Vísir - 07.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 07.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Stjómmála- skólinn. T DAG verður stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins slitið, og hefir hann að þessu sinni slaðið í tæpan mánuð. — Þátttaka hefir verið góð, og piltar úr öllum landshlutum hafa sótt skólann. Svo sem kunnugt er hóf Sjálfstæðisfliokkurinn fyrstur allra flokka skólahald fyrir æskumenn, er gæfi þeim kost á að lcynnast stjórnmálastefn- urn alment og stjórnmálavið- horfinuj innanlands. Eru á hverju námskeiði, sem fram fer, llialdnir fjöldi fyrirlestra, og hagað svo til að sérfróðir menn í hverri grein haldi fyrir- lestrana eftir því, sem við verð- ur komið. Að þvi loknu eru -fyrirlestrarnir ræddir og skýrð- ir, og nemendur eiga með sér kappræður um margvísleg og ólík efni. Kynnast nemendurnir þannig ekki einvörðungu stjórnmálastefnunum, heldur læra þeir og að koma fram á fundum og mæla fyrir málum sínum, en oft er það svo að það, sem Iiáir ungum mönnum mest r upphafinu, er feimni og ó- framfærni, enda er öll hyrjun erfið, ekki síst í mælskulist- inni. Stjórnmálaskóli Sjálfslæðis- flokksins liefir nú starfað í nokkur ár, og þegar er kominn í Ijós mikill og góður árangur af starfsemi hans. Hinir ungu menn, sem skólann liafa sólt, hafa sýnt það er heim hefir kömið, að þeir koma þangað rikari af fróðleik, auðugri af á- huga, einbeittni og djörfung, og margir hyerjir hafa þeir gerst forystunrenn fjpkks síns í öllu féísdáUfi og gétið sér hið hesta orð. Starfsemi þeirra hef- ir fyrsí og fremst beinst að því að efla félagslíf og áhuga með- al æskumanna, en jafnframt hafa þeir átt ríkan þátt í flokks- starfseminni allri innan síns bygðalags. í fyrstú-Var þessari starfsemi misjafnlega tekið af andstæð- ingunum, og reyndu þeir að gera lítið úr hinum ungu niömi- um, sem námskeiðin sóltu, en það kom fljótlega annað liljóð í strokkinn, er átökin hófust heima fyrir, og nú er svo kom- ið, að andstöðuflokkarnir hafa talið það flokksnauðsyn að taka upp svipaða slarfsemi. Hefir Framsóknarflokkurinn þannig reynt að halda nokkur mælsku- námskeið að undanförnu og talið þau bera góðan árangur, og má ætla, að framvegis verði lögð enn . ríkari áhersla á fræðslu ungra manna í þessum efnum, en tíðkast hefir til þessa, þótt þegar sé komið vel á veg. Stjómmálaskóli Sjálfstæðis- flokksins var í upphafi starf- ræktur í tilraunaskyni, en nú er liann kominn yfir alla byrjun- arerfiðleika og verður lögð megináhersla á það í framtið- inni, að efla hann á allan hátt, þannig að hann verði fyllilega hlutverki sínu vaxinn. Frá því er félagið Heimdall- ur hóf starfsemi sína liér í bæn- um má'með fullum rétli segja, að æska landsins hafi mjög hneigst til fylgis við Sjálfstæð- isfloklcinn, og liefir þetta ber- lega komið í ljós í ýmsum skól- lun landsins. Nægir í því efni að skiirskota til háskólans og kosninga þeirra, sem þar hafa fram farið á síðustu árum, og hafa leitt í ljós, að fylgi sjálf- stæðismanna fer þar stöðugt vaxandi. Myndi slíkar spár ekki hafa þótt liklegar fyrir nokkr- um árum er öfgaflokkarnir óðu þar uppi og lýðræðissinnaðir flokkar virtust eiga þar tiltölu- lega litlu fylgi að fagna. Jafn- vel hefir raunin orðið hin sama í héraðsskólunum, þar sem svo hefir verið um hnútana búið, að áhrif frá Sjálfstæðisflokkn- um hafa að mestu eða öllu ver- ið útilokuð, og sýnir það, að æskumenn kunna því illa, að liafa asklok fyrir himinn. Nú þegar hinir ungu menn halda heimleiðis, er námskeið- ið hafa sótt að þessu sinni, fylgja þeim hlýjustu óskir allra