Vísir - 01.03.1941, Qupperneq 2
VlSIR
Minningarorð
um Isólf Pálsson]
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
FélagsprentsmiSjan h.f.
JLærum
af reynslunni.
SÍÐA5TA sólarliring geisaði
ofveður um land allt, sem
olli miklu tjóni, en mest var
veðrið hér í Faxaflóa og í grend.
Var liér fárviðri, sem helzt er
likt við „Halaveðrið“ mikla, er
togararnir fórust, eða óveður
það, sem liér geisaði 1ÍM)6 og
skip fórust hér í sundunum,
l>annig að engri hjálp varð við
komið.
Svo er fyrír að þakka, að
manntjón mun að þessu sinni
elcki hafa orðið eins tilfinnan-
legt og í óveðrum þeim, sem að
framan er getið, en óttast er þó
um afdrif eins háts, sem ekki
er kominn fram, en rekið liefir
þrak úr í Garði. Er það vélbát••
urinn Hjörtur Pétursson, sem
hér er átt við, en á honum voru
sex nienn héðan úr bænum og
annarsstaðar að. Hefir íslenzka
þjóðin þvi enn einu sinni gold-
ið afhroð vegna hamfara nátt-
úruaflanna, þótt að öllu sainan-
lögðu hafi betur úr ræzt en á
horfðist, er óveðrið skall á.
Efnatjónið hefir liinsvegar
orðið miklu tilfinnanlegra en
oft áður, ekki aðeins hér í
Reylcjavik, heklur einkum i
verstöðvunum við sunnanverð-
an flóann, sem búa við miklu
erfiðari aðstæður en hér er um.
að ræða. Má segja að í öllum
höfnum á Reykjanesi liafi eitt-
hvert tjón orðið, en þó lang-
mest í Keflavík og Ytri-Njarð-
vik, en þar eyðilögðust að mestu
eða öllu 5 bátar, en margir
munu hafa skemmst meira eða
minna. Er hér um hið alvarleg-
v asta áfall að ræða fyrir smáút-
vegsmenn, sem liafa að undan-
förnu átt við ýrnsa erfiðleika
að etja, og ekki notið verðliækk-
unar á framleiðslu sinni svo
sem skyldi, að þvi er útflutning
snertir. Eru þeir því illa undir
það búnir, að mæta slikum
skakkaföllum, einkum þar sem
vetraratvinna þeirra og skips-
liafnanna fer með öllu út um
þúfur.
* En við eigum að læra af
reynzlunni og gera ]>að, sem
ixnnt er til þess að bæta atvinnu-
skilyrði þessara manna. Á und-
anförnum árum hefir verið
mikið um það rætt, að nauðsjm
bæri til að gera hafnarbætur á
Suðurnesjum, þar sem heppi-
legast yrði talið, en nokkur á-
tök munu hafa orðið þar syðra
um hafnarstæðið og ekki að
fullu ráðið, hvar það kann að
verða ráðið endanlega. í fjár-
lagafrumvarpi þvi, sem nú hefir
verið lagt fyrir þingið, er far-
ið fram á að stjórninni verði
gefin heimild til að verja allt að
100 þús. kr. til þessarar hafnar-
gerðar og hefði slík heimild vel
mátt fyr veitast, enda er slíkn
fé ekki á glæ kastað, ef vel velst
um staðinn.
Þótt svo hafi til tekist, að tjón
hafi sjaldan orðið á bátum í
verstöðvunum syðra, svo sem
nú hefir orðið raun á, er það
veðurfarinu einu að þakka, en
ekki aðbúð bátanna, sem þaðan
stunda sjó. Hættan er stöðugt
yfirvofandi, ef eitthvað verulega
ber út af, en útgerðin hér við
Faxaflóa er orðin það þýðing-
armikill þáttur í þjóðarbú-
skapnum í heild, að óviðunandi
er, að ekki verði að lienni húið
svo örugglega, sem tök eru á.
Um það verður ekki deilt, að
hafnargerðir munu reynast nú
nokkru kostnaðarsamari, en
raun hefði orðið á fyrir stríðið,
en þess ber þá að g'æta, að
nauðalítið þarf af aðkeyptu efni
iil slíkra mannvirkja. Grjótið
og hraunið á Reykjanesskagan-
um verður þar aðaluppistaðan,
þótt að sjálfsögðu þurfi steinlím
til að tengja það að einhverju
leyti saman, og eitthvað lítil-
ræði af öðru aðkeyptu efni. Það
eru vinnulaunin, sem verða
langmesti þátturinn í kostnað-
inum, og ekki ber að sjá í þau
eins og nú standa sakir. Menn
eru sammála um að þarna
syðra eigi að ráðast í hafnar-
gerð, en þá verður að finna
heppilegasta staðinn af þeim,
sem til greina koma. Hann eiga
verkfræðingar einir að ákveða,
en ekki fyrst og fremst þeir
menn, sem sérstakra hagsmuna
hafa að gæta vegna hafnargerð-
arinnar. Öryggi flotans og sjó-
mannanna á að sitja þar fyrir
öllu, og hafnargerðin á að hef j-
ast sem fyrst.
