Vísir - 27.12.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 27.12.1940, Blaðsíða 2
V 1 S I R VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTpÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugssón Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Féiagsprentsmiðjan h/f. Um jólin. J DAG fer fólk aftur til iðju sinnar eftir jólahvíldina. ÞaS liefir verið einmuna hlíða þessa daga, kyrt veður og hlýtt. Og það liafa heldur ekki ver- ið neinar æsandi stríðsfréttir til þess að koma róti á hug- ina. Jólahelgin á svo mikil í- tök í hugum þeirra þjóða, sem hú berjast Iiinni örlagaríkustu baráttir, að vopnaviðskifti falla niður eins og af sjálfu sér þessa daga. Menn hljóta að spyrja, hvernig á því standi, að þjóð- ir, sem kunna svo að meta frið- arboðskap jólanna, að þær hætta að berjast þessa daga, skuli hafa lagt út í þennan ægilega hildarleik. Því augljóst er, að ef þær myndu eftir frið- , arboðskapnum aðra daga árs- ins, þá yrði komist lijá öllum þessum ógnum. Ef til vill verð- ur mönnum enn ljósara, liví- lík ógæfa styrjöldin er, þegar það kemur svona áþreifanlega i ljós, að þeir aðiljar, sem bar- áttuna heyja, hera þrátt fyrir alt slíka virðingu fyrir hugsjón- um friðar og bræðralags. Það er ennþá hryllilegra að ganga út til víga, eftir að Iiafa um stund helgað liug sinn þeirri kenningu, að allir menn séu bræður. Jólin hjá okkur hafa verið friðsæl og hlý. Menn hafa hlýtt á g'uðsþjónustur og heimsótt ættingja og vini. IJér í Reykja- vík hefir talið þessa dagana horist mjög að liinum nýaf- stöðnu prestskosningum. Þess mun tæplega langt að híða, að vitneskja liggi fyrir um það, hvernig þeim málum verður skipað. í því efni verður ekki svo gert, að öllum líki, en hitt er annað mál, að menn hljóta að sætta sig við úrslit, ef rétt- látlega er á málum haldið. Á þessum lýðræðistimum virðist ekki annað koma til greina, en að lýðræðið fái að njóta sín, eftir því sem lcostur er á. Og það er óhætt að full- yrða, að menn vænta þess af veitingavaldinu, og þá ekki síst biskupi landsins, að lýð- ræðið fái fulla viðurkenningu, Kjósendurnir liafa jafnan rétt. En hvað yrði úr því jafnrétti, ef gengið væri fram hjá þeim mönnum, sem flest atkvæði hafa fengið? Þótt hver og einn hafi auð- vitað óskað þess, að frambjóð- andi hans yrði fyrir valinu, þá munu allir sanngjarnir menn viðui’kenna, að réttlátasta laiísnin er sú, að þeir um- sækjendur, sem mest fylgi hafa, verði skipaðir. Hér er um viðkvæm mál að ræða. Það vill jafnan verða svo, að nokkur hiti hleypur í kosningar. Að þessu sinni lief- ir ekkert það gerst, að ágrein- ingur geti ekki jafnast von bráðar, ef réttlátlega er á mál- um haldið. Hitinn hefir ekki verið meiri en það, að liann niundi fljótt sjatna, ef ekkert væri til að næra hann. Hins vegar er sú hætta, að menn ættu bágt með að una þvi, ef menn þættust órétti beittir. Hinn nýi biskup er áhuga- samur maður um málefni kirkjunnar. Honum lilýtur að vera það keppikefli umfram aðra menn, að ekki komi upp varanleg sundrung. Og hon- um er sjálfsagt óhætt að treysta