flokksmanna þeirra. Þess er að vænta, að auk þess sem dvölin hér í höfuðstaðnum hefir orðið þeim til ánægju, komi þeir heim ríkari af fróðleik og ó- trauðari til allrar sóknar, þann- ig að Sjálfstæðisflokkurinn megi, einnig að þessu sinni, líta með ánægju árangurinn, sem orðið hefir af þessu skólahaldi. Sundmótiö: Ingi sigraði methafann- J1 JÖLDI manns sá í gær Inga Sveinsson, „gamla“ met- hafann í 100 m. bringusundi sigra þann núverandi, Sigurð Jónsson. Sigurður varð þriðji í röðinni í sundinu. Hann mun hafa verið illa upplagður og beitti auk þess í fyrstu sundað- ferð, sem hann er ekki nógu leikinn í enn. Tímarnir í þessu sundi voru sem hér segir: 1. Ingi Sveins- son (Æ) 1:20.4 mín., 2. Magnús Ivristjánsson (Á) 1:24.2 mín. og 3. Sig. Jónsson (KR) 1:25.3 mín. Metið er 1:19.3 mín. Auk þess náðist góður tími í 4x100 m. hoðsundi. A-sveit Ægis sigraði, eins og við mátti búast, á 4 mín. 32.5 sek., þá koni A-sveit Ármanns á 4:39.1 jnín. og loks B-sveit Ármanns á míp. Metið er 4:31.5 mín. Aðrár grelnor, sem kept var i, voru þessar: 50 m. frjáls aðferð, karlar: 1. Gunnar Eggertsson (Á) 28.8 sek., 2. Guðbr. Þorkelsson (KR) 29.4 og 3. Rafn Sigurvinsson (KR) á 29.6 sek. 200 m. baksund karla: Guð- mundur Þórarinsson (Á) synti vegalengdina á 3:19.0 mín. — Ilann. var eini keppandinn. 50 m. frjáls aðferð, drengja innan 16 ára: 1. Sigurgeir Guð- jónsson (KR) 31.5 selc., 2. Ari Guðjónsson (L) á 33.7 sek. og 3. Benny Magnússon (KR) 34.0 sek. — ' , 100 m. bringusund, drengja innan 16 ára: 1. Einar Davíðs- son (Á) 1:34.8 mín., 2. Jóh. Gislason (KR) 1:35.4 og 3. Gunnar Ingimundarson (KR) 1:39.6 mín. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur basar næstkomandi föstu- dag. Þær konur, sem ætla að gefa muni, komi þeim til frú Guðrúnar Guðlaugsdóttur, Freyjugötu 37, eða til frk. Maríu Maack, Farsótta- húsinu. — Einnig geta kírnur tilkynt muni í sima 4229 og 4015 og verða þeir þá sóttir til þeirra. Fyrirlestur próf. Guðbrands Jónssonar um „Stjórnmálamensku“ verður i Nýja Bíó á morgun og hefst kl. 1.30 e. h. Allur ágóði rennur til Sumargjafar. Akureyrarkirkja. Vegrlegasta kirkja kérlend, í lúther§k> um §ið. Eins og’ áður var getið hér í blaðinu var hin nýja kirkja Akur- eyrarbæjar vígð þ. 16. nóv. s. I. Hér fer á eftir lýsing húsameist- ara ríkisins, dr. phil. Guðjóns Samúelssonar á kirkjunni, þeirri veglegustu sem reist hefir verið hér á landi í lútherskum sið. „Kirkjunni svipar að dálitlu leyti til gotneska kirkjustílsins, en þó hefi eg kappkostað, að blærinn yrði íslenskur og liefi því tekið stuðlabergið til fyrir- myndar, einkum á báðum turnunum. Hæð turnanna frá jörðu tipp á efstu spíruna er 26 metrar. ÖIl er kirkjan að ut- an lögð kvartsmulningi. Ytri lengd kirkjunnar er 34 metrar og breidd aðalkirkjunnar 14 metrar, en kórbvggingar með tilheyrandi hliðarbyggingum eru 11.5 metrar. Hæðin frá gólfi upp í hvelfingarodd aðalkirkju er 11.5 metr. og í kór 8.5 metr. Gólffíötur kirkjunnar er 259.5 m2 og gólfflötur kórs er 54.5 m2. Til samanburðar má geta þess, að gólfflötur dómkirkjunnar í Reykjavík er 200 m2 og gólfflöt- ur kórs er 38.4 m2, en hæð dómkirkjunnar er 7.2 m. og kór- hæð 6 metrar. Kirkjan rúmar í sæti'5—550 manns og stafar þessi fái fasti sætafjöldi í hlut- falli við stærð kirkjunnar af því, að gangrými hennar er miklu rýmra en annars tíðkast í kirkjum hér á landi. Miðgang- ur er 1.90 m. á hreidd, gangur meðfram inngangsvegg bak við slóla 1.50 m. Meðfram báðum Idiðarveggjum er metersbreiður gangur og komast menn þannig inn í stólana frá báðiim endum. Gert er ráð fyrir að geta