Alþýðublaðið - 03.08.1928, Blaðsíða 3
A L P'Ý ÐUBLAÐIB 3
Höfum fengið
Heilbannir,
Kaffi,
fslenzk egg.
Erlend sinsskeyti.
Khöfn, FB., 1. ágúst.
Samkonmlag milli Frakka
og Englendiaga um vigbúnað
á sjó
Stjóirnirnar í Englandi og
Frakklandi hafa átt í samning-
um um ýms ágreiningsmál við-
vikjandi takmörkun vígbúnaðar á
sjó, síðan afvopnunarfundurinn
endaði í fyrravor, án þess nokk-
ur árangur yrði af fundarhaldinu
Samkomulag hefir nú náðst á
milli Erakklands og Bretlands um
meginreglur viðvíkjandi takmörk-
un vígbúnaðar á sjó. Hefir Frakk-
Jand fallist á tillögu Bretlands um
að takmarka stærð hvers skipa-
flokks fyrir sig. Bretland hefir
hins vegar fallist á kröfur Frakk-
lands viðvíkjandi takmörkun víg-
búnaðar á landi. Vegna þessa
samkomulags á milli Breta og
Prakka búast menn við því, að
það muni verða stjórnirani í
Bandaríkjunum hvatnimg til þess
að bera fram tillögur um víð-
tæka takmörkun vigbúnaðar á sjó.
Járnbrautarslys.
Frá Berlín er símað: Jómbraut-
arslys varð nálægt Augsburg.
Sextán menn biðu bana, en þrjá-
tíu meiddust
Vatnavextir i Rússlandi.
Frá Moskva er símað: Miklir
vatnavextir eiu í Amurhéraðinu.
Fimtíu sveitaþorp eru umflotin.
Nobile kominn heim.
Frá Rómaborg er símað: No-
bile kom til Rómaborgar í gær-
kveldi. Mikill fjöldi manna safn-
aðist saman á stöðinni til þess að
hylla bam
Khöfn, FB., 2. ágúst árd.
Frá Jugoslaviu.
Frá Berlín er símað: Þingið í
Júgóslavíu kom saman í gær í
fyrsta skífti síðan í júnímánuði,
er Racic drap þingmennina úr
króatiska bændaflokknum. Engir
þingmenn úr andstæðingaflokkum
stjómarinnar mættu á fundi, að
undanteknum nokkrum Þjóðverj-
um.
Mussolini fyrirskipar rannsókn
ut af för Nobile.
Frá Rómaborg er símað: Mus-
solini hefir skipað nefnd manna
til þess að rannsaka ýmislegt í
sambandi við leiðangur Nobile.
1 Nefndin er nú tekin til starfa.
Var Zappi yfirheyrður í gær, en
frá yfirheyrslunni hefir ekki verdð
skýrt opinberlega.
Kina og Bandarikin gera með
sér viðskiftasamning.
Japanar reiðir.
Frá London er símað: Tollmá'a-
samningurinn á milli Bandaríkj-
anna og þjóðemissiinna'stjórnar-
innar kínversku er nú fullgerð1-
ur, og hafa báðir aðiLar skrifað
undir hann. Saminingurinn veitir
Kínverjum sjálfsákvörðunanrétt til
þess að leggja innflutningstoll á
vörur frá Bandaríkjununi. Samn-
ingur þessi hefir vakið óánægju
á meðai þeirra stórveldanna, sem
eigi viija láta forréttindi sín i
Kína ganga úr greipum sér. Ber
talsvert á óánægju þessari í blöð-
um iþessara stórvelda, en eink-
anlega þó i japönsku blöðunum.
Kveða þau tilgang BandaTikjainna
þann með samningmun, að reyna
að vinna traust Kínverja í við-
skiftatilgangi, að af samningnum
muni það leiða, að viðskiftin á
milli þjóðanna aukist afar mikið.
Fra Olympiuleikunum.
Ný met.
Frá Amsterdam er simað: Eng-
lendingurinn Lowe varð sigurveg-
Wi í átta hundruð metra hlaupinu
á Olympíuleikunum, Bandaríkja-
maðurinn Hamm í langstökki,
Carr í stangarstökki, Houser í
kringlukasti; settu þeir allir Olym-
piumet. Canadamaðurinn Wíliiams
vann bæði 100 og 200 metra
hlaupið.
Vesínr-ísleszkar fréttir.
FB. í júli.
Þ. 20. aprfí lézt Valgerðúr Guð-
mundsdóttir, kona Ólafs Jóhann-
essonar, bónda í Winnipegosis,
Man. Hún var fædd á Skálum á
Reykjanesi 16. marz 1860. For-
eldrar hennar voru merkishjónin
Guðmundur Sigurð'sson bóndi á
Skálum og kona hans Aðalbjörg
Jónsdóttir. Valgerður fluttist vest-
ur um haf 1883, en giftist 1887
Ólafi Jóbannessyni frá Blönduhlíð
i Hörðudal í Dalasýslu. Eignuðust
þau 6 börn, Valgerður hafði verið
mesta myndarkona.
Þ. 27. júní andaðist í Milwau-
kee, Onegon, Thordur Vatnsdal, 54
ára að aldri, ættaður úr Breiða-
firði. Vinsæll maður og vel met-
inn. Lét eftir sig ekkju og upp-
komin böm. Einn sona hans er
prófessor við Yale-háskólann í
Bandaríkjunum.
Nýlátinn er að Mountain, Dakb-
t&, Gunnar Guðmundsson, 74 ára
að aldri.
Þ. 26. júní andaðist i Church-
hridge, Sask., Árni Ámason, mað-
ur á sjötugs aldri, ættaður af
Vestfjörðum.
