Vísir - 04.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 04.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIF? DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 66 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eftir hverju er beðið? JgJITT af kvæðum Sigurðar Sigurðssonar frá Arnar- liolti heitir „Lágnætti við Lax- foss.“ Sigurður lenti eitt sinn í stælum við ntann einn út af þessu kvæði. Þriðja ljóðlínan í því er á þessa leið: „I gljúfrum dalar valur yfir veið.“ Maður- inn vildi sannfæra skáldið um, að sögnin að dala væri dönsku- sletta. En Sigurður var ekki al- veg á þvi. Þjörkuðu þeir nú stundarkorn, þangað til Sigurði leiddist þófið, sneri sér snúð- ugt að manninum og segir: „Nú, þú heldur líklega að Svarfaðardalur sé dönsku- sletta!“ Þannig endaði sam- talið. t ■■ J í grein þeirri, sem Árni Páls- son skrifaði og getið var hér í blaðinu á laugardaginn, segir liann: „Ef nokkur hreyfing kynni að vakna í þá átt, að hreinsa talmálið, þá ættum vér að forðast eins og heitan eld, að reyna að tala eins og rithöfund- ar 12. og 13. aldar skrifuðu. Enginn still er svo fagur, að hann verði eigi að athlægi, ef honum er beitt þar, sem hann alls eigi á við.“ ★ Það er óliætt að segja, að þegar er vöknuð hreyfing í þá átt, að hreinsa málið, bæði tal- mál og ritmál. En árangurinn er mikið undir því kominn, að rétt verði af stað farið. Við skul- um, ekki láta okkur til hugar koma, að færa daglegt mál í fornbúning. Það er hætt við að sá búningur verði ærið hjáleit- ur. Við getum verið sæmilega góðir íslendingar þótt við biðj- um um axlabönd í búðinni, þeg- ar illa tollir upp um okkur, en förum ekki að heimta megin- gjarðar. Við skulum ekki reisa okkur hurðarás um öxl í mál- vöndunar-viðleitninni. Við, sem erum að basla við að skrifa, tökum því auðvitað vel, þegar okkur er bent á rétta leið. Eu þeir góðu vandlætarar eiga líka að forðast allan menta- hroka og illkvitni. Þeir inega t. d. ekki gera sig merkilega út af auðsæum prentvillum. Til eru menn, sem varla geta skrifað og því síður talað óbjag- aða setningu, en þykjast þó vera þess umkomnir að vanda um við aðra. Slíkir kumpánar þykjast allstaðar lieyra dönsku- slettur, af því þeir vita etóki betur en að „Svarfaðardalur sé dönskusletta.“ ■k Árni Pálsson gerir fað fyrir því í grein sinni, að stofnað verði málvarnarfélag. Við lögð- um til í blaðinu á laugardag- inn, að félagsstofnunin yrði næsta dag —- fullveldisdaginn. Lítill tími var til stefnu, enda er ekki kunnugt að af fram- kvæmdum hafi orðið. En eftir liverju er beðið? Iivers vegna koma þeir ekki saman eina kvöldstund Árni Pálsson, Sig- urður Nordal, Benedikt Sveins- son, Guðmundur Finnbogason og Páll Eggert Ólason. Adolf Hitler hafði ekki nema 6 félaga, þegar liann hleypti nazisman- Pétur Halldórsson fæddist hér i Reykjavik 26. april 1887 og ól að kalla mátti allan aldur sinn í þessum hæ, lifði 53 ár og 7 mánuði og ándaðist í Landakotsspítala 26. f. m., eftir langvinnan heilsubrest og örð- uga banalegu. Hann var af góðu og traustu bergi brotinn. Voru foreldrar lians Halldór Jónsson (d. 1914), bankaféhirðir, Þingeyingur að ætt og uppruna, og kona hans Kristjana Pétursdóttir (d. 1939), organleikara Guðjolinséns. Var heimili þeirra lijóna annálað fyrir snjyrtibrag, glaðværð og gestrisni. Húsbóndinn hverjum manni glaðaiá, ágætur söng- maður og hrókur alls fagnaðar, en húsfreyjan kvennaprýði, stjórnsöm í ríki sínu, skyldurækin og hörð í kröfum við sjálfa sig, ljúf í lund og vinrækin, ástúðleg eig- inkona og móðir. -—- A þessu heimili stóð vagga Péturs Hall- dórssonar og þar ólsl hann upp við mikið ástríki í hópi'glaðra systkina, er öll voru yngri en hann. En skamt var á fund margra frændsystkina á líku reki og mun þá oft hafa verið glatt á hjalla, er ungviðinu lenti saman í leik og gaska. Heyrði eg Pétur oftar en einu sinni minnast æskudaganna