Vísir - 03.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri 1
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar . r 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla J
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 3. desember 1940.
280. tbl.
Grikkir komnir 30 km.
fram hjá Pogradec
LOPTARAS A ITALI
Engum sprengjum varp-
ú á Lonrlon í nótt.
Hörð árás á horg í Vestur>
Englaiuli.
London í morgun.
Engum, sprengjum var varp-
að á London í nótt sem leið.
Aðvaranir um loftárásir voru
gefnar snemma í morgun, en
ekki kunnugt, að neinum
sprengjum hafi verið varpað.
Fjögurra klukkustunda árás
var gerð á borg í Vestur-Eng-
landi. Var varpað íkveikju-
sprengjum yfir næstum öll
hverfi í borginni og þegar eldur
var farinn að breiðast út, var
varpað sprengikúlum i bál-
ið. Er þetta sú aðferð, sem
Þjóðverjar hafa beitt mjög að
undanförnu. Mikið tjón varð af
völdum þessarar árásar, og
menn óttast, að manutjón hafi
orðið mjög mikið.
Annarstaðar varð manntjón
ekki mikið og lítið um loftárás-
ir. Þó varð vart við sprengju-
fiugvélar yfir suðurströndinni,
Austur-Angliu, Suður-Wales og
Liverpool-svæðinu.
Mikið manntjón í Southampton
um helgina.
í loftárásunum miklu á Sout-
hampton nú um helgina siðustu
varð mikið manntjón, um 370
manns biðu bana eða særðust.
6000 þýskar flugvélar
skotnar niður.
I gær voru Bretar búnir að
skjóta niður 3000 flugvélar fyr-
ir Þjóðverjum og eru þá aðeins
taldar þær, sem áreiðanleg
yissa er fyrir að fórust. Þar af
urðu 400 fyrir skotum úr loft-
varnabyssum og eitt hundrað
þeirra voru skotnar niður að
næturlagi.
Alls hafa bandamenn skotið
niður fyrir Þjóðverjum 6000
flugvélar í 14 mánaða styrjöld.
jarnvaroii
l
London i morgun.
Sima, foringi járnvarðliðs-
manna, hefir fyrirskipað að
leysa skuli upp einkalögreglu
flokksins, en i henni eru 10.000
menn. Þá er flokksmönnum
bannað að vera i grænu ein-
kennisskyrtunum, nema við há-
tíðleg tækifæri, og í aðalbæki-
stöð flokksis í Bukarest. Þetta
er gert til að friða almenning,
segir i breskri tilkynningu, en
gremja Rúmena gegn járnvarð-
liðinu og Þjóðverjum, síðan er
morðin voru framin, er mjög
mikil.
Loftárásir Itala
á Egíptaland.
London í morgun.
Frá þvi ítalir byrjuðu loft-
árásir sínar á Egiptaland 22.
júní, hafa 155 borgarar beðið
bana, en 425 særst. 97 hús hafa
hrunið, en 120 orðið fyrir
skemdum. Þessar upplýsingar
eru úr ræðu, sem Sirry pasha
forsætisráðherra flutti i gær.
Þeir eru komnir fast að Delvinor hjá
Sante Quaranta. — Albanir
gera usla í liði ítala.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum í Aþenu-
borg héldu ítalir áf ram undanhaldi sínu allan
daginn í gær (mánudag). Lið skildu þeir eftir
í virkjum sínum í f jöllunum, og á öðrum stöðum, þar
sem gott er til varnar, til þess að tef ja fyrir Grikkjum,
sem reka f lóttann af sama kappi og áður.
Mest var undanhald ítala á vesturhluta vígstöðvanna,
milli Argyro Castro og Sante Queranta. Geta Grikkír
nú skotið af f allbyssum sínum á þjóðveginn þar á milli,
svo að undanhald ítala frá Argyro Castro verður enn
erfiðara en ella, en menn búast nú við, að þeir verði að
yfirgefa þessa ramlega víggirtu- borg hvað líður. Að-
staða Grikkja batnaði mikið við það, að þeir náðu á
sitt vald Delvinohæðunum. Italir hafa nú að mestu eða
öllu yfirgefið Santa Quaranti.
