Vísir - 25.03.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 25.03.1941, Blaðsíða 2
VlSIR Uni minka og minkaeldi: Minkaskinn geta gefið okkur 600.000 krónur í amerískum gjaldmiðli. Skinnín hækka i verði. Minkar hafa að undanförnu verið talsvert umrædd dýr í blöðum bæjarins, — og talsvert óvinsæl eftir sögusögnum, sem um þau hafa gengið. Nú hefir Vísir snúið sér til H. J. Hólmjáms ráðunauts og beðið hann að segja lesendum blaðsins frá minknum, frá lifnaðar- háttum hans og einkennum, ennfremur frá ræktun, ræktunar- skilyrðum og sölumöguleikum hinna íslenzku minka. Fer hér á eftir frásögn H. J. Hólmjárns: VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. FélagsprentsmiSjan h.f. ......■I.IUI.I.II—Ml ^ Siglinga- V . hættan. FRÁSÖGNIN.sein birtist í gær um afdrif Reykjaborgar, var ekki löng, en hún tekur af allan vafa. Það er árásin á Fróða upp aftur. Munurinn sá einn, að nu var gengið að verki með ennþá meiri kostgæfni, - enda líka ríkari uppskera. Skip- inu var sökkt, en aðeins tveir menn koinast lífs af, eftir ó- skaplega hrakninga, báðir mik- ið særðir. Hinir féllu í árásinni. „Skipbrotsmennirnir telja, að aðrir skipsmenn hafi verið dán- ir af skotsárum, þegar skipið sökk“ segir í hinni stuttorðu skýrslu. Eftir að uip það fréttist, að tveir menn hefðu bjargast af skipinu, munu hafa vaknað vonir hjá ýmsuin aðstandend- um skipverja, að fleirum kynni að hafa orðið undankom.u auð- ið. Nú eru þessar vonir brostn- ar. Það er ckki um neitt að vill- ast. Árásirnar á íslenzku skipin eru skipulagðar í þeim augljósa tilgangi að teppa alla flutninga héðan til Englands. Og það get- ur ekki heldur leikið neinn vafi á þvi, hverjir það eru, sem skipuleggja slílvar árásir. * Óþarft er að fjölyrða um það, hvílíkt tjón mundi af því leiða, að fiskflutningar til Englands tækjust af með öllu. Er hér um hið mesta vandamál að ræða og óséð, enn sein komið er, hvort úr verður greitt. Að ó- breyttu er ekki um neinar sigl- ingar að ræða. En það er unnið að lausn málsins, og er vonandi að einhver leið finnist út úr ógöngunum. Meðal jiess, sem um. hefir verið rætt í þessu sambandi er það, að islenzk skip hafi sam- flot, nokkur saman og fái síðan örugga herskipafylgd. Mun hafa verið leilað hófanna um þetta en ekki er vitað, hvaða undir- tektir það hefir fengið. Þá hefir verið bent á það, að Bretar keyptu hér fiskinn sjálf- ir og flytlu hann á sínum eigin skipum. Mundu margir telja þetta hina eðlilegustu lausn. Loks hefir verið tæpt á því, að íslenzk skip yrðu vopnuð. Hvað . viðvíkur saltfisksveið- um, er verðið nú miklu hærra en á sama tíma í fyrra, birgðir sáralitlar í framleiðslulöndum og neyzlulöndum, og þess vegna allgott útlit um sölu saltfisks. Nokkurir togarar eru þegar farnir á saltfisksveiðar. Hér í Reykjavík eru talin nokkur vandræði á því að almenn þátt- taka verði í saltfisksveiðum, vegna afgreiðsluerfiðleika við höfnina og geymsluskorts. Salt- birgðir eru að vísu af fremur skornum skammti, en þó svo að endast mundu nokkrar vikur, þótt skaltfiskveiðar yrðu stund- aðar af kappi. í þessum efnum er mikið í húfi. Það er mikill hnekkir bæði sjómönnum og útgerðarmönn- um, ef stöðvun verður til lang- frama. Það verður því að vona, að einhver^sú láusn