Vísir - 09.12.1940, Blaðsíða 1
Ritst jóri:
Kristj án Guðlaug Skrifstofur: sson
Félagsp rentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjórf 1
Biaðamenn Sími: l
Auglýsingar . 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla J
30. ár.
Reykjavík, mánudaginn 9. desember 1940.
285. tbl.
Grikkir hertóku Argyro
Castro (
ær--
I*rigrgja dagra sigrur-
bátíð í Grikklandi.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Síðdegis í gær bárust f regnir um það til London,
að Grikkir hefði hertekið Argyro Castro. Op-
inber tilkynninng um þetta var þá nýbirt í
Aþenuborg. Öllum kirkjuklukkum í borginni var hringt
og þriggja daga sigurhátíð fyrirskipuð um alt land. —
Mikill mannfjöldi hylti Georg konung og Metaxas
forsætisráðherra. — Grikkir hafa nú náð á sitt vald
einum sjöunda hluta Albaníu og býr þar % hluti alb-
önsku þjóðarinnar, sem hefir verið leystur undan
ánauðaroki ítala. — Þrátt fyrir það, að ítalir kveiktu í
hergagnabirgðum sínum, áður þeir yfirgæfi Argyro
Castro, höfhðborg Suður-Albaníu, fengu Grikkir þar
mikið herf ang.
Það var kl. 11.15 árdegis í gær, sem grískar hersveitir
gengu fylktu liði inn í borgina. Undangengin 2—3 dæg-
ur hafði verið búist við því, að Grikkir myndi hertaka
borgina „þá og þegar", og það höfðu jafnvel verið birt-
ar fregnir um, að Grikkir væri búnir að ná borginni á
sitt vald, en þær fregnir vom ekki frá grísku herstjórn-
inn, sem ekki tilkynnir neina sigra f yrirfram — ekki
fyrr en vissa er fengin fyrir, að um öruggan sigur sé
að ræða. En grískar hersveitir munu hafaverið búnar
að ná fótfestu i sumum hverfum borgarinnar fyrir
skemstu og það eru nokkur dægur llðin frá því, er Italir
hófu undanhald sitt frá borginni, en þeir skildu þar
eftir nokkuð Iið, tií verndar hersveitunum á undan-
haldinu.
Þetta er ef til vill mikilvægasti sigurinn, sem Grikkir hafa
unnið í styrjöldinni — að minsta kosti engu síður mikilvægur en
sigurinn, sem þeir unnu, er þeir hertóku Koritza, því að Argyro
Castro var engu síður höfuð-innrásarbækistöð en Koritza. Frá
Koritza ætluðu ítalir að sækja fram til Florina og þaðan til
Saloniki. Frá Argyro Castro ætluðu þeir að sækja fram til Janina
og áfram suður á bóginn, og ef sú sókn hefði gengið að óskum
hefði þeir náð miklum landssvæðum á sitt vald og sennilega
lítið orðið úr mótspyrnu Grikkja úr þvi á meginlandinu. Aðrar
borgir, sem Grikkir hafa hertekið í Albaníu, og allar eru mikil-
vægar hemaðarlega eru: Koritza, Pogradec, Premeti, Sante
Quaranta og Delvino. — Fyrr í gær voru birtar fregnir um, að
Grikkir væri komnir til Lin, bæjar við Ohridavatn, þar sem
landamæri Albaníu og Júgóslavíu mætast.
'' London í dag.
I tilkynningu gríska hermála-
ráðuneytisins, sem birt var
seint i gærkveldi, segir, að all-
an daginn í gær hafi hersvetir
Grikkja haldið áfram, sókninni
á hinum ýmsu vígstöðvum.
Gekk sóknin hvarvetna fyllilega
að óskum og voru teknar mik-
ilvægar herstöðvar Itala á ýms-
um stöðúm . / ,
¦ ¦¦¦
rf
með sæmö en oefast upp
Frá því er skýrt, að hersveitir
Itala í Argyro Castro hafi að
lokum gefist upp, er grískar
hersveitir tóku hús fylkisstjór-
ans, en þar hafði sveit Bersa-
glieri-hermanna ítalskra búist
tíl varna.