því, að hjá slíkri sundrungu verður komist, ef ekki verður gengið á snið við vilja kjós- enda. Hann getur aldrei gert öllum til hæfis, en allir verða að sætta sig við að vilji flestra verði tekinn til greina. Um jólin hafa þessi mál mik- ið verið rædd, Menn treysta þvi, að þeim verði réttlátlega skipað. a. Flugíélagið hugleiðir kaup á nýrri flugvél ávo mikil eftirspum er nú orðin eftir flugferðum, að flugfélagið getur ekki annað eftirspurninni. Hefir félagið því að undanförnu verið að athuga kaup á nýrri flugvél, tveggja hreyfla. Vísir átti í morgun tal við Berg G. Gíslason, formann Flug- félagsins, og fékk hjá honum ýmsar upplýsingar um fyrir- ætlanir þæi’, sem félagið hefir á prjónunum. Ivvað Bergur félagið helst hafa hug á að afla sér tveggja Iireyfla De Havilland-flugvélar, sem getur flutt 7—8 farþega. Hvor hreyflanna er 200 liestafla TF—OR N er 225 ha. og TF- SGL 285 ha. — svo að liún get- ur flogið í 1000 m. hæð, þólt að eins annar hreyfillinn sé í gangi. De Havilland-flugfélagið er breskt, en hefir verksmiðjur bæðH Kanada og Ástralíu. Hafa flugvélar þess fengið góða reynslu bæði í samveldislönd- um Breta og annarsstaðar. Flugvél sú, sem hér um ræð- ir er útbúin fleiri tækjum, en þær sem nú eru i notkun hér og jrrði því hér um mikla framför að ræða. Er það gleðilegt, að Flugfélaginu skuli vera vaxinn svo fiskur um hrygg, að það geti fært út kvíarnar og aukið flugvélakost sinn. Jólakvöldvöku heldur Verslunarmannafél. Rvík- ur annað kvöld a'ð félagsheimili sínu. Jólatrésskemtanir félagsins verða 2., 3. og 4. janúar, og verð- ur byrjað að selja aðgöngumiða í dag. %i‘íiiR>|öb‘ii licrsir: Skipverjarnir sem meitld- ust eru á góðum batavegi. Nkipið er mjög litið ikemt. Ríkisstjórninni barst í morgun skeyti frá Pétri Benediktssyni, sendifulltrúa í London, um líðan skipver janna á Arinbirni hersi. Segir í skeytinu, að mönnum þeim, sem meiddust, er árásin var gerð á skipið, líði öllum vel og sé þeir allir á góðum batavegi, en tveir þeirra muni þó þurfa að dvel ja í s júkrahúsi um þriggja vikna tíma. Er búist við að hin- ir fari úr s júkrahúsinu bráðlega, en um það mun Pét- ur Benediktsson síma síðar í dag. Það er til athugunar að skipshöfnin fari strax um borð í skipið aftur. Það er mjög lítið skemt, en upplýsingar um skemd- irnar em ckki alveg öruggar ennþá. Árásin var gerð á skipið um sexleytið síðastliðinn sunnu- dagsmorgun, en skipið hafði lagt af stað frá Fleetwood á laugardagskvöld. Kómu fyrslu fregnir um árásina í skeyti frá Pétri Benediktssyni á mánu- dagskvöld. í skeyti því var skýrt svo frá, að skipverjar hefði farið í bát- ana og hefði siglt til hafnar í Skotlandi. Hefði fjórir skip- verja meiðst, þó ekki hættulega. Togarinn hefði siðan'verið dreg- inn til hafnar. Hinar mestu tröllasögur hafa gengið um bæinn undanfarna daga, í sambandi við árásina. Var ein sagan á þá leið, að eng- in árás hefði verið gerð á skipið og Kveldúlfur myndi nú vera búinn að tapa skipinu, það hefði verið tekið sem vogrek. Önnur saga var á þá leið, að h.v. „Snorra goða“ hefði