fjölg- að sætum um 80, með því að setja fellistóla (ldappstóla) við enda hvers bekkjar við útveggi, ef þess gerist þörf. Einnig er gólfflötur frá fremstu bekkja- röð að kórvegg svo rúmmikill, að þar má setja tvær raðir af lausum stólum, er taka 70 manns. Forkirkjan er að stærð 2.5x8.5 m. og úr henni liggja tveir stigar á þverpall yfir and- dyri (söngpall). Hvelfing kirkju og kórs er á jangveginn skift i belti með 5 '6m. útskotum, og er þetta gert til þess, að liljóðfallið verði betra. Einnig gerir þetta hvelf- inguna svipmeiri. Öll kirkjan er að innan lögð finum kalk- mulningi og hefir það sérstak- lega heppileg áhrif á hljóðfallið og er um leið miklu ódýrara og fallegra en málning. Má vænta þess, að þessi aðferð sem áður hefir ekki verið noluð hér nema í háskólabyggingunni, og mér vitanlega livergi notuð erlendis, verði notuð framvegis hér á landi til liljóðeinangrunar í steinsteypubyggingar. Innan í alla veggi kórsins eru settar háar veggþiljur úr dökkri eik, einnig eru allir bekkir og altari úr sama efni. Á miðri framhlið altaris eru tveir grísku stafirnir í Kristnafninu og er þar einnig gríski krossinn og tvöföld stjarna. Á göflum altaris eru grísku stafirnir alfa og omega, fyi’sti og síðasti staf- urinn í gríska stafi’ófinu, og merkir upphaf og endir. Öll fyr- nefnd merki eru lögð gulíi. Framan á brík þverpalls ei’u 7 lágmyndir eftir Ásmund Sveins- son myndhöggvax-a og tiákna þær ýms atriði úr sögu Krists. Prédikunarstóllinn er skreyttur höggnum gulllögðum silfur- bergsmolum. Allar ljósala’ónur eru gei’ðar hér heima. Gerl var í’áð fyrii’, að allar rúður yrðu úr lituðu antík gleri, en ekki var unt að fá það vegna stríðsins, og varð því að neyta þess ráðs, að úða rúðurnar úr mislitu lakki. í miðglugga kórsins sem er fyrir miðju altári eru stafirnir I. H. S. og eru það 3 upphafs- stafirnir í latnesku orðunum, sem þýða á íslensku: „Jesús mannanna frélsari"; einnig er ]xar krossmark. í þennan glugga verður síðar sett glasmálvex’k. Höfuðskraut kii’kjunnar að innan er tveggja metra hátt ki’ossmárk, er hangir niður úr vegg, er skiftir kór og kirkju. Sú hlið krossins, er að kirkju veit, er lögð silfurbei’gsmolum og skín Ijósið innan úr krossin- um gegnum þá og veitir fallegt geislabrot. Bakhlið krossins, er að kór veit, er ógagnsætt gler og skín ljósið innan úr krossin- um gegnuni ]iað og lýsir upp kórinn. í kjallara undir kór er kap- ella, er rúmar 80 manns i sæt- um. í hana er sérstakur úti-inn- gangur og verður hún notuð við ýmsar minni kirkjulegar at- hafnir. Kapellan er ekki full- gerð.“ Stafn Akureyrar- kirkju. Sextugur: Gísli Sveinsson alþingismaður. í dag á sextugsafmæli einn af merkustu stjórnmálamönn- um og embættismönnum lands- ins, Gisli Sveinsson sýslumaður i Vík í Mýrdal. Snemma har á því að Gísli væri fyrir öðrum ungum mönn- um og liklegur til frama og mannaforráða. Á námsárum sínum í Latinuskóla lét' liann þegar opinber mál sig meiru skifta en títt er um menn á þeim aldri. Kom þá þegar í ljós, að hann var djarfhuga og fylginn sér og, manna „hest talaðui’“ eins og sagt var um Baldur. A stúdentsárum Gísla Sveins- sonar í Iíöfn gerðist liann for- ingi landa sinna þar 1 sjálfstæð- ismálunum. En svo sem kunn- ugl er, voru Hafnarstúdentar löngum forverðir íslensks mál- slaðar gagnvart Dönum og sókndjarfastir. Má því fara nærri um, að Gisli muni eigi hafa þótt undanlátssamur eða hugdeigur, úr því liann valdist til forustu. Enda var hann i hópi þeirra, sem fyrstir kváðu upp úr um það, að við ættum að skilja við Dani að fullu og öllu. Þá var sú öldin hér á landi, að almenningi