Þeir höfðu heitstrengt að falla
með sæmd, frekar en gefast
upp, þessir Bersaglieri-hermenn,
og þeir stóðu við heit sitt. Þegar
þeir voru fallnir, var Argyro
Castro öll á valdi Grikkja.
Hátíðahöldin í Aþenuborg.
Kirkjuklukkunum i Aþenu-
borg var hringt fram eftir
nóttu. Tugþúsundum v saman
stóðu menn á götum úti og Iétu
fögnuð sinn í ljós yfir sigrinum.
Leitarljós voru á stöðugu
sveimi, en raunar var mild birta
yfir borginni, því að tunglsljós
var og fagurt veður. Fólk safn-
aðist saman fyrir framan aðal-
bækistöðvar gríska hersins og
hrópaði:
„Vér viljum, að konungurinn
komi!" — „Vér viljiim, að
Metaxas komi!"
Konungurinn og Metaxas
gengu þá fram a svalirnar og
voru með þeim yfirforingjar úr
landher og flugher Breta. Hylti
múgurinn óspart Georg konung
og þá, sem með honum voru.
I einu leikhúsinu stöðvaðist
Ieiksýningin, er breskir flug-
menn og Skótar nokkurir fóru
upp á leiksviðið og dönsuðu
Highlandfling (skoskan þjóð-
dans).
Hvarvetna voru þjóðsöngvar
Bretlands og Grikklands sungn-
ir — en sigurfáninn var borinn
upp á Akropolis.
Bretar tilkyntu í gær, að.
breskar sprengjuflugvélar hefði
gert enn eina loftárásina á hafn-
arborgina Vallona, en þangað
leita nú ítölsku hersveitirnar frá
Sante Queranta á undanhaldi
Cavignari
biðsf lausn-
ar að eigin
ósk.
Tveir ítalskir herfor-
ingjar fárast í
flugslysi.
London í morgun.
Cavignari aðmíráll, yfir,mað-
ur ítalska flotaráðsins, hefir
beðist lausnar „að eigin ósk",
eins og Badoglio marskálkur og
De Vecchi, herforingi, landstjóri
ítala á Tylftareyjum (Dodeca-
nese-eyjum). Cavignari var
einnig aðstoðarrflotamáláráð-
herra. — Lausnarbeiðni Cavig-
nari vekur mikla atbygli og er
talin sýna, að æðstu menn í
landher og sjóher ítala vilji láta
það koma skýrt iram, að það sé
Musssolini, sem beri ábyrgðina
á Grikklandsstyrjöldinni.
Það var tilkynt í Rómaborg
í gær, að tveir ítalskir herfor-
ingjar hefði beðið bana í flug-
slysi yfir Piedmont. Herforingj-
ar þessir áttu sæti í vopnahlés-
nefnd þeirri, sem Itálir sendu
íil Frakklands. Var annar þeirra
formaður nefndarinnar. — Or-
sök slyssins eru ekki kunn.
Þetta voru herforingjarnir
Pinti og Pelegrini, viðkunnir
herforingjar.
Rússnesk blöð ræða mikið
hrakfarir Itala. Segja þau, að
breski flotinn hafi einangrað
Dodecanese-eyjar, og ftalir geti
nú vart flutt neitt herlið sjóleið-
is til Albaníu.
Og.nrleg
loftárás á
dorf.
De Gaulle hvet-
ur Frakka til
dáða.
London í morgun.