Jafnaðannenn!
Skemtiförin á sunnudaginn.
Eins og auglýst hefir verið fara
Jafna ðarmannaféiag Islands og
Félag ungra jafnaðarmanna í
sameiginlega skemtiför austur i
Þrastaskóg á sunnudaginn kemur.
Félögin höfðu bæði ætlað sér að
fara þenna dag eitthvað út úr
bænum, og var því tekið það
heillaráð að fara í sameiginlega
för. 1
.4 sunnudaginn verður eina
tækifærið á sumrinu fyrir jafn-
aðarmenn unga sem gamla að
safnast saman. Ættu menn því
að nota þetta göða tækifæri. Ekki
er að efa, að þetta verður mjög
skemtileg för. Unga fólkið mun
ekki láta sönginn og gleðskapinn
vanta, og mjög mun verða fjör-
ugt bæði austur og heim og í
skóginum. Þetta verður líka ódýr-
asta skemtiförin á sumrinu. —
Sætið báðar leiðir kostar 5 krón-
ur og’ fyrir börn 2 krónur.
Farseðlar em seldir í dag og til
hádegis á morgun í Alþýðuhús-
inu, Alþýðubrauðgerðinni Lgv. 61
og í Kaupfélagsbúðinni á Vest-
urgötu 17. — Allix verða aðhafa
með sér nesti.
í skóginum verða haldnar tvær
ræður, og tala þar þeir Haraldur
og V. S. V., og segja þeir án efa
margt skemtilegt og fróðlegt.
Á heimleiðinni verður komið
við hjá Grýlu, og verður beðið
eftir því að hún gjósi.
Alt AlþýðuflokksfóJk er vel-
komið.
Verkamenn og' verkakonur!
Notið tækifærið!
Jafnaðarmenn, ungir og gaml-
ir! Sameinumst í skemtiferðinni á
sunnudaginn.
Eimi úr nefnduiuim.
Mannslát á Þingvöllum i gær.
1 gærdag- vildi það til á Þing-
völlum, að ungur maður héðan úr
bænum, Sverrir Sandholt trésimð-
ur lézt skyndilega. Eftir því sem
Alþbl. hefir verið tjáð, hefir
hjartaslag oriðið honum að banai
„Barðinn“
fór á saltfisksveiðar í gær.
„Brúarfoss"
fer í kvöld.
„Dónaskapnr.u
Einn góður og gegn íhaldsmað-
ur, kunningi ritstjóra Alþýðu-
blaðsrns, kom á fund ritstjörans
'í gær, áhyggjufuilur á svip.
Góði Haraldur; hvern skrattann
hugsarðu. Þú kemur þér út úr
húsi hjá öllu almennllegu fólkí
með þessum árans dónaskap þín-
um og „taktleysi", að draga menn,
sem ekkert skifta sér af „póli-
tík“ inn i rifrildið, með því að
birta lista yfir tekjur þeirra.
Já, en góði. ....
Mér er alveg sama lrvað þú
segir; þetta er ófyrirgefanlegt
taktleysi; ég skil ekkert í þér.
Þó að Morgunblaðið byrji á þess-
um skratta, þá ert þú alt of góður
til að hafa það eftir því. Hvað
hafa þessir rnenn til saka unnið?
Það er ekki nema eðlilegt að þú
skammir Jón Þorláksson, Magn-
ús, Morgunblaðsritstjórana og
þessa póLitísku bitvarga, en . .
Já, hitt er „taktleysi".
Er það „dónaskapur“ og „takt-
leys.i“ að skýra frá því, hvað og
hverjum ríkissjóðurinn gréiðir.
í laun • og fyrir hvað ? Ég hélt,
að almenningur ætti heimtingu á
að fá að vita þetta.
Láttu ekki svona. Þetta er þér
til skammax. Ég hefði ekki trú-
að þvi, að þú gætir lagt þig niður
við svona „dónaskap“.
Svo rauk kunninginn á dyr.
Hann er íhaldsmaður. Honum
fanst þetta áreiðanlega einkamál,
sem ódrengilegt væri að hafa
orð á.
Geta menn hugsað sér meirí
fjarstæðu. Fjárgreiðslur úr ríkis-
sjóði einkámál þeirra, sem féð
taka!
Hann er „hreinræktaður“ íhalds-
maður.
Hrossasýningar.
voru haidnar í vor í Eyjafjarðar-
Skagafjarðar- og Húnavatas-sýjsl-
um.
1 Eyjafirði voru haldnar 2 hér-
aðssýningar, fyrir innri hluta sýsl-
unnar í Reykárrétt, en fyrir ytri
hluta sýslunnar á Reistará.
í Skagafirðí voru haldnar 2 hér-
aðssýningax, önnur í Gerði, hira
í Stokkhólma í Valihólminum.
í Austur-Húnayatnssýsiu var
haldin héraðssýning á Kagaðar-
hóli
í Vestur-Húnavatnssýslu voru
haldnar 2 héraðssýningar, annur
að Tjörn á Vatnsnesi, hin á Stað-
arbakka í Miðfirði.
Auk þess voru haldnar 3 af-
kvæmasýningar í Skagaflrði. (Af-
Kvæmin borin saman við mæð-
urnar til þess að sjá hvaða áhrif-
um stóðhesturinn hefir valdið.)
Af samanburði á sýningunum
fyrr og nú virðist augljóst, að
stóðhestum fækki, en batni, og
má sennilega þakka það hrossa-
ræktunarfélögunum. Þau eru nú
23 alls og starfa nokkur þeirra