verið sökt i loftárás. Enginn fótur er fyrir síðari sögunni, en um hina fyri’i má það segja, að islenskir sjómenn eru ekki vanir því að renna af hólmi að ástæðulausu og meiðsli skipverjanna fjögra segja og til um það, að um loft- árás hefir verið að ræða. Hefir hér verið sagður allur sannleikur um þetta mál og ætti menn að varast, að leggja trún- að á eða breiða út sagnir, sem ekki hefir fengist opinber stað- festing á. M.s. Súlan bjarg- aði 32 monnum. Viðvíkjandi fregn er Vísir birti s.I. sunnudag um björgun þá, er mótorskipið „Súlan“ (eign dánarbús Sig. Bjarnason- ar á Akureyri) framkvæmdi við Englandsstrendur rétt fyrir miðjan mánuðinn, hefir blað- inu borist nánari upplýsingar um þessa björgun. Það var þann 12. þ. m. er i Súlan var i 10 sjómílna fjar- lægð sunnan við eyna St. Kilda, að bresk flugvél flaug yfir Súl- una og skaut niður flugeldum. Sáu skipverjar þá livar rauðan blossa bar í stefnu á eyna og grunaði þegai’, að þar væri ekki alt með feldu. Breytti Súlan þá um stefnu og stefndi á logann. Ilafði skipið elcki siglt nema fáeinar mínútur, er það fann björgunarbát, sem í voru 11 menn. Samkv#m,t lilvísun bátsverja fann Súlan annan björgunarbát og í honum voru 26 menn. Mennimir voru af belgisku skipi, „Macedonniere“ að nafni og hafði verið skotið á það tundurskeyti skamt undan eynrii. Súlan fór með mennina til Fleetwood. Smámynt seldist fyrir 35 ps. kr. á 7 klst. Þörfin fyrir smámyntina var orðin mjög brýn fyrir jólin og hefir enda verið það í alt liaust. En á Þorláksmessu rættist loks úr þessinn sknrti. meíS þvj a'ð nokkur hluti smámyntarinnar kionisl þá í umferð. Var selt fyrir rúmlega 35 þúsund krón- ur af henni frá því á hádegi á Þorláksmessu og þar lil á há- degi daginn eftir (aðfangadag). Það er ekki nema srnæsta myntin, sem komin er til lands- ins: Koparmyntin, 10- og 25- eyringarnir. En það er von á 1 lcrónu og 2ja krónu peningun- um strax eftir nýárið. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Barnatími: ViÖ jólatréð (Sig. Thorlacius skólastj. o. fl.). 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Kristín Lafransdóttir", eftir Sig- rid Undset. 21.00 Erindi: Úr sögu tónlistarinnar, III: Forn-Grikkir og fyrri. hluti miðalda (með tóndæm- um) (Robert Abraham). V. K. R. Nýársdansleikur verður í IÖnó á gamlaárskvöld. ASgöngumiSar ver'Sa seldir á mánudag. Nánar aug- lýst á morgun. Bæjap fréttír Jólablað Vísis sem jafnframt var afmælisblað, hefir að þessu sinni hlotið meiri vinsældir en dæmi eru til áSur, þvi j>aÖ seldist upp á tveim dögum. Ibúar við Nýlendugötu sendu fyrir nokkuru bæjarráði erindi um aS borið yrði ofan í göt- una og henni lokað fyrir bifreiða- umferð. Málinu var vísað til bæjar- verkfræðings til athugunar og af- greiðslu að því er snertir ofaní- burð. Pylsuvagnarnir. Bæjarráð samþykti á síðasta fundi sínum, að pylsuvagnarnir yrði aÖ fara frá Útvegsbankanum. Jafn- framt var samþ.'aÖ ætla þeim fyrst um sinn stæði í Kolasundi, eftir nánari tilvisun bæjarverkfræðings. Bæjarráð hélt fund síðastl. föstudag, og var þar m. a. lagt