þótti menn þess- ir fara allgeyst og jafnvel rasa fyrh' ráð fram, Á þeim áruni var þorri manna hér haldinn þeirri vanmáttarkend, að við gætum ekki séð okkur farborða án föðurlegrai' leiðsögu og yf- irstjórnar Dana. En Gísli hefir síðan aldrei livikað hársbreidd frá þeirri stefnu sinni, er liann tók þegar á æskuárum i þess- um málum. Hefir liann jafnan síðan verið forvígismaður í sjálfstæðis- og landvarnarmál- um íslendinga. Gísli hefir nú lifað það, að verða að þessari trú sinni. Enginn málsmetandi maður liér á landi, þeirra er þjóðhollir eru, hefir á síðari ár- um efast um, að rétt væri stefnl og hamarinn kleifur. Á Hafnarárum sinum var Gísli settur um skeið bæjarfó- geti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Þá heýrði eg liann í fyrsta sinn flytja ræðu. Eg var þá rétt um, ferni- ingu, en mér er ennþá minnis- stætt, hve glæsilegur ræðumað- ur hann var, orðliagur, rökfast- ur og mælskur. Gísli kom á þing 1916, og var endurkosinn 1919, en afsalaði sér þingmensku 1921 sökum heilsubrests, i bili. Árið 1934 kusu Vestur-Skaftfellingar liann að nýju á þing og liefir hann átt þar sæti siðan. Sem vænta má hefir hann alla tíð verið í tölu liinna atkvæðamestu þing- skörunga, liaft forustu um ýms hin merkustu þjóðnytjamál, og jafnan lagt gotí til mála. Ymsir liafa orð á því, að ekki sé jafn virðulegur blær yfir fundum Alþingis nú og fyrr- um. Ekki tel eg mitt að dæma um, hvað liæft er í þessu. En hitt má fullyrða, að komi mað- ur í fyrsta sinn- á palla þings- ins og liitti svo á, að Gísli Sveinsson sé að flytja ræðu, þá muni þeim hinum sama manni ekki þykja á bresta urn virðu- leik. Það er á orðí haft hvé Gísla sé létt um mál, og ræður lians prúðmannlegar og rök- fastar. En því að eins er hon- um létt um mál, að honum er létt um ljósa hugsun. í raun- iiini má segja að Gísli tali jafn- an liið vandaðasta ritmál, í svo föstum skorðum, að góður hraðritari þarf naumast að víkja við orði, hvað þá setn- ingu, í i’æðum hans. Svo sem að líkum lætur um jafn aðsópsmikinn rnann, hef- ir Gísli oft átt í útistöðum við andstæðinga sína. En þótt hann haldi manna fastast á málstað sínum, fer því fjarri að hann leiti nokkurn tíma liöggstaðar á andslæðingi á ódrengilegan hátt. Hann hefir slíkt vald á skapsmunum sínum, að jafn- vel í hörðustu sennum, hrýtur honum aldrei óþinglegt orö af munni. Slíkt jafnvægi er þeim einum gefið, sem vel treystir sjálfum sér og málstað sínum,. Hann beitir jafnan réttum rök- um, en þarf ekki að seilast til illkvitni og útúrdúra, eins og mörgum verður, sem í ógöng- um lendir um rökin. Gísli liefir verið sýslumaður Skaftfellinga siðan 1918. Mun það einmælt, að hann hafi rækt störf sín öll með röggsemi og skörungsskap. Hefir liann verið umsvifamikill i héraði, glögg- ur á þarfir sýslubúa, enda odd- viti þeirra og forsvarsiáaður utan héraðs og innan, reglu- fastur og greiður i allri em- bættisfærslu. Miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins bauð Gísla til veislufagnað- ar liér i Reykjavík á afmælis- daginn. En hann vildi heldur njóta samvista við sýslubúa sína á þessum degi, heima í héraði. Þar er liann borinn og barnfæddur, þar hefir hann dvalið og starfað, þar á liann heimili, þar á liann frændlið og vina. Gísli Sveinsson er meðal hinna gagnmerkustu manna i þessu þjóðfélagi, einlægur ætt- jarðarvinur, ötrauður í hverri raun, trúr hverjum þeim mál- stað, sem hann ljær fylgi sitt, skörungur í gerð, drengskapar- maðui’ og skapheill. Hann er kvæntur ágætis konu, Guðrúnu Einarsdóttur. Árni Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.