Alþýðublaðið - 12.05.1920, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 12.05.1920, Qupperneq 2
s Rajveitnmál^kareyrar. Mikill áhugi er vaknaður meðal Akureyringa á því, að koma á hjá sér rafveitu hið bráðasta. Hafa margar greinar birtst um það mál í norðanblöðunum undanfarið, og er það, sem hér fer á eftir, tekið úr grein, er birtist í 14. tbl. „ís- lendings". Er ekki ófróðlegt að sjá hvað sumir æðstu starfsmenn landsins kafast að, auk starfa sinna í þágu landsins: »Reykvíkingarnir og rafveitumálið. Út af áætlunum þeirra Jóns Þor- iákssonar og Guðm. Hlíðdals hefi eg símað til útlanda, til firma þar, sem býr til túrbínur og rafmagns- vélar, og hefi beðið um tilboð á túrbínum, dýnamóum og spennu- breyturum, sömu tegundar og gert er ráð fyrir að hér v«rði notað. Gerði eg þetta í þeim tilgangi, að sjá hvað þetta kostaði nú, og bera það svo saman við áætlanirnar. Svarið er nú komið og hljóðar svo: „Snúið yður til Smiths verk- fræðings í Reykjavfk, viðvíkjandi rafveitufyrirtækinu.* Geta menn hér at séð, að R&ykvíkingar eru búnir að undirbúa sig með inn- kaup á tækjum til rafveitu okkar, búnir að senda út teikningar og búnir að búa sig undir að alt gangi í gegn um þeirra greipar, og vísar útlenda firmað til þeirra, þótt aðrir geri fyrirspurnir. í sambandi við þetta vil eg líka geta þess, að eg ætlaði mér að komast í ' samband við firma í Kristjaníu, sem vorzlar með ýms rafmagnstæki og bað þá um verð- skrár. Eg fékk svar þeirra, sem hljóðar svo: „I Anledning af Telegram idag tillader vi os höfligst at henvise Dem til Islands Telegrafvæsen, Herr Telegrafbestyrer Forberg, Reykjavik, der vil meddele Dem alle Oplysninger.*1) Sýnir þetta, eins og hið fyrra, hvernig Reykvíkingarnir, embættis- menn landsins, eru búnir að und- irbúa alt. Rögnvaldur Snorrason «. 1) Á íslenzku: „Útaf símskeyti í dag leyfum vér oss virðingarfylst að visa yður til simastjórnar ts- lands, herra landssímastjóra For- bergs, Rvik, er mua láta yður allar upplýsingar í té*. R, S; ALÞY ÐUBLAÐIÐ Overðskulial loj. Vart kemur sú bók á markað- inn hér, að ekki sé borið lof á hana, jafnvel þó hvorki innihald eða ytri frágangur sé svo, að lofs- vert sé. Stafar þetta eflaust af þvf, að þeir, sem um bækur skrifa — eink- um í Morgunblaðið — hafa hvorki vit eða vilja til þess að skrifa sannleikann um innihald eða ytra útlit bókanna. * Þessi setning er alkunn í enda ritdóma: »Allur ytri frágangur bókarinnar er hinn bezti.c Það, sem kom mér til að rita þessar Iínur, eru ummæli um jólabók, er Steindór Gunnarsson gaf út um jólin, og er sú þriðja í röðinni. Frágangur þessarar bók- ar þykir mér ekki -nein veruleg fyrirmynd að ytra útliti. Prentunin er að vfsu ekki eins loðin og maður oft á að venjast, en smekk- urinn á fyrirsögnum bókarinnar er engin fyrirmynd. Þessi ramma- samsetning um fyrirsagnirnar er ósmekkleg og klúr, og alls ekki löguð til þess að bæta fegurðar- smekk manns. Það kemur fram í þessari bók, eins og flestum öðrum bókum hér heima, hve nauðafáum leturteg- undum er úr að velja, og hve ósamstæðar þær eru. Það er, í þeim prentsmiðjum, sem eru til hér, varla hægt að setja bók svo samræmi sé milli fyrirsagna og meginmálsleturs. Og titill flestra bóka er úr mörgum ósamstæðum leturtegundum. Þetta kemur af því, að prent- smiðjurnar eru samsteipur úr mörgum prentsmiðjum og með ósamstæðum letrum og gömlum. Þá er prentun bóka yfirleitt engin fyrirmynd. Ýmist klessir svertan, sem bókin er prentuð með, eða þrýstingurinn er svo mikill, að lesa má letrið öfugt á bakhlið blaðsins. Þetta geta menn sannfærst um, með því að athuga auðar síður í bókum. Orsökin til þessa er ýmist tímaleýsi prentar- áns eða vélin. Prentiðn er eins farið og öðrum iðhgreinum, að menn verða að krefjast þess, áð verkið sé sóma- samlega af hendi leyst. Það hefir líka sfna þýðingu fýrir þjóðina út Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað aða í Gutenberg í síðasta lagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. á við. Almenningur kerinir verka- manninum þetta oft og tíðum, nema þeir fáu, sem einhverja þekkingu hafa. Það er ekki þýðingarlaust fýrir útgefandann, að efni og ytri frá- gangur bókarinnar fari saman. Ósamræmi og smekkleysi í frá- ganginum spillir hæglega markað- inum, og menn vilja oft ekki eiga bók, sem Iftur illa út, jafnvel þó- efnið sé ágætt. Þessu má kippa í lag mefr meiri verklegri þekkingu prentara og að útgefandi leggi áherzlu á vöndun verksins. Með þeirri kröfu útgefanda mundu prentsmiðjueig- endur máske taka til þess, að koma meiru samræmi í leturteg- undir sínar og bæta þær, sem og að gefa verkamönnunum nauðsyn- legan tíma til vinnunnar. Rithöfundar eiga líka rétt á umbótum á þessu sviði, þar sem þeir gera ritstörf að brauði síau, og eiga því haargir hverjir mikið undir ytra útliti bókarinnar komið. Þór, AÖ iiorðan. Dagnr. Eíns og áður hefir verið getið hér f blaðinu, er „Dagur* byrjaður að koma út aftur á Akureyri, helmingi stærri en áður. Er Jónas Þorbergsson, gagnfræð- ingur, ritstjóri hans. Koma nú fjögur blöð út á Akureyri. Fjárskaðar. Um páskana voru stórhríðar miklar norðanlands. Er talið að um 200 fjár alls hafi far- ist á ýmsum bæjum á Hólsfjöllum. Sátstapar. Aðfaranótt þriðja f páskum sukku 2 vélbátar á Ólafs- firði: Tjónið er metið um 36 þús. krónur. (Dagur.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.