Vísir - 28.12.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 28.12.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 28. desember 1940. 301. tbl. ftalska setu-MÍlCÍl ítÖlSÍí loft liðiö i Bardia! að verða skotfæra- laust? London í morgun. Menn búast nú við, að þess verði skamt að bíða, áð Bretar taki Bardia. Setuliðið þar, sem er talið upp undir 20.000 menn, hefir ekki fengið neinar, nýjar birgðir af skotfærum eða vist- um, og ætla menn, að nú sé far- ið að ganga á birgðirnar. Þá hafa borist fregnir um, að mikill f jöldi ítalskra hermanna vinni að því að koma upp nýj- um víggirðingum fyrir austan Tobrouk, sem Italir ætla að reyna að verja meðan auðið er. Senda Frakkar flota sinn til Norður-Af rí ku ? London i morgun. Fregnir hafa borist um, að kröfur Þjóðverja á hendur Frökkum varði meðal annars franska herskipaflotann, — Þjóðverjar vilji fá frönsku her- skipin til notkunar í Miðjarðar- hafsstyrjöldinni gegn Bretum. Petain marskálkur hefir altaf' unnið gegn kröfum í þessa átt, — enn sem komið er með góð- um árangri, að því er talið er. Flogið hefir fyrir, að Frakkar ætli að hafa vaðið fyrir neðan sig, ef Þjóðverjar herða enn kröfur sínar, og senda herskip- in, sem, þeir eiga eftir, til Algier "og Marokko, og víst er, að margt franskra sjóliða er von þangað, og er látið líta svo út, sem þeir fari þangað i langt leyfi — alt að því til heils árs, ef svo ber undir. Darlan, flotaforingi og flota- ráðherra Frakklands,hefir verið i Paris og rætt við dr. Abetz, að því er menn ætla um franska flotann, en ekkert hefir verið opinberlega tilkynt um þær við- ræður Darlans við Petain og fIeiri ráðherra, ef tir komuna til Vichy frá París. I samhandi við þessi mál vek- ur allmikla athygli, að hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi (Vichy), Leahy að- míráll, er bráðlega væntanlegur þangað ,og búast margir við, að Petain muni reyna að draga all- ar samkomulagsumleitanir á langinn, þar til hann er kominn til Vichy, þar sem Leahy flytur boðskap frá Boosevelt forseta. Lehay aðmíráll ferðast yfir Atlantshaf i herskipinu Tusca- loosa, sem forsetinn iðulega notar til langferðalaga. 4000 smálesta skipi sökt. London í morgun. Breska flugmálaráðguneytið tilkyrínir, að Skuaflugvélar hafi gert árásir á höfnina í Hauga- sundi. M. a. var varpað sprengj- um á 4000 smálesta þýskt flutn- ingaskip, sem lá þar við hafnar- garð, og kviknaði í því. ajp&s a Grikkir í þann v<ej inn að taka Tepelini EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samkvæmt skeytum frá Aþenuborg gerðu Italir mikla lof tárás á Preveza í gærkveldi. Er þetta sú hafn- arborg Grikklands, sem næst er landamærum Albaníu. Mikið af skipum var í höfninni, er árásin var gerð, og er talið að varpað hafi verið um 2Ö0 sprengjum á höfn- ina. 1 grískum tilkynningum segir, að árásin hafi mis- hepnast og tjón orðið sáralitið. Talsmaður grísku herstjórnarinnar sagði í gærkveldi, að miklir bardagar hefði átt sér stað við Drina-fljót i gær. Þrátt fyrir mikið fannfergi hafa Grikkir hertekið nýjar stöðvar í Sukagora-f jöllum. Grikkir hafa nú kom- ið fyrir fállbyssum í þessum fyrrverandi herstöðvum Itala og geta skotið á þjóðbrautirnar, sem liggja suður til Tepelina um Voyas-dalinn. Fallbyssur sínar fluttu Grikkir á sleðum og notuðu múlasna til þess að draga þá. I tilkynningu herstjórnarinnar segir, að hernaðaraðgerðir gangi mjög að óskum, og hafi Grikkir tekið um 200 fanga í gær. Grikkir tóku og mikið herfang, m. a. nokkurar stórar fallbyssur, vélbyssur o. s. frv. 70,000 þýskir her- menn fluttir frá Le Havre vegna loft- árása. London i morgun. Breskar sprengjuflugvélar gerðu árás í nótt sem leið á Lorient við Biskayaflóa, en þar hafa Þjóðverjar kafbátahöfn. Skemdir urðu á hafnarmann- virkjum og skipum. Árás var einnig gerð á Lorient áður en skyggja tók. Þá voru gerðar á- rásir á Bordeaux