Vísir - 04.01.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 04.01.1941, Blaðsíða 2
V 1 S I R Slysavarnafélagið: Deildirnar eru nú 102 og meðlimirnir um Árið 1040 citt mcsta íiiannskaðaar síðan fclagið var stofnað. Tíðindamaður Vísis hafði i gær tal af Jóni Bergsveins- syni, erindreka Slysavarnafélagsins, og Jóni Oddgeiri Jónssyni, fulltrúa fyrir slysavarnir á landi og fékk hjá þeim frásögn um starfsemi lelagsins á s. I. ári. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Eiga kommúnisf- ar að ráða? j^KJÓSANLEGT væri, að þau ]»löð, sem vilja að vinnu- friður haldist í landi, reyni fyr- ir sitt leyti að stuðla að þvi, að að verkfall það, sem nú er haf- ið, verði sem skammvinnast. Nefnd sú, sem farið hafði með málið af hálfu Dagsbrúnar, var skipuð mönnum bæði úr Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum og auk þéss úr flokki Héðins Valdimarssonar. Þessi nefnd hafði komið sér saman um að leggja til að Dagsbrún féllist á þann samningsgrund- völl, sem fyrir lá, þ. e. a. s. að full dýrtíðaruppbót yrði greidd á þann grunntaxta, sem fyrir er. Mörg önnur félög hafa sam- ið á þessum grundvelli. Það yrði þess vegna tæplega komizt hjá óánægju þeirra, er þegar liafa samið, ef tekinn væri upp nýr grunntaxti. Það er óhætt að fullyrða, að fæstir bjuggust við því, að samningsuppkastið yrði fellt. Hitt er jafnvíst, að margir verkamenn urðu fyrir sárustu vonbrigðum, þegar at- kvæðagreiðslan í Dagsbrún varð sú, sem raun varð á. Kommúnistar nota þetta tækifæri lil að hlása að glóð- um sundrungarinnar. Það eru beinlínis þeirra vísindi, að koma í veg fyrir, að verkamenn fái nokkurn tíma að stunda vinnu sina í friði. Takmark þeirra er bylting í þjóðfélag- inu. Og sú'bylting er þvi aðeins framkvæmanleg, að unnt sé að halda verkamönnum sem ó- ánægðustum með hlutskipti sitt. Kommúnistar telja það ekkj lilutskipti sitt að sjá verka- mönnum fyrir vinnu, heldur vinnudeilum. Öllum er kunnugt, að það, sem úrslitum réði á Dagsbrún- arfundinum, var sú trú meiri- liluta fundarmanna, að Bretar mundu ganga að nálega livaða kröfum, sem bornar væru fram. Menn, sem þóttust geta talað eins og þeir sem valdið hefðu, fullyrtu, að svo yrði. Um þessar mundir er brezka setu- liðið stærsti atvinnurekandinn hér í bænum. Hátt á annað þúsund manns höfðu að undan- förnu liaft vinnu á vegum þess. Það er ekkert óeðlilegt, þótt margir verkamenn fengjust að óreyndu til að gína við þessari flugu. En þegar séð varð, að allar fulljnðingar þeirra manna, sem betur þóttust vita, um afstöðu Breta, reyndust tálvonir einar, er grundvellinum sópað undan þeirri samþykkt, sem gerð var. Að samþykktinni stóðu 446 menn. Það var mikill meiri- liluti fundarmanna, en engu að síður mikill minnihluti allra fé- lagsnianna. Plversu margi^ af þessum 446 mönnum mundu breyta afstöðu sinni, þegar fyr- ir liggur, að samþykktin var gerð á röngum forsendum? Og hversu margir af þeim Dags- brúnarmönnum, sem ekki komu á fundinn, mundu fylgja meirildulanum nú, þegar mál- ið er upplýst? Hér er um að ræða eitt alvar- legasta mál, sem lengi hefir komið til meðferðar. Úrslit þess mega ekki velta á atkvæða- greiðslu tiltölulega fárra manna sem höfðu látið ginnast af röngum upplýsingum. Hér get- ur orðið um það tvennt að ræða i senn, að þúsundir manna verði sviptir mjög arðvænlegri at- vinnu og erlendir menn verði látnir taka að sér þessa vinnu. Þessir kostir, hvor með öðrum, eru þess eðlis, að verkamenn munu fljótlega átta sig á því, að óhyggilega var stefnt á Dagsbrúnarfundinum. Ivomm- únistar munu auðvitað ekki láta sér segjast. En á byltinga- vilji þeirra að ráða? a Faust: g túdentafélag Reykjavíkur. hefir tekið upp merkilega nýung, sem mörgum mun leika hugur