert leyfi til slíks, með þvi að fulltrúi Alþýðuflokksins, sem starfandi mun vera í milliþinganefnd i skattamálum, hafi borið fram tillögu þess efnis að útgerðarfé- lögum skuli heimilað að leggja nokkuð af árságóða sínum í endurnýjunarsjóð, sem til þess skuli varið að kaupa nýja tog- ara fyrir. Þessi endurnýjun tog- araflotans sé því hugmynd Al- þýðuflokksins, sem engum hafi dottið í hug fyr, — hann eigi einkaréttinn, eða sjóhattinn, en ekki sé það sjóhattur Vísis. Það er engin ástæða til að leggja út í harðvítugar deilur við Alþýðublaðið um það hvort endurnýja beri togaraflótann, eða hvernig eigi að gera það, og er full ástæða til að gleðjast yfir því hve skilningarvit hlaðs- ins eru orðin næm í seinni tíð fyrir því, sem allir sjá og viður- kenna að nauðsyn ber/til að gert verði. Vísir býður Alþýðublaðið velkomið í þann lióp ef komið er, og gleðst y/ir framförunum. Þeim mun frekari ástæða er til að gleðjast yfir afstöðu Alþýðu- blaðsins til málsins, að ef það talar fyrir munn flokks síns í lieild og af heilum hug, ætti það að verða trygt að svo verði búið að útvegi landsmanna í fram- tíðinni, að honum verði gefið færi á að dafna, án þess að svo langt verði gengið í skatlabrjál- æðinu að loku verði skotið fyrir bina eðlilegu þróun með öllu. Sjálfstæðisflokkurinn mun vera reiðubúinn til samstarfs í þess- um efnum, og sjómennirnir munu vissulega fylgjast vel með VÍS I R Næstum 10. hver Islend- ingur röntgenrannsakaður á síðast liðnu ári. Skýrsla Sigurðar Sigurðssonar berklayíirlæknis. -I gær var fréttariturum blaða og útvarps boðið að skoða hin nýju húsakynni Berklavarnastöðvarinnar „Líkn“ hér í bæ, en þau eru nú flutt í Kirkjustræti 12. „Líkn“ hefir starfað frá 1921, en frá því 1936 hafa heilsuvernd- arstöðvar, er aðallega hafa haft með berklavarnir að gera, kom- ist upp í flestum kaupíúnum hér á landi. Jafnframt hefir f jár- framlag til þessarar starfsemi verið aukið til muna og er það veitt jöfnum höndum frá ríki, viðkomandi bæjarfélagi og sjúkrasamlagi. afstöðu flokkanna lil þessa máls á þingi því, sem nú fer i hönd. Þeir munu um það dæma hverjir það eru sem frekast hugsa um öryggi þeirra og þjóð- arinnar, því að þeirra hagur er þjóðarinnar hagur. Það er engin ástæþa til að ræða mál þetta frekar að sinni við Alþýðublaðið, en rétt er þó að minna það á, að ýmsir at- burðir siðustu tíma hafa sýnt, að réttlæli sumra manna og um- bótavilji er að eins í orði, en ekki á borði. Vonandi sannast þetta ekki á Alþýðublaðinu og flokki jiess á komandi þingi, og þá mun Vísir sannarlega ekki deila um, livort það er „minn eða þinn sjóhattur", sem á að verða sjópiannastéttinni til skjóls á þeim tímum, sem fram- undan eru. En gleymum aldrei því viðkvæði, sem hljóma ætti nú um landið þvert og endilángt og sem er: Endurnýjum togara- flotann! Forðum í Flosapiorti verður leikið annað kvöld kl. 8^2 í Iðnó. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 1. fl. 19.00 Enskukensla, 2. fl. 19.25 Hljóm- plötur: Þjóðlög frá ýmsum lönd- um. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Mál og málleysur, II (Sveinbjörn Sigurjónsson magister). 20.55 Út- varpshljómsveitin: Lög eftir Moz- art. —• Einleikur á fiðlu (Þórar- inn Guðmundsson) : „Minning“ og ,,Stefjahreimur“ eftir Sigfús Ein- arsson. 21.15 Minnisverð tíðindi (Thorolf Smith). 