Vísir - 27.03.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 27.03.1941, Blaðsíða 3
visir Bandaríkjastjórn og hafnhannið á ísland. Mótmæli eða frekari aðgerðir? EÍNKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samner Welles, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir því í gær, að Bandaríkjastjórn hefði til-athugnnar, að láta ðryggissvæði Bandaríkjanna ná til Grænlands (og Islands?). Tilefni þessara ummæla voru hafnbannið, sem Þjóðverjar hafa sefct á ísland og að, höfin kringum ísland væri nú hættusvæði. Sumner Welles sagði, að Þjóðverjar hefði með þessu hafið afskipti á svæði, sejn Bandaríkin teldi mikilvæg með tillití til öryggis síns. Enn sem kornið er hefir ekki frést, að Bandaríkjastjórn hafi tekið ákvörðun í málinu, en i blöðum vestra er málið mikið BONOYAN HERFORINGI. Frh. af 1 .síðu. sem hefði bjargað serbneska hesnnum í Heimsstyrjöldinni og sameinast her bandamanna við Saloniki. Sú saga gæti gerzt aftur. I Tyrklandi fann Donovan fyrir htigrakka þjóð, reiðubúna til að verja land sitt, stolta yfir banda- mömnum sínum, Bretum. Og svo rakti Donovan ítar- lega, að hvaða niðurstöðu hann komst í ferðum sínum öðrum, tii Irak, Mesopotamiu, Egipta- lands aftur, Malta, Gibraltar á ný, Spánar, Portugal, Bretlands. Fyrir Þjóðverjum vakir, að gera Þýzkáland að sterkasta virki heims — vopnabúri nýs, stærra þýzks ríkis, en allt meg- inlandið verður háð þýzkum yf- irráðum, og óhemju hergagna- iðnaði verður komið á fót, einn- ig í hernumdu löndunum. Markmið Hitlers er heims- yfirráð og ef vér tökum dkki ákvörðun um að apyrna móti öllum áform- ■m hans, er það deginum Ijósara, að röðin kemur að MR. „Ættum við, að leggja til það, sem þarf?“ spurði Donovan. „Yér getum að- «ins svarað spurningunni á einn veg — og vér verðum að gera það í tæka t«ð.“ Guðlaugur Rósinkranz: SVlÞJÓÐ A VORUM DÖGUM. — Reykjavík 1940. Eg ætlaði að vera búinn að skrifa um þessa bók fyrir löngu, þó ekki sé það mitt „fag“, en ekki oröið úr. En marga tóm- síund hef eg látið líða við að ftetta blöðum hennar, eignast við það nýtt líf í gamlar minn- ingar og lært margt nýtt um efni, sem mér var áður hug- leikið. Og þótt það sé óvenju auðvelt v'erk, að mæla með þess- ari bók í heyranda hljóði, þá er hitt eklci láandi, þótt maður grípi frekar eftir bókinni sjálfri en pennanum, ef tómstund gefst. „Sviþjóð á vorum dögum" er óvenju fróðteg bók og meira en í meðallagi skemmtileg bók. — rætt, og búist við að Bandaríkin grípi til skjótra aðgerða, hvort sem mótmælaorðsending verður send til Berlinar eða meira að- hafst. Bandaríkjaherskip eru nú við eftirlitsstörf við strendur Nova Scotia. Ilöfundurinn, Guðlaugur ýfíir- kennari Rósinkranz, er fróðari maður um viðfangsefni sitt en algengt er. Vafalítið er hann mestur fræðimaður allra sinna samtíðarmanna íslenzkra nm Svíþjóð á vorum dögum. Hann hefur ekki aðeins stundað þar nám við fleiri en eina mennta- stofnun, lokið prófum loflega í venjulegum skölagreinum og horfið heim síðan með afstöðu gestsins til góðs gistivinar. — Landið og þjóðin hefir verið námsefni hans árum saman, náttúran, menningarlífið, at- vinnulífið, félagsmálín, hugsun- arhátturinn, þjóðareinkennin — þetta hefir hann „studerað“, ekki aðeins með glöggu auga