Vísir - 04.01.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR Bœjap fréttír Gjafir til Blindravinafélagsins, til jólaglaÖnings: io kr. frá K. K.K. 5 kr. frá Z.S. io kr. frá H.H. 25 kr. frá Ásu og Inga. 10 kr. frá N.N. 10 kr. frá S.A. — Kæfar þakkir. Þ. Bj. Hjúskapur. Á gamlársdag voru geíin saman í hjónaband ungfrú Þórunn Sigur- lásdóttir og Jóhann Jóhannesson sjómaður. Hjónaefni. Á gamlársdag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Guðjóna Eygló FriÖriksdóttir, kaupmanns, Mi'ðkoti og Magnús Sigurlásson verzlunar- maður, sama stað. Ungbarnavernd Líknar er opin hvern þriðjudag og ÍQStu- dag kl. 3—4. RáÖleggingarstöÖin fyrir barnshafandi konur verður opin miðvikud. 8. þ. m., Templara- sundi 3. Faust. Uppselt mun vera að Marionette- leiksýningu Stúdentafélagsins i há- tíðasal Háskólans í kvöld, en ann- að kvöld vfrður leikurinn sýndur þar í síðasta sinn. Ef eitthvað verð- ur í dag óselt af miðurn á sýning- una á morgun, getur almenningur fengið þá á morgun á Upplýsinga- skrifstofu stúdenta, Amtmannsstíg 1, kl. 2—6. Síminn þar er 5780. Hjónaefni. Á gamlaársdag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Ágústa Björns- dóttir skrifari, Sólvallagötu 21 og Loftur Ámundason járnsmiður, Barónsstíg 27. Samkvæmt tilnefningu sóknarpresta Kjalarnessprófasts- dæmis hefir sóknarpresturinn í Mosfellsprestakalli, síra Halfdán Helgason, verið skipaður prófastur. Hjónaefni. Á nýársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Guðrún Ingimundar- dóttir, Bárugötu 32 og Sergeant John Humphreys, í brezka setulið- inu. Næturlæknir. 1 nólt: Halldór Stefánsson, Rán- argötu 12, sírni 2234. Næturvörður í Ingólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Affra nótt: Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Nætur- verðir í Lyfjabúðinni Iðunni og Reykjavíkur apóteki. Helgidagslæknir. Karl S. Jónsson, Laufásvegi 55, sími 3925. Sjúklingar á Vífilsstöðum hafa beðið Vísi að færa barna- kórnum Sólskinsdeildinni og stjórn- anda hennar, Guðjóni Bjarnasyni, þakkir fyrir komuna og skemmtun- ina á nýársdag. Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, síra Ragn- ar Benediktsson, kl. 5 sira Bjarni Jónsson. Barnaguðsþjónusta i frikirkjunni kl. 2, sira Árni Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta í Laugarnes- skóla kl. 10, sira Garðar Svavars- son. í Kristskirkju í Landakoti: Lág- messa kl. 6.30 árd., hámessa kl. 9 árd., bænahald og prédikun kl. 6 síðd. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Háa Þór annað kvöld og hefst sala aðgöngumiða í dag. —- Myndin er af Val Gíslasyni (As- her skipstjóri) og Brynjólfi Jó- hannessyni (de Witt bátsmaður) i aftari röð, og Lárusi Ingólfssyni (Skinnarhorn dómari) og Alfreð Andréssyni (Biggs fasteignasali). Leikritið er bráðskemmtilegt, eins og mynd þessi gefur hugmynd um. Útvarpið í kvöld. Kl. 15.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, I. fl. 19.00 Ensku- kennsla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Kórsöngvar o. fl. 20.00 Fréttir. 20.30 „Loginn helgi“, leikrit eftir W. Somerset-Maugham (Leikfélag Reykjavíkur. Leikstjóri: Indriði Waage). Hjónaefni. Á nýársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hallbjörg Elínmund- ardóttir og Guðjón Halldórsson bankaritari í Útvegsbankanum. Útvarpið á morgun, Kl. 9.45 Morguntónleikar (plöt- ur) : Óperan „Tosca" eftir Puccini, 1. þáttur. 