Vísir - 20.12.1940, Blaðsíða 5

Vísir - 20.12.1940, Blaðsíða 5
V í S I R Fðstudaginn 20. des. 1940. BÆKUR Ásmundur Guðmundsson og Magnús Jónsson: Jór- salaför. Ferðaminningar frá landinu helga. Reykja- vík MCMXL. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. - Félagsprentsmiðjan h.f. Fátt er girniíegra til fróð- leiðs og skemtunar en ferða- sögur og ferðaminningar, vel ritaðar. Oss íslendingum er mörgum i blóðið borin sú þrá, að fara sem lengst og sjá sem flest af fjarlægum löndum og háttum þeirra. Og eigi er liitt minna um vert, að sækja heim þá staði, sem voru sjónarsvið mestu viðburðanna, er gerst hafa á þessari jörð. Yið það öðl- ast sagan nýtl líf. Þeir, sem lítt eiga þess kost að hleypa heim- draganum, geta bætt sér það upp með því að fylgja langför- ulum mönnum, er vel segja frá því, sem þeir sáu, og kunna að krydda frásögn sína með fróð- legum upplýsingum um þessi sjónarsvið forlíðarsögu og nú- tíðarlífs. Bók sú, sem liér skal á minst, er meira en sjaldgæf bók í ís- lenskum bókmentum. Hún má teljast einstæð bók. Frásögn um Jórsalaför íslenskra manna þekki eg enga á vorri tungu. Þeir ' guðfræðiprófessorarnir Ásmundur Guðmundsson og dr. Magnús Jónsson fóru lil lands- ins helga sumarið 1939, fám mánuðum áður en styrjöldin braust út og leiðir lokuðust. Var för þeirra að ýmsu leyti hættu- för, vegna óeirða i landinu, og segir bókin mörg dæmi þess. Auk þess var ferðin farin á síð- ustu forvöðum. En vel tókst ferðalagið og auðnaðist þeim að sækja lieim og skoða alla helgustu sögustaði bibliunnar, og ganga þær slóðir, sem Jesús frá Nazaret fór forðum. Og bókin ber það með sér, að böf- undarnir bafa orðið snortnir af því, sem, þeir sáu og kyntu sér. Andi sögunnar lieilögu og kraft- ur trúarminninganna hefir hrif- ið þá og hjálpað þeim að lifa margar heilagar stundir á ferð sinni, um leið og þeir bættu við fróðleik sinn og þekkingu. Þeim, sem að líkindum mun aldrei veitast það hnoss að gista hið heilaga land biblíunnar, Iilýtur að vera það hinn mesli og besti fengur, að fá i liend- urnar þessa fræðslu hinna mentuðu og margfróðu mánna. Til eru að vísu ágætar ferða- minningar útlendra liöfunda frá landinu helga. En óhætt mun að fullyrða, að þeim Islending- um, sem slíkrar fræðslu og un- unar vilja afla sér, muni það kærast, að lesa frásagnii> inn- lendra manna frá þessu sjald- gæfa ferðalagi. Frásögn. þeirra prófessoranna um landið, þar sem lindir kristindómsins eiga upptök, landið, sem ætíð verður kristnum mönnum landið helga hvort sem, það er í liöndum Araba, Gyðinga eða kristinna manna, þessi frásögn hlýtur að verða lengi lesin hér á landi. Höfundar liafa skift fráspgn sinni um ferðina i 19 þætti, skift þeim á milli sín, en síðan, þá er þættirnir höfðu verið rit- aðir, raðað þeim í samhengi. Eykur það tilbreytni bókarinn- ar, að hér rita til skiftis tveir höfundar. Koma persónuein- kenni hvors þeirra víða skýrt í ljós í meðferð efnis. Þetta er rnikil bók, 324 bls. í stóru broti. Pappír og prentun er mjög með ágætum og öll út- gáfan smekkleg mjög. Mikil bókarprýði er og að áttatíu og sex- myndum, sem í henni eru. Eru þar auk 8 uppdrátta af löndum og leiðum 26 ljósmynd- ir og 52 teiknaðar myndir í lexta, allar gerðar af dr. Magn- úsi Jónssyni, og margar mjög prýðilegar. Enn liefir mér eigi unnist tími til annars, en að grípa nið- ur i þessa stóru bólc liingað og þangað. Þetta getur því eigi orð- ið neinn ritdómur. En eg vildi sem fyrst mega benda á bók, sem niun verða mörgum bók- elskum manni og konu bæði til gleði og gag’ns, veita holla fræðslu og liafa göfgandi áhrif. Höfundar og úlgefandi’skulu liafa þökk fyrir verk