á að kynnast. Sýndi það á fyrsta degi í nýári „marionette“- leikinn Faust, og endurtekur sýninguna í kvöld og á morgun. JLeikurinn er þýddur af Lud- vig Guðmundssyni og Ragnari Jóhannessyni, og er þýðingin liðlega gerð. Leikendur á sviði eru trédúkkur, smíðaðar af Kurt Zier og nemendum úr kennaradeild Handíðaskólans. Eru brúður þessar mjög hagan- lega gerðar, enda er Kurt Zier talinn meðal færustu fagmanna í sinni grein, og hefir um langt skeið starfað að þessum málum. Kurt Zier, kona hans og nem- endur úr Handíðaskólanum stjórnuðu brúðunum á leiksvið- inu og fórsl það prýðilega. Má furðu gegna hve sýningin tókst vel í heild. Þeir, sem texta fluttu að tjaldabaki voru: Benedikt Ant- onsson, Drífa Viðar, Guðlaug- ur Guðmundsson, Hersteinn Pálsson, Kurt Zier, Lárus Sig- urbjörnsson, Sigurður Hannes- son, Þór Guðjónsson og Ævar Kvaran. Fóru þeir yfirleitt vel með textann og suxuir ágætlega. Þess er að vænta, að sýning- ar þær, sem eftir eru, verði vel sóttar. Leikurinn á það fylli- Iega skilið vegna listrænnar meðferðar, og ekki er vitað hvort annað tækifæri gefst til þess að kynnast þessari frum- stæðu en þó sérkennilegu list. Hafi Stúdentafélagið og allir aðilar þökk fyrir sýninguna. Samningarnir í Eyjum. Sanmingar um kaup og kjör standa nú yfir í Vestmannaeyj- um, en þar eru tvö verklýðsfé- lög! starfandi, Drífandi og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja. Engin.samvinna er með þessum félögum, og semur hvort fyrir sig við vinnuveitendur. Samninganefnd frá Verka- lýðsfélaginu hafði gert samn- inga við vinnuveitendur og gengið inn á dagkaup kr. 1.87 um tímann. Þetla vakti miklar æsingar ineðal verkamanna og var fundur haldinn í félaginu í gærkveldi, tillögunum hafnað og samninganefndin látin hætta störfum. Var ný þriggja manna nefnd kosin, en hana skipa Guðmundur Sigurðsson frá Heiðarbæ, Ingimundur Bern- harðsson og Hafsteinn Snorra- son. Drífandi hefir auglýst taxta þar sem ákveðið er kaup fyrir dagvinnu kr. 2.20 um tímann, eftirvinnu kr. 3.30 og nætur. og helgidagavinnu kr. 4.10. Sam- þykkti félagið á fundi í gær- kveldi að halda kröfum sínurn til streitu. Fékk tíðindamaðurinn fyrst eftirfarandi upplýsingar hjá Jóni Bergsveinssyni. Hversu margar nýjar deildir voru stofnaðar á árinu? — Alls voru stofnaðar 12 deildir, þar af tvær kvenna- deildir —- önnur i Raufarhöfn með 45 stofnendum, hin á Akranesi með 230 stofnendum. Báðar þessar deildir voru stofn- aðar í janúar. Þá voru og stofn- aðar þessar karladeildir á ár- inu: Sunna í Hörglandshreppi (Skaft.), með 70 stofnendum, Kyndill í Kirkjubæjarhreppi með 124 stofnendum, Slysa- varnadeild Reykholtsskóla með 83 stofnendum, Pólstjarnan, Raufarliöfn, með 29 stofnend- um, Tryggvi, Selfossi, með 65 stofnendum, Kópur, Arnarfirði, með 77 stofnendum, Bára, Djúpavogi, með 59 stofnendum, Slysavarnadeild Blönduóss með 25 stofnendum, Slysavarnadeild Miklaholtshrepps með 36 stofn- endum og Slysavarnadeild Laugarvatnsskóla með um 150 stofnendum. — Hvað hefir þá deildum og meðlimum fjölgað á árinu? — Deildir eru alls um 102, en meðlimum hefir fjölgað a. m. k. um eitt þúsund, og munu þeir því vera um 12 þúsund. — Hversu margar björgunar- stöðvar á félagið nú? — Þær eru samtals 37 á öllu landinu, langflestar á Suður- laudi. Á Austurlandi eru aðeins linubyssur. Tækin voru aldrei hreyfð á árinu, nema línubyss- an á Stokkseyri einu sinni. Yar það þegar Bretana þrjá festi á skerinu hjá Selfossi og skjóta varð línu til þeirra, til þess að ná þeim á land. í þessum mán- uði eða þeim næstu munu bæt- ast við tvær stöðvar á Suður- landi. — Hversu mörg skip og bátar fórust á árinu? — Alls fórust á einn og ann- an liátt 10 þilbátar. Þeir voru: Kristján (frá