gestsins, lieldur eins og fræði- maður, sem' hefir gert viðfangs- efnið að hluta úr sinni elgin sál. Vitanlega er höfundurinn ekki jafnvígur á allt, hann á sínar sérgreinar, og líklega einhver lykkjuföll á sínu fræðafati, eins og aðrir dauðlegir menn. Hann er t. d. fróðari um samvinnu- mál Svía en kirkjumál, þekkir betur þann skerf, sem þeir hafa Iagt til hagfræðivísindanna en trúarhragðavísindanna og guð- fræðinnar. En það verður sarnt ekki af skafið: Guðlaugur Rós- inkranz er sérfræðingur um flesta hluti, sem sænskir eru. Bók hans ber þessa menjar. Hún byrjar á ýtarlegum kafla um land og þjóð, dregur upp myndir úr sögu þjóðarinnar, sem verða eins og grunnur hinnar lifandi lýsingar á at- \innu- og félagsmálum, andlegu lífi og listum samtíðarjnnar. Hún lýsír þjóðarskaplyndi og þjóðareinkennum, svo að bæði er skemmtun í og fróðleikur. Ekki dylst það, að sænska þjóð- in hefir unnið hjarta höfund- ar, og kann það að þykja var- hugavert og ólíklegt til áreiðan- leiks þeim, sem halda, að kaldar tilfinningar séu fundvísastar á sannleikann og honum sam- hoðnastar. En þess verður eldd vart, að joessi grundvallaraf- staða höfundar villi honum sýn, þvert á móti er hún nokk- ur trygging fyrir því, að hann komi auga á ýmislegt það, sem útlendum mönnum gjarnan sést yfir, einkum, ef um skyndi- kynning er að ræða. ísland er slitið úr tengslum við þau lönd, sem það stendur næst, hvað sögulegar erfðir snertir og menningu. Svíþjóð, sem hefir verið að færast oss nær eftir margvíslegum leiðum, undanfarin ár, er nærri horfin I að baki margfaldra víggirðinga, | og þaðan herst vart hósti né j stuna yfir hingað. Hin „sögu- í'íka byggð“ hinna bláu skóga er í meðvitund þessara vondu daga undarlega óvirkileg og ut- anveltu, „statisti" á blóðugu sviði álfunnar. Og sjálfsagt bylt- ist sagan í rás sinni ekki við Siljans strendur þessa stundina, heldur suður undir Olympi, eða hver veit hvar. En ef þig langar í æfintýri úr annari átt, þá get- urðu „komist upp á það“, að ferðast um Svíþjóð þvera og endilanga, sitjandi í saina stóln- um og þegar þú hlustar á frétt- irnar af skálmöldinni úti í lönd- um; þú getur mettast af nær- andi angan slcánskra akra, laugast í svalanum frá Legin- um, bylt þér í mjúkri nijöll norrlenzkræ fjalla, Iyft homi Óðins og hlýítr erkibiskups- messu í TUppsölum, séð Belll- man ganga ljósum logum á Gyllene Freden og látið dárast af lokktónum selstúlkunnar á heiðunum inn af Ljungdalen. Þú getur hvílst í fortíð glæsi- legrar sögu, með rómantík hennar og harmi, sem mótast af tiltölulega fjölmennum, hópi afburðamanna, sem alþjóðasag- an hefir auðgazt af, og þú get- ur kynnst félagslegu umbóta- starfi, sem hefði getað orðið til fyrirmyndar, ef mannkynið hefði.ekki haft annað að hugsa. Ef þu vilt taka þessu tilboði, þá láttu útvarpið þegja í kvöld og lestu bókina „Sviþjóð á vor- um dögum“. Sigurbjöm Einarsson. Skákþingfi Reykjavíkmr Iniik í gær með verðlaunaafhendingu. Eins og að undanfömu gáfu ýmsir góðir menn og fyrirtæki verðlaunin. Voru þau mörg hin smekklegustu. Yerðlaunin gáfu þessir: AI- þýðublaðið, AtliÓIafsson, Bóka- verzlun ísaf oldarprentsmið j u h.f„ daghlaðið Vísir, Haraldur Árnason, Morgunblaðið, Vinnu- fatagerð Islands h.f., Guðm. S. Guðmundsson, Hafsteinn