Vísir - 09.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 09.12.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengi'ð inn frá Ingólfsstræti).. Síntar 166 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Islendingar vestan haís og austan. ¥J M þessi mánaðamót kom, á markaðinn fyrsta bindið af sögu Islendinga í Vesturheimi, ritað af Þorsteini Þ. Þorsteins- syni, en útgefið af nefnd, sem kosin var af Þjóðræknisfélagi íslendinga i Vesturheimi. Er hér um hið merkasta fyrirtæki að ræða, er verður ómetanlegur fjársjóður fyrir íslendinga, hvoru megin hafs, sem þeir búa. I þéssu fyrsta bindi eru or- sakir ráktar til hins gífurlega útflutnings manna hér á landi fyi-ir og urii aldamótin, en Is- lendingabygð vestan hafs mun á þessu ári eiga þar 70 ára sögu að baki. Talið er að í Vesturheimi dvelji nú um 35.000 manna af íslensku bergi brotnir, og hafa þeir brotist þar fram í fremstu röð á flestum sviðum, þótt þeir í upphafi kæmu þangað slyppir og snauðir, eins og öll íslenska þjóðin mátti heita á niðurlæg- ingartimabili því er útflutning- urinn hófst. Af þessu fyrsla bindi af sögu íslendinga i Vesturheimi má margt læra, ekki síst fyrir hina ungu kynslóð hér í landi, sem nú er að vaxa upp og litt þekk- ir til þeirra rauna, sem forfeð- ur okkar hafa átt við að búa. Kemur þar m. a. berlega í ljós, að meðan íslendingar voru sjálfstæð þjóð, og önnuðust siglingar sínar sjálfir, gekk alt stórslysalitið, en er þjóðin misti sjálfstæði sitt tók henni að hnigna svo, að við landauðn lá með því að fátækt og skortur dró úr henni alt mótstöðuafl og dæmdi hana til tortímingar, ef svo skyldi fram horfa, sem, horft hafði. Otflutningur héðan af landi er í rauninni ekkert annað en uppreist gegn hinu er- lenda valdi. Dugandi menn, sem sýnast öll sund lokuð hér heima, vegna óstjórnar og á- þjánar í mörgum myndum, kjósa frekar að yfirgefa Jand- ið og halda út í óvissuna, en að búa við þau eymdarkjör, sem þeim höfðu verið sköpuð, — fyrst og fremst af erlendu valdi. Þótt þetta tiltæki vekti nokk- ar deilur hér heima um þetta Ieyti, má í rauninni segja, að það hafi verið bein afleiðing af ástandfi þlví, eir skapastr hafðl og eðlilegt svar við yfirgangi • erlendrar þjóðar. Fyrir nokkru héldu deildir Norræna félagsins þing sitt hér á landi. Var þar mikið rætt um samvinnu Norðurlanda og sam- búð, en yfir þessu þingi grúfði skuggi yfirvofandi styrjaldar og óvissu. I samkvæmi einu, ' sem þá var( haldið, hélt einn af gagnmerkustu fjármálamönn- um þjóðarinnar snjalla ræðu og vakti athygli á því, að sjálf- ' stæðið væri f jöregg okkar ís- lendinga. Það hefði reynsla undangenginna alda sýnt og sannað. Ef þjóðin yrði svift sjálfstæði sinu myndi hún ó- hrædd flytjast til enn norðlæg- ari breiddargráða til þess að halda frelsinu, enda væri það henni lífsskilyrði. Þótt þessu væri slegið fram bæði í gamni og alvöru er óhætt að fullyrða, að ræðumaður hitli naglann á höfuðið, enda hafði reynslan sannað, að Islendingar eru ó- hræddir við að skif ta uni set til þess að öðlast persónufrelsi og sjálfstæði. Eftir að útflutningur Vestur- íslendinga hófst tók að rofa til á hinum pólitíska himni, og þótt róðurinn væri þungur, sótti þó smátt og smátt í horfið, og má fullyrða