Vísir - 04.01.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 04.01.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 4. janúar 1941. 2. tbl. Ástralíumenn tóku 5000 ivv' IV A fanga við Bardia í gær. Nílarherinn hefir tekið alls yfir 43,000 fanga. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. T nótt var birt herstjórnartilkynning í Kairo þess efnis, að Ástralíumenn hefði tekið 5000 fanga við Bardia, og ætla menn nú, að þess muni mjög skammt að bíða, að setulið ítala þar verði að gef- ast upp, en þarna mun vera allt að 20.000 manna lið, og er það því a. m. k. einn fjórði þess, sem Bretar hafa tekið til fanga í áhlaupi sínu í gær, en alls hefir Nílar- herinn nú tekið yfir 43.000 fanga, frá því er sóknin hófst við Sidi Barrani og þar fyrir sunnan. I fréttastofufregnum frá Ka- iro segir, að áhlaup Ástralíu- manna hafi verið hið snarpasta, og hafi þeir tekið stöðvar við Bardia og í útjöðrum hennar, sem ítalir álitu óvinnandi. — Þarna voru skriðdrekagryfjur, vélbyssuhreiður, margfaldar gaddaVírsgirðingar og allskon- ar tálmanir aðrar. í áhlaupinu xiutu Ástralíumenn ágæts stuðn- ings og samvinnu brezka flug- hersins og brezkra herskipa. Flugvélarnar voru stöðugt á sveimi yfir borginni og virkj- unum kringum hana en fall- byssur herskipanna þögnuðu ekki. I fregnum frá Kairo er bent á það, að þegar Nílar'herinn hafi tekið Bardia og Bretar geti far- ið að nota höfnina þar, batni aðstaða þeirra stórum, vegna þess að þá verður unnt að flytja sjóleiðis til Libyu allar þær nauðsynjar, sem Nílarherinn þarfnast, og liðsauka, en fremmstu sveitir Breta eru nú komnar svo langt inn í Libyu, áð þær eru 150 mílur enskar frá næstu járnbrautarstöð í Egiptalandi. Brezki flugherinn hefir hald- ið áfram árásum sínum á ýms- ar, flugstöðvar ítala í Libyu, fyr- ir vestan Bardia og fyrir vestan Tobrouk. Einnig var gerð hörð árás á flota- og flugbátastöðina Tripoli vestarlega í Libyu, og varð mikið tjón af völdum hennar,. Voru 5 beitiskip við annan hafnargarðinn og var sprengjum varpáð á hann og herskipin, en nánari fregnir vantar um tjón í þessari árás, einkanlega að því er herskipin varða, en kunnugt er, að tjón- ið varð mikið. Skýrsla Breta: Grikkir í þann veginn að taka olíulindirnar i Albaniu? EENKASKEYTI FRÁ UNITED. PRESS. — London í morgun. I tilkynningum hermálastjórnarinnar grísku í morgun, er ekki getið um neinar stórviðureignir. Segir þar að eins, að dreg- ið hafi úr hemaðaraðgerðum. Veðurskilyrði eru stöðugt mjög erfið. Fréttastofufregnir herma hinsvegar, að sókn sé stöðugt af hálfu Grikkja og haldi þeir áfram að treysta aðstöðu sína, á hinum ýmsu vígstöðvum. Eftir seinustu fregnum að dæma er þess nú skammt að bíða, að ítalir missi landsvæði það í Albaniu þar sem einu olíulindir landsins eru, því að framsókn Grikkja til norðurs meðfram þessu svæði er svo vel á veg komin, að gera verður ráð fyrir, að Grikkir hertaki það bráðlega. Úr olíulindunum á þessu svæði fengu Italir 175.000 smá- lestir árið sem leið. í Albaniu eru einnig krom- námur, sem Grikkir hafa nú náð — og íengu Italir allt það krom, sem þeir fluttu inn, frá Albaniu. S. 1. fimmtudag var gerð loft- árás á Elbasan. Sprengjur lcomu niður á járnbrautarstöðina og ollu mildum skemmdum á aðal- byggingunni. Ennfremur segir í fregnum útvarpsins í Budapest: Gríska herstjórnin tilkynnir, að Grikk- ir liafi haldið áfram sókn sinni í gær, nálægt Klisura, þar sem allmargir fangar voru teknir og lalsvert herfang. -— Á norður- vígstöðvunum gerðu Italir til- raunir til gagnáblaupa, en 'Grikkir brundu þeim með skot- um úr fallbyssum og vélbyss- um. Þegar Grikldr höfðu dreift hinum ítölsku liersveitum m,eð skothríðinni, gerði fótgöngulið Grikkja snarpt áhlaup og náði allmörgum varnarstöðvum ítala á sitt vald. Mikið mann- tjón varð í liði Itala . Fyrir norðan Ivimara á Adria- hafsströnd sækja Grikkir fram, þrátt fyrir, að ítalir gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra framsókn þeirra. MIKIL GREMJA í BLÖÐUM EIRE. Mikil grenxja kemur nú fram í blöðum í Eire í garð Þjóð- verja, vegna loftárásanna. Hall- ast bíöðin að þeirri skoðun, að árásimar hafi verið gerðar að yfirlögðu ráði. Styrföldin í lofti og: ú sfo árið 1940. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. B London í morgun. — [retar hafa gefið út allnákvæma skýrslu um styrjöldina gegn ítölmn og ÞjóSverjum árið, sem leið. Fjallar skýrslan eingöngu um bardagana i lofti og á sjó og er talið upp tap beggja, samkvæmt o]> inberum tilkynningum flugmálaráðuneytisins og flota- málaráðuneytisins. í LOFTI, segir í skýrslunni, eyðilögðu Bretar fyrir Þjóð- vérjum, þegar ekki eru taldir með bardagarnir í Noregi, Hol- landi og Belgíu, samtals 2993 flugvélar, en mistu á sama tíma 847 orustuflugvélar. I árásum á Þýzkaland og her- teknu löndin fórust 374 brezkar sprengjuflugvélar. Á flugi á hafi úti fórust 28 flugvélar. Þýzkar flugvélar, sem brezk- ar árásarflugvélar skutu niður yfir Þýzlcalandi, voru samtals I 63. I 416 ítalskar skotnar niður 1 Til 26. desember voru skotn- j ar niður.416 ítalskar flugvélar, ! en til sama tíma slcutu ítalir niður 75 brezkar flugvélar. Með loftvarnabyssum voru skotnar niður 444 flugvélar fjandmannanna, þar af 334 síð- an 1. sept., og 15. ágúst einan samtals 23 flugvélar. Fluglið flotans (Fleet Air Arm) bafði til 1. desember skotið niður 52 flugvélar fjand- mannanna, sem vitað var um með vissu, en 10 var ekki full- víst um. Skemmdar voru 49 flugvélar. Þessar flugvélar eru ekki taldar með þeim, sem of- ar var getið í skeytinu. Flugu rúml. 54 millj. km. Flugvélar úr strandvarnalið- inu (Coastal Command) flugu samtals 34 milljónir mílna — rúml. 54 millj. km. -— á árinu. Helztu árásarstaðir í Þýzka- landi voru þéssir (fjöldi árása í svigum á eftir): Hamm, (82), Ilamborg (61), Bremen (49), Gelsenkirchen (39), Berlín, Wilhelmshaven, Duisburg (35), Köln, Mannheim og Osnabriick (32). Þjóðverjar rnisstu 12 tundur- spilla — Bretar 33. Á SJÓ töpuðu Bretar einu flugvélastöðvarskipi, þrem beitiskipum, 10 vopnuðum hjálparbeitiskipum, 33 tundur- spillum og 21 kafbát. Ekki er tilkynnt um slcemmdir á neinu slcipi og er það í samræmi við venj u flotamálaráðuneytisins. Þjóðverjar misstu tvö beiti- skip, 12 tundurspilla, einn E- bát, einn tundurskeytabát, einn eftirlitsbát, eitt loftvarnaskip og tvö fylgdarskip. Þá hefir verið sökkt mörgum þýzkum kafbátum, en fjölda þéirra er baldið leyndum, til þess að þýzka stjórnin fái ekki að vita um örlög þeirra. Þá hafa Þjóð- verjar ekki géfið upp um neitt j tjón á sinum skipum. ítalir misstu eitt beitiskip, ellefu tundurspilla — þ. á m. einn, sem Grikkir náðu beilum, — og a. m. k. 25 kafbáta, og þar af einu, sem brézkur tog- ari „tók höndum“. 8 skip fyrir sprengjum í Taranto. Þá skemmdust alvarlega í Taranto þrjú orustuskip, tvö beitiskip og tvö hjálparbeiti- skip, en auk þess hafa skemmst eitt orustuskip, fjögur beitisldp og tveir tundurspillar. . Meðan orustur stóðu yfir í Noregi segjast Bretar hafa misst 55 ' flugvélar, en skolið niður 56 flugvélar fyrir Þjóð- verjum. Á Vesturvígstöðvunum og Frakklandi segjast Bretar hafa skotið niður 954 flugvélar, en misst 375. Það er tekið fram, að ekki sé taldar með þýzkar flugvélar, sem voru eyðilagðar á jörðu niðri. Mýndin er tekin í loftvarnabyrgi skóla fyrir bækluð börn, í Cbaily í Sussex, er börnin sitja að miðdegisverði sínum, eins og ekkert