21.35 Hljóm- plötur: Kirkjutónlist. Næturakstur. Bæjarbílastöðin, Aðalstræti, sími 1395, hefir opið i nótt. Jólamerki Thorvaldsensfélagsins eru nýlega komin á markaðinn og eru þau mjög fagurlega gerð. Guðmundur Einarsson frá Miðdal hefir teiknað þau í grænum og blá- um lit. Er íslenskur bóndabær að vetrarlagi í baksýn og lítil telpa í forgrunni, er gefur smáfuglum korn. Merkin eru prentuð í Félags- prentsmiðjunni h.f. Ágóði af merkjasölunni rennur til barnaupp- eldissjóðs Thorvaldsensfélagsins, en merkin fást á pósthúsinu, hjá bóksölum og á Thorvaldsensbasarn- um ok kosta 10 aura. Hið nýja húsnæði Berklavarnarstöðvarinnar. Alslaðar nema hér í Reyltja- vík standa bæjarfélögin fyrir berklavarnarstöðvunum. Hér í Reykjavik veitir „Líkn“ henni forstöðu. Húsnæðið, sem Berklavarnar- stöðin hér hefír liaft á að skipa, hefir verið í þrengsta lagi, og þó einkum í seinni tíð, eftir'að aðsóknin jókst til muna. Var í ráði að koma upp í Rvík góðri byggingu fyrir allar greinar heilsuvérndarstai’fsem- innar, en vegna „ástandsins" varð að hætta við það í bili, og i þess stað var flutt í þetta 70 ára gamla hús og það innréttað eftir bestu föngum. Húsið er tvær hæðir. Niðri er skrásetning sjúklinga og bið- stofa, þar sem 40—50 manns hafa sæti. Uppi er herbergi fyr- ir hjúkrunarkonu, sem tekur á móti fólkinu. Þá eru þar klefar til að klæða sig úr og í, en úr þeim er gengið beint inn í stofu læknisins. Eru þar insni Ipifl- dæluáhöld, en i öðrn lierbergi inn af stofn læknisins eru rönt- gentæki. í þeim er fólkið gegn- lýst, og finnist eitthvað athuga- vert við sjúklinginn, er hann sendur á Landsspitalann til myndatöku. Á þessari hæð er einnig herbergi yfirberklalækn- is, og herbergi fyrir ferða-rönt- gentæki, sem þama eru í notk- un, þegar þau eru ekki í notkun úti á landi. Innrétting hússins er öll hin snyrtilegasta, óbrotin en hag- kvæm og góð. Taldi yfirberkla- læknirinn það að vísu valda nokkurum erfiðleikum, að vinna þyrfti á tveim liæðum, en úr þessu rætist vonandi þegar draumurinn um nýju heilsu- I verndarhygginguna kemst til j framkvæmda. Hvernig berklasjúklingar eru fundnir. Eins og kunnugt er hafa berklavarnir verið mjög aukn- ar á síðastliðnum árum. Hefir verið hafin skipulagsbundin leit að smitberum og berkla- sýktú fólki, en það er löngu kunnugt, að smitandi berkla- sjúklingar gela gengið með sjúkdóminn, jafnvel árum sam- an, án þess að vita um það sjálfir og sýkt á þann liátt út frá sér. Rannsóknir þessar eru marg- þættar. Með skrásetningu berklasjúklinga og berklaprófi á fjölda fólks er leitast við að finna bina sýktu og smituðu og þeir síðan röntgenrannsakaðir. En röntgenrannsóknirnar eru nauðsynlegar til þess að hafa upp á hinum berklaveiku. Starfsemi þessi er enn að eins rekin stöðugt í læknishéruðum þeim, þar sem heilsuverndar- stöðvar starfa. Hin önnur lækn- ishéruð eru rannsökuð öðru hvoru, eftir því sem þörf þykir til og ástæður leyfa. 11000 manns röntgenrannsak- aðir í 27 læknishéruðum. Heilsuverndarstöðvar, sem fyrst og fremst annast berkla- varnir, starfa nú á eftirgreind- um stöðum: 1. Reykjavík (þar með talinn Hafnarfjörður), 2. Veslmannaeyjar, 3. Seyðis- fjörður, 4. Akureyri, 5. Siglu- fjörður og 6. Isafjörður. Hafa stöðvar þessar röntgenrann- sakað árið 1939 tæp 8 þúsund manns. Fjöldi röntgenrann- sóknanna er eðlilega langtmn bærri eða rúmlega hálft 13. þúsund, þar sem margt fólk gengur til eftirlits á stöðvarnar og er því rannsakað þar oft á ári. Auk þessa voru á þessu sama ári framkvæmdar berkla- rannsóknir í 20 læknishéruðum, þar sem heilsuverndarstöðvar eru eigi starfandi og alls rönt- genrannsakaðir þar um 3000 manns. Voru þannig á árinti 1939 röntgenrannsakaðir tæp 11 þúsund manns í 27 læknishér- uðum. Þá voru og framkvæmd víðtæk berklapróf, einkum á börnum og unglingum, i flest- unf læknishéruðum landsins. Voru á þann hátt rannsakaðir milli 10 og 20 þúsund manns. Auknir starfskraftar. Það er einkum starfsemi berklavarnarstöðvarinnar í Reykjavik, sem á undanförnum árum hefir aukist stórlega (sbr. eftirfarandi ársskýrslu 1939). Árið 1939 var ráðinn til stöðv- arinnar sérstakur