og Lé Havre, sem hefir orðið fyrir mörgum hörðum árásum í seinni tíð. Var þess nýlega getið i frönsku blaði, að Þjóðverjar hefði flutt þaðan 70.000 manna setulið vegna loftárásanna, en frásögn. in vakti reiði þýskra yfirvalda og var blaðið gert upptækt. — Nánari fregnir af loftárásunum eru væntanlegar i dag. Kínverski faer- iiin á f jorðu íiiiljjóii. London í morgun. Það var tilkynt í Chungking í gær, að Kínverjar hefði nú 3 miljónir manna undir vopnum, en það er enn verið að auka kínverska herinn, sem er sagð- ur betur æfður og skipulagður en nokkuru sinni fyri*, og betur búinn að vopnum. Þrátt fyrir hafnbann Japana hefir Kínverj- um auðnast að búa her sinn að nýtísku hergögnum og ein milj. lqnverskra hermanna hafa vél- -knúin hernaðartæki. Megnið af hergögnum erlendis frá fá Kín- verjar frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Hergögnin frá Bandaríkjunum eru send sjó- leiðis til Burma og frá höfnum, þar eftir Burmabrautinni. En Kínverjar framleiða orðið mik- ið af allskonar hergögnum sjálfir og flúttu þéir hergagna- framleiðsluna inn í landið, er Japanir lögðu undir sig aðal- iðnaðarborgirnar, og er nú ris- inn upp mikill iðnaður í Chung- king og víðar. Wang Ching-Wai, sem mynd- aði stjórn í Nanking, að tilhlut- an og með stuðningi Japana, hefir og allmikinn her, en hann reynist ótryggur, og hafa marg- ar hersveitir hans að undan- förnu gengið i lið með Chiang Kai-shek. r a London í morgun. Þýskt herskip gerði árás á Nauru-eyju í Suður-Kyrrahafi í gærmorgun. Á eyju þessari fer bresk umboðsstjórn með völd. Barst skeyti i gær frá Mensies, forsætisráðherra jAstralíu, um árásina, og segir i skeytinu, að eignatjón hafi orðið nokurt, en manntjón ekki. Það, sem mesta athygli vek- ur, er að hið þýska herskip var dulbúið sem japanskt kaupfar. hafði það japanskt nafn og jap- anskt flagg uppi. Hafa komið fram tilgátur um það i Bret- landi og Ástralíu, að tilætlun Þjóðverja hafi verið að láta líta svo út, sem Japanir liefði gert árás á eyjuna, en afleiðingin hefði getað orðið sú, að til styrj- aldar hefði komið milli Bret- Iands og Japan, en það aftur haft þau áhrif, að Bretar hefði orðið að flytja aukinn herafla til Asíu og aðstaða þeirra til varnar í Evrópu veikst. Frá Nauru til Sidney í Ást- ralíu er 5 daga sighng. Bresk og áströlsk herskip leita að þýska herskipinu. Siri liltíríi á loÉn I liliUi London í morgun. Hlé það, sem varð á lofstyrj- öldinni jóladagana, er nú á enda og voru gerðar lof tárásir á Bret- land í gærkveldi og s.l. nótt. Á- rásimar voru hinar fyrstu sið- an snemma morguns á að- fangadag. Laust fyrir miðnætti var búið að gefa merki um að hættan væri liðin hjá. Loftárásin á London var hin liarðasta frá 8. desember. Varp- að var íkveikjusprengjum og sprengikúlum á stórt svæði. — Loftvarnabyssur voru hvar- vetna i notkun og breskar or- ustuflugvélair lögðu til atlögu við sprengjuflugvélarnar. Leiðrétting. Þ. 18. nóv. var birt í blaÖinu áheit á Strandarkirkju 5 kr. frá G. G., en átti að vera frá G. S. Darlan í mikilvægum erindum í Paris. Einkaskeyti frá U. P. London í morgun. Fréttaritari U. P. í Vichy sím- aði í nótt sem leið, að nú standi yfir afar mikilvægir samning- ar milli stjórnarinriar í Vichy og Þjóðverja. Er búist við stór- tíðindum í þessu sambandi þá og þegar. Talið er að samningar þessir varði mjög innanríkismál Frakka og sambúð þeirra við öxulrikin. Darlan er i Paris og hefir för hans vakið mikla eft- irtekt. Menn fóru ekki að veita er- indi hans^ sérstaklega mikla at- hygli fyrri en hann lagði marg- ar spurningar fyrir Þjóðverja, og ætla þeir að gefa svar sitt i einu lagi. Jafnskjótt og það hggur fyrir, er gert ráð fyrir, að Vichystjórnin muni gefa 'út mikilvæga yfirlýsingu. Samningarnir um kaupgjaldið. Hin ýmsu félög, atvinnurek- enda og verkamanna hafa að undanförnu rætt um- nýja kaupsamninga, en