sitt. Á. S. • STRÖNDIN. Ljóðmæli eftir P. V. G. Kolka. I. Einn Tiéraðslækna vorra send- ir frá sér Ijóðabók, aðra i röð- inni. Áður komu „Hnitbjörg“ fyrir nokkrum árum. Sú bók þótti benda í þá ált, að liöfund- urinn ætti í fórum sínum efni- við til skáldskapar og kynni að vinna úr lionum. Þegar við Páll V. G. Kollca vorum við nám hér í háskólan- um, hafði eg engan grun um, að þessi gáfaði, fjörmikli og fram- sækni stúdent liefði hug á skáld- gyðjunni. En þetta hefir komið í Ijós síðan. Innan um embættis- annir og allskonar argaþras lífsins hefir þessi fjölhæfi gáfu- maður gefið sér tóm til að votta Ijóðdísinni lotningu sína og ást í verki. Mér virðist augljóst, að í ljóðagerðinni eigi hann sér friðaðan, lielgan reit. Á það bendir meðal annars þetta er- indi í nýju Ijóðabókinni hans, síðasta ljóðinu, er hann nefnir: Kvæðalok: „Þarna rælcta eg reitinn litla, rósuni mínum hlynni að, gleðst við daggarglit á laufi, gróðurilm og flosað blað. Eftir volk í ótal ferðum á eg þarna bvíldarstað“. Það er likt og maðurinn, sem kvaðst yrkja sér til liugarhægð- ar; lét ekki meira en þetta yfir ljóðagerð sinni. P. Y. G. Kolka lýsir sjálfur i bók sinni starfi sínu og stöðu í ríki skáldskapar- ins með þessum orðum, er sýna ást lians á ljóðadísinni, en um leið hógværð hans sjálfs: „Sál íslensku þjóðarinnar lif- ir á meðan hún bergmálar líf- væn Ijóð bestu skálda sinna. . . Það er fæstum fært að gefa lieiminum slik ljóð. Við, sem erum þess ekki megnugir, get- um aðeins reynt að koma fyrir Iijartað orði, liver og einn eftir þeim mætti, sem heilladísir lians bafa gefið honum“. II. Kvæðin í bókinni eru 33 að tölu, stór og smá, ólílc að efni og i formi. Þar eru stór kvæði sögu- j legs eða lieimspekilegs efnis, j eins og t. d. Jón Geirreksson, ' Vaxmyndasafnið og Grótta- söngur. Mest þykir mér til Gróltasöngs koma, enda er efn- ið stórkostlegt. Höf. hefir þar náðist í að færa í nútímastíl liinn þúsund ára gamla Grótta- söng Sæmundar-Eddu, sem liann kallar „einliverja liina stórfenglegustu spásögu um vélamenningu nútímans“. Kvæðið um Jón Gerreksson Skálholtsbiskup las liöf. í útvarp fyrir nokkuru. Er það ínikið kvæði og vel gert. Þá eru í bókinni nokkur af- mæliskvæði til merkra manna. Nefni eg þar kvæðin: „Síra Frið- rik Friðriksson sjötugur“, og: „Til sjötuga skáldsins á Sandi“. Þrjú næst siðustu kvæði bókar- innar eru belguð minningu þeirra skálda vorra sem höf. virðist dá mest. Það eru þeir Einar Benediktsson, Matthias Joclmmsson og Jónas Hall- grímsson. Lýsa þessi ljóð fagur- lega ást höf. á skáldlistinni og skáldunum. Notar höf. í kvæð- um þessum bragarhætti, sem ofannefnd skáld hafa gert kunna með ágætisljóðum, brag- hætti Norðurljósa Einars, Hafís Malthíasar og Gunnarshólma Jónasar. Enn vil eg nefna kvæðið „Finnland“, snjalt kvæði um varnarbaráttu og píslarvætti finsku þjóðarinnar á síðasta vetri. Og loks kvæðið Mólocli, skorinort ádeilukvæði, sem lýk- ur með þessum orðum: V „Enn er fórnað frumburðunum fyrir blessun stundarhags, — næstu kynslóð fórnað fyrir fánýt gæði stundarhags. Hvar sést árbrún annars dags?“ III. Ljóðabók þessi er um það einstök í sinni röð, að liefst með 38 bls. löngum formála, ritgerð, þár sem skáldið sjálft ræðir við- borf silt við hstum, skáldskap, vísindum, trú, stjórnmálum o. s. frv, og rekur sögu menning- arinnar og þróun alt frá ísöld hinni síðustu til vorra daga. Lætur hann Gamminn geysa um þetta víða svið, og má nærri geta, að á stóru er stiklað. Öll er ritgerð þessi drengilega skrifuð, ber vitni sannleiksást, dirfsku og bersögli höfundarins, og jafnframt því andlega fjöri og gáfum, sem eg þekli hjá lion- um á