Rvík), ísbjörn (ísaf.), Muninn (Norðf.), Hall- dór Jónsson (Grundarf.), Hegr- inn (Hrísey), Eggert (Kefla- Kæru landar. íslenzka ríkisútvarpið hefir mælst til þess við mig, að ég, sem sendiherra Dana á íslandi, flytji löndum mínúm á Græn- landi kveðju i sambandi við liina venjulegu útvörpun jóla- messunnar dönsku á jóladag- inn. Mér er ánægja að verða við þessum vingjarnlegu tilmælum. Á þeim erfiðu tímum, sém nú standa yfir, getur ekki hjá því farið, að vér, Danimir, sem, lif- um utan Danmerkur, þurfum að skiptast á skoðunum og hugsunum innbyrðis, og að oss þykir styrkur í því, að samein- vík), Goðafoss (Keflavík), Freyr (Þorl.höfn), Svend (s. st.) og Óli Björnsson. Tvo bát- ana, Frey og Svend, rak upp, en Óli Bjarnason sökk þar sem hann lá við legufæri. Af íslenzk- um skipum fórust svo Bragi við England, en að auki hafa farizt ýmsir smærri bátar hér við land. Þá má og gela þess, að þrjú skip fórust hér við land af völd- um styrjaldarinnar: Tveir brezkir togarar og einn fær- eyskur. — Hvernig var árið livað drukknanir snerti? — Árið 1940 var eitt versta árið síðan Slysavarnafélagið var stofnað. AIls drukknuðu 58 manns, en þar er þess að gæta, að þá eru taldir með 17 menn, sem farizt liafa erlendis vegna styrjaldaraðgerða. I þessum liópi eru 54 lögskráðir sjómenn eða aðrir, sem vinna skyldu- störf á hafinu. Ég vil þó taka það fram, að ýmsum þessara manna hefði ekki verið liægt að bjarga, þótt björgunartæki eða -stöð hefði verið nærri. Slysin bar sum svo brátt að, að menn vissu ekki um þau fyrri en allt var um garð gengið og elcki hægt að koma við björgun. — Hvernig er þetta í saman- burði við fyrri ár? — Á árinu 1939 fórust 11 lögskráðir sjómenn, og var það Iangbezla ár frá því Slysavarna- félagið var stofnað. Áður en það tólc til starfa Var meðaltalið á ári 70.2 menn. Meðaltalið frá stofnun þess er rúmlega 40 menn. — Hvað segið þér um Sæ- björgu? — Henni var lagt upp 1. maí, en fór þó út þegar kallað var á hana, fram eftir sumri. Hún veitti alls aðstoð 37 skipum og 1 bátum, sem á voru á þriðja j hundrað manna. Ég vona að j hún geti tekið til starfa um miðjan þenna mánuð. Er það hið mesta öryggi, ekki einungis hvað snertir mannslíf, heldur og til að bjarga verðmætum frá ast um þonung vorn og föður- land í liugrenningum og at- höfnum. Það er sérstaklega eitt band, er tengir alla oss, sem danslcir erum og lifum dreifðir um heiminn. Það er sameiginleg til- finning fyrir því, að okkur vant- ar nú frjálst og óhindrað sam- band v!ið vini og vandamenn heima. Eins og dóttir mín skrif- aði mér frá Kaupmannahöfn í haust: „Hér sitjum við og ber- um kvíðboga fyrir öllum vin- um, sem að lieiman eru, og úti í löndum sitja aðrir og óttast um oss.“ Líklega mun það þykja Dönum, sem að lieiman 12000. eyðileggingu. En liætt er við að rekstursfé verði af skornum skammti, og vonumst við þá til að fá jafngóðar undirtektir og í fýrra, ef við verðum að leita til landsmanna. / Þá hafði tíðindamaðurinn og tal af Jóni Oddgeiri Jónssyni, erindreka, er sér um slysavarnir á landi. Á s.l. ári voru sem áður hald- in námskeið — bæði hér í Reykjavík og úti um land — í slysavörnum, lífgun og lijálp i viðlögum fyrir verksmiðjufólk, skólafólk og aðra. Hér í höfuðstaðnum voru alls haldin 15 námslceið, og sóttu þau samtals 335 manns. Úti um land voru haldin 14 námskeið og voru þátttakendur í þeim 488 að tölu. Gengu því 823 manns á þessi námskeið, sem öll voru ókeypis, og voru rúml. 200 fleiri þátttak- endur en árið 1939. Að öðru leyti var þessari starfsemi hagað svo sem að undanförnu: Kenndar voru eldsvarnir, haldin umferðar- vika, námskeið í björgunar- sundi fyrir sjómenn, og útveg- aðir slysakassar í verksmiðjur og á vinnustaði í Reykjavík