fram bréf frá lögreglustjóra dags. 16. þ. m. Sam- jrykti bæjarráð að lýsa yfir J>ví, að það rill ckki lcyfa föst bifreiða- stæði í Pósthússtræti, milli Austur- strætis og Hafnarstrætis, en bend- ir á aS ætla megi lögreglubifreiS- unum staéði á ,,planinu“ norðan Hafnarstrætis 15. Félagsmálaráðuneytið tilkynti bæjarráði með bréfi dags. 12. þ. m., að hin nýja gjaldskrá Rafmagnsveitunnar hefði verið staSfest. Samþykt var á síðasta bæjarráÖsfundi, aS láta setja upp aðvörunarmerki fyrir bifreiðarstjóra á vegamótum SuSur- götu og Vonarstrætis. Akstur lögregluþjóna. Bæjarráð hefir samþykt aS verja alt að xooo kr. til aksturs á lög- regluþjónum bæjarins með strætis- vögnum 1940. Næturakstur. Aðalstöðin, Lækjartorgi, sími 1383, hefir opið í nótt. Hjónaefni. Á jóladag opinberuðu trúlofun sina ungfrú Ingibjörg Sigurbjörns- dóttir, Linnetsstig 13, Plafnarfirði, og Stefán Ottó Helgason, Lækjar- hvammi við Reýkjavík. Áramótadansleikur glímufélagsins Ármann verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu á gamlárskvöld kl. 10 síðd. Dansað í báðum sölunum. Aðgöngumiða fá félagsmenn fyrir sig og gesti sína í skrifstofu félagsins á hverju kvöldi milli 8—10 síðld., sími 3356. Aðeins fyrir íslendinga. Þjúðverjar verja 500 miljónum marka árlega til útbreiðslustarfs og njósna í ððrnm löndnm. Höfundar greinar þessarar eru, William J. Donovan ofursti í her Banda- ríkjanna, og Edgar Mowrer, þektur blaðamaður vestan hafs. Mowrer starfaði einu sinni i Þýskalandi, en var landrækur ger og fluttist þá ti) Frakklands. flonovan ofursti var fulltrúi BandaHkjahers í Frakk- landi í vetur og vor. — Þegar Frakkland féll, fóru þeir vestur um haf/ og Knox hermálaráðherra fól þeim að skrifa greinar um starf „5. herdeildarinnar" í Evrópu. Birtist hér ein þeirra. Þar sem telja verður að hin- ir stórfenglegu hernaðarsigrar Ilitlers komi að miklu leyti af beitingu „5. lierdeildarinnar“ í óvinalöndunum, hljóta að vakna með mönnum eftirfar- andi spurningar: Hvernig er þetta mögulegt? Hveynig er hægt að fá Þjóðverja i öðrum löndum til þess að fórna sér svo fyrir nasistana? Og — um- fram alt — hvernig er hægt að fá annara þjóða menn, sem eiga að búa við mildar og sið- aðar rikisstjórnir, til þess að vega að baki þjóð sinni í þágu Ilitlers? Þetta er alt mjög dul- arfult. Svarið er 500 miljónir marka sem árlega er varið til skipu- lagningar og útbreiðslustarf- semi í öðrum löndum. Stærð þessarar upphæðar er leynd- armálið. Nasi-Þýskaland er nefnilega samsæri. Það stefnir að heimsyfirráðum, og starfs- menn þess eru allir þeir Þjóð- verjar, heima og erlendis, sem fást til að vinna fyrir það. Fyrsta skrefið er að fá Þjóð- verja, sem búa í öðrum lönd- um, á sitt band. Síðan eru ó- vinir eða ætlaðir óvinir ofsótt- ir og komið fyrir kattarnef, og loks er gerð uppreist í landi því, sem Þýskaland ætlar að leggja undir sig. Slíkar upp- reistir voru raunveriflega gerð- ar í Austurriki, Tékkóslóvakíu og Hollandi. Það er engin hindrun, þó að Þjóðverjar í öðrum löndum hafi fengið þar borgararétt. Þýskaland keisaratímans