¦De Gaulle, leiðtogi allra
frjálsra Frakka, flutti útvarps-
ræðu í gærkveldi og hvatti
Frakka til þess að rísa upp til
baráttu gegn Þjóðverjum, og
hafna öllum tilraunum, sem
gerðar kynnu að verða til þess
að koina á samvinnu milli
Frakka og Þjóðverja. Franski
flotinn og Frakkar i Norður-Af-
ríku og Sýrlandi hafa nú bæki-
færi til þess að vinna mikinn
sigur fyrir Frakklarid við Mið-
jarðarhaf og tryggja þannig
framtíð Frakkaveldis. Frakkar
eru ekki enn gersigruð þjóð,
sagði hann. Hið sanna Frakk-
land hafnar allri samvinnu við
Þýskaland. Félagar, rísið upþ
og grípið til vopna og heyið
f relsisbaráttuna með hinum
frjálsu Frökkum.
sínu. Loftárás þessi var hörð.
Ekki er fullkunnugt um tjónið,
en víst er, að það var mikið,
einkanlega við höfnina. Sprengj-
um var einnig varpað á ítölsk
skip við strendúr Albaníu og var
a. m. k. einu þeirra sökt.
London í morgun.
Ógurleg loftárás var gerð á
D'iisseldorf og ýmsa staði þar í
grend í fy'rrinótt. Sprengjum
var varpað á stálverksmiðjur og
bræðsluoina, gasstöðvar og
járnbrautarstöðvar o. s. frv. Á-
rásin á Diisseldorf stóð í eina
klukkustund og var varpað 4000
íkveikjusprengjum á árásar-
svæðið og fjölda mörgum
sprengikúlum. Eldur kom upp
á svæði, sem er hálf ensk míia
á lengd, og var eldhafið svo óg^
uiiegt, að einn íiugmannanna,
sem hefir tekið þátt í fjoldá
mörgum loftárasum, kveðst
aldrei hafa séð annað eins bál.
Sprengjum var og varpað á her-
gagnayerksmiðjur, og sáu flug-
mennirnir stórbyggingar hrynja
til grunna. — Árásir voru géíð-
ar á fjölda marga staði í héruð-
unum i grendinni, og undir
morgun var gerð árás á Brest í
Frakklandi. Kom þar upp mik-
ill eldur. Aðrir staðir, sem gerð-
ar hafa verið loftárásir á und-
angengnar. nætur, eru Lorient á
Bretagneskaga o. f 1. Var varpað
sprengjum á fótgönguliðs- og
sjóliðaskála og kom upp eldur
á 15 stöðum. Einnig í nánd við
mikla þurrkyí, sem þarna ér og
í kafbátastöðinni. Loks voru á-
rásir gerðar á ýmsar innrásar-
stöðvar, i Antwerpen, Dunher-
que, Le Havre, Ostende o. fl. —
Ársina á Lorient og innrásar-
bækistöðvarnar gerðu flugvélar
strandvarnaliðsjns.
I nótt sem leið voru gerðar
árásir á staði í Búbr og víðar.
Bretar g^reiða
f yrir ^psiiiverjf nni
London i morgun.
Nýlega gerðu Bretar og Spán-
verjar með sér viðskiftasamn-
ing. Árangur af þessari samn-
ingsgerð er nú farinn að koma
í ljós. I gær var tilkynt í Lond-
on, að Bretar væri að gera ráð-
stafanir til þess, að greiða fyrir
því, að Sþánverjar gæti fengið
ýmislegt, sem þá vanhagar um
bagalega. M. a. ætla Bretar að
sjá um, að Spánverjar geti feng-
ið mangan (manganese ore) og
fá þeir 6000 smálestir, þar af
3000 frá Indlandi, efni til teppa-
og pokagerðar o. s. frv. Þá sjá
Brelar um, að Spánverjar fái
hveiti innflutt eftir þörfum.
Loks hafa Bretar ákveðið að
kaupa megnið af appelsínu-
framleiðslu Spánverja.
Carnarvon Castle
sleppur eftir 72 klst.
London í morgun.
Fregn frá Montevideo herm-
ir, að breska hjálparbeitiskipinu
Carnarvon Castle verði leyft að
vera 72 klukkustundir í Monte-
video, til viðgerðar. — Það er
mi kunnugt, að þýska hjálpar-
beitiskipið, sem Carnarvon
Castle átti í höggi við, skemdist
mikið. Gera Bretar sér vonir
um, að því verði mjög bráðlega
komið fyrir kattamef.