að velgengni ís- lendinga vestan hafs hafi sýnt þjóðinni heima fyrir hverju unt er að afreka, ef viljinn er næg- ur, og hafi þannig lagt drjúg- an skerf til heillavænlegrar sjálfstæðisbaráttu okkar, auk þess sem landar okkar vestra hafa stuðlað að stórauknum framförum með beinum fjár- hagslegum stuðningi, og er þar skemst að minnast stofnunar Eimskipafélags Islands. Hér er ekki að þessu sinni rúm til þessað ræða sögu Vest- ur-íslendinga frekar. Hún er einn þáttur af sögu heimaþjóð- arinnar, sem, allir eiga að þekkja, til þess að eflast að skilningi og vaxa að viti og um- fram alt ást á sjálfstæði og frelsi. Óhætt er að fullyrða, að unga kynslóðin hér í landi kann að meta starf og stríð Vestur-Is- lendinga, þótt vík skilji vini, en það sem leggja ber megin- þunga á, er að viðhalda vináttu og (bræðraböndum þeim', ier tengja þjóðarbrotin saman, þannig að þau sæki fram til aukinnar andlegrar og verald- Iegrar velmegunar, með fullum skilningi hvort á annars kjör- um. Skip missa hjörgunarbáta. Skip þau, sem hingað hafa komið síðustu daga, hafa flest hrept aftakaveður í hafi, því að stormasamt hefir verið á Norð- ur-Atlantshafi að undanförnu. Goðafoss er fyrir skemstu kominn frá Vesturheimi. Hann fékk sjó á sig og braut hann og tók. út einn björgunarbátanna. Þá er b.v. Sindri kominn fyr- ir skemstu frá Englandi. Fékk hann versta veður og misti ann- an björgunarbátinn, en hinn brotnaði svo, að hann mun vera ónýtur eða því sem næst. Skídaferöir um lielgina, Á laugardaginn hiun fólk hafa farið úr flestum íþróttafé- lögunum upp i skíðaskálana og gist í þeim um nóttina. Veður var með afbrigðum vont er á leið nóttina og töldu sumir sig ekki hafa fengið verra veður í skíðaskálunum. Um morguninn var snjórinn "blautur og krapi í snjónUm svo færið var vont, en er á daginn leið batnaði færið og varð með afbrigðum gott. I K. R. skálanum var þó að því leyti undantekning frá þessu, að þar' var hríð alla aðfaranótt sunnudagsins og ágætt færi og þur snjór strax um morguninn þegar stytti upp. Það var hvarvetna feyki nóg- ur snjór og á Hellisheiði var svo mikil ófærð, að bílar töfð- ust um 3 klst. austan úr Kömb- um og niður í Skíðaskála. Vetrarhjálpin: Háskólafyrirlestur flytur dr. Símon Jóh. Ágústsson í 3. kenslustofu Háskólans á morg- un kl. 6.15. Efni: Stöðuval. Öll- um heimill aðgangur. Skátar heimsækja bæjar- Ma á miðvikudag og fimtudag. jffidR»ær. 8kerja€jörður ©g Vestur- bœr miíjst fyrir. Vetrarhjálpinni bárust fyrstu gjafirnar á þessum vetri á laugardaginn. Sú fyrri — 500 kr. — var frá Þor- steini Scheving Thorsteinsson, lyfsala, hin var frá M. S. — 25 kr. I fyrra barst Vetrarhjálpinni einnig fyrsta gjöfin frá Þorsteini lyfsala og nam sú gjöf einnig 500 krónum. » : lfl'1 Vetrarhjálpin varð öllu síð- búnari í vetur en í fyrra, og því þarf sóknin til jóla að verða enn íiarðari og ganga betur. Og ef Reykvíkingar hafa ekki breyst mikið við „ástandið", þá er engin hætta á öðru, en að sóknin fari eins og undanfarin ár og að líkindum betur. Sóknin hefst þó ekki fyrir al- vöru fyr en á miðvikudag. Þá munu 200—300 skátar koma i hvert hús í miðbænum, Skerja- firði og Vesturbænum og taka við þeim peningum eða fatnaði, sem menn mega af sjá. Það eru ekki gerðar