leyfði, að Þjóðverjar fengi horgararéttindi í öðrum lönd- um, án þess að missa borgara- réttinn þýska. Weimar-lýð- veldið bréytti þvi elcki og nas- istar hafa notað sér það til að smíða sína „Troju-hesta“. Þjóðverjar, sem fengu borg- araréttindi í öðrn landi fyrir 50 árum, eru enn þýskir ríkis- horgarar og þeir eru óspart látnir vita það. Þótt aðallega sé reynt að fá norræna menn í lið með nasistum, eru annara kynflokka menn einnig vel- komnir. Miðdepillinn er nasista- flokkurinn, verkfærið Die Aus- lands-Organisation lians. í þeirri deild hans eru nú 4 mil- jónir Þjóðverja. Sex liundruð félög eru í 45 landadeildum (Landesgruppen). Miðstöðin er Stuttgart, en öllum deildunum er stjórnað af einum manni í Berlín, Ernst Wilhelm Bohle, Gauleiter, sem hefir um 800 aðstoðarmenn. Að nafninu til er liann fulltrúi í utanrikisriáðuneytinu. Þar sem deildirnar þora ekki að sýna réttan lit, ganga þær undir ýmsum nöfnum, eins og t .d. Járnvarðliðið í Rúmeníu, „Sannir samveldismenn“ i Sviss og „Amerikadeutsclier Volksbund“ í Bandaríkjunum. En markið er altaf það sama, að ná völdunum fyrir Hitler. Skipulagning er líka altaf sú sama: Stofnun stormsveita, æskulýðsfylkinga og göngufé- laga, hátiðahöld vegna nasista- lietja og afmælisdags Ilitlers. Á friðartímum gera þær skrár yfir fjandmenn sína, sem á að útmá, þegar tíminn kemur. En utanríkisdeild nasista- flokksins er ekki eini aðilinn, sem starfar fyrir IJitler í öðr- um löndum. Þeir eru átta alls. IJinir eru Gestapo, úllireiðslu- málaráðuneyti dr. Göbbels, verkalýðsfyllcingin, njósna- deildir hersins, flotans og loft- hersins og loks utanríkismála- ráðuneytið, sem hefir sendi- sveitir og ræðismenn um allar jarðir. Ulanríkisstarfsemi þessara átta aðila kostar samtals 500 miljónir marka. Það er mikil fúlga, en Hitler hefir sagt, að starfseminni skuli lialdið á- fram af fullum krafti, enda þótt hann yrði þá að kalla 50 —60 þúsund færri menn til vopna. En þar sem þessi starf- semi getur þakkað sér að miklu leyti hversu Hitler sigr- aði víða auðveldlega, þykir varla of miklu til liennar varið. Menn geta gert sér grein fyr- ir hvað öllum þeim mönnum, sem laun hljóta frá Þýska- landi, sé ællað að gera. Þeir eiga að gæta að öllu, sem að gagni má koma fyrir Þýska- land. Silt af hverju, sem spæj- ararnir komast að, þykir kannske einskis virði, þegar það er athugað út af fyrir sig. En þegar safnað er saman ár- angrinum af starfi margra þeirra, fást heilsteyptar mynd- ir, sem marga ályktun má drága af, og þá verður margt ljósara, sem áður var óskýrt og virtist vera alveg út i blá- inn. Við höldum þvi ekki fram, að þetta sé tæmandi skýrsla. Vel má vera, að til séu ein- hverjar leynistofnanir, sem menn vita ekki um. En það, sem hér hefir verið sagt, gef- ur mönnUm nokkra hugmynd um það, hvers vegna Hitier hefir tekist svo vel að „beisla“ þá Þjóðverja, sem búsettir eru erlendis. Það hefir tekist, af því að það er ekki unnið að þvi hangandi hendi og fé ekki skorið við nögl i því skyni. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.