Vísir - 15.03.1941, Side 2

Vísir - 15.03.1941, Side 2
DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Skráning og gildi. ALLTAF liefir það þótt heldur grein,darmerki að athuga sinn gang. Og alltaf hefir l>að þótt heldur flysjungs- einkenni að rasa um, ráð fram. Það kemur stundum fyrir að leiðin, sem var opin i gær er lokuð í dag. Það er eþki til neins að segja: „Skipið er nýtt en .skerið hró, skal því undan láta“. Skerið sakar ekki við árekstur- inn. Það er skipið, sem brotnar og áliöfnin sem lendir i lífs- háska. Það er engin regla án undan- tekningar, jafnvel ekki sú, að aldrei megi fresta til morguns, því sem hægt er að gera í dag. Það er ekki heldur algild regla, að hika sé sama og tapa. Ef híll kemur brunandi fyrir húshorn er réttara að liika við að stiga út af gangstéttinni. Það er dá-' lítið háskaleg umferð í heimin.- um uni þessar mundir, og fót- gangandi einstæðíngi aldrei meiri hætta búin. Það er eklci til neins að loka augunum fyrir því: Svona er það. Eiginmaðurinn getur sagst vera húsbóndi á sínu heimili, en það stoðar ekkert, ef konan ræður öllu. A1 Capone getur sagt að hann sé heiðarlegur maður. Honum er engu borgn- ara, því allir vita, að hann er bófi. Bandinginn getur sagt að Iiann sé frjáls, en til hvers er það, þegar allir sjá að liann liggur i hlekkjum. Það væri margir mikilménni, ef aðrir verðlegðu manngildi þeirra á sama hátt og þeir sjólfir. En það er ekki nóg að segjast vera Napoleon til að leggja undir sig heiminn. Við getum skráð gengið á vinnu okkar, á framleiðslu okk- ar, á okkur sjálfum, eins og oldcur bezt lystir. Við getum fest skráninguna i ramma eins og „Drottinn blessi heimilið“ yfir liöfðalaginu, en við verðum engu ríkari og engu meiri fyrir því. Það væri enginn vandi að lifa, ef óskir væri sama og veruleiki. i Verkamaðurinn segði: 10 krónur um timann, og svo kæmi hann heim að enduðu dagsverki með rauðan seðil í vasanum. Bóndinn segði: 100 krónur fyrir lambið og þar með væri það mál útkljáð. En það er svo raunalegt að gildi hluta og manna fer ekki eftir því sem við sjálfir verð- leggjum, heldur eftir mati ann- ara. íslenzkir bændur væri orðn- ir rikir, ef þeir hefðu getað ráðið markaðsverðinu á afurðum sín- um með því einu að kríta það nógu hátt á baðstofubitann. Is- lenzkir verkamenn þyrftu ekki að kvarta, ef þeim væri nóg að skrifa 10 krónur um tímanii í vasabókina. íslenzka þjóðin þyrfti ekki að hafa neinar á- liyggjur af framtíð sinni, ef ekki þyr'fli annað en skrá: „Fullveldi og sjálfstæði“ gylltum stöfum yfir útidyraliurðinni á stjórnar- ráðshúsinu. Skráning stoðar ekkert ef hún er ekki í samræmi við markaðs- verð. Markaðsverðið er mat Lv. Fróði kom hing- að kl. 12 á hádegi. Hátíðleg athöín á hafnarbakkanum. Fróði kom hingað um hádegisleytið í dag með lík hinna 5 föllnu skipverja. Lagðist skipið þegar upp að hafnarbakkan- um, en áður hafði safnast þar margmenni, er mun hafa skipt þúsundum. Hafði fregnast, að Fróði myndi væntanlegur um hálf- ellefuleytið i dag, og hafði þá þegar safnast allmargt fólk nið- ur á hafnarbakkann. Fjölgaði fólkinu stöðugt og kom sér m. a. fyrir bæði úti í nærliggjandi skipum og uppi á Ilafnarhús- inu, auk alls þess fjölda, sem safnaðist saman á liafnarbakk- anum. Þegai’ Fróði lagðist upp að, lék lúðrasveit sorgarlag, en að því búnu voru líkkistur skip- verjanna firnin teknar fram og sveipaðar fánum. Flutti þá síra Árni Sigurðsson mjög hjart- næma ræðu, sem hér fer á eftir: „Mjök erumk tregt tungu at hræra.