stórar kröfur til neins, en ef allir leggja éitthvað af mörkum, þótt smátt sé, þá verður það álitlegur sjóður, þeg- ar sókninni er lokið. Á fimtudaginn fara skátarnir svo í hina hluta bæjarins og safna þar. Söfnun skátanna í fyrravetur gekk miklu betur en veturinn þar áður. Vonandi gengur hún að þessu sinni betur en ndkkuru sinni, því að að þessu sinni geta fleiri lagt eitthvað af mörkum en áður, vegna þess, hversu at- vinna hefir verið miklu betri í haust en undanfarin ár. Bæjarbúar! Á miðvikudags- og fimtudagskveld koma skátar í heimsókn til ykkar. Gerið þeim starfið léttar-a með því að hafa gjafir yðar tilbúnar, svo að þeir þurfi ekkert að bíða, og enginn bæjarbúi verði útundan. Byrjið að athuga gjafirnar strax í dag! Fréttabréf frá Kína. Sr. Jóhann Hannesson, kristniboði, skrifar mér 12. júli fréttabréf, sem var um 4% mánuð á leiðinni. Býst eg við að ýmsir vilji samt lesa það og bið því Vísi fyrir aðalhluta þess: S. Á. Gíslason. i P. t. Tienehasping, Hunan, China, 12. júlí 1940. Kæri vinur. Nú er svo margt í fréttum að erfitt verður að raða efninu; "best að byrja þar sem eg endaði í síðasta bréfi, en það var í Shanghai. Við fórum þaðan til Níngpo þann 11. mai. Urðum svo að bíða nokkura daga í Ningpo til að komast með varn- ing, meðöl o. fl. gegn um toll- gæsluna. Svo lögðum við af stað frá þeirri einustu höfn sem Kinverjar hafa í höndum sín- um; áttum þá afar langa ferð fyrir höndum gegn um 3 fylki, Chekiang, Kiangsi og Hunan. Fyrsti hluti leiðarinnar var afar seinfarinn. Urðumviðoftað ferðast með róðrarbátum. Þeir eru að vísu rúmgóð og þægileg farartæki, en afar seinir í för- um. Stundum Urðum við að láta menn bera allan farangurinn, stundum varð að aka honum á handvögnum dögum saman, af því öll önnur samgöngutæki vantaði um þær slóðir. Eftir vikutíma ferðalag á þenna veg, komum við loks í borgir þar sem járnbraut var starfrækt, og með þessari járnbraUt gátum við fei-ðast hálfan annan dag. Bætti þetta mikið úr þörfinni, og var auk þess ódýrasti hluti ferðarinnar, því ekki vantar þá kol hérna í Kína. Þó áttum við enn ófarna 1000 km. þangað til við gætum náð fyrstu kristniboðsstöð vorri, en hún er í Changsha. Tókum við það ráð að leigja vörubifreið, og með henni komumst við mik- inn hluta leiðarinnar. Síðasta áfangann fórum við með gufu- skipi og náðum Changsha sunnud. 2. júní. Ferðin gekk í raun og veru vel, en var afar erfið. Kom það af ýmsum ástæðum. Við höfð- um" meðferðis 4 börn innan 3ja ára, og það varð að gæta þeirra vel á leiðinni, svo þau veiktust ekki. Auk þess var mikið um tafir: Hermenn, tollþjónar og verðir hér og þar alla leiðina, og þeir spurðu um vegabréf, aldur, þjóðerni o. s. frv. — Stundum var farangurinn á eftir áætlun — þegar honUm var ekið á handvögnum nokkur- ar dagleiðir. Einu sinni bað bil- stjórinn okkur um að fara á fætur kl. 5 svo hægt væri að komast af stað, en svo var hann að gera við bílinn þar til klukk- an var 11. Margt var eftir þessu. Svo höfum við verið á ferða- lagi innan kristniboðsumdæm- isins norska. Það er ekki litið, og er enn þá alt í höndum- Kín- verja. Við höfum nú heimsótt 4 kristniboðsstöðvar, og þegar við höfðum hvilt okkur dálitið eftir ferðina, fórum við upp á fjallstind einn