11.00 Messa í Dómkirkj- unni (síra Friðrik Hallgrímsson). 12.10 Hádegisútvarp. 15.00 Erindi: Sannfræði og vanfræði um eðli drauma (dr. Helgi Péturss). 15.30 Miðdegistónleikar (plötur) : Óper- an „Tosca“ eftir Puccini, 2. og 3. þáttur. 18.30 Barnatími (Nemendur kennaraskólans.). 19.15 Hljómplöt- ur: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.00 Fréttir. 20.20 Sænsk kórlög (plötur). 20.30 „Svíþjóð á vorum dögum“. Upplestur . (Guðl. Rósin- kranz yfirkennari). 20.50 Sænsk al- þýðulög (plötur). 21.00 Úr ritum Alberts Engström (Ásgeir Ásgeirs- son alþm.). 21.25 Sænskir dansar og söngvar (plötur). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög til kl. 23. I STUTTU MÁLI Níu þqkklir rúmenskir her- foringjar liafa sagt af sér, en tveir iiafa fengið skipun um að gera slíkt liið' sama. • Alls hafa 140.000 manns í Ástralíu boðist til að ganga í flugherinn, þar af hafa 40.000 verið teknir til æfingar. • Bandaríkjamenn munu bráð- lega afhenda Bretum 24 fjór- lireyfla sprengjuflugvélar. % — Þessar flugvélar geta borið fjór- ar smálestir sprengikúlna. Signor Pavolini, félagsmála- ráðherra ílala, hefir sagt í ræðu, sem liann hélt í Florens, að Bretar hefði nú á valdi sinu samgönguleiðirnar milli Ítalíu og nýlendna hennar. • Bretar segja, að þeim berist sifelt nýjar fréttir af flutninga- örðugleikum i Þýzkalandi. Einn ferðamaður hafi t. d. nýlega orðið að skipta um lest 27 sinn- um á leiðinni frá Amsterdam Og Zagreb. Annar liafði orðið að skipta um lest 30 sinnum milli Berlinar og Basel. • k Lundúnablöðin skýra frá því, að sú tilkynning þýzku stjórn- arinngr, sem gefin var út í okt- óber um að menn mætti kaupa sér vetrarfrakka sé nú því skil- yrði bundið, að kaupandinn geti sannað að frakkinn, sem hann eigi, sé ónotliæfur. Til Jiess að kaupa frakka þarf 120 stig af 150 á klæðaskömmtunarseðl- um. Ný föt kosta 80 stig. • Eins og skýrt hefir verið frá áður, verða ítölsku fangarnir, sem teknir voru í Egiptalandi og Libyu, liafðir í haldi í Ind- landi. Fyrsti hópurinn er nú kominn lil Bombay. I honum eru 3 liersliöfðingjar, 300 aðrir foringjar og 627 óbreyttir her- menn. Djóðbing Bðfldarifcjonia fcom samafl á fund i m Roosevelt ílytur ræðu á mánudag. EINKASKEYTI FRÁ U. P. Hið nýja þjóðþing Banda- ríkjanna kom saman á fund í gær, en næsti fundur verður haldinn á mánudag, og flytur þá Roosevelt forseti ræðu og gerir grein fyrir stefnu sinni. Það var tilkynt í Washington í gær, að Bandaríkin ætluðu að smiða 200 flutningaskip, 7500 smál. hvert, fyrir samtals 350 m. dollara. Verða sum tilbúin innan árs. Ivjölur að 45.000 smálesta or- ustuskipi verður lagður á mánu- dag. Ennfremur tilkynnti Roose- velt í gær, að Harry Hopkins, fyrrverandi verzlunarráðherra, færi til London sem einkafull- trúi sinn, þar til búið er að skipa nýjan sendiherra í stað Joseplis Kennedy. Harry Hop- kins mundi áreiðanlega liafa orðið fyrir valinu sem sendi- lierra, ef lieilsa hans væri ekki ótraust. Mun hann ef til vill að eins verða 2—3 vikur í London. 