finnist í málinu, að framleiðslan geti Latneska nafnið á minknum. er: Lutreola vison (Schreb). Hann er einskonar óæðri- eða undirtegund af merði. Munur- inn á merði og mink er m. a. falinn í því, að minlcurinn hefír 34 tennur, en mörðurinn hefir 38. Aftur á móti hefir mink- urinn sundfit milli tánna, bæði á aftur- og framfótum, sem mörðurinn hefir ekki. Hin eiginlegu lieimkynni 'minksins eru Norður-Amer- íka, en auk þess er að finna svipaðar tegundir í Mið-Evrópu, Rússlandi, Síberíu, Kína og Japan, en það er sameiginlegí með öllum þessum afbrigðum i Evrópu og Asíu, að þau hafa ekki nærri eins verðmæt skinn og Ameríkuminkurinn. Ameríkuminknum má skipta niður í þrjú nokkuð mis- munandi afbrigði: Mið-Amer- ikuminkinn eða Missisippi- minkinn, Alaska- eða Yukon- minkinn og loks Labrador- eða Quebeck-minnkinn. Sumir fræðimenn skipta Ameríkuminknum þó i miklu fleiri undirflokka — eða allt að tólf. Þessar þrjár aðaltegundir eru talsvert ólíkar. Stærstur er Mið-Ameríku- minkurjnn; hann getur orðið allt að 1 meter frá nefi að hala- broddi, enda er lialinn nokkuð langur. Kroppurinn er yfirleitt mjór, höfuðið mjótt og fram- dregið. Liturinn frekar ljós- brúnn, luáralagið grófgerðara en á hinum tegundunum. Ekki eins þykkt og mjúkt né silki- gljáandi. Alaska- eða Yukonmink- urinn er allt að því eins stór og Mið-Ameríkuminkurinn, en vaxtarlagið er þéttara, höfuðið nokkuð breiðara, trýnið ekki eins framdregið Feldurinn er að jafnaði þykkri, mýkri, dekkri og með meiri gljáa en á Mið-Amerikuminknum.. Þessi minkur á lieimkynni sín í Al- aska, einkum meðfram Yuk- on fljótinu og þeim ám er í það renna. Labrador- eða Quebeck- minkurinn á heimkynni sín lialdið áfram, án þess að teflt sé á fremsta lilunn um öryggi skipshafna og skipa. Ivjarkur og áræði íslenzkra sjómanna verð- ur ekki dregið í efa. Það er engin hætta á, að þeir skorist nokkurn tíma undan að rækja hlutverk sitt. Þeir eru vanir að tefla á tvísýnu. Það hafa þeir gert í hverri einustu ferð síðan ófriðurinn hófst. Nú hefir hætt- an magnast svo, að ekki verður lengra haldið á sömu braut. Sú liætta krefst gagnráðstafana. Ef þær gagnráðstafanir geta skap- að það öryggi, sem krefjast I verður, er engin hætta að fiski- flotinn liggi í höfn að nauð- synjalausu. a í norðaustanverðu Kanada, á Labradorskaganum og eyjum þar fyrir utan. Hann er nokkuð minni en hinar tegundirnar, eða um 60 cm. á lengd með haus og liala. Feldurinn er vanalega mjög fínhærður, silkimjúkur, gljáandi og dökkur. Beztu stofnar af Quebeck- mink og Yukon-mink bafa á seinni árum mjög keppst á um beztu sölu á heimsmarkað- inum í London og New-York. Og beztu skinn af Quebeck- minkum hafa komizt upp í 180 shillinga á Londonarmark- aði. Ekki er það fátítt að beztu tegundir af Quebeck- mink og Yukon-mink hafi selt yfir 100 shillinga stykkið. Á síðasta uppboði sem eg hefi fregnir af í New-York í vetur, seldust beztu skinn af mink- um þár á 36 dollara pr. stk. Auðvitað er hér um sérstaka úrvalsfeldi að ræða, en meðal- verð á þessu saina uppboði nam 7—14 dollurúm fyrir bvert skinn. Villtur lifir minkurinn aðal- lega meðfram grunnum ám og vötnum, og velur sér þá oftast sem heimkynni holur er mosk- usrottan liefir grafið í bakkana meðfram ánum og vötnunum. Hann er frekar seinn að hlaupa á landi en syndir ágætlega. Að- alfæða 'hans eru lítil landdýr (nagdýr), fiskur, krabbar, í froskar, smá höggormar, nokk- uð af ávöxtum og jafnvel gras. Ameríkanskir vísindamenn, sem hafa rannsakað magainni- hald minka í villtu ástandi hafa fundið í inaga þeirra eflirtaldar fæðutegundir og magn: - Sumar. Haust. ‘ , °/o % Krabbar ............ 