Á vígstöðvunum við Aoos-fljót, þar sem Grikkir hafa
sótt fram af miklu kappi, hafa þeir náð f jallinu Politi-
zani, en það er mjög hátt og bratt, og höfðu ítalir virki
þar í hlíðunum. Segir í fregnum frá Aþenu, að pils-
klæddar grískar hersveitir hafi klifrað eftir hlíðunum
og hrakið ítali úr virkjunum.
Útvarpsstöðin í Budapest skýrir frá því, að grískar
hersveitir hafi hrakið Itali 30 kílómetra frá Pogradec.
Itölsku Alpahersveitirnar eru taldar gersigraðar, og
á norðurvígstöðvunum er aðstaða ítala sögð alveg von-
Iaus.
Grikkir hafa tekið fanga í þúsundatali.
Fyrir sunnan Tirana hafa albanskir uppreistar-
mannaflokkar ráðist að ítölskum hersveitum að aftan-
verðu og valdið miklu tjóni meðal þeirra. Þessir alb-
önsku herflokkar hafa bækistöðvar í f jöllunum og þar
sem þeir hafa flúið þangað undan ítölum, er þeir her-
námu Albaníu, grípa þeir nú f egins hendi það tæki-
f æri, sem býðst til þess að 'hef na síh.
Styrjöldin milli ítala og
Grikkja hefir staðið í
einn mánuð.
Styrjöldin milli ítala og Grikkja hefir nú staðið í liðlega mán-
uð. Hefir hún því verið gerð að umtalsefni í ýmsum blöðum er-
lendis og hermalasérfræðingarnir birta ýmsar hugleiðingar 1
tilefni af „mánaðarafmælinu". Öllum ber þeim saman um, að
Grikkjum hafi gengið furðulega vel að reka Itali af höndum
sér, og þakka það harðfengi þeirra og góðri herstjórn, en jafn-
framt telja þeir herstjórn Itala hafa verið slæma og var innrásin
að mörgu illa undir búin. Mesta skissa Itala var, að búast við,
að gríska þjóðin mundi glúpna, er ítalir með miljónaher sinn
búinn nútimahernaðartækjum, hefði í hótunum. Svo varð eigi
og „sigurgöngu" ítala yfir Grikkland án verulegrar mótspyrnu
var snúið upp í hinar mestu hrakfarir.
Það er nú svo ástatt, þegar
mánuður er liðinn af styrjöld-
inni að hvergi er barist á grískri
grund, og enginn ítalskur her-
maður er i Grikklandi, nema
fangar, en Grikkir eru komnir
um 25 mílur enskar inn í Al-
baniu sumstaðar og ef til vill
lengra nú.
Mesti sigur Gi'ikkja var taka
borgarinnar Koritza, vegna
hinna mikilvægu þjóðvega, sem
um þá borg liggja. Sigrarnir
við Moscopolis og Pogradec
voru einnig mikilvægir, þvi að
vegir liggja um báða þessa
staði, og þarna voru bækistöðv-
ar þess hers, sem sækja átti á
skömmum tíma inn í Grikk-
land, taka Saloniki o. s. frv. En
þárna, þar sem ítalir ætluðu að
sækja harðast fram, hafa þeir
orðið að hörfa lengst undan. Og
Pogradec, sem var aðalvopna-
búr þeirra undir innrásina og
sóknina til Florina og Saloniki,
er i höndum Grikkja.
Það er og kunnugt hversu
farið hefir á öðrum vigstöðv-
um. Við Argyro Castro er
enn barist, og þessi mikilvæga
hernaðarstöð kann að falla i
hendur Grikkja þá og þegar.
Sante Queranta eða nokkurU
vestar á ströndinni, hafa ítalir
yfirgefið að mestu eða öllu.