sem er eign kristniboðsfélagsins, og hefir félagið norska séð svo um að hér eru sumarbústaðir handa kristniboðunum; ennfremur hafa sumir kristniboðar bygt sumarbústaði héí sjálfir. Fjall- ið er sennilega um 1200 metra hátt. Hér er þægilegur og sval- ur vindur, hiti um 25 stig, lof tið indælt og útsýni stórfenglegt, því að maður sér yfir mörg hundrUð fjallatinda, hæðir og hóla, auk þess yfir vötn, ár, sléttur og skóga. Niðri á undir- lendinu er hitinn nú 35—40 stig og rakinn mikill. Þess vegna er gott að vera hér og lesa kínversku tveggja mánaða tíma. Eg hefi fengið blöð og bréf frá Islandi síðan hingað kom. Fréttir fáum við einnig hér frá Evrópu furðu fljótt. Þær hafa verið afar hryggilegar síðustu dagana. Hvað skyldi verða af íslandi í þessum ægilega hild- arleik? Fyrir nokkurum dögum fékk eg símskeyti frá ríkisstjórn Islands, gegn um Karsten Lars- sen ræðismann í Hong Kong. Hefi eg nú sentsvar, og er svar- ið vonandi komið til Islands nú. Eg mun skrifa rikisstjórninni og þakka fyrir þetta, en annars lrygg eg að upptökin muni vera hjá kristniboðsvinum i Reykja- vík*). Eftir að Noregur á svo sorg- legan hátt dróst inn í stríðið, hefir kristniboðið orðið að gera miklar ráðstafanír. — Laun öll hafa lækkað nema laun Kín- verjanna, vegna þess hversu gengið á kínverskum dollurum er lágt. — Fjölda af bestu sam- verkamönnunum höfum við kristniboðarnir orðið að segja upp, en allir hafa þeir fengið atvinnu hjá amerískum ná- grannafélögum. — Kínverska kirkjan verður nú að gera eins og hún getur til að halda í horf- inu. En það er óhjákvæmilegt að starfið bíður nokkurn hnekki við þær neyðarráðstafanir, sem gera varð. Kristniboðarnir hafa af frjáls- um vilja skorið niður laun sín, með hér um bil 50%. T. d. hef eg, sem er giftur-kristniboði, 7V2 pund á mánuði. Það er hægt að lifa á þessu meðan pundið fellur ekki og kínverski dollar- inn stígur ekki, — og á meðan maSur á til góð föt frá fyrri árum. Með þessum lágu laun- um gerum við ráð fyrir að geta haldið starfinu áfram næstu 2 árin, án þess að oss berist pen- ingar frá Noregi. Tvent getur þó komið fyrir, sem getur steypt þessu öllu um koll: Ef Ameríka lendir í stríði við „syni sólar- innar", og þeir loka kínversku ströndinni alveg, þá fáum við ekki það, sem við eigum í Hong Kpng eða Shanghai. — Hitt ér, að komið getur til mála fjár- hagslegt hrun þeirra banka þar sem vér eigum fé vort geymt; helst óttast maður þetta, ef styrjöldin verður langvinn. Arið þurfum sennilega hvern einasta eyri núverandi launa vorra til að geta lifað. Margar vörur, sem eru „daglegt brauð" heima, eru hér ófáanlegar eða svo rándýrar að ókleyft er að kaupa þær; t. d. kostaði 1 kgr. kaffi 48.00 dollara i borg hér i nágrenninu í s. 1. mánuði. — En hrisgrjón og svínakjöt eru í lágu verði hér, sömuleiðis alls- konar grænmeti. Innilega er eg þakklátur fyrir alt, sem mér er sent á islensku. Gömlu stríðsfréttirnar og annað í dagblöðunum les eg bæði til að varðveita íslenskuna og fylgjast nokkuð betur með en annars yrði. — Gaman væri að fá eitthvað af fyrirlestrum Nor- dals prófessors, ef blöðin hafa birt eitthvað af þeim. Kínverjar stela að heita má öllum frímerkjum af bréfun- um og opna þau, án þess að loka þéim. Þetta er þó ekki rit- skoðun (censur), heldur for- vitni og hnupl. — Sendið þess vegna aldrei neitt verðmætt nema í ábyrgðarpósti. Jóhann Hannesson. *) Kristniboðssambandið hér óttaðist að síra Jóhann væri í vandræðum af féleysi og bað því utanríkisráðuneytið að gera fyrirspurn um hagi hans. S.