68.24 16.5 Fiskur .............. 2.87 19.0 Mýs, moskusrottur, ( moldv., íkornar 19.64 53.5 Skordýr og 7 ormar 2.61 7.0 Fuglar .............. 0.89 0.0 Ávextir, gras og ann- ar gróður ......... 5.75 4.0 Sennilegast er að þær jurta- leifar sem fundizt hafa í maga villtu minkanna, hafi að all- verulegu leyti stafað frá maga- innihaldi þeirra dýra sem minkarnir liafa drepið og etið. Minkarnir lifa yfirleitt ekki í flokkum, heldur fara að jafn- aði einförum, nema ungarnir fylgja móðurinni vanalega fram á haust. Villtir minkar eru yfirleití mjög styggir, hræddir við menn og varir Um sig. Það hefir því reynst all-erfitt að veiða þá. 1 Það er undantekning eí þeir ráðast á dýr sem eru stærri en þeir sjálfir, enda sýnir rann- sóknin á magainnihaldi þeirra á hverju þeir lifa. í öllum þeim bókmenntum, sem eg hefi lesið um minka hefi eg aldrei heyrt þess getið, að þeir réðust á menn og bitu þá, fyrr en svo er að þeim þrengt, að þeir eiga sér engrar undankomu auðið. Það er tiltölulega stutt síðan byrjað var að rækta minka, en eftir því sem eg bezt veit, mun það hafa verið í Kanada, ein- hverntíma eftir síðustu alda- mót. Hingað til lands fluttist minkurinn um áramótin 1930—31. Það var Gunnar Sig- nrðsson frá Selalæk sem þá fékk nokkur tríó frá Noregi. Fyrst framan af fjölgaði minkunum nijög hægt hér á landi, þannig að árið 1934 voru ekki tíundaðir nema 170 minnk- ar, en úr því fór þeim ört fjölg- andi, svo að haustið 1939 voru þeir 4750, en ári síðar voru þeir sem næst 9 þúsundum. Af framleiðslu þessa árs hafa nú verið send út á erlenda markaði um 4 þús. minnkaskinn. Á vet- ur hafa verið sett milli 4 og 5 þús. dýr. Mætti því búast við skinnaframleiðslu á komandi hausti frá 12—15 þús skinn. Þau skinnin, sem búið er að selja, liafa að meðaltali selst fyrir 47 kr., en meðalverð á minkaskinnum frá síðastliðnu ári voru kr. 43.16. Hvað meðal- verð minka á þessu ári verður, er ekki hægt að segja neití ákveðið um, en þess má vænta, að íslenzku skinnin fari hæklc- andi, því þau eru yfirleitt betri í ár en þau voru í fyrra, og sömuleiðis voru þau betri í fyrra en árið þar áður. íslenzku minkaskinnin eru mjög misjöfn að gæðum, víða reynist söluverð mjög misjafnt, eða frá 1 dollara upp í 12—14 dollara. Hér á landi höfum við dýr af öllum þremur áðurgreindum stofnum Ameríkutegundanna, og verður það aldrei nógsam- lega brýnt fyrir þeim, sem við loðdýrarækt fást, að leggja sig fram tjl þess að rælcta einungis úrvalsdýr. En það verður lika að taka skýrt fram, að það er ekki einhlýtt, að fara eingöngu eftir því við lífdýravalið, að dýrin séu af Quebeckstofni eða Youlconstofni, vegna þess að Á fundinum komu tvær skoð- anir fram; önnur var sú, að byggja tvær litlar kirkjur í sókninni, aðra.fyrir Seltjarnar- nesið, en hina fyrir Skildinga- nesið (Grímsstaðaholtið), en hin skoðunin og sú, sem