“ Með þeim orðum lióf forn- skáldið harmþrungna Sonator- rek. íslenzku sjómannasléttinni er likt innanbrjósts nú og hon- um var þá. Hún á marga hraustra sona að sakna, sem látið hafa lif sitt úti á hafinu á síðustu vikum og mánuðum. Vér erum vanir því íslendingar, að hraustustu synir þjóðar vorr- ar falli i baráttu sinni við blind náttúruöflin, ’stundum einn í senn, stundum fáir, stundum margir. En hitt er oss nýtt, að þeir falli fyrir blindu grimmd- aræði hernaðarins, og það með þeim hætti, sem hér hefir orðið. Þegar slík ódæmi gerast, þegar slíkar feiknafregnir berast oss til eyrna, verðum vér gagntek- in þeim tilfinningum, sem svo eru sterkar, svo djúpar og sár- ar, að „þeirra mál ei talar tunga“. Vér Islendingar erum „fáir, fátækir og smáir“á mæli- kvarða hinna voldugu lieims- drottna þessarar ógnaaldar. Og atburðir þeir, sem gerast hjá oss og eru miklir í augum vor- um, vekja vísast litla atliygli í þeim ferlega hildarleik, sem nú er háður. Þegar vér verðum að kenna á ofurefli hinna stóru og sterku, getum vér aðeins skolið málum vorum undir dómsúrskurð hins eilífa rétt- lætis. Ættjörð vor og þjóð á ekki „sakar afl við sonar bana“. Vegna alls þessa er oss „tregt tungu að hræra“, í sambandi við þann sonamissi, er þjóð annarra á gildi þess sein skráð er. Ef þjóðunum nægði að segj- ast vera fullvalda, væri engin þjóð ófullvalda. Fullveldi fæst ekki nema fyrir viðurkenningu annarra. Allt eru þetta hversdagsleg sannindi, en engu að siður íhug- unarverð á þessum tímum. Við skulum ekki hlanda saman ósk- um og veruleika. Við skulum, ckki láta okkur til hugar koma, að neinn maður sé svo frækinn, að hann stökkvi liæð sina í öll- um herklæðum, nema fast sé undir fæti. Við skulum athuga umferðina og hika við að stíga út af gangstéttinni, nema öruggt sé, að ekki komi bíll fyrir hornið. Við skulum muna, að skráning er markleysa, ef hún er ekki í samræmi við mat ann- arra á gildi þess, sem skráð er. a vor beið i falli hinna 5 skip- verja á línuveiðaranum Fróða. í meira en þúsund ár hafa íslenzkir sjómenn lagt út á djúpið til að sækja þjóð sinni björg og blessun í nægtabúr hafsins. í meira en þúsund ár liafa íslenzkir farmenn snúið stöfnum til •annarra landa, til að selja varning þjóðarinnar og sækja heim andvirði lians, þjóðinni til viðurværis. I allar þessar aldir Iiafa íslenzkir sjó- menn og farmenn verið þjón- ar friðarins og hinna vinsam- legu viðskipta við aðrar þjóð- ir. Þeir hafa verið friðarins stríðsmenn og farsælir hjarg- vættir sinnar eigin þjóðar. Og jafnframt hafa þeir, og það aldrei fremur en nú, síðan