Á.G. Næturlæknir. Eyþór Gunnarsson, Lauavegi 98, sími 2111. Næturvörour í Lyfja- búðinni ISunni og Reykjavíkur apóteki, Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Hljómplötur: Andstæð- ur í tónlist. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (V.Þ.G.). 20.50 Hljómplötur: Létt lög. 20.55 Útvarpssagan : „Kristín Laf rans- dóttir", eftir Sigrid Undset. 21.20 Útvarpshljómsveitin, íslensk al- þýÖulög. Einsöngur (frú GuSrún Ágústsdóttir). Ný Ijóðabók. Lauf vindar blása. - Margrét Jónsdóttir gaf út fyrstu ljóðabók sína „Við fjöll og sæ" árið 1933. Var henni vel tekið, enda höfðu áður birst kvæði eftir skáldkonuna, sem vöktu athygli. Nú sendir hún út af örkinni aðra bók, sem heitir „Laufvindar blása". Margrét Jónsdóttir er mentuð kona og læs á erlend mál, en glöggt verður það ráðið af Ijóð- um hennar, að hún hefir mest numið af vorum eigin þjóð- mentum. Lýsir höf. fallega í kvæðinu „Bækur" æskuást sinni á ljóðum og sögum. Eitt af mestu kvæðum bók- arinnar er „Reykjavík". Þar er margt vel sagt um höfuðborg vora og útsýnið frá henni: Þá ertu fegurst höfuðborg í heimi, og hjá þér einni eg vonir mínar geymi. En hér örlar einnig á þeirri til- finningu, sem mjög er rík 1 þeim, er hér búa. Þótt vér séum Reykvíkingar, látumst vér ekki vera það, og þó að vér höfum flæmst hingað vegna einhveira tilvika og hvergi liðið vel nema hér, þykjumst vér eiga átthaga einhversstaðar bak við öll fjöll, og strekkjúm þangað eins og strokufénaður. Góð eru mörg hinna stærri kvæða bókarinnar eins og: „Við eldinn", „Gamall draumur", „Island" bg „Þórunn þvotta- kona": Þórunn gamla þvottakona þvær hjá margri hefðarfrú, eftirsótt hún er við störfin, af því hún er dygg og trú. Þórunn gamla þvottakona þrammar yfir Tjarnarbrú. 'Tf- Þessi gamla kona stendur manni skýrt fyrir sjónum. En þó að þau kvæði, sem hú hafa nefnd verið, séu vel kveðin, þykja mér smákvæðin yfirleitt miklu betri. Eru mörg þeirra skínandi falleg að efni og mjög skáldlega gerð. Sum eru leikin á hinn dapra streng eins og „Mig dreymir um dánar. rósir" og „Um haust", en það kvæði er snildarlega kveðið. Önnur eru sólbjört og grængróandi, eins og „Sumardagur" og „Sólskins- stund": Brosandi sól í björtu júníheiðiy blómjurtir fylla loftið sætri angan. Sjafnarljóð kveða sumardaginn Iangan sólskríkjuhjón á grænum skógarmeiði. t Lífið er fagurt, langt til vetrardaga ljósið er bjart, svo hvergi ber á skugga. Vorloftið streymir inn um opna glugga, ævin er bjartur draumur, töfrasaga. Líðandi tíð, hve ljúft að njóta þín, lifa og fagna eina sólskins- stundu, og finna alt með frjálsum gleðibrag. Gleðstu þá, barn, er blessuð sólin skín, við blóma ilm og fögnuð Iífsins undu og sólarbros — einn sumarlangan dag. Það er þessi heiðríkja íslensks máls og hugsunar, sem gerir bókina hugljúfan gest núna i skammdeginu. Margrét Jónsdóttir yrkir of t- ast undir ramþjóðlegum brag-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.