læknir, og hefir það bætt aðstöðu stöðvar- innar mjög og aukið afköstin að miklum mun. Er ætlast til, að eigi verði þess langt að bíða, að hefja megi lieildarrannsókn á öllum íbúum Reykjavíkur í berklavarnaskyni á svipaðan liátt og gert hefir verið í nokk- urum læknishéruðum á þessu ári. Hafa í sumum sveitahéruð- um komið 95—97% af öllum íbúunum til rannsóknar. En slík rannsókn i Reykjavík er mikið og örðugt starf og krefst fullkomins skilnings ríkisvalds- ins, bæjarins og þó einkum ibú- anna, sem rannsaka á. Þá var í lok ársins 1939 ráð- inn læknir við berklavarnir rík- ' isins. Enn sem komið er, starf- ar hann þó að eins að hálfu leyti við berklavarnirnar, eh að hálfu leyti við manneldisrann- sóknir rikisins. Hefir hann á þessu ári unnið að berklarann- sóknum ásamt berklayfirlækni í ýmsum héruðum landsins. Berkladauði minkar um 59% á einu ári. Það yrði of langt mál að ræða ýtarlega árangur þessara rann- sókna. Fyrir tveim árum var fullyrt, að berklaveikin færi rénandi hér á Iandi. Voru færð að þessu eftirtalin rök: 1. Minkandi berkladauði, 2. þverrandi aðsókn berklasjúk- linga að sjúkrabúsum og hæl- um og 3. minkandi berklasmit- un meðal barna og unglinga. Frú Rannveig Schmidt: DRAUMAR OG ANNAÐ Fyrir þremur árum þegar við settumst að í Great Falls, Montana, var inér sagt frá íslenskri konu, sem ætti hér heima. Hún væri um sjötugt, liefði komið ung liingað til lands og aldrei farið lieim til íslands aftur. Heimildarmaður minn vissi ekki hvaðan af landinu liún var ættuð.....Hún hafði, sagði hann mér, alið upp þrjá hópa af börnum .... þegar börnin af fyrra lijónabandi hennar voru uppkomin tók hún að sér nokkur umkomulaus börn og aldi upp og ekki nóg með það, þegar uppeldisbörnin voru komin á legg; tók hún að sér þriðja hópinn......... Mér fanst þessi kona hafa átt fagran æviferil .... er nokkuð fallegra til en að hjálpa lítilmagnanum, og hverjir eru lítihnagnar ef ekki umkomulaus börn .... Eg ásetti mér að heimsækja þessa konu .... en einlivern veginn dróst það fyrir mér og þegar eg næst hafði fréttir af henni þá lá hún á spítala og var ekki liugað líf....En nóttina eftir að eg lieyrði þetta, dreymdi mig draum .... mig dreymdi, að ókunnug kona kom til mín og sagði: „Manstu hvað Heima- klettur var fallegur í sólskininu á sumrin“ .... Eg mundi drauminn þegar eg vaknaði .... það fyrsta sem eg sá í dag- blaðinu þann morgun var, að islenska konan, sem eg hafði ætlkð að heimsækja, hefði dáið um nóttina.....I blaðinu stóð, að hún liefði verið fædd og upp- alin í Vestmannaeyjum .... Já, eg man eftir mörgum yn- dælum sumrum í Vestmanna- eyjum í æsku og eg man vel, að Heimaklettur var í sannleika fallegur í sólskininu á sumrin. Margl er minnisstætt .... Þegar við heyrðum „Ó, guð vors lands“ í útvarpinu beint frá íslandieinn sunnudagsmorg- un í San Fi-ancisco .... formál- inn hans Pálma Hannessonar fyrir inyndabókinni „ísland“ .... Þegar Halldór Kiljan Lax- ness sagði á árunum í San Francisco: „Það þykir mér einna skemtilegast, að tala við gamla, íslenska karla“! .... Söngur Óskars Norðmanns .... einhver fallegasta karlmanns- rödd, sem eg hefi heyrt á æv- inni .... Hvað Sveinn Björns- son, sendiherra var framúrskar- andi elskulegur við alla, sem komu á sendilierraskrifstofuna í Kaupmannahöfn ...'. það skifti einu, hvort það var Gre- ville lávarður, sendiherra Breta- veldis, sem liafði með sér þjón sinn til þess að opna allar liurð- ir, eða hvort það var öreiga sjó- maður, sem var að reyna að „slá“ nokki’ar krónur .... altaf sama, vingjarnlega viðmótið .... og eins var frú Georgia .... það er engin furða, að þau hjón eru vel liðin af öllum. .. .