Hvarvetna er 'enn um undan-
hald að ræða hjá Itölum, þótt
vörn þeirra fari harðnandi.
Aðstaða Grikkja er því mjög
góð að ýnisu leyti. Þeir hafa náð
mikilvægum stöðvum á sitt
vald, tekið mikið herfang og
marga fanga og það, sem er
einna mikilvægast — komið þvi
til leiðar, að ekki er barist á
grískri grund. Verður nú að
ætla, að Grikkir leggi áherslu á,
að búast sem best um í Albaniu-
fjöllum í stöðvum þeim, sem
þeir hafa tekið, og virðast vera
i þann veginn að taka. Verður
torsótt fyrir ttali, einkanlega
er vetur er nú genginn í garð
þar syðra, að hrekja þá úr
stöðvum þessum En það kem-
ur í ljós hjá hermálasérfræðingi,
sem tálaði um þessi mál í Lon-
don í gær, að hættulegt væri
fyrir Grikki, að herða enn sókn-
ina. Þeir væri nú komnir all-
langt frá bækistöðvum i sínu
eigin landi en flutningar allir til
vigstöðvanna erfiðir. Auk þess,
ef þeir héldi áfram sókninni nú
myndi leikurinn færast yfir á
svæði, sem er ekki nándar nærri
eins fjölsótt og þar sem barist
er nú, og mundi Itölum greið- !
ara að koma við hinum vél- \
knúnu hergagnatækjum sínum i
þar.
Það vekur mikla athygli, að
ítalska útvarpið er nú að gera
sem minst úr mikilvægi þeirr- :
ar styrjaldar, sem háð er i Al-
baniu, og segir þar, að undir
úrslitum hennar sé það ekki
komið, hver skjöldinn beri að
lokum. Er leidd athygli að þvi,
að alt velti á bardögunum um
Suezskurðinn, en Bretar bentu
þá Itölum á, að ítalir væri engu
nær þvi marki en áður, að ná
Suezskurðinum. Til þess að geta
það yrði þeir að sigra breska
herinn í Egiptalandi og breska
flotann þar, en ítalski flotinn
þorir ekki að leggja til atlögu
við breska flotann, og her Graz-
iani heldur enn kyrru fyrir við
Sidi Barrani, hvort sem ástæð-
an er, að ekki hefir tekist að
koma nægum birgðum frá
Italíu, eða sókninni hefir verið
frestað vegna þess, að innrásin
i Grikkland fór út um þúfur.
Einn hermálasérfræðingurinn
spyr: Mundi ekki Graziani vera
kominn af stað, ef Grikkir hefði
lyppast niður og ítalir tekið
Saloniki og mestalt Grikkland á
nokkrum dögum.
Egipsk blöð spá því, að ó-
sigur Itala fyrir Grikkjum mUni
hafa alvarlegar afleiðingar
heima fyrir. Eitt blaðið segir,
að ítalska þjóðin muni missa
kjarkinn, og þegar séu farin að
sjást þess merki.
Hvítu hnoðrarnir, sem sjást á myndinni og líkjast helst stór-
um blómum, koma af breskum sprengjum, sem kastað hefir
verið niður af flugmönnum. Myndin er tekin í loftárás á flug-
völl Itala við Asmara.
hún verði í öllu að fara að fyrir-
skipunum Þjóðverja.
Útvarpið í Lyon hótar Frökk-
um um þessar mundir, ef ekki
verði hælt mótspyrnunni gegn
Þjóðverjum: I fyrsta lagi verði
Frakkland alt hernumið, i öðru
dagi frönskum föngum, haldið á-
fram i fangabúðunum . og i
þriðja lagi verði æskulýður
Frakklands s'endur til Þýska-
lands i nauðungarvinnu — svo
fremi, að mótspyrnunni verði
ekki hætt.
Flyíui» Petain
til Versala ?
London i morgun.