Fimmtugur á morgun:
H. Bieríng
kaupmaður.
Á morgun verður fimmtugur
einn af mætustu borgurum
þessa bæjar, Henrik Biering,
kaupmaður. Hann fæddist i
Reykjavík 2. marz 1891.
Biering hefir starfrækt verzl-
un sína, er áður nefndist Joh’s
Hansens Enke, frá því árið 1925.
Jókst verzunin jafnt og þétt
undir ágætri stjórn hans. Hefir
öllum Jjótt gott að eiga við-
skipti við Biering, og hann hefir
aflað sér vinsælda um land allt.
Biering er kvæníur Olgu
Hansen og eiga þau fimm
mannvænleg börn. Margir
munu leggja leið sína heim til
hans ó morgun, eða árna lion-
um allra heilla á annan hátt.
Skemmtun V. R. á
mánudag.
^rshátíð Yerzlunarmannafé-
lags Reykjavíkur, sem
fresta varð fyrir nokkuru, verð-
ur nú haldin n. k. mánudags-
kvöld að Hótel Borg. Verður
skemmtunin að eins á einum
stað, vegna þess hve margir
hafa gengið úr skaptinu af
völdum veikinda.
Afmælisfagnaðurinn hefst
raunverulega kl. 6, en þá verða
gestir og heiðursgestir boðnir
til Félagsheimilis V. R. við Vall-
arstræti. Verða þar afhent heið-
ursskjöl Jieim, sem félagið gerir
að heiðursfélögum sinum.
Þessi athöfn á að taka klukku-
tíma, en kl. 7 stundvislega á
borðhald að liefjast að Hótel
Borg. Eru menn stranglega á-
minntir um stundvisi, því að
þegar bjæjað verður að útvarpa
frá skemmtuninni, verður mál-
tíðinni að vera lokið.
Á þriðjudag verða verzlanir
óg skrifstofur hinna einstöku
stéttarfélaga verzlunar'stéttai--
innar lokaðar til kl. 1 eftir há-
degi.
Hann andaðist i sjúkraliúsi
Hvítabandsins 17. f. m. og verða
jarðneskar leifar hans til graf-
ar bornar í dag. Er hér til mold-
ar hniginn einn af beztu og
merkustu sonum þjóðarinnar.
ísólfur Pálsson var fæddur að
Syðra-Seli við Stokkseyri 11.
marz 1871, og var yngstur af
12 systkinum. Voru bræðurnir
10 en systur 2. Eru nú að eins
tveir bræðranna á lífi af þessum
stóra hópi, þeir Jón Pálsson
fyrrv. hankaféhirðir og Gísli
hóndi i Hoftúni við Stokkseyri.
Foreldrar ísólfs voru hjónin
Páll Jónsson hreppstjóri á
Syðra-Seli (d. 24. fehr. 1887)
og Margrét Gísladóttir ljós-
móðir (d. 20. marz 1914). Voru
þau foreldrar ísólfs bæði, svo
og Einar faðir Sigfúsar dóm-
kirkjuorganista, og Sigríður,
móðir Adolfs á Stokkseyri, þre-
menningar, að frændsemi, kom-
in af Jóni syni Bergs í Bratts-
holti, sem hin alkunna Bergs-
ætt er frá komin, sem m. a. er
rómuð fyrir mjög áberandi
sönghneigð, er ætíð hefir lifað
og dafriað með henni.
ísólfur kvæntist 18. nóv. 1893
eftirlifandi konu sinni, Þuríði
Bjarnadótlur frá Simonarhús-
um á Stokkseyri, ágætri konu
í hvívetna, sem lagt hefir alla
orku sína og líf í það eitt, að
hugsa um mann sinn og heimili,
og hinn stóra barnahóp er þau
hafa eignazt. Börn þeirra eru
þessi: Páll, dómkirkjuorgan-
leikari og tónskáld, Sigurður,
organleikarí (við fríkirkjuna),
Pálmar, hljóðfærasmiður,
Þórir, Guðni, ísóífur, Ing-
ólfur verzlunarmaður, og
Margrét, féhirðir við Útbú
Landsbankans á ísafirði. Fjög-
ur böm misstu þau ung að
aldri. Hét eitt l>eirra Bjarni, og
var hann úrsmiður. Hann var
ágætur piltur, og mjög list-
hneigður, en andaðist rúmlega
tvítugur 1924. Stúlku, er Fjóla
hét, misstu þau, er liún var 6
ára. Var sár harmur kveðinn að
hjónunum við missi þessara
bama sinna.
