Vísir - 28.12.1940, Side 3

Vísir - 28.12.1940, Side 3
VÍSIR »Dúdúismicc Það er almenn og réttlát krafa, að þeir seni kveða upp dóma, hafi öðrum fremur til að bera skynsemi, réttlætislcend og þekkingu á þeim inálum sem þeim er ætlað að dæma um. Þeir mega ekki þjóna lund sinni — né annara. Þegar um listir t. d. Ieiklist er að ræða, verður að krefjast listasmekks að auki. Sé dómarinn, sneiddur þessum hæfileikum, er ekki lengur um listdóm að ræða, heldur um persónulega skoðun — og þó ekki altaf það —- sem er töluvert annað. Blöðin hafa miklar skyldur, bæði gagnvart þeim, sem dóma þeirra hljóta og eins gagnvart lesendum sínum, sem eiga heimtingu á, að satt og sam- viskulega sé skýrt frá atburð- um. Þessar skyldur hefir Morg- unblaðið vanrækt — bæði gagn- vart Leikfélagi Reykjavíkur og lesendum. Blaðið hefir látið sér sæma, um langt skeið, að láta mann — V. St. — dæma um sýningar félagsins, án þess að að hafa þá hæfileika sem krefj- ast verður af dómara. Hvort þessi skrif eru persónuleg skoð- un V. St. skal eg láta ósagt, þó efast eg um það, en ýmislegt er i þeim sem, bendir í aðra átt og skal eg síðar koma að því. Það er máske ekki liægt að ætlast til þess af ritstjórn Morgunblaðs- ins að hún beri skyn á listir, en það er hægt að krefjast þess, að' svonefndir „listdómar“, sem í blaðinu birtast, séu sjálfum sér samkvæmir. „Dómar“ sem bygðir eru á mótsögnum og ó- rökstuddum fullyrðingum eru ekki dómar, heldur „dúdúismi“, eða vitleysa. Hér fara á eftir dæmi um það, sem eg.liefi leyft mér að kalla ,,dúdúisma“.*) V. St. segir í skrifi sínu um „Loginn helgi“ meðal annars: „En það er ekki nóg að velja góð leikrit til sýninga, ef sýn- ingar þeirra eru ekki þannig af hendi leystar, að leikritin njóti sín. Og væri eg spurður að því, hvort svo hefði reynst í þetta sinn, mundi eg eiga erfitt með að svara þeirri spurningu af- dráttarlaust." Jæja, læt eg það vera, því fyrst er spurningunni svarað á einn hátt og síðan á annan. 1 fyrsta lagi: „Stjórn- anda sýningarinnar I. Waage hefir tekist að setja á hana heildarsvip, sem helst frá upp- hafi til enda.“ „Og leikur I. Waage var í fullu samræmi við þann heildarsvip“. Og ennfrem- ur „eg geri ráð fyrir, að þar sem meiri kröfur eru gerðar til leik- listar en hér, mundi leikur hans vera talinn góður — “. Af þessu hlýtur að leiða, að leikur allra hinna hafi einnig verið talinn góður — í samræmi við heild- arsvipinn. En síðar í greininni kveður við í öðrum tón. „Meðan leikendurnir olnboga sig ekki *) Hér er ekki ált við Dada- isma. venjulega traustum böndum og að ástúðin og samúðin frá beggja hálfu liafi verið mjög innileg. — Frú Sigríður Hjaltadóttir er nú orðin háöldruð kona og þrot- in að heilsu, hefir ekki fótavist. Hún hefir áður mist uppkomna dóttur og nú vegur dauðinn enn i hinn sama knérunn. Má nærri geta, að harmur liinnar aldurhnignu og sjúku móður muni þungur og sár. En sú er bót í böli, að „elskan eilífa, sem alheim faðmar“ leggur ávalt líkn með þraut. P. S. út úr þessu „lestrarlagi“, þá er , liver setning þeirra eins og í • spennitreyju. Sá eldur, jiað innra tilfinningalíf, sem höf- undurinn ætlar leikendunum að gefa orðum og hugmyndum, nær ekki út úr þessu gerfi, nær ekki til áhorfendanna“. Eigi undangengnar línur að vera lýsing á góðum Ieik, þá liugsa eg að „listdómari“ Morg- unljlaðsins sé einn um liana, en séu þær lýsing á slæmum leik þá á eg bágt með að skilja fyrri. lýsinguna. Eg verð að segja það hreinskilnislega, að þegar eg liafði lesið umræddan „listdóm" datt mér í liug setning úr góðri bók: „Her gælder nok ikke agronomernes ord, jo mere en roder des bedre det lugter.