Gísla- son og Sæmundur Ólafsson. — Fríðrik Bjarnason afhenti verð- launin, en hann var skákstjóri mótsins. — Á eftir skemmtu menn sér fram eftir nóttu við tafl og spil Engar ioítárásir á London 6 næt- ur i roð. London í morgun. Engar aðvaranir voru gefnar í London í nótt og var það sjötta nóttin í röð, sem algerð livíld var frá loftánásum. í gær og fyrradag var sökt þýzkum skipum samtals 14.000 smál. við Noregs og HoIIands- strendur. Amerísku flugvélarnai*. Fi-á hverri af þrem stærstu flugvélaverksmiðjum Banda- ríkjanna leggja nú 5—6 flugvél- ar af stað til Bretlands daglega. Amerískar hernaðarflugvélar af nýjustu gerð eru nýkomnar til Egiptalands og Gyrenaica. HUGLVSINGflR BRÉFHRUSfl BÓKAKÚPUR EK Í1USTURSTR.12. Sliílka óskast liálfan daginn á barn- laust heimili frá 1. apríl. Til- boð merkt ' „X100“ leggist inn á afgreiðslu Vísis sem fyrst. Frú Jóhanna Sigurösson les upp föstudaginn 28. fehr. kl. 9 siðd. i Varðarhúsinu. EFNI: Það, sem fyrir augun bar á föstudaginn var. Styrjöldin. Aðgöngumiðar seldir í Verzl- un Sigríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2, og ef eitthvað verður óselt kl. 8—9 á föstu- dag í Varðarhúsinu. Duglegur drengur óskast til sendiferða 1. april næstkomandi. 3ia-'vcmA<ytig 37. Jiimi ■4‘5'i9 óskast keypt. Verðtilboð og upplýsingar leggist inn á afgr. Visis, merkt: „Eremes“. 5 Biuiniia bill til sölu. A. v. á. Gúmirdskógerðin Laugaveg 68. — Sími 5113. Fínar og góðar LEÐUR- VÖRUR, KVENTÖSKUR, BUDDUR, BELTI og margt fleira. VINNUFÖT, GÚMMlSTÍG- VÉL, GÚMMISKÓR. Gerið kaupin á réttum stað. Tryggjum vörugæði, það er reynzla. YÍSIS KA.FFIÐ gerir alla glaða. Yatnsglös á kr. 0.55 Bollastell 6 m. á — 25.00 Iekatlar á — 2.90 Matardiskar dj. og gr. á — 1.50 Desertdiskar — 1.00 Vaskaföt á — 2.35 Náttpottar á — 3.15 Hræriföt á — 3.00 Uppþvottabalar — 6.25 Handsápa á — 0.50 K. Einar§§on «& Björn§§on Bankastræti ll. ¥eitið athýgfli Fyrst um sinn saumum við aðeins úr elnuni, sem keypt esru hjá okkur. i Klæðaverzl. Andrésar Andréssonar hi. Ný ýsal Ný ýsa! ísvarin ýsa úr togaranum Gulltoppi verður í dag og á morg- un seld á austurhafnargarðinum til klukkan 8 ú kvöldin. Notið síðustu tækifæriskaupin á ódýrum fiski. — Fiskurinn selst í körfutali á tiu krónur karfan, sem vegur um 35 kg. Kveldúlfur. Flntningnr til * Iilands. Reglulegar hálfsmánaðar ferðir frá vesturströnd Bretlands til Reykjavíkur. 3—4 skip í förum. Sérstak- lega hagkvæm flutningsgjöld ef um stærri vörusend- ingar er að ræða. Tilkynningar um vörur sendist Cullifopd & Clark Ltd. Bradleys Chambers, London Street, Fleetwood, eða Geir H, Zoéga Símar 1964 og 4017, er gefur frekari upplýsingar. Vængjadælur Verzlun O. Ellingsen Ii.f. Veðurstofuna vantar hn§næði. fjppl. Iijsí Veðnritofustjóra. HROCII. Kaupi ný og söltuð hrogra, Bernh. Petersen. Sími 1570. Félag jámiðnaðarmanna. ÁBSBÁTÍB félagsins verður á morgun föstudag 28. þ m í Oddfellowhús- inu, hefst með borðhaldi kl. 8. Góð skemmtiatriðL Það, sem óselt er af aðgöngumiðum að horðhaldinti og dans- inum verður selt i kvöld á skrifstofu félagsins i Kirkjuhvoli, 3. hæð, kl. 8—9. NEFNDIN. 1. Sigþpúður Stefánsdóttip andaðist í sjúkrahúsinu Sólheimar 26. þ. *i. Vandamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.