74 menn farast. EINKASKEYTI FRÁ U. P. London í morgun. Stjórnin i Vicliy tilkynnti í gær, að þ. 19. des. hefði verið söklct frönskum kafbát og olíu- flutningaskipi, sem voru á leið málli liafna i nýlendum Frakka í Veslur-Afríku. —- Sprenging varð í báðum skipunum og fór- ust 74 menn. — Brezka stjórn- in hefir tilkynnt, að enginn brezkur kafbátur liafi verið á þeim slóðum, þar sem skipin fórust. Næsti brezki kafbátur- inn hafi verið í 500 mílna f jar- lægð og komi því ekki lil mála, að brezkur kafbátur liafi sölckt skipunum. Kafbáturinn nefndist Sfax, en olíuflutningaskipið Rhone. Skip. in voru á leiðinni til Dakar í Vestur-Afiíku frá Casablanca, að því er hermt er í tilkynning- um Vichy-stjómarinnar. Fro§thörknr iiiu alla álfuna. EINKASKEYTI FRÁ U. P. London í morgun. Fregnir berast hvaðanæfa um miklar frostliörkur og fannfergi á meginlandi álfunnar. Á Norðurlöndum eru miklir kuld- ar og snjóar. Mörgum skipum hefir hlekkst á við strendur Noregs og Sviþjóðar. I gær fórst sænskt skip með allri áhöfn. 1 nágrannalöndum, Þýzkalands öllum eru kuldar og fannkom- ur, en frá Þýzkalandi sjálfu ber- ast ekki miklar fregnir um veð- urfar. Á Frakklandi eru fann- komur og allt' suður á Spán, en í Balkanlöndum hafa verið hríðarveður og fannkomur í 2 —3 vikur. Miklir samgönguerf- iðleikar eru víða og sumstaðar skortur nauðsynja. \> Ioftárás á Bremen í uott EINKASKEYTI FRÁ U. P. London í morgun. Brezka flugmálaráðuneytið tilkynnti i morgun, að brezkar sprengjuflugvélarnar hefði gert þriðju næturárásina í röð á hafnarborgina Breinen. Eldar miklir geisa á stórum svæðum í borginni, eftir hina mikiu á- rás á hana á miðvikudagskvöld- ið og í fyrrakvöld. í brezkum tilkynningum segir, að heil hverfi séu í rústum. konung sinn á sjötugsafmæli hans í September. Öllum fréttum að heiman ber saman um að konungur vor sé liinn óhagganlegi miðdepill, sem allir Danir þyrpast um, af því að þeir vilji halda uppi þjóðlegu sjálfstæði og menningu. Kon- urigur er ímynd þjóðarinnar og menn finna að karhnennska lians er sterkasla vörnin, sem, eins og á stendur, varnar þeim öflum, sem nú ógna þjóðarsjálf- stæði voru að koma sér við. Aðstaða Danmerkur til þess óveðurs, sem, nú geysar um Ev. rópu, hefir oft minnt mig á æf- intýri H. C. Andersens: „Bók- hveitið“. Mér finnst Danmörk hafa numið af þeirri djúpsettu lífsspeki, sem þessi saga hefir að geyma um það, þegar bólc- hveitið af Iiroka og dramhsemi ekki vildi beygja sig fyrir storminum, þegar óveðrið geys. aði um akurinn, og var fyrir bragðið kolbrennt af leiftrinu. En kornið og blómiri sögðu við bókhveitið: „Beygðu höfuð þitt eins og við gerum, nú þýtur engill stormsins um og hann er með vængi, sem ná frá skýjunum alla leið lil jarðar og hann klýf- ur þig í herðar niður, áðuu en þér gefst tími til að biðjast vægðar.“ Danmörk fór að ráði pílviðar- ins gamla, sem sagði: „Lokaðu blómum þínum og beygðu blöð þín.“ Og það, sem gerðist í Ev- rópu siðastliðið sumar, hefir nú sýnt það mjög greinilega, að vér fórum rétt að. Sú óskynsam- lega gagnrýni, sem fyrst lét á sér bera, var slík, að vér get- um látið oss hana í léttu rúmi liggja. Með jafn ónógum, her- tækjum og Danmörk átti yfir að ráða, og eins og henni er í sveit komið, hefði farið fyrir oss eins og bókhveitinu, sem eldingin kolbrenndi. En nú lifum vér i voninni um það, að fara muni fvrir oss eins og segir i niðurlagi þessa æfin- týris Andersens: „Þegar illviðrið var um garð gengið, stóðu blórn, og kornöx liresst af regninu í kyrru og hreinu Ioftinu.