styrjöldin hörmulega liófst, verið hjálparhellur og bjarg- vættir stéttarbræðra sinna og annarra nauðstaddra manna af öðrum þjóðum. Þeirra skjöldur er hreinn, Guði sé lof. Og segja má, að á þann skjöld séu rituð . einkunnarorðin: Hreysti, drengskctpur, fórnar- lund. Hjá oss íslendingum liefir sú heilaga hugsun þróast í meiri friði en víða annars stað- ar, að allir menn séu frá skap- arans liendi jafnbornir til gæða jarðarinnar, allir eigi þar rétt til að njóta fegurðar og gleði lífsins, og allir eigi þeir að lifa saman í bræðralagi. Sjó- mannastéttin islenzka hefir af mikilli hreysti þjónað þessari lífsskoðun þjóðal' vorrar. Mennirnir fimm, sem létu líf sitt í árásinni á línuveiðarann Fróða,dóu til þess að þjóðþeirra mætti lifa áfram í þjónustu þessarar lífsskoðunar. Hvorki Gunnar Árnason, skipstjóri var fæddur að Brekku í Þingeyrarhreppi 4. júlí 1907. Eru foreldrar hans Árni Guð- mundsson bóndi þar og kona hans, Guðrún Steinsdóttir. Var liann kvæntur Rögnu Guð- mundsdóttur (Kr. Guðmunds- sonar), en þau voru barnlaus. svo áfram deyjandi að segja fyrir um leið skips síns í ör- ugga höfn, liann skal vera oss göfug og glæsileg ímynd þeirr- ar lireysti og karlmennsku, já, þeirrar heilögu fórnarlundar, sem er kynfylgja hinna heztu manna. Þegar hann, ásamt sín- um látnu félögum, kemur liér [ við á leiðinni þangað, sem fóst- * urmoldin skal breiða skrúð- klæði vors og sumars jdir liinsta hvílurúmið, bjóðum vér þá alla velkomna heim, og þökkum þeim göfugt starf og góða baráttu, liáða í anda frið- arins til liinstu stundar, um leið og vér felum anda þeirra eilífum Guði, sem mun leiða þá „lieila heim í liöfn á frið- arlandi“. Vér vottum dýpstu hjartans samúð eiginkonum og börnum, mæðrum og feðrum, sýstrum og bræðrum, og biðj- um þeim huggunar almáttugs og gæzkuríks Guðs. íslenzk sjómannastétt heiðr- ar og geymir minningu þess- ara hraustu félaga. En öll sluil- um vér, íslendingar, meðan vér lifum, vígja oss og lielga hug- sjónum friðarins og vinnunn- ar, sem þessir menn börðust svo drengilega fyrir. Látum liollustu þeirra við hugsjónir og fagrar erfðavenjur sjómanna- stéttarinriar og þjóðar sinnar glæða hjá oss hina sömu lioll- ustu og trúnað við frið og hræðralag. „Meiri elsku hefir Líkin sett á bíla í Eyjum. eg né nokkur maður annar, get- um sagt nokkuð til þess að göfga, hylla og lielga minningu þessara manna. Þeir hafa sjálf- ir göfgað og lielgað minningu sína með lífi sínu og starfi, bar- áttu sinni og dauða, og gengið svo frá henni, að vor veiku orð fá þar engu við aukið. Þau orð gleymast, sem hér eru töluð; en hinu mun þjóðin ekki gleyma, sem þessir menn gjörðu. Svo langminnug mun söguþjóðin, að seint mun henni fyrnast saga þessara manna og ævilok þeirra. Sjómannastétt vor og vér öll ásamt henni, fögnum þeim mönnum, er komu aftur heilir úr liinum ójafna leik, sem háð- ur var úti á öldum Atlantsliafs- ins, baráttu friðsamra, vopn- lausra manna gegn þeim, er beindu þeim tækjum eyðing- arinnar, og ekki vissu, hvað þeir voru að gera. Og ineð