Vísir - 01.03.1941, Síða 1

Vísir - 01.03.1941, Síða 1
Ritstjór i: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri • Blaðamenn Síml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri S línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 1. marz 1941. 49. tbl. Ankara-fundinum lokið. Búlgarar hafa gerst aðilar að Þríveldabanda' nu. Búlgaría hefir nú gerzt að- ili aS þríveldabandalaginu (þ. e. Þýzkalands, ítalíu og Jap- an), og fór undirskriftarat. höfnin fram með viðhöfn í Vínarborg. Viðstaddur var Hitler sjálfur, forsætisráð- herra Búlgaríu og von Ribb- entrop utanríkisráðherra Þýzkalands og margt stór- menni annað. í löndum möndulveldanna er það talið mjög mikilvægt, að Búlgaría hefir gerzt aðili að þríveldabandalaginu, og talin enn ein sönnun fyrir því, að allar meginlandsþjóðirnar muni um það er lýkur fallast á að hlíta leiðsögn Þjóðverja sem forystuþjóðar í megin- landsmálum öllum. 1 Bret- landi er talið, að Búlgarar hafi verið þvingaðir til þess að gerast aðili að sáttmálan- um, og mikill hluti þjóðar- innar sé andvígur honum, og vilji að stjórnin haldi fast víð hlutleysisstefnu sína. En Þjóðverjar hafa nú hert svo tökin á Búlgörum, að þeir verða að sitja og standa eins og Þjóðverjar vilja, segja Jiretar. Þjóðverjar herða fökin á Búlgörum. Það var tilkynnt opinberlega í útvarpinu í An- kara i gærkveldi, að viðræðunum milli Eden, Dills herforingja og tyrkneskra stjórnmála- manna og herforingja væri nú lokið — með algeru sam- komulagi. Tekið var fram, að rætt hafi verið um horf- urnar í alþjóðamálum — og horfurnar á Balkanskaga sérstaklega. Áður en þeir fóru, Eden og Dill, gengu þeir á fund Inonu Tyrklandsforseta og voru þeir viðstaddir Sarajoglu og sendiherra Breta. Áður en Eden fór ræddi hann við Sir Stafford Cripps, sendiherra Breta í Moskva. LOFTÁRÁS Á MALTA. MIKIÐ TJÓN. Mikið tjón varð á eignurn og manntjón mikið í loftárás, sem gerð var á Malta í gær. Talið er, að um 200 manns hafi orðið liúsnæðisláusir. — A. m. k. ein flugvél óvinanna var skotin niður. Um leið og þær fregnir hár- ust, að handalag Tyrkja og Breta væri traustara en nokk- uru sinni, komu fregnir um, að Þjóðverjar væri enn að hei'ða tökin á Búlgörum. Er nú búist við, að Búlgarar séu í þann veg- inn að gerast aðilar að þrívelda- handalaginnu, og ef til vill yrði Hitler sjálfur viðstaddur, er undirskriftin færi fram, senni- lega í Vínarborg. HÚSRANNSÓKN OG HANDTÖKUR. í fyrrakvöld kl. 8 og þar til kl. 6Y2 í gærmorgun var Sofia símasambandslaus við umheim- inn og aðrar borgir og héruð landsins, nema einni línu var lialdið opinni til Belgrad. í dög- un sló lögreglan hring um ýms liverfi í horginni og fór fram. húsrannsóknhjá 10 búlgörskum, blaðamönnum, sem eru frétta- ritarar ' erlendra blaða, t. d. Londin Times og Chicago Daily News. í einni fregn segir, að blaðmennirnir liafi verið flutt- ir i Ilýjar fangabúðir, §em kom- ið hefir verið upp, en í Reuter- fregn, að Rendell sendiherra hafi mótmælt handtökunum harðlega, og hafi a. lii. k. sumir hlaðamennirnir verið látnir lausir. Ennfremur var yfirþjónn sendiherrans, sem er Búlgari, látinn laus, en hann liafði skyndilega verið kvaddur í her- þjónustu. Verða Italir að yfirgefa Eritreu og Somaliland nú þegar? Hersveitir Breta kreppa stöðugt að þeim. Abessiniufjöllin seinustu virki ítala í Austur-Afríku. Það er nú talið æ líklegra, að vörn ítala í Eritreu muni bresta þá og þegar, en hún má nú heita gersamlega þrotin í Somali- landi. Hersveitir Breta, sem sækja til Kerin í Eritreu að norðan- verðu frá eru nú komnar að útvirkjum Kerin og þar sem aðrar hersveitir sækja að borginni