með ó- blöndnum fögnuði og því ylríki hugar og hjarta, sem honum var gefið í ríkara mæli en flest- um öðrum. Þar varð liver minn- ing að yndislegu æfintýri. Hló hann þá oft dátt og elskulega, eins og honum var lagið, sagði skringilegar sögur og lék á als oddi. En stundum var eins og einhver tregi legðist í streng- inn, einhver söknuður yfir horf- inni paradis. Pétur Halldórsson var til menta settur og lauk stúdents- prófi tvítugur að aldri, vorið 1907. Sigldi þá til háskólanáms í Kaupmannaliöfn, en hvarf heim aftur á næsta sumri, að loknu heimspekiprófi, og hætti námi. Um þessar mundir var „Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar“ til sölu og þótti álitlegt ungum manni, að eign- ast það fyrirtæki. Varð nú að ráði, að Pétur keypti verslun- ina og fóru kaupin fram 1909. um af stokkunum. Þessum 5 íslenskugörpum ætti ekki að verða meiri skotaskuld úr því,' að gangast fyrir félagsstofnun- inni. Það er ekki til neins að vera að tala um að við þurfum að gera öflugar ráðstafanir til að vernda tunguna, ef þeir, sem bestan skilning hafa á þeirri þörf, sitja og halda að sér liöndum. Seinustu hundrað árin höf- um við sungið hver jneð öðr- um: íslendingar viljum, við all- ir vera. Það er kannske ekki bráð liætta á þvi, að við förum að tala í kokið, eins og gamli embættismaðurinn á Akureyri óttaðist, þegar „uppkastið“ var á ferðinni 1908. En einhverjum gæti til liugar komið, að lang- vint „ástand“ kynni að leiða til þess, að íslendingar wildum wið allir wera. Og það er víst engu betra en kokhljóðið. Við skulurn taka höndum saman um að verja tunguna uppblæstri og landbroti. Ef við viljum forðast þann dóm, að við skiljum ekki okkar vitjun- artíma, eigum við að hefjast Iianda nú þegar. a Hefir P. H. rekið bókaverslun- ina siðan með hagsýni og dugn- aði, fyrstu árin í Lækjargötu 2, þar sem hún hafði verið, en síð- ar keypti hann húsið nr. 18 við Austurstræti, breytti því í sölu- búð og skrifstofur og flutti bókabúðina þangað. Hefir liún verið í þeiin húsakynnum síðan ög viðskiftin aukist og marg- faldast. Síðustu árin, er Pétur var orðinn borgarstjóri, hefir Björn sonur hans liaft allan veg og vanda af stjórn og rekstri fyrirtækisins. Pétur Halldórsson kvongaðist 12. október 1911 ungfrú Ólöfu Björnsdóttur skólakennara Jenssonar (rektors Signrðsson- ar) og hefir sambúð þeirra alla tið verið svo ástúðleg, sem framast verður á kosið. Frú Ólöf er elskuleg kona og mun snemma liafa orðið Pétri „allra kvenna fyrirm,ynd“. Hún er list- feng að eðlisfari, hljóðlát og prúð, gædd óvenjulegum yndis- þokka og tiginbornu yfirlætis- leysi. Börn jieirra eru þessi: Björn forstjóri elstur, þá Ágústa, þá Halldór teiknari, þá Kristjana. Bræðurnir hafa lokið slú- dentsprófi og öll liafa þau syst- kini dvalist erlendis við nám, lengur eða skemur. Eru þau mannvænleg og hið besta gefin, sum óvenjulega listhneigð. Pétur Halldórsson kemur mjög við sögu þessa bæjarfé- lags. Hann var kosinn í bæjar- stjórn í ársbyrjun 1920, átti þar sæti æ siðan og gerðist brátt þaulkunnugur öllum málefnum bæjarins. Eg er ekki viss um, að liann hafi langað til þess, að komast í stjórn bæjarins, og þykir í rauninni heldur ósenni- legt, að liann liafi nokkuru sinni baft verulegan bug á því, að fást við opinber störf í þágu ríkis eða bæjarfélags. Hann var frið- arins maður, tranaði sér ekki fram, kunni ekki við sig í deil- um og þjarki. En vinum hans, kunningjum og flokksbræðrum, þótti liann snemma giftusam- legur og til góðra verka búinn og töldu sér mikinn ávinning, að liafa hann í kjöri og fá hann í stjórn bæjarins. Lét hann þá til leiðast, er eftir var sókt af miklu kappi. Stundum mun hafa hvarflað að honum, að skorast undan endurkjöri, en við það var ekki komandi, Hann hafði smám saman orðið mjög vinsæll'maður og áslsæld- ir hans fóru sí-vaxandi, án þess að hann gerði nokkuð til að auka þær — annað en það, að vera til og vera eins’og hann átti að sér. Flokkur sá, er hann fylgdi að málum, lét sér brátt jikiljast, að slíkur maður mætti ekki draga sig í hlé. Og það var rétt að vonum. Stjórnmála- flokkar mega ekki við því, að missa bestu menn sín#. Þeir lialda í þá sem fastast og reyna að hagnast sem mest á vinsæld- um þeirra. Það var því ávalt tal- inn sjálfsagður hlutur, að Pétur Ilalldórsson væri i kjöri við bæjarstjórnarkosningar. Flokk. urinn kvaðst ekki geta án lians verið. En líklegast þykir mér, að í raun réttri hafi stjórnmála- vastur og flokká-þref verið lion- um þvert um geð. Þegar Jón Þorláksson borgar- stjóri féll í valinn á öndverðu ári 1935, varð bæjarstjórnin að kjósa sér nýjan borgarstjóra. Öllum flokksmönnum Jóns Þorlákssonar var Ijóst, að sæti hans yrði vandfylt, því að hann hafði reynst liinn mesti skör- ungur í borgarstjóra-sessi. Hann var frábær vitsmunamaður og stórhuga, einkum er á ævina leið, mikill ræðugarpur, örugg- ur og virðulegur í sókn og vörn, rökvís og snjall. — Stóð í fyrstu í nokkuru þófi um málið, ef til vill ekki síst fyrir þá sök, að flokksmenn Péturs Halldórs sonar þóttust vita með vissu, að hann mundi ófáanlegur til að gefa kost á sér. Er mér og um, það kuiínugt — og hefi þar fyr- ir mér orð lians sjálfs — að hann taldi í fyrstu, að ekki kæmi til neinna mála, að hann tækist starfið á hendur. Að lok- um lét liann þó til leiðast, fyrir þrábeiðni og áskoranir sumra flokksmanna sinna, og tók við borgarstj óra-embættinu 1. ágúst 1935. Gegndi hann því síðan af mikilli trúmensku, góðleik og skyldurækni, en álti lengst af við meiri og minni sjúkleik að stríða. Það er örðugt starf, á- byrgðarmikið og vanþakklátt, að vera borgarstjóri i Reykja- vík. Um þær hæðir mannvirð- inganna gnauða kaldir vindar héðan og liandan, en menn þola slíkt misjafnlega og einna lak- ast þeir, sem bestir eru og líkn- samastir. Eg fer ekki út í það, að lýsa störfum Péturs Halldórssonar í bæjarstjórn, borgarstjóra-sæti og á Alþingi, enda munu aðrir verða til að fylla þau skörð, þeir er meiri liafa þekkinguna í þeim efnum og með honum hafa unnið árum saman. Líku máli gegnir um störf lians í þágu bindindismálsins, en þar var hann lönguni öruggur liðsmað- ur, oftast mjög framarlega í flokki og stundum í fylkingar- brjósti. Enn mó þess geta, að „Gagnfræðaskóli Reykvikinga“ er að miklu leyti verk Péturs Halldórssonar. Eg þori að vísu ekki að fullyrða, að liann liafi átt hugmyndina um stofnun skólans. Hitt er víst, að liann var einn af stofnöndunum og hefir allra manna mest fyrir skólann unnið, verið formaður skólanefndar frá upphafi og borið hag stofnunarinnar ínjög fyrir brjósti. Pétur Halldórsson var mikill smekkmaður á tónlist og ágæt- ur söngmaður. Hafði einhverja hina fegurstu bassa-rödd, sem hér hefir heyrst, og beitti henni af list og prýði. Hefði vafalaust getað orðið mikill í ríki tón- anna, ef snúið liefði á þá braut. Ýmsir söngelskir Reykvikingar muna sjálfsagt enn kvartettinn „Fóstbræður“, er þeir stofnuðu (1906?) Pétur og Jóri IJalldórs- synir, Einar Indriðason Viðar og Viggo Björnsson. Voru þeir félagar allir ungir og elskulegir menn, gæddir ágætum söng- hæfileikum, og skemtu bæjar- búum ótæpt með list sinni. Síð- ar var Pétur meðstofnandi í söngfélaginu „17. júní“ og „Karlakór K.F.UrM/^siðar Fóstbræður) og inti þar af höndum mikið og prýðilegt starf. Var m. a. tvívegis farar- stjóri kórsins til útlanda — til Noregs 1926 og Kaupmanna- hafnar 1931. — „I hópi okkar söngmanna var hann elskaður og öllum meira metinn, og auð- vitað var liann lífið og sálin í öllu saman“, segir einn áf fé- lögum lians. Og liann bætir því við, að framkoma hans erlend- is í þessufn ferðalögum (t. d. i samkvæmum) bafi þótt mjög virðuleg og vakið aðdáun. —o— Það átti ekki fyrir Pétri Hall- dórssyni að liggja, að verða kunnur söngvari með öðrum þjóðum. Hann