Meðan ísólfur átti heimili
eystra, stundaði hann for-
mennsku á vetrum, og var bæði
lieppinn og útsjónarsamur, enda
veðurglöggur með afbrigðum.
Sagði hann oft fyrir veður um
lengri tíma, og það svo vel, að
sjaldan skeikaði. Hann var og
afbragðs skytta, og sótti oft
björg í bú sitt með byssu sinni
fram í skerjagarðinn undan
Stokkseyri. Þá var hann og lika
á þessu timabili æfi sinnar,
organleikari í Stokkseyrar-
kirkju um 20 ára skeið. Þótti
hann prýðilegur liljóðfæraleik-
ari, og leikir hans (Improvisa-
tioner) við guðsþjónustur ynd-
islegir, þrungnir . andagift og
tign, svo að jafnvel lærðir menn
erlendir, er hlustuðu á, dáðust
mjög að. Og hinir söngelsku
prestar, hræðurnir, séra Ólafur
í Hraungerði, og Geir, síðar
vígsluhiskup, svo og síra Ólaf-
ur Helgason, höfðu mjög dáðst
að hljóðfæraleik ísólfs, að kunn-
ugra manna sögn, en þeir sungu
oft messur að Stokkseyri, og siá
síðasttaldi var þar sóknarprest-
ur um mörg ár. Það kom oft
fyrir, að ísólfur gat setið við
hljóðfærið tímunum saman, og
leikið undirbúningslaust jafn-
vel undursamleg verk utanbókr
ar — enda voru það hans eigin
hugsmíðar —, en þvi miður
mun hann eigi liafa fest þetta
á blöð, og því jafnvel gleymst
honum sjálfum, að einhverju
Ieyti, er tímar liðu. Árið 1912
fór ísólfur til Kaupmannahafn-
ar og lærði þar tónstillingar og
hljóðfærasmíði hjá hinni frægu
liljóðfæraverksmiðju Hornung
& Möller, er lét lionum þann
vitnisburð i té, að náminu
loknu, „að liann hefði óvenju-
lega næmt söngeyra, og væri
með afbrigðum listfengur mað-
ur í sönglist“. ísólfur fluttist
hingað til bæjarins'fyrir 30 ár-
um (1910) og stundaði hér
hljóðfærasmíði og stillingar á
hljóðfærum. Öll verk lians, er að
þessu lutu, voru eins og allt
annað, unnin af frábærri vand-
virkni og úlsjónarsemi, og
vandaðri mann til orða og verka
mun naumast unnt að finna.
Hann var dulur i skapi og við-
kvæmur í Iund, en æðraðist þó
eigi, þótt við örðugleika væri
að etja, eins og ástvinamissi og
fremur þröngan efnahag. í eðli
sínu var ísólfur maður glaðvær
og góður til viðræðu; lét sig
fáu skipta um annara hagi en
þeirra, sem eitthvað áttu örð-
ugt. Hann var heittrúaður á
háleitan tilgang alheimsstjórn-
arans með líf og kjör manna,
hans eigin sem annara. Hugs-
anir hans voru góðar og göfug-
ar og hann ætlaði engum manni
illt; sálfur gætti hann þess
vandlega, að aðhafast ekkert
það, er sett gæti blett á líf hans.
Aldrei um sína daga neytti hann
víns eða tóhaks, og studdi af
alefli alla góða viðleitni manna
til þess, að forða þjóð sinni frá
þeim vandræðum, er nautn
þessara eiturlyfja hefír valdið
lienni um margar aldir.
—o—
ísólfur Pálsson var fjölhæf-
asti maður, er eg hefi kynnst,
eða lieyrt getið um. Eg hygg að
það sé næstum eða alveg eins-
dæmi, að einn og sami maður
sé tónskáld og ljóðskáld, hug-
vitsmaður og læknir, organleik-
ari og hljóðfærasmiður. En allt
þetta var • ísólfur Pálsson. í
huga hans og höndum lék allt.
Svo frábærlega vél hafði nátt-
úran gert liann úr garði.