og nágrenni. Voru útvegaðir um 20 nýjir kassar á árinu og jafn- framt kenndar slysavarnir og eru, erfiðast að bera, að vita til alls þessa ófrelsis og þessa ör- yggisleysis, og svo að bera kvíð- boga fyrir ástvinunum heima. Við Danir erum frjáls þjóð, sem vill sjá sóma sinn, og vér erum stollir með sjálfum oss yfir hinni fornu menningu vorri og sjálfstæði. Danmörk hefir verið frjálst og sjálfstætt ríki í meira en þús- und ár; svo langt sem sagan nær höfum vér sjálfir ráðið kjörum vorum. Það er því eðlilegt, að danska þjóðin eigi erfitt ineð að þurfa, vegna hinna þungu atvika ó- friðarins, að láta sér það lynda að gela elckí fullkomlega ráðið yfir atvinnu sjálfs sín og kjör- um sjálfs sín, eins og liingað til hefir verið. En það er, eins og ég liefi marg sagt á þessum tíma, svo, að danska þjóðin er seig í andstreyminu og hún hef- ir áður brotizt fram um, erf- iða tíma. Dönsk menning er Kol ílutt í barnavögnuml Þegar verkfallið skall á náði það til heimflutnings á kolum hjá öllum kolaverzl- unum bæjarins. Þetta olli mikilli óánægju hjá öllu því fólki er ekki átti neinar birgðir af kolum, en þurfti nauðsynlega á þeim að halda. En í gær náðist samkomu- lag við stjórn Dagsbrúnar um það, að afhenda mætti ein- stökum mönnum 1—2 poka af kolum, hverjum, með þeim skilyrðum þó að fólk sækti kolin sjálft, legði sér til pokana, mokaði upp í þá og kæmi kolunum sjálft heim til sín. Hefir fólk notað ýmsar að- ferðir til heimflutnings og má nú sjá það með öll hugsan- leg farartæki, svo sem hjól- börur, handvagna, reiðhjól, barnavagna, hestvagna og bíla. lijálp í viðlögum á þeim stöð- um, þar sem þeir voru settir upp. Eru þessir kassar því orðn- ir um 80 að tölu. Loks er rétt að geta tveggja nýmæla í þessu sambandi. Ann- að er að settir liafa verið upp tveir kassar með björgunar- tækjum, við Tjörnina og hitt er afgirðing hverasvæða. Var girt um ýmsa hættulegustu staðina í Hveragerði, en víða voru þar sett upp áberandi hættumerki. Er ætlunin að gera slíkar ráð- stafanir á fleiri stöðum. jarðgróin í danskri mold og í lijörtum dönsku þjóðarinnar. Menning sú, sem tekin hefir verið að erfðum frá forfeðrun- um,er þess fullkomlega megn- ug, að standa undir sér sjálf og lifa sínu eigin lifi áfram. Ég segi þvi alltaf við landa mína: Vér skulum bjóða erfiðleikun- um hyrgin og allir snúa bökum saman og gefast ekki upp, hvað sem á kann að dynja. Konungur vor hcfir gefið oss fagurt dænii til eftirbreytni, með því að ríða út eins og venjulega daginn eftir, og með því hefir hann sýnt, að hann mun ekki bregða stöðu sinni hvað sem erfiðleikum og and- streymi líður. Öll danska þjóð- in, sem nú hnappast utan um konung sinn, sem, er nú gleggri ímynd sjálfstæðisins en nokk- uru sinni áður, hefir kunnað að meta og virt þessa karl- mennsku. Þ.etta kom Ijóslega á daginn, þegar að Danir hylltu Biskup mælir með þeim prestum er flest fengn atkvæöin. Vísir hefir sannfrétt að biskupinn yfir íslandi, herra Sigur- geir Sigurðsson hafi þegar skilað tillögum sínum um veitingu prestsembættanna í Reykjavík til kirkjumálaráðherra Her- manns Jónassonar. Mælir biskupinn með þeim prestum, sem flest atkvæði fengu, en það eru: í HALLGRÍMSSÓKN: Síra Sigurbjörn Einarsson. Síra Jón Auðuns. 1 NESSÓKN: Síra Jón Thorarensen. í LAUGARNESSÓKN: Síra Garðar Svavars. Allur almenningur væntir þess fastlega að kirkjumálaráð- herra fari eftir tillögum biskups í þessu efni, og láti þá presta hljóta embættin, sem flest hafa fengið, atkvæðin. - Má vænta að embættin verði veitt mjög bráðlega. Ávarp til Dana á Grrænlandi. Flutt í Ríkisútvarpið íslenzka á jóladag, 25. des. 1940, af sendiherra, Dr. phil., de FONTENAY.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.