að sunnanverðu frá og suðaustan- verðu geta ítalir aðeins haldið undan til Asmara — en haldið er uppi stöðugum loftárásum á járnbrautina þangað. Mikla athygli vekur, að ítölsku blöðin virðast vera að undirbúa ítölsku þjóðina undir tíðindin um, að ekki að eins Somaliland, heldur og Eritrea -r elzta og þjóðinni kærasta nýlendan — séu í þann veginn að falla. Blaðið Popolo di Italia viðurkenndi í gær, að ekki væri auðið fyrir Itali í Austur-Afríku, er væri einangraðir frá ættjörð sinni, að verjast öflugum nútímaherjum, og væri því líkur til, að yfir- gefa yrði Somaliland og Eritreu, en haldið yrði áfram að veita viðnám í hálendi Abessiniu. Öllum er Ijóst, að það er aðeins sagt í hughreystingar skyni, að þar verði varist, því að þegar búið er að taka Eritreu og Somaliland verður sókninni haldið#áfram af enn meira kappi gegn ít ilum í Abessiniu. Sendiherrann ræddi við for- sætisráðherra Búlgaríu um her- væðinguna þar í landi og mun hafa krafizt skýringa á henni, sérstaklega þar sem lierlið hef- ir ^erið sent til landamæra Tjyrklands og Grikklands, bandamanna Breta, en frá þess- um þjóðum þurfa Búlgarir ekki að óttast neina árás. ALFONSO LÁTINN. Alfonso fyrr Spánarkonung- ur létzt í Rómahorg í gær, 51 ára að aldri. — Þriggja daga þjóðarsorg hefir verið fyrir- skipuð á Spáni í tilefni af frá- falli hans. Alfonso liafði verið landflótta um, 10 ár. ítalska þjóðin fær loks að heyra sann- leikann. ítölslcu hlöðin eru smám, sam- an að segja þjóðinni meira og meira um ósigra ítála. M. a. er nýhúið að segja frá því, að 5 itölskum herflutningaskipum liafi verið sökkt á leið til' Al- haníu. Reikningur fyrir hernaðarlega aðstoð. Eitthvert gleggsta merkið um vandræði Mussolini er það, að hann liefir nú sent Franco fju-ir aðstoð veitta í Spánar- reilcning upp á 68 milj. stpd. styrjöldinni, en það var aldrei minnst á það áður, að Spán- verjar yrði að greiða fyrir þá aðstoð. Nú segir Mussolini, að ítalir hafi lamast hernaðarlega vegna aðstoðarinnar við Spán, og reynir að a'fsaka hrakfar- irnar fyrir Bretum með því. Loftárásir á Tripoli. Ljósmyndir, sem teknar liafa verið úr flugvélum yfir Tripoli, sýna að miklar skemmdir hafa orðið þar í seinustu loftárásum. M. a. hrunnu tvær rafmagns- stöðvarhyggingar til kaldra kola. 300 kr. sekt fyrir lirot á Msaieigulögunnm. J*yrir nokkuru var kveðinn upp dórnur gegn Guð- mundi H. Þórðarsyni stórkaup- manni fyrir brot á húsaleigu- lögunum í nokkurum tilfellum. Guðmundur var dæmdur í 300 kr. sekt og til að greiða málskostnað. Hann hafði tekið of háa leigu af fimm leigutök- um og sagt tveim upp íhúðurh að ólögum. Loftbelgur næst fyrír innan bæinn. T MORGUN veittu bæjarbúar því eftirtekt, að loftbelgur, eins og þeir, sem notaðir eru í Bretlandi, sveif fyrir innan bæ- inn. Datt ýmsum í hug, hvort hér myndi vera að ræða um auknar loftvarnir af hálfu Breta. Svo er þó ekki, því að i hirt- ingu í morgun kom belgurinn svífandi úr norðri og dró á eftir sér langan vírstreng, eins og þeir belgir liafa gert, sem liafa valdið tjóni á símalinum hér á landi. Belgurinn sveif fram lijá Kleppi, en skanimt þar fyrir sunnan tókst brezkum her- mönnum að ná í virinn og gátu þar með stöðvað belginn. Undir hádegið fór helgurinn að lækka i lofti og náðu Bretar honum niður. Belgur þessi skemmdi síma- línur á Kjalarnesi, en viðgerð- armenn simans voru þar nær- staddir og kipptu því strax í lag. Vestmannaeyja- bátar sluppu margir nauðu- lega úr róðri, AHir eða flestir Vestmanna- eyjabátanna réru í fyrrinótt og höfðu landvar lengi fram eftir degi. Bátar þeir, sem héldu sig á eystra hluta veiðisvæðisins sluppu vel í land, en