“ Dómnum um „öldur“ lýkur með þe-ssum gullkornum: „Bæði höfundur og leikstjóri hljóta að sjá, að það er ekki heiglum lient að túlka ást og næmar tilfinn- ingar á leilcsviði íklæddur sjó- galla og háum gúmmírosabull- um“. Að loknum lestri þessara lína mun margur maðurinn liafa dáðst að Y. St„ því það er sannarlega ekki lieiglum hent, að setja nafnið sitt undir slíka speki. Uisen er horfinn liéðan, það er of seint fyrir hann að læra. En menn eins og Nordahl Grieg og Eugené O’Neill munu von- andi ekki glæpast á því framar, að láta sjómenn sem ætla á sjó- inn í ofsaveðri, túlka tilfinning- ar sínar í sjógalla: Eg veit hvað eg geri, ef þeir verða á vegi mín- um, eg skelli þeim í náttföt — helst í silki-náttföt. Það veit eg’ að verður álitið frumlegt hjá mér, því eg verð einn um það. Ef þessar vitleysur V. St. ættu rót sina að rekja til þess að liann hefði ekki enn etið af Skilnings- trénu, mundi eg liafa labbað mig niður á Morgunblað og rætt við ritstj. um þessi mál. En af því að mér segir svo hugur, að sak- leysi V. St. sé ekki einu um að kenna, hefi eg kosið að fara aðra leið. 1926 var eg formaður L. R. og leikstjóri þess; þann vetur kvað við í Morgunblaðinu um Leik- félagssón, sem blaðið ætlaði augsýnilega að tileinka mér. „Sónn“ þessi átti að vera alþekt- ur og gamall. Blaðið liafði aldrei minst á hann fyr. Ekki var heldur tekið fram að tæplega Iiefði þessi „sónn“ orðið til fyrir mín áhrif — eg var nýkominn heim frá Þýskalandi, ósennilegt að eg hefði flutt hann með mér þaðan — auk þess lítið sem ekk- ert unnið lijá L. R. og svo átti „sónninn“ að vera gamall. Það var dálitið einkennilegt, að blað- ið skyldi aldrei minnast á þenn- an „són“ fyr en eg tek við for- mensku félagsins. Þar liöfðu dómarar blaðsins vanrækt skyldu sína sem oftar. 1940 er eg kosinn formaður félagsins í annað sinn. í fyrsta „leikdóm“ sem V. St. skrifar eftir það er „sónninn“ genginn aftur og þar kallaður „lestrarlag", í þeim þar næsta er minst á „æðar- varpsúið“ og í þeim tilvonandi verður það sennilega kallað „dúdúkvak“. „Sé þetta nógu' oft endurtekið, fer fólk að trúa því“. Er það ekki meiningin, herra „listdómari“ ? 114 ár hefir blaðið ekki minst á „sóninn“ og hafði eg þó verið leikstjóri félagsins öll þessi ár, ásamt öðrum. Það virðist eins og þessi „sónn“ fýlgi formann- inum I. Waage, en ekki leik- stjóranum. Hvers vegna það, lieiTa V. St. ? Eg veit mæta vel ástæðuna, en mér þætti gaman að vita hvort þér hefðuð þrek til að segja lesendum yðar hina sönnu ástæðu. Um drenglyndi ætla eg ekki að tala í þessu sam- bandi. Þér skuluð ekki láta yður detta í hug, herra ritstjóri, að j>ó að yður langi máske til að klekkja á mér — að þvi verði telcið með þegjandi þögninni, sem þér hreytið i L. R. og leik- endur þess, til þess að þjóná lund yðar — eða hverju sem, þér þjónið. Eg man ekki betur en að Kristmann Guðmundsson liafi nýlega hirt yður fyrir óráð- vendni yðar og fleiri munu koma á eftir. Eg mun að minsta kosti vera á verði fyrir því, að ekki verði veist að félaginu á ódrengilegan hátt, meðan eg á að lieita formaður þess. Fyrir nokkrum árum kvart- aði stjórn L. R. yfir þvi við ann- an ritstjóra Morgunblaðsins, að maður sá er þá skrifaði „dóma“ fyrir blaðið, hefði ekkert til að bera sem réttlætti það, að hon- um væri falið það starf. Valtýr K. F. U. M. Stefánsson féllst á það, en kvaðst ekki vita um neinn