“ I þessa von Inunum vér allir sækja styrk til þess að lifa af þennan reynzlutíma. Þegar of- viðrið er um garð gengið, munu allar þær þjóðir, sem engill stormsins nú sækir lieim, rétta við lil nýrra friðsamlegra dáða. Það er lífsskilyrði fyrir hinar litlu vanmáttugu þjóðir, að rétt- læti og orðlieldni megi aftur ríkja í samskiptum þjóðanna, eins og í borgaralegu lífi. Við eigum allir, livort sem litlir er- um eða stórir, okkar sjálfstæðu lífskjör og geturn ekki viður- kennt, að lífskjör annara eigi meiri rétt á sér en lífskjör vor. Vér heimtum ]iað, að samning- ar og nábúaréttur sé í lieiðri hafður. Vér, smáþjóðirnar, verðum að setja í það heiður vorn, að lialda orð vor og virða rétt nágrannans til að lifa. Að ganga á gefin loforð og að taka sjálfur skapar eklci virðmgu í samfélagi þjóðanna. Það er föst von mín og full- komin vissa min, að þegar öld árása og rofinna loforða er um garð gengin, þá muni danska þjóðin og danska ríkið með rétti hins siðferðilega máttar lifa menningarlífi sínu áfram og verá frjálst og sjálfstætt eins og liingað til í þúsund ár. I þessari von skora ég á þá landa mína, sem orð mín lieyra, að senda hugsanir heim til allra þeirra, sem okkur er annt um, og til konungs vors og föður- lands. Málarasveinar! Skrifleg atkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Sveinasambands byggingarmanna um hvort hef ja skuli vinnustöðvun, hafi ekki náðst samningar við Mál- arameistarafélag Reyk javikur innan 7 daga frá þ.ví at- kvæðagreiðslu var lokið. Atkvæðagreiðslan fer fram sunnudaginn 5. janúar — mánudaginn 6. janúar frá kl. 9—21 báða dagana. STJÓRNIN. — Leikfélag Reykjavikur — HÁI ÞÓR Eftir MAXWELL ANDERSON. SÝNING ANNAÐ KVÖLD KL. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. — Börn fá ekki aðgang! Dansað verður að heimili félagsins i kvöld frá kl. 10. Meðlimum og gestum þéirra heimilaður aðgangur. Skemmtinefndin. Tilkynning. Þeir kola-innflytjendur, sem óska að fá leigð skip í Englandi til flutnings á kolum til ís- lands, og vilja njóta til þess aðstoðar nefnd- arinnar, verða, áður en þeir f esta kaup á kol- unum, að tilkynna nefndinni stærð farmsins og afgreiðslutíma. Beiðnir um skipakost verða teknar til greina í þeirri röð, sem þær berast nefndinni, nema sérstaklega standi á. V iðskiptanenfdin. Ilii kaupa nýtízku tins á góðum stað, með lausri íbúð strax. ÞÓRÐUR ALBERTSSON. Bárugötu 9. Sími: 4958. trsntðanám Reglusamur laghentur piltur, 16—18 ára, getur komist i læri nú þegar á góðu verkstæði. Mynd og meðmæli óskast. Æskilegt að viðkomandi gæti lagt fram smiðisgrip eða annað er bæri vott um hagleik. Umsóknir með greinilegu heimilisfangi þurfa að vera komnar til blaðsins fyrir 1. febrúar, merktar: „Úrsmíðanám“. * * •íþróttasamband íslands hefir nú til sölu eftirtaldar bækur: Leikreglur I. S. í. í frjálsum íþróttum. Skíðahandbók í. S. í. Almennar reglur I. S. í. um handknattleik. Kennslubók í fimleikum, eftir Aðalstein Hallsson. Útiíþróttir. Allar þessar bækur eru nauðsynlegar hver jum þeim er stundar íþróttir, og hefir áhuga fyrir þeim. Aðalútsala og afgreiðsla hjá gjaldkera 1. S. I. ■m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.