Fregn hefir borist frá Vichy
þess efnis, að stjórn landsins
verði flutt til Versala. Tilkynn-
ingin er óljós, og vafasamt
hvort Petain og nokkur hluti
Vichystjórnarinnar flytur, eða
Petain ogöll stjórnin. — Bretar
ætla, að hvort heldur er sé rétt,
verði aðstaða Petams og stjórn-
arinnar sú, eftir flutninginn, að
Loftárásir
Breta.
London í morgun.
Flugmálaráðuneytið breska
hefir gefið út yfirlit yfir loft-
árásir flughersins breska vik-
una sem lauk í dögun 29. nóv-
ember. Segir þar svo:
Þessa viku voru gerðar árásir
á jafn marga staði og aður, og
margar þeirra voru mjög harð-
ar. Meðal þeirra staða, sem gerð-
ar voru árásir á, voru:
Berlín, þar sem varpað var
sprengjum á járnbrautarstöðv-
ar.
Hamborg, þar sem gerð var
afar hörð árás á Blohm Und
Voss skipasmíðastöðvamar og
Rhenania Ossag olíuhreinsunar-
stöðvarnar. Varpað var niður
miklu af þungum sprengjum og
auk þess hundruðum ikveikju-
sprengja.
Köln. Þar voru gerðar árásir
á járnbrautarstöðvar, uppfyll-
ingar, rafmagnsstöðvar o. fl.
Þarna kviknuðu miklir eldar.
Stettin. Þar eru viðgerðar-
stöðvar fyrir kafbáta og önnur
herskip.
Torino, þar sem gerð var á-
rás á Fiat-verksmiðjurnar.
Alls segja Bretar þessa viku
hafa gért 42 árásir á skipalægi
og skip, sjö á oh'ustöðvar, 14 á
verksmiðjur og -iðjuver, 24 á
járnbrautir og járnbrautar-
stöðvar, auk f jölda árasa á flug-
velli og fhigstöðvar Alls mistu
Skipaíjúiiið verður
æ alvarlegra við-
tangsefni.
London í morgun.
Vikuna, sem endaði 15. nóv.,
voru skotin í kaf 15 bresk skip,
samtals 75.500 smálestir, og 3
skip bandamanna, 12.415 smál.
Hið mikla skipatjón er að verða
æ alvarlegra viðfangsefni, en
Þjóðverjar verða 'lika fyrir
miklu skipatjóni, og er bent á,
að á 3 dögum í s.l. viku^hafi
þeir mist skip, sem voru samtals
26.000 smál.
Liklegt þykir, að Bretar herði
styrjöldina gegn Itölum, til
þess að reyna að koma þeim á
kné sem fyrst, en þá gæti þeir
flutt á brott nokkurn hluta her-
skipaflotans á Miðjarðarhafi. Er
hans mikil þörf annarstaðar,
vegna þeirrar hættu, sem skip
á Atlantshafi eru i af völdum
þýskra kafbáta.
I Sidney i Ástralíu hefir ný-
lega verið hleypt af stokkunum
þrem tundurspillum fyrir ástr-
alska flotann. Þeir eru af „Tri-
bal"-fIokki, sömu stærðar og
Cossack, sem bjargaði föngun-
um úr Altmark.
Bandaríkin hafa nýlega gefið
út skýrslu um inneignir Breta
þar i landi. Segir i henni, að þeir
hafi átt þar í bönkum í byrjun
september 100 milj. sterlings-
punda í peningum — auk gidls,
sem nemur einum miljarð
punda.
•
Fréttaritari „Daily Mail" i
Coventry símar blaðinu um við-
reisnina þar i borg. Segir hann
að flutningakerfi til og frá borg-
inrii sé næstum alveg komið i
lag, nóg sé þar af matvælum og
kolum. Gasnotkun sé nokkuð
takmörkuð hjá almenningi, svo
og rafmagn, þvi að verksmiðjur
og hið opinbera sitji fyrir.
Bretar 13 flugvélar i þessum
leiðöngrum.