fund- arheimur samþykkti, var að byggja aðeins eina stóra kirkju miðhverfis. Staðurinn, sem henni er helzt ætlaður, er suð- vestur af íþróttavellinum, á torgi, sem skipulagsnefnd gerir ráð fyrir í námunda við Einars- staðatún. Yrði kirkjan þá því sem næst í miðju hverfinu. Áætlað er að í þessari kirkju- byggingu séu auk guðsþjónustu- einstaldinggr innan þessara tveggja verðmætustu minnka- afbrigða eru oft mjög mismun- andi að gæðum. Hér á landi hefir minkaeldi verið rekið á allt annan hátt, hvað fóður snertir, en nokkur- staðar annarstaðar þar sem eg þekki til. Frá því fyrsta að minkar fluttust hingað hafa þeir svo að segja einvörðungu verið fóðraðir á fiskmeti, þar með talin hrogn og lifur og auk þess litlu af mjölmat og græn- meti. Þetta fóður liefir reynst með afbrigðum vel, frjósemi dýranna að jafnaði góð og hreysti mun betri, en í öðrum löndum. í Ameríku og á Norð- urlöndum hefir minkurinn verið fóðraður á fóðurblöndu, svipaðri þeirri sem noluð er handa silfurrefum, þ. e. kjöti, og innýflum húsdýra, mjólk og mjólkurafurðum og langtum meira af kornmat, en við Islend- ingar höfurn gefið þeim. Með því að fóðra minkana aðallega á fiskmeti, reyndist fóður þeirra fyrir stríð að vera mjög ódýrt, og ekki nema lítill hluti af því sem fóðurkostnaður hefir verið í Noregi og Svíþjóð. Fóður- kostnaður var almennt fyrir stríð hér við Faxaflóa kr. 3—9 i eftir því hvar dýrin voru fóðruð. Brautryðjandi í þvi að fóðra minka á þenna hátt er minka- liirðirinn í Minkagerði í Garða- lireppi, hr. Edward Röde. Á hann miklar þakkir fyrir að hafa sýnt og sannað, að unnt er að fóðra minka á þenna góða og ódýra hátt. Tvö siðustu árin hafa nokkur minkabú í Noregi tekið upp að ferð Rödes að nokkru leyti og aukið fiskgjöfina með góðum árangri. Þessi 4000 minkaskinn, sem seld liafa verið í Ameríku hefir gefið landinu allt aðtvö hundruð þús. króna í amerískum gjald- miðli, og næsta ár með svipuðu skinnaverði ætti að fást um 600.000 krónur fyrir útflutt minkaskinn, og þetta verður að teljast nokkurs virði, þegar þess er gætt, að það er aðallega úrgangsfiskur, sem minkarnir lifa á. Minkarnir eru langmest út- breiddir í nágrenni Reykjavík- ur, í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en auk þess í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði, Húsavik, Sauðár- króki, Hellulandi, Blönduósi, Hólmavík, Svalbarðsströnd,. Hrísey, Akureyri, Siglufirði, við ísafjarðardjúp og jafnvel víðar. hússins, er rúmar 300 manns í sæti, fundarsalur fyrir ýmsa starfsemi innan safnaðarins, þar verði bókasafn geymt og jafnvel seldar veitingar. Sóknarnefndin hefir ráðið Ágúst Pálsson arki- íekt sem ráðunaut sinn í kix-kju- byggingarmálinu. Á fundinum var kosin fjár- söfnunamefnd og sldpa hana: Sigurjón Jónsson fyrvr banka- stjóri, Sigurður Pétursson sldp- stjóri, Jón Kjartansson ritstjóri, Ingimar Brynjólfsson stórkaup- maður, lÖgmundur Stephensen bóndi Hólabrekku, Karl Á. Torfason aðalbókari, Ólafsdal, Guðlaug Eiriksdóttir frú, Hall- Frá hæstarétti: Uppsagnarfrestur of skammur. S.l. föstudag var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu bæjarstjói’i Siglufjax-ðar f. h. bæjarsjóðs gegn Snorra Am- finnssyni og gagnsök. Málavext- ir eru þessir: Árið 1933 