kaus heldur að snúa heim til ættjarðarinnar, til alls þess, sem batt liann og beið hans þar. Hann kaus ekki að ganga embættisveginn hér Iieima, heldur gerðist bóksali og undi glaður við sitt. En marg- vísleg störf hlóðust á hann, sem áður segir, þó að hann sæktist ekki eftir þeim. — Og þar kom, að lokum, að liann var tekinn frá ævistarfinu og gerður að æðsta embættismanni höfuð- staðarins. — Þykist eg mega fullyrða, að hann liafi verið mildur og réttlátur stjórnandi, ástsæll af þeim, sem hann var yfir settur og m,eð honum unnu. — íslendingar geta brugðið því fyrir sig, sem kunnugt er, að fara illum orðum og óvirðuleg- um um þá, sem yfir mikið eru settir. Eg minnist þess ekki, að liafa nokkuru sinni lieyrt nokk- urn nxann tala illa um Pétur Halldórsson eða efast um drengskap lians, veglyndi og hjartagæsku. Hann var traustur sem bjarg, staðfastur í skoðunum og öfga- laus, góður ræðumaður, opin- skár og hreinskilinn, kappsam- ur og fylginn sér, er i deilur sló, þótti stundiím nokkuð í- haldssamur. Ætlaði öllum gott að óreyndu, kunni ekki listina þá, að leika tveim, skjöldum eða sitja á svikráðum við menn og málefni. —o— Pétur Halldórsson var glæsi- legur maður, fríður sýnum, mikill vexti og þreklegur, bjart- ur yfirlitum og svipfagur, ein- lægur trúmaður, örlátur og bjálpfús, sannur aðalsmaður og höfðingi í bestu og andlegustu merkingu þeirra orða. Og nú er liann farinn, þessi ástúðlegi maður, þessi yfirlæt- islausi, fágæti öðlingur. „V-inurinn fagri oss veilc af sjónum að vonum, því liann var góður sonur.“ Páll Steingrímsson. Söngmaður- inn Pétur Halldórsson Það var einu sinni á fundi í sameinuðu þiíigi í fyrravetur. 1 hádegisútvarpinu liafði verið leilcið „Finlandia“ eftir Sihelius. Það er vafalaust eitt af fegurstu tónsmíðum nútímans. Sætum er svo skipað í sameinuðu þingi að við efrideildarmenn sitjum við innri skeifuna og snúum þannig balci við neðri deildar- inönnum. Ekkert man eg livað til umræðu var á þessum fundi. Á bak við mig lieyrði eg að raul- að vá'r ofurlágt kafli úr Fin- landiu. Það var Pétur Halldórs- son. Rétt á eftir hittumst við inn í liliðarherbergi. Eg hafði orð á því, að hann mundi hafa hlustað á hádegisútvarpið. Hann kvað það rétt vera. Hann hafði alveg óafvitandi verið að raula kafla úr tónverkinu á þingfundi. Svo fór liann að tala um Sibelius. Eg efast um að eg. hafi nokkurn tíma heyrt talað um list af jafn innilegri lirifn- ingu. Pétur Halldórsson var ákaf- lega söngelskur maður og vafa- laust mjög söngfróður. En auk þess hafði hann einliverja þá fallegustu karlmannsrödd, sem eg hef lieyrt. Er ekki hörmulegt til þess að vita að ekki skuli vera til svo mikið sem ein söng- plata með rödd síra Geirs Sæm- undssonar, Símonar á Hól og Péturs Halldórssonar. Það vár í rödd Pélurs Hall- dórssonar einhver hreimur, þróttmikill, karlmannlegur og hreinn, sem ógleymanlegur er, hverjum sem á lilýddi. Þessi hreimur var svo sérkennilegur að lians gætti greinilega, þó Pét- ur syngi með í stórum söng- flokki, eins og K. F. U. M. Þegar eg kom fyrst til Reykja- vikur höfðu þeir Pétur, Jón bróðir hans, Einar heitinn Viðar og Viggo Björnsson stofnað kvartett, sem þeir nefndu „Fóst- bræður“. Einar söng 1. tenor, Jón 2. tenor, Viggo 1. bassa og Pétur 2. bassa. Þetta var haust- ið 1908. Þeir voru þá allir korn- ungir, Pélur og Einar rétt yfir tvitugt, en hinir báðir tæplega tvítugir. En þeir voru svo sam- valdir og sungu svo vel og fjör- lega, að eg efast um að nokk- urn tíma hafi verið betri kvart- ett á íslandi. Þegar „17. júní“ var stofnað- ur á aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar 1911, kyntist eg fyrst Pétri Halldórssyni persónulega. Við vorum teknir tveir „dimitt- endar“ úr Mentaskólanum i kórinn, Einar Kvaran banka- bókari og eg. Þetta var fámenn- ur kór, ekki nema rúmlega 20

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.