Fyrir löngu var það kunnugt,
að hann var tónskáld og.það svo
gott og við alþjóðar hæfi, að eg
tel vafasairit, að þjóðin syngi nú
meira eftir önnur tónskáld en
ísólf. Lögin hans flugu upp í
fangið á öllu söngelsku fóUci,
því þau „klöppuðu undur hlýtt,
eins og barn á vanga“, og túlk-
uðu svo frábærlega vel anda og
orð ljóðanna, er þau voru sett
við, að ljóð bg lag varð ein ó-
rjúfandi heild. Hver er sá, sem
ekki finnur morgunsól vorsins
hjóða sér „góðan daginn“ er
hann syngur lagið „Nú brosir
vorsólin blíð og góð“, eða
ljúflingsljóðin lýsa upp hug-
ann sem skáldið syngur sumr-
inu og „lóunum ungu“?
Og liver er sá, er ekki sér
draumsýn skáldsins enn betur,
er liann syngur „í birkilaut
livildi eg bakkanum á“ ?
Framan af æfinni mUn ísólf-
ur ekki hafa ráðist í að semja
stór lög, en á síðari árum gerði
hann það, því hann var á þessu
sviði sem öðrum alltaf að
stækka. Þekktasta stórlagið eft-
ir hann er við ljóð Gísla Brynj-
ólfssonar „Hin dimma, grimma
hamrahöll“, en fleiri munu til
vera, og mér er kunnugt um, að
hann hafði nýlokið við, stórt
lag og tilkomumikið, við prýði-
legt kvæði, er hann hafði sjálf-
ur orkt, um fjalladrottninguna
svipmiklu — en dutlungafullu
— Heklu, sem alla tíð hefir
staðið honum fyrir hugarins
sjónum, frá því er liann komst
til vits og ára í foreldrahúsum
á Syðra-Seli.
Tónskáldskapargáfa ísólfs
Pálssonar var svo rík frá hendi
móður náttúru, að eg hygg þaS
eigi ofmælt þó eg segi, að fyrir
liana eina hefði liann orðið
mjög þekktur maður, einnig ut-
an síiis eigin ættlands, ef liann á
unga aldri hefði átt þess kost,
að fá þá menntun sem slíkri
gáfu hæfði, og aðstöðu til að
geta helgað sig lienni. En mér
er ekki kunnugt, að liann hafi
nokkurntíma gengið í skóla.
Hann var algerlega sjálfmennt-
aður maður, þ. e. maður sem
var, það sem hann var, af eigin
upplagi og eigin dáð.
Þó þjóðin kunni mikið af
lögum eftir ísólf, sem birzt hafa
i ýmsum ritum og sönglaga-
heftinu „Fjóla“, sem Jón bróð-
ir hans gaf út fyrir nokkurum
árum, til minningar um látnu
dótturina með sama nafni, mun
þó miklu meira vera til í liand-
ritum, sem vonandi verður lika
einliverntíma þjóðarinnar eign.
Þá var ]>að. og alkunnugt, að
ísólfur fékkst allmikið við
læknisdóma um langan lima
æfinnar, og hjálpaði fjölda
fólks, er til hans leitaði þeirra
ráða, þó ólærður væri. En þetta ’
var einn þátturinn í lians fjöl-
hæfa eðli. Honum þótti takast
alveg snilldarlega að lækna
lungnabólgu, hálsveiki, misl-
inga, kíghósta og aðra barna-
sjúkdóma, og mun hafa verið
álit ýmsra góðra lækna, að við
barnasjúkdómum væri engu
síður að leita til ísólfs en til sín.
Er drepsóttin mikla geisaði
•1918, reyndist hann hinn mesti
bjargvættur, og' hjálpaði þá
fólki svo hundruðum skipti.
Ekki var ísólfur að trana fram
lækningum sínum. Þegar lcom-
ið var til lians þeirra erinda, var
hann vanur að segja: „Ef þú
h_yggur að eg geti hjálpað þessu
við frekar en aðrir, skal eg
reyna, og gera hvað eg get.“
Munu þeir nú verða margir, er
senda honum „ástúðlegar hugs-
anir“ yfir landamærin mildu,
fyrír þennan þátt í stai'fi lians í
þessari tilveru —- eins og aðra.
Einnig var það á margra vit-
orði, að ísólfur var liugvits-
FLIK-FL AK E R BEZT.
Hið fljótvirka FLIK-FLAK sápulöður
leysir og f jarlægir öll óhreindindi á
stuttri stundu.
Fínasta silki og óhreinustu verkamanna-
föt. — FLIK-FLAK þvær allt með sama
góða árangri.
Látið FLIK-FLAK þvo fyrír yður.