námsárum 'okkar. Allur er formálinn skemtilegur og hið besta ritaður. En betur hefði mér þótt, ef liöf. hefði látið sér nægja að rita enn rækilegar um gildi og ágæti skáldskaparins samkvæmt þeirri hreinu og sterku aðdáun fyrir þessari list, sem lionum býr í brjósti. Það sem hann segir um slcáldskap- inn og þá einkum íslenska ljóð- list, er betra en flest annað í formálanum, enda þótt margar einstakar athugasemdir og setn- ingar hans um önnur atriði séu snjallar og smellnar. Það dylst ekki, að P. V. G. Ivolka er bæði vel skáldmæltur sjálfur, og úm leið gagnkunn- ugur því sem best er í ljóða- skáldskap þjóðar vorrar. Hann á, eins og hann gefur sjálfur í skyn, sinn litla reit í þeim garði. Óska eg honúm þess að hann megi njóla áfram tómstunda til þess, að rækta þann reit sem best, til unaðsbóla sjálfum sér ög sem flestum öðrum, er unna góðum Ijóðakveðskap. Á. S. • ÍSLENSK FORNRIT. — X. bindi. Ljósvetninga saga með þáttum. Reyk- dæla saga og Víga-Skúta. Hreiðars þáttr. Björn 'Sigfússon gaf út. — Hið íslenzka fornritafélag. — Rvík 1940. Það fer sjaldan liátt um þá starfsemi, sem noladrýgst verð- ur, þegar til lengdar lætur. Full- koninun þekldngar og leit að nýrri þekkingu fer löngum fram .i kyrrþey við liljóðláta önn fárra manna, og aðrir njóta á- vaxtanna af verkum þeirra, samtíðarmenn og komandi kyn- slóðir. Þannig skapast menning þjóða og andleg verðmæti, sem mölur og ryð fá eigi grandað og engum liefir enn tekist að meta í kúgildum eða krónum og aur- um. í livert sinn sem mér’berst í hendur nýtt bindi af íslenskum fornritum verður mér það ljós- ara, hversu dýrmætan arf vér liöfum hlotið frá forfeðrum vorum, þar sem íslendinga sög- urnar eru. Og hversu sem alt er í vorri hverflyndu samtíð, fær- ir þessi fallega útgáfa mér lieim sanninn um það, að synir og dætur Islands hafa bæði vilja og manndóm til þess að varð- veita þennan arf og sýna lion- um sóma. Það sýnir bæði sú mikla rækt, sem við það er lögð að gera útgáfuna sem best úr garði og vinsældir liennar lijá almenningi. Engar bækur eru svo almennt notaðar til tækifær- isgjafa sem fornritin. Það sýnir bæði virðingu j.á, er þau njóla og ræktarsemi við hinn þjóð- lega arf. Fyrsta bindið, sem Fornrita- félagið gaf út, var Egils saga, og kom liún út árið 1933. Síðan hefir komið sem svarar einu bindi á ári og nú fyrir nokkrum dögum kom út 7. bindið, (sem er hið X. í safninu), Ljósvetn- inga saga og Reykdæla, ásamt Hreiðars þætti. Útgáfu þessa bindis liefir annast Björn mag- ister Sigfússon. Bindi þelta er með sama svip og gerð sem hin fyrri. Fylgir þvi ýtarlegur formáli, 95 bls. að stærð, ættaskrár, myndir af merkum sögustöðum og landa- bréf, er nær yfir bygðir allar úorðan úr Öxarfirði og alt í Skagafjörð austanverðan. — Skrautlegir uppliafsstafir standa í upphafi liverrar sögu og þált- ar, er geyma táknrænar mynd- ir, sem lúta að efni sagnanna. Ljósvetninga saga liefir aldrei verið gefin út með vísindalegri nákvæmni á borð við margar aðrar Islendinga sögur. Aðalút- gáfa hennar fram til þessa var útgáfan í Islenskum fornsögum I. bindi, er Bókmentafélagið gaf út i Khöfn 1880 og Guð- mundur meistari Þorláksson sá um. Siðan hefir margt orðið Ijósara, bæði um þessa sögu og aðrar og ekki hvað sist hefir út- gefandi þessa bindis lagt þar góðan skerf til, eins og útgáfan ber vott um. Þætti þá, sem teknir eru inn í söguna í einu af lielstu handritum hennar, en sannarlega hafa ekki staðið i elsta liandriti hennar, liefir út- gefandi slcilið frá sögunni og látið prenta sérstaka, og er þar án efa um stóra framför að ræða frá fyrri útgáfum. Við það verður sjálf sögulieildin fastari