Hvað, heldur þú, lesari góður, að þýski hermaðiuTnn á mynd-
inni sé að gera? Hann er að gramsa í frönskum heiðursmerkj-
um, sem átti að úthluta frönskum hermönnUm fyrir hreysti
og hugprýði.
iekiii9 íslenískao l>egn
Þegar tíðindamaður Vísis spurði sakadómara og fulltrúa hans
í morgun um mál það, viðvíkjandi íslendingnum, sem Bretar
handtóku á föstudag, sögðu þeir að þeir hefði ekkert um málið
frétt, fyrri en þeir lásu um það í blöðunum.
Málavextir eru í stuttu máU
sem hér segir: Breskur hermað-
ur ásakar Islending um að 'hafa
verið i breskum einkennisbún-
ing og fyrir að hafa rekið áróð-
ur Sfi$n Bretum i þessum bún-
ingi.
Bretinn kallar á tvo breska
lögregluþjóna og handtaka þeir
íslendinginn. Var farið með
hann til stöðva eftirlitsþjón-
ustu Breta og hann hafður i
haldi þar um stund, þar til hann
var j'firheyrður. Kvaðst her-
maðurinn geta leitt vitni máli
sínu til sönnunar.
Islendingurinn var látinn laus
þangað til næsta morgun, er
hann var beðinn að koma til
frekari rannsóknar. Var þá
vitnið mætt, en það gat ekki
bent á „áróðursmanninn", er
hann var látinn standa við hlið-
ina á öðrum manni, sem er í
þjónustu Breta. Báðu Bretar þá
Islendinginn afsökunar, en her-
mennirnir voru hneptir í varð-
hald.
Sagan er þó ekki öll sögð með
þessu: Breskir lögregluþjónar
mega ekki taka Islendinga fasta,
fremur en íslenskir lögreglu-
þjónar mega taka breska her-
menn fasta.
Islensk yfirvöld fengu ekkert
að vita um þetta mál, fyni en
þau lásu um það í blöðunum.
Enginn fulltrúi íslenskra yfir-
valda yar viðstaddur, þegar
rannsókn málsins fór fram.
Mikil loítárás á
London í nótt
sem íeið.
~ London í morgun.
.Lof tárásirnar á London í nótt
sem leið voru lrinar mestu í
heilan mánuð. Aðvaranir um
loftárásir voru gefnar snemma
og eftir það heyrðist stöðugt til j
þýskra flugvéla. Fjölda. í-
kveikjusprengja og sprengi-
kúlna var varpað yfir London,
þar til fram yfir miðnætti.
I þýskum fregnum segir hins-
vegar, að þýsku flugmennirnir
hafi beitt nýrri aðferð, „hinni
þöglu bardagaaðferð" — það er,
komið svo hljóðlega yfir borg-
ina, að þeir hafi komið loft-
varnasveitunum óvörum. Þýsku
flugmennirnir segja, að eldur
hafi komið upp mög víða í borg-
inni. -
Illé í lo£t-
styrjölfliimi.
London í morgufi.
Loftárásir voru gerðar á tvær
borgir í Bretlandi í fyrradag, en
ekki stórfeldar, og varð svo al-
gert hlé á loftárásum í 20 klst.
og hvergi gefnar aðvaranir um
lof tánásirfyrr en í London í gær-
kveldi. Þýsk sprengjuflugvél
var skotin niður yfir Ermar-
sundi í gær.
Sibelius 86 ára.
London í morgun.
Finska tónskáldið Sibelius
varð 75 ára í gær. Breska út-
j varpið mintist afmælis hins
! aldna tónskálds og tilkynti, að
symf óníur hans yrði allar leikn-
; ar í útvarpið, í tilefni af afmæl-
í inu, hin fyrsta 20. des. — Bresk
blöð minnast og afmælisins.