sem væi’i til þess hæfur, sjálfur kvaðst hann ekki hafa vit á leik- list — eg er því alveg sammála — en, herra ritstjóri, hvers vegna eruð þér þá að skrifa? I. Waage. Ritstjóri Vísis, hr. Kristján Guðlaugsson, hefir sýnt mér þá kurteisi, að gefa mér kost á að lesa ofanritaða grein hr. I. Waage, svo eg gæti svarað henni, ef eg teldi hana þess verða. Um þann liluta greinarinnar, sem fjallar um dóma mína á frammistöðu hr. I. Waage og annara leikenda Leikfélagsins, er engin ástæða til að fjölyrða frekar, meðan hr. Waage tekst ekki að hrekja eitt einasta at- riði umrnæla minna. En persónulegum dylgjum og skætingi hr. I. Waage svara eg engu orði, fyrri en hann sýnir sig mann til þess að segja af- dráttarlaust hvað það er, sem liann meinar. Valtýr Stefánsson. Á morgun: Kl. 10 f. li. Samkoma. — 1 % e. li. Y. D. og V. D. — 51/2 e. li. Unglingadeildin. — Sy2 e. li. Samkoma. — R. B. Prip talar. Allir velkomnir. ISik) til leign á Týsgötu 1, hentug fyrir veitingar eða matsölu. Sími 2335. —- Einar Eiyjólfsson. 4 lampa Telefunken model 1939 er til sölu nú þeg- ar. — Uppl. í sima 5583. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarmálaflutningsmaÍSur. Skrifstofutími 10—12 og 1—6 Hverfisgata 12 — Sími 3400 . Tilkynning. Hér með er vakin athygli á þvl, að þeir, sem enn liafa ekki greitt tekju- og eignarskatt sinn og lffeyrissjóösgjald, verða að greiða gjöld þessi i sídasta lagi þriðjudaginn 31, þ. m., ef að þau eiga að verða dregin frá skattskyldum tekj- um þeirra, þegar gjöld þessi verða ákveðin á næsta ári. Tollstjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5, opin kL 10—12 og 1—4, á laugardögum 10—12. Flntnin^nr i il I§landi. Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstak- lega hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusend- ingar er að ræða. Tilkypningar um vörur sendist Culliford & Clark Ltd. Lord Street, Fleetwood, eða , OeiP H, Zoéga Símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. Tilkynningr frá loftvarnanefnd. Loftvarnanefnd Reykjavikur hefir, vegna framkominna tilmæla frá stjórn breska setuliðsins, ákveðið að merki um yfirvof- andi loftárásarhættu skuli framvegis standa yfir í aðeins 3 mínútur. Rafflauturnar munu þvinæst þagna þar til merki um að hætta sé liðin hjá verður gefið. Loftvarnanefiid. Sendisveinar geta fengiö atvinnu. MJÓLKURSAMSALAN. Stjörnuljós Útiblys — Kínverjar — Ljós, mislit, — Spil — KertL — K. Einarsson & Björnsson , Bankastræti 11. Mánudaginn 30, des. og þridjud. 31* des. verdur ekki gegnt afgreiðslustörfiim í sparisjódsdeild bank- • ans. — Landsbanki íslands. Húseignin nr. 10 við Smáragötu, eign dánarbús dr. phil. Bened. S. Þórar- inssonar, er til sölu. Upplýsingar gefur Fa«§iteig:na- og Yerðbréfa§alan (LÁRUS JÖHANNESSON, hrm.) Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294. iil sjersiokum nMw er hraðfrystihús í einni aðal veiðistöð landsins til sölu. Upplýsingar gefur LÁRUS JÓHANNESSON, hæstaréttarmálaflutningsmaður, Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294. Hér með tilkynnist, að faðir minn, Gudmundur Sveinsson, andaðist að heimili sínu, Frakkastíg 11, að morgni þess 28. þ. m. Fyrir hönd móður minnar og annara aðstandenda. Sveinn Ó. Guðmundsson. Jarðarför ekkjunnar Margrétar Þórarinsdóttur, fer fram frá lieimili hennar, Vallarhúsum á Miðnesi, mánu- daginn 30. þ. mán. og hefst með húskveðju kl. 12 á liádegi. Jarðað verður að Útskáluni. Þórður Bjarnason.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.