og' eðlilegri, því að þættirnir gerðu hana' mjög sundurlausa að byggingu, en á hinn bóginn njóta þeir sín einnig betur sjálf- stæðir. Þessir þættir eru: Sörla þáttur, Ófeigs þáttur, Vöðu- Brands þáttur og Þórarins þátt- ur. Ilreiðars þáttur heimska, sem er i þessu bindi, hefði fremur átt heima með eyfirsku sögun- um, en hagkvæmis ástæður munu hafa ráðið því, að liann var settur i bindi með þing- eysku sögunum. Hann er liér, eins og sjálfsagt var, prentaður eftir hinum, fornlega texta Morkinskinnu. Aðeins virðist mér, að útgefandi liefði mátt reyna meir til að fylla út í liin- ar smávæg^egu eyður Morkin- skinnu textans i Hrokkinskinnu og AM. 66 fol. Formáli útgefandans er fróð- legur mjög og vel ritaður. Ræð- ir hann þar um flest hin helstu atriði, er snerta rannsókn sagn- anna og verða mega til aukins skilnings á efni þeirra og til- orðningig svo sem það, hvað i þeim sé bygt á rituðum heim- ildum, hvað sé muunmæli og hvað skáldskapur, tímatal og mannlýsingar, hvar sögurnar séu skrifaðar og hvenær. Alt virðist mér þetta vel og skyn- samlega af liendi leyst lijá út- gefanda. Textaskýringum virð- ist og vel í hóf stilt. Hér er ekki timi né tækifæri til þess að fara nánara út í ^in- stölc atriði formála eða síýr- inga, þótt girnilegt væri til fróð- leiks og athugunar. Þessi fáu orð eiga fyrst og fremst að vera lil þess að benda á útkomu þessa nýja bindis Islenskra forn- rita. En útkoma hvers nýs bind- is af þeim er merkisviðburður í þjóðlegu menningarstarfi ís- lendinga. Guðni Jónsson. • Tvær barnabækur. Kári litli í skólanum lieitir barnabók eftir Stefán Júlíusson, sem Barnablaðið Æskan hefir gefið út. Þessi bók segir frá skólaveru tveggja drengja og hvað þeir aðbafast i frístundum sinum. Einnig lýsir hún jólun- um á heimili Kára litla. Þessi saga fær áreiðanlega góðar við- tökur þeirra barna er hana hljóta í jólagjöf. Lýsingin er skýr, blátt áfram og málið á henni er gott og létt. Nokkrar myndir, eftir Tryggva Magnús- son, prýða bókina. Frágangur er hinn besti. Ásta litla lipurtá er framhald af sögunni „Kári litli i skólan- um“ og segir frá systir hans, JÓLABÓKIN Jor§alaför ferðaminningar prófessoranna Ásmundar Guðmundssonar og Magnúsar Jónssonar. 328 bls. 86 myndir og uppdrættir. ------- ER KOMIN IJT. - Bókaverslun Sigfií^ar Eymundssonar - B. S. E. Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. — Enskumælandi stúlkux. Tvær enskumælandi afgreiðslustúlkur vantar. Tilboð send- ist skriflega til C E N T R A L, Hafnarstræti 18. — Fyrirspurnum aðeins svarað bréflega. — EftirtektarverOasta bókin, sem út hefir komið árum saman. HITLER TALAK er komin út Þessi heimsfræga bók hefir hvaryetna selst bóka mest. Hér verða að eins fá eintök seld i bókaverslunum. Þau verða uppseld fyrir jól. Hvopt sem menn eru aðdáendur eða andstædingar Hitlers, þurfa þeir að lesa þessa bók. Bók Hitlers „M'ein Kampf“ er ekki til á íslensku, og liæpiS, að hún komi nokk- urn tíma út hér, a. m. k. ekki í sinni upprunalegu mynd. SíSan hún var rit- uð, eru liðin 15 ár, og mjög vafasamt, að hún gefi nú rétta hugmynd um • stefnu og fyrirætlanir þess manns, sem nú hefir mik- inn hluta Evrópu á valdi sinu. Bókin „Hitler talar“ er rituð af manni, sem frá upphafi var einn af mestu áhrifamönnum nazista- hreyfingarinnar og einn af nánustu trúnaðarmönnum Hitlers. Hann þekkir Hit- ler eins vel og nokkur maður hefir þekt hann. Hann lýsir honum í þess- ari bók, einkalífi lians, iskoðunum og fyrirætlun- ;um. Sú lýsing hefir ekki verið rengd, enda ber hún Sþað með sér, að hún er igerð af þeklting og eftir íbestii vitund.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.