djúpri lotnhigu og hljóðri þökk, Iieils- um vér föllnum hetjum friðar- ins. Vér sjáum í sögunni um hinnstu baráttu þeirra, tákn hins bezta, sem býr í eðli þjóð- ar vorrar. Skipstjórinn, sem helsærður bað bróður sínum virkta og umsjár, áður en lion- um væri sjálfum sinnt, og hélt Þegar Fróðir lagðist að bryggju í Eyjum. Stjórnpallur- inn á FróSa. enginn en þá, að hann lætur lífið fyrir vini sína“. Gætum þess vel öjálf, að þeir, sem þannig falla, hafi eigi látið líf- ið lil ónýtis. Látum dæmi hreystinnar, drengskaparins og fórnarlundarinnar oss að kenn- ‘ingu verða, svo að vér stuðl- um til þess, að þjóð vor megi, undir stjórn Guðs, lifa í friði og frelsi, og eigi týnast af jörð- unni. Látum minningu þeirra, er af drengskap og hreysti lióðu hinstu þrautabaráttuna, hv.etja oss, svo vér eigum i þvi ein- Jivern þátt, að skrifa sögu þjóð- ar vorrar á þá leið, sem skáld- ið lýsir: „I þúsund ár hjó þjóð við yztu voga, mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk.“ Guð hlessi oss minningu göf- ugra og hraustra drengja. Vér liugsum til þeirra og ástvina þeirra og votlum þeim virð- ingu vora og þökk með augna- hliks þögn. Þegar sira Árni hafði lokið ræðu sinni, var íslenzki þjóð- söngurinn leikinn, en að því loknu voru líkkisturnar teknar í land og bornar á bifreiðar, er biðu uppi á hafnarbakkanum. Voru það nemendur Sjómanna- skólans, sem það gerðu, og einnig báru þeir líkin af bilun- um inn i kirkjugarðinn, þegar þau voru flutt í líkhúsið. Sorgargöngulög voru leikin meðan á þessu stóð og ennfrem- ur gekk lúðrasveit í broddi lík- fylgdarinnar af hafnarbakkan- um upp Aðalstræti og Suður- götu og lélc sorgargöngulög á ineðan, en á eftir líkvögnunum geklc mannfjöldinn. Athöfnin fór í alla staði mjög liátíðlega fram og yfir mann- fjöldatíum, sem beið þögull á liafnarbakkanum hvildi alvöru- þungi þessarar átakanlegu stundar. Fróði er mikið skemmdur og Sigurður V. Jörundsson, stýrimaður, f. 30. marz 1917 sonur Jörundar útvegsmanns Jörundssonar og konu hans er lézt í fyrra. Missti Jörundur annan son sinn af slysförum í fyrrasumar, en háðir voru þeir hinir mestu myndarmenn i hvi- vetna. Sigurður liafði nýlega lokið prófi á Stýrimannaskólan- um og var ókvæntur. Steinþór Árnason, liáseti, bróðir skipstjórans, fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1902. Var liann kvæntur Ragn- heiði Stefánsdóttur Guðmunds- sonar að Hólum í Dýrafirði og þannig mágur Guðmundar Ste- fánssonar. Varð þeim lijónum tveggja barna auðið, sem bæði eru i bernsku. Gísli Guðmundsson, háseti, var einnig frá Breldku í Dýrafirði, fæddur þar 7. apríl 1901. Foreldrar lians voru Guð- mundur Jónsson bóndi að Brekku og kona hans Jónína Jónsdóttir, látin fyrir nokkrum árum. Gísli var ókvæntur. Guðmundur Stefánsson, háseli var fæddur að Hólum í Dýrafirði 2. maí 1917. Voru * foreldrar hans Stefán bóndi Guðmundsson og kona hans Sigrún Árnadóttir, sem nú er látin. gaf að líta sundurskotna brúna og björgunarbátinn tættan sundur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.