f agfélögin hafa mörg sagt upp núgildandi samningum frá næstu áramót- um að telja. Togaraeigendur hafa sent sín mál til sáttasemjara og óskað þess við hann, að hann reyndi að leysa þau. Dagsbrún hefir tilkynt Vinnu- veitendafélaginu, að ef ekki hafi náðst samkomulag fyrir áramót muni hefjast verkfall. Stjórn Alþýðusambandsins átti í gær tal við stjóm Vinnuveit- endafélagsins, og þar gerðist ekkert markvert. í morgun hafði ekkert nýtt gerst, en útlit um samkomulag er slæmt. Umræður hafa einnig farið fram milli prentara og prent- smiðjueigenda. Þeir hafa heldur ekki komist að neinu samkomu- lagi enn þá. Til þess að karlmennirnir, sem starfa við strætisvagna í Lon- don, geti farið í herinn, er farið að ráða stúlkur til að selja far- miða og jafnvel til að stjórna „bússunum". Að sögn hefir þetta orðið mjög vinsælt meðal karlmanna, svo að þeir, sem aldrei komu áður upp í strætisvagn aka nú með þeim oft á dag. Það er a. m. k. auðséð á hermanninum á myndinni, að honum lýst hið besta á þetta nýmæli. Oss sýnist þó hinn borðalagði maður- inn vera dálítið fúll j'fir sókn hermannsins. Sjómenn varaðir við rek- duflum með ströndum fram Duíl rekur í Barðastrandarsýslu. T esin var upp í útvarpið í gær tilkynning frá Vita- t' málastjóra, þar sem þeim tilmælmn bresku setu- liðsstjórnarinnar er beint til sjómanna, að þeir tilkynni þegar í stað til breska foringjans í loftskeytastöðinni i Reykjavík, ef þeir vefða varir við tundurdufl á reki við strendur landsins. Lögð var áhersla á það i til- kynningunni," að sjómenn lcti strax vita, þegar þeir sæi rek- dufl. Eiga þeir að nota talstöðv- | ar skipanna til þess og upplýs- ingar þær, sem gefa átti, voru hvar duflið hefði sést, hvenær það hefði sést og svo aðrar upp. lýsingar, sem að gagni mætti koma. Þá er þeim og leyfilegt, er koma auga á slík dufl, að að- \ara önnur skip með því að láta þau vita að fiskveiðar sé hættu- legar á svæði því, sem duflið sást á. Dufl rekur á Barðaströnd. I útvarpið í gær var og lesin tilkynning frá Jóhanni Skapta- syni, sýslumanni í Barðastrand- arsýslu, þar sem,hann bannar umferð á vissu svæði á strönd- inni vegna hættu af tundurdufli, sem hafði rekið þar á Iand. Dufl þetta hafði rekið á land milli Naustbrekku og Keflavik- ur i Bauðasandshreppi. Voru menn ámintir um að forðast duflið, þar til það hefði verið gert óskaðlegt. Er þetta annað tundurduflið, sem rekur á land á skömmum tíma. Hitt rak í Breiðavík Austurlandi. ia Esju þremenningarnir látnir lausir. Sú fregn barst hingað fyrir jólin, að sjómennirnir tveir, er teknir voru úr Esju og fluttir til Englands, er hún kom úr Petsamo-f örinni, haf i verið látn- ir lausir. Var þá lokið rannsókninni á högum þeirra og var búist við að þeir tæki sér far heim bráð- lega. Síðan hafa borist fregnir af Bjarna lækni Jónssyni, sem var þriðji Esju-farþeginn, er send- ur var út. Mun rannsókn á máli hans senn lokið, og er hann þá einnig væntanlegur heim hið fyrsta. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.15 Hljómplötur: Kór- söngvar. 20.00 Fréttir. 20.00 Leik- rit: „Johan Ulfstjerna" eftir Tor Hedberg. (Brynjólfur Jóhannsson, Emilía Borg, Ævar R. Kvaran, Haraldur Björnsson, Ásta Lóa Bjarnadóttir, Bjarni Björnsson. — Leikstjóri: Lárus Sigurbjörnsson). 22.40 Danslög til 24.00. 50 ára í daq: Bjarni Jónsson verkstj, Bjarni Jónsson verkstjóri í h.f. Hamri er fimtugur i dag. Hann er maður vinsæll með af- brigðum, enda á hann alla þá kosti til brunns að bera, sem góðan mann mega prýða. Munu vinir hans senda hon- um hlýjar kveðjur á afmælinu idag. Helgidagslæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisgötu 81, sími 5204. Götuljós verða nú bráðlega sett upp viÖ Laugarnesveginn á svæÖinu frá Su'Surlandsbraut aÖ Kirkjuhólsbrú. Er þetta gert samkv. beiðni íbúa Laugarnesshverfis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.