væri um að vera. Loftárásim- ar á Bretland Mikil árás á borg í Vestur-Englandi EINKASKEYTI FRÁ U. P. London í morgun. Eins og að undanförnu gerðu Þjóðverjar eina aðalárás s.l. nótt — auk smærri árása ann- arsstaðar. — Að þessu sinni var árásin gerð á ónafngreinda borg í Vesturhluta Englands. Eldur kom upp á mörgum stöðum, en það tókst að hindra útbreiðslu hans. Skemmdir urðu allmikl- ar en manntjón sennilega ekki mjög mikið. RÍKISSTJÓRNIN í EIRE MÓTMÆLIR 1 BERLlN. Að loknum 3 klst. stjórnar- fundi í Dublin í gær var til- kynnt, að sannast hefði að sprengjur, sem notaðar voru í 3 loftárásum á írskar borgir undangenginn sólarhring, væri þýzkar. — Settum sendiherra Eire í Berlín hefir verið falið að bera fram mótmæli Við þýzku ríkisstjórnina, krefjast fullra bóta og — að ráðstafanir verði gerðar til þess að koma í veg fyrir, að árásirnar verði endur- teknar. í síðari fregnum segir, að Þriggja manna aðalstjórn í Vichy. EINKASKEYTI FRÁ U. P. London í morgun. Baudoin ráðherra í Vichy- stjórninni hefir beðist lausnar. §kki er kunnugt ‘ um orsakir lausnarbeiðninnar, en óstaðfest- ar fregnir í gær liermdu, að ver- ið væri að endurskipuleggja stjórnina. Yrði mynduð þriggja manna aðalstjórn („inner mesta loftárásin i nótt sem leið bafi verið á Bristol, sem, hefir orðið fyrir allhörðum árásum áður. — í London voru aðvar- anir um loftárásir gefnar þrí- vegis, en yfirleitt var tiltölu- lega lcyrrt í flestum borgum Bretlands í nótt sem leið, og manntjón og eigna af völdum loftárása lítið, nema í Bristol. Árásinni á Bristol var hagað með svipuðum hætti og á Car- diff og Gity, í London fyrir skemmstu. EINS OG UM HÁBJARTAN DAG. Urn tíma var bjart í borginni sem um hábjartan dag. — Skemmdir urðu miklar á þrem- ur kirkjum, sjúkraliúsum, mörgum skólahúsum, tveimur sjúkrahúsum og hundruðum íveruhúsa. I BREZKAR ORUSTUFLUG- VÉLAR RÉÐUST Á ÞÝZKU FLUGVÉLARNAR. Mikil skothrið heyrðist úr lofti, og er þvi talið víst, að brezkar orustuflugvéiar liafi ráðist á þýzku flugvélamar. ÍRAR í BANDARÍKJUNUM MÓTMÆLA LÍKA. Félagasamband í Bandaríkj- unum, „Friends of Irish Neutra- lity“, en í því eru um 200 írsk- amerísk félög, hefir sent skeyti til þýzka sendiherrans í Wash- ington og- mótmælt loftárásum Þjóðverja á írskar borgir. cabinet“) undir forystu Petain’s marskálks, en í aðalstjórninni eiga sæti Darlan flotannálaráð- herra, Ilunzinger hermálaráð- lierra og Flandin utanríkismála- ráðherra. Það er talið, að breytingarnar á stjórninni standi ekki i nein- um tengslum við samkomulags- umleitanir Þjóðverja og Frakka. Thetis-Thunderbolt Theíis - endur- byggður- vinnur mikið aírek á Miðjarðarhaíi. EINKASKEYTI FRÁ U. P. London í morgun. Það varð kunnugt af tilkynn- ingu brezka flotamálaráðuneyt- isins í gær, að kafbáturinn Tbetis, sein sölck í reynsluferð i Liverpoolflóa fyrir 18 mánuð- um og náðist upp 5 mánuðum síðar, hafi verið endurbyggður. Er bann nú farinn að láta til sih taka, því að kafbátur þessi — sem nú nefnist Thunderbolt —- hefir söklct itölskum kafbát, sem var á leið til bækistöðvar i Afríku. Þykir það jafnan mikið af- rek, er kafbátur sökkvir kaf- bát, en auk þess er hér að geta, að kafbáturinn naut fylgdar herskipa, sem reyndu að sökkva Tliundérbolt með djúpsprengj- um, en það mistókst algerlega. Eír orusturflugvélasveitin, sem, ver London, er talin tákn þess, hversu margar þjóðir berjast nú gegn Þýzlcalandi. I sveitinni eru — auk Bréta og Skota — tveir Pólverjar, tveir Tékkar, einn Ný-Sjálendingur, Rhodesiumaður og Frakki. — Kostnað allan við þessa sveit greiðir indverska rikið Hydera- bad og hefir það þegar varið 100.000 pundum til hennar. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.