-7 Þá rann mér’til rifja.. Hann var sorgleg sjón land- inn, sem eg rakst á í Los Ange- les fyrir nokkrum árum .... maður á að giska um fimtugt, órakaður og tötralega klæddur .... eg kannaðist ekki við hann, en þegar liann sagði mér nafn sitt, þá rann upp fyrir mér ljós .... af öllum stúdentunum, sem komu heim í sumarfríinu frá háskólanum í Höfn, þegar eg var lítil telpa í Reykjavík, þótti þéssi maður mesta glæsi- mennið..... i Þá skammaðist eg mín..... Eg var í heimsókn í Reykja- vík, eftir margra ára dvöl í Kaupmannahöfn og fór með kunningjahóp í bíltúr upp í sveit .... Þegar við höfðarn hagrætt okkur vel í námunda við bóndabæ nokkurn og ætluð- um að fara að borða nestið, kom lítill hnokki, á að giska 6 ára gamall, út úr bænum og settist lijá okkur .... nú get eg aldrei séð litla krakka án þess að spjalla við þá og snéri eg mér Álylctun þessi virðist liafa verið rétt í öllum atriðum. Þannig hefir berkladauðinn lækkað mjög siðuslu ár og er árið 1938, en það er síðasla ár- ið, er skýrslur ná yfir, lægri en Iiann liefir nokkuru sinni orðið, síðan farið var að skrá hann sér- staklega (1911). Er liann 1938 kominn í sjöttu röð dánarmeina eftir að liafa verið árum saman í efstu röð og síðustu árin i ann- ari og þriðju (1930 dóu 232, 1938: 106, lækkunin nemur 59%, ef miðað er við mann- fjölda). Annars fer berkladauð- inn frá ári til árs nokkuð eftir því, hvort farsóttir ganga eða eigi. Þá fer berklasjúklingum einnig fækkandi, þó eigi sé það í sama hlutfalli og lækkun berkladauðans. Má ætla, að hlutfallið liafi nokkuð raskast sökum þess, að sjúklingar eru nú oft teknii-til meðferðar, áður en sjúkdómurinn liefir náð að grípa mjög um sig, og er því árangur berklalækninganna meiri, en áður var. Berklasmitun fer einnig ört minkandi. Á þessu ári fækkaði sjúkra- rúmum á heilsuhælum nokkuð, er Kópavogshæli var lagt niður vegna hernámsins (afniám Reykjahælis var nálega að fullu bætt upp með aukningu sjúkra- rúma á Vífilsstaðaliæli sama ár). En þrátt fyrir þessa fækk- un sjúkrarúmanna er auðveld- ara að sjá berklasjúklingum fyrir rúmum nú en nokkuru sinni áður. Ennfremur sýnir berklapróf það, sem áður var getið um, að berklasmitunin fer nú ört mink- andi í landinu. Má af þvi ráða, að smitandi berklasjúklingar séu nú færri után sjúkrahúsa og hæla en áður liefir tíðkast. Strangari berklavaraalög- en áður. Berklavarnalögin hafa verið endurskoðuð og samrýmd hinni nýju tilhögun berklavarnar- starfseminnar. Leggja lögin nú meiri áherslu á beinar berlda- varnir en áður var og eru í þessu efni mjög róttæk. Þannig má krefjast rannsóknar á liverjum þeim, sem ástæða er til að ætla, að sé haldinn smitandi berkla- veiki. Ennfremur er krafist ár- legrar rannsóknar á öllu starfs- fólki i mjólkurbúðum, mjólkur- sölustöðum, brauðgerðarliús- um, matsöluhúsum, farþega- skipum og fólki í tilsvarandi at- vinnugreinum. Lögin gengu í gildi 1. janúar s.l. Það, sem berklavarnirnar skortir nú tilfinnanlegast, er: því að drengnum og' spurði: „Býr þú á þessuin bæ? .... en strákur liorfði á mig stórum augum og svaraði með mesta fyrirlitningarsvip: „Eg á heima á bænuni, en pabbi minn býr þar!“ .... Kunningjar mínir hlógu dátt, en eg roðnaði og skammaðist mín fyrir að vera orðin svona „fordönskuð“....... Þá var mér skemt .... Eg var á gangi með dönskum kunningja mínum einn sunnli- dagseftirmiðdag í Oakland, Californiu .... við sáum álengdar hóp af fólki fyrir utan stórt hús í götUHni .... aug- sýnilega að bíða eftir að komast inn í liúsið. Daninn, sem er stríð- inn, eins og flestir landar lians, sagði: „Þetta fólk htur svo lijá- rænulega út, það eru víst ís- lendingar“ . .. - en rétt í því komum við að húsinu og yfir dyrunum stóð með stórum stöf- um: „Danskt samkomuhús“ 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.