hinir nauðulega, sem lengra fóru vestur. Telja sjómenn í Eyjum, að þeir hafi aldrei lent í verra veðri á sjó né komizt í hann jafnkrappan. Veðurhæðin var geysimikil og ísing svo mikil, að illt var að athafna sig. Allir bátarnir náðu þó landi klakklaust og ennfremur einn útilegubátur af þremur, sem veiðar stunda frá Vestmanna- eyjum. Bátar þeir, sem ókomnir eru lieita Kári og Baldur, en ekki er talin ástæða til að ótt- ast um þá. Laxfoss, sem var á leið til Vestmannaeyja er óveðrið skall á, komst þangað heilu og höldnu í gærmorgun. Hafði hann lengst af legið út af Stokkseyri, og liafði förin reynst liin erfiðasta á allan hátt. Óðni, Rúnu og Estelle náð út. Engar frekari skemmdir urðu af veðrinu í nótt hér í höfninni, að því er Vísi Var tjáð í morg- un. — Magni byrjaði í morgun að ná út livalveiðabátnum Estelle, línuveiðaranum Rúnu og varð- bátnum Óðni, sem liöfðu rekið upp fyrir vestan Ægisgarð. Gekk þetta greiðlega og munu skipin ekki liafa orðið fyrir neinum skemmdum, sen> telj- andiN eru. Strandið á Mýrdalssandi: Björgun gengur ágætlega. —— . * Kl. 10,30 var búið að bjarga 21 af 44 skipverjum. m hádegi í gær strandaði 5000 smál. belgiskt skip við Kötlutanga á Mýrdalssandi. Sendi skipið þegar frá sér neyð- armerki, en Skipaútgerð ríkis- ins sendi Ægi á vettvang, því að hann var þá staddur fyrir sunn- an land. Þegar Ægir kom á strand- staðinn reyndist ómögulegt að gera björgunartilraunir fró sjó og sendi liann skeyti um það til Reykjavíkur, að mennirnir í ná- grenni strandstaðarins gerði að- vart um strandið. Sími var bilaður austan Mark- arfljóts og var því birt tilkynn- ing um þetta í útvarpinu. Fóru þá menn fyrir austan þegar á strandstaðinn, en gátu ekkert aðhafst fyrri en undir morgun. Lýsti Ægir skipið upp í nótt. Snemma í morgun fékk svo Pálmi Loftsson, forstjóri Skipa- útgerðar ríkisins, skeyti frá Ægi um það, að búið væri að koma linu úr landi i belgiska skipið. Kl. ÍO1/^ sendi Ægir aftur skeyti um það að búið væri a'ó bjarga 21 manni af 44, sem á skipinu eru. Virðist björgun þvi ganga mjög vel og má búast við að tekizt liafi að bjarga öllum skipverjum um eða eftir liádeg- ið. Víntunnu stolið. I gær var einni víntunnu stolið af bifreið Áfengisverzlun- arinnar, er hún var að aka vín- tunnunum sem rak úr portú- galska skipinu, inn í Nýborg. — Fékk lögreglan vitneskju um það utan úr hæ, að i liúsi einu væri verið að koma ámu fyrir í kjallara hússins. Fór lögreglan jiegar á vettvang og fann þar liina stolnu tunnu. Voru tveir menn í félagi um stuldinn og náðist til þeirra beggja. Annars bar talsvert á þvi i gærmorgun, að menn töppuðu vín af tunnunum sem rak úr strandaða skipinu og gerðust ölvaðir. Voru menn með mesta móti teknir úr umferð í gær og nótt og mun þessi óvænti reki liafa átt sinn þátt í því. Metafli 700 kr. hlutur á ein» um degi. Meðal Vestmannaeyjabáta, sem réru í fyrrinótt var m.b. Leo, eign Þorvalds Guðjónsson- ar, sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Lá m.h. Leó suður af Bjarn^ arey í allan gærdag að lieita mátti og fiskaði í vari af eyj- unni. Aflaði báturinn 30 smálestir fiskjar og telur formaðurinn að það muni nema um kr. 700.00 í hlut. Ef hér er ekki orðum aukið, sem engin ástæða er til að ætla, mun þetta vera alger metafli á bát af sömu stærð og Leo er. Hér á myndinni sjást skipinþrjú, l sem rak- upp hjá Slippnum. Fremst er Óð- in, vinstra meg- in við hann er Rúna, en yfir Óðinn sést i reykháf og siglutré á norska skipinu Estelle. Vélbátarnir „Vestri“ og „Kristín“ mara í kafi í krikanum vestan Grófar- bryggju.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.