var Snorri ráðinn bústjóri á Kúabúi Siglufjarðar. Var hann ráðinn af bæjarstjóm. Hinn 29. marz 1938 fær hann erindisbréf frá mjólkurbús- nefnd, en hún hafði þá á þvi ári fengið sérstakt umboð til þess frá bæjarstjórninni. Sam- kvæmt eiindisbréfinu var upp- sagnarfrestur 3 mánuðir og skyldi miðað við 1. júní. Á fundi mjólkurbúsnefndarinnar 2. febrúar 1939 samþ. meiri hluti hennar að segja Snorra upp frá 1. júni þess árs að telja, en fyrst þann 11. marz s. á. var fundargei'ð mjólkurbúsnefndar frá 2. febr. borin undir atkvæði bæjarstjói'nar og samþykkt. — Snorri taldi nú að sér hefði ver- ið of seint sagt upp, þar sem mjólkurbúsnefnd liefði ekki baft heimild til að taka slíka ákvörðun upp á eigin spítur. Og þar sem liann var látinn fara frá búinu krafðist hann bóta úr bæjarsjóði Siglufjarðar. Bæjar- stjórnin mótmælti bótaskyldu bæjarins á þeim grundvelli, að mjólkurbúsnefndin liefði haft fulla heimild til að segja Snorra upp starfanum, og þar sem það hefði verið gert nægilega snemma, bæru honum engar bætur. I Kéraði urðu úrslit málsins þau, að talið var að mjólkur- búsnefndin hefði ekki haft um- boð til þess að segja bústjóran- um upp, heldur bæjarstjórnin ein, og þar sem hún liefði ekki tekið þá ákvörðun fyrr en 11. marz, væri uppsögnin ógild gagnvart Snorra. Voru honum dæmdar krónur 3000 í bætur. I hæstarétti úrðu úrslit málsins þau, að héraðsdómurinn var staðfestur. Hrm. Einar B. Guðmundsson flutti mólið af hálfu bæjarsjóðs- ins, en hrm. Lárus Jóhannesson af hálfu Snorra. dóra Eyjólfsdóttir frú, frá Bollagörðum og Ásgeir Jónsson bókari. ' Á safnaðarfundinum í fyrra- dag tilkynnti oddviti sóknar- iiefndarinnar, Sigurður Jónsson skólastjóri, um veglega gjöf frá Bjarna Jóliannessyni prent- smiðjustjóra, þar sem hann á- nafnar kirkjubyggingu í Nes- sókn 1000 eint. af forlagsbók hans: „Kristur, vort liP‘ (pré- dikunarsafn dr. Jóns biskups Helgasonar). Fjársöfnunar- nefndin hefir bókina til sölu. Verður hvert eintak selt áletrað á 20 krónur. Verður þetta því 20 þús. k'róna gjöf, þegar sókn- armenn hafa gert sitt til að kaupa bókina. Eins og kunnugt er, var það samþykkt á Alþingi að greiða 300 þús. kr. á tíu árum til nýrra kirkna hér í Reykjavík. Nú hef- ir komið til mála að greiða alla þess upphæð i einu lagi í ár, og verði hún þá greidd i rikis- skuldabréfum. Ef af þessu verð- ur, koma 100 þúsund krónur til hverrar kirkju í ár, og er þá sennilegt, að hafist verði handa um allar þrjár kirkjubygging- arnar strax í sumar. Frjálslyndi söfnuðurinn. Gjafir: Magnús Jónsson 5 kr. S. Steffensen 5 kr. Sigurður 5 kr. Ó- nefndur 5 kr. S. og fjölskylda 40 kr. J.A.J. 100 kr. G. & Y. 10 kr. N.N. 5 kr. — Kærar þakkir. • Safnaðargjöldum veitt móttaka á Vitastíg 10, alla daga kl. 6—7 e. h. Sólm. Einarsson. Líknr til að byrjað verði á feirkjubygrgr- iiigiiiii í inmar. Frá safnaðarfundi Nesprestakalls. Kirkjubyggingarmálum Nesprestakalls miðar nú ört áfram og hafa sóknarmenn og safnaðarfulltrúar sýnt mikinn áhuga í þeim efnum. Voru kirkjubyggingarmálin tekin til umræðu á safnaðarfundi s. 1. sunnudag í Mýrarhúsaskóla. Komu þar ýmsar skoðanir og tillögur fram, og skal hér drepið á það helzta sem þar gerðist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.