Vísir


Vísir - 07.04.1941, Qupperneq 1

Vísir - 07.04.1941, Qupperneq 1
j Rítstjóri: Kristján Guðlaugsson i Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Slmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, mánudaginn 7. apríl 1941. 80. tbí. ÞJOÐVERJAR REÐUST A JUGO- SLAVÍU OG GRIKKLAND I GÆR. Afstaða Tyrkja enn óviss. - Italir neyddir til þátttöku í styrjöldinni, gegn vilja sínum. - Vináttusamningur Rússlands og Júgóslavíu Bretar taka AAbeba, og’ NÓkiiiiini til Bas§awa lialdió áfram, eftir að tálmunnm liel'ir verið rutt af liraiit inni þangað. EINKASKEYTI frá United Press. London í gær. Imorgun snemma hófu Þjóðverjar árás á Jugoslaviu og Grikkland, án þess að Jugoslövum og Grikkjum væri sagt formlega stríð á hendur. Árásin á Jugo- slaviu hófst með loftárás á Belgrad og fleiri borgir, en herlið fór yfir landa- mærin á nokkrum stöðum. Jafnframt óðu Þjóðverjar inn yfir landamæri Grikklands og leggja leið sína um Strumadalinn, en hafa mætt harðri mótspyrnu. í báðum lönd- unum voru menn við innrás búnir og allar varúðarráðstafanir gerðar. Ríkisstjórnin í Jugoslaviu hélt áfram samkomulagsumleitunum fram á seinustu stund, í von um, að komist yrði hjá styrjöld, en jafnframt var haldið áfram að ljúka öllum undirbúningi undir styrjöld. Italir virðast hafa gert sér vonir um það fram á seinustu stundu, að ekki kæmi til styrjaldar, en hafa orðið að „dansa með“ nauðugir viljugir og var tilkynnt nokkur- um klukkustundum eftir að innrásin byrjaði, að þeir myndi berjast með Þjóðverjum. ítalir óttast mjög örlög 300.000 manna hers síns í Albaniu, og vildu því ekki að ráðist væri á Jugoslaviu. Ef Jugoslavar ráðast nú á þennan her og þeim og Grikkjum tekst að „henda ítölum í sjóinn“ eða króa þá á milli sínu, geta Grikkir sent mikinn herafla, er þeir hafa í Albaniu til vígstöðvanna í Þrakiu. Ofan á þessa nýju styrjöld, sem í rauninni er nýtt áfall fyrir ítali bætist það, að Addis Abeba er fallin. Fregnin um það barst síðdegis í gær. Var frá því sagt, að Suður-Afríku-hersveitirnar, sem Á fyrradag komust yfir Avash-fljót, væri komnar að borginni. Sókninni til Massawa í Eritreu er haldið áfram. Árdegis í dag bárust einnig fregnir, sem þóttu miklum tíðindum sæta. Var tilkynnt í Moskva og Belgrad, að gerður hefði verið vináttu- og hlutleysissáttmáli milli Sovét-Rússlands og Jugoslaviu. Heitir hvor þjóðin um sig því, að virða sjálfstæði og landamæri hinnar, og ef annað hvort landið lendir í styrjöld aÖ ganga ekki í lið með árásarþjóðinni, og hvor þjóðin um sig heitir hinni fullri vin- semd. • 1 ‘Texti sáttmálans var lesinn upp í útvarpinu í Moskva nokkuru áður en tilkynnt var, að. Þýzka- land hefði ráðist á Jugoslaviu og drikkland. Líklegt er, að sáttmálagerð þessi hafi verið tilraun af Rússa hálfu til þess að hjálpa Jugoslövum — þannig, að Þjóðverjar hikuðu við að gera árás á Jugo- slaviu, vegna vináttusáttmálans. En Hitler hefir enn sem fyrrum sýnt, að hann fer sínu fram hvað sem hver segir, og hann hefir ekki hikað við að gera árásina á fyrrnefnd tvö Balkanlönd, raunverulega gegn vilja ítala og Rússa. Um afstöðu Tyrkja er ekki vitað þegar þetta er ritað, þ. e. hvort þeir muni grípa til vopna þegar — eða bíða enn átekta. Þjóðverjar hafa lýst allt Austur-Miðjarðarhaf hættusvæði að meðtöldu Eyjahafi, en tekið fram, að hættusvæðið nái aðeins að landhelgi Tyrklands. Af þessu má sjá, að Þjóð- verjar vilja forðast íhlutun Tyrkja í styröldinni, og mun brátt koma í ljós hvort þetta tekst. Hing- að til hefir verið búist við, að Tyrkir myndi grípa til vopna, ef ráðist yrði á Grikkland austanvert, sem tyrkneska stjórnin hefir lýst svæði, sem öryggi Tyrklands sé undir komið. Fregnin um vin- áttusamning Jugoslaviu og Rússlands vekur feikna athygli 4 Tyrklandi. Yon Ribbentrop afhenti sendiherrum Jugoslaviu og Grikklands orðsendingar með greinargerð fyrir ákvörðun Þjóðverja. — Um leið og innrásin hófst afhenti von Ribbentrop sendiherr- um Jugoslaviu og Grikldands orðsendingar, þar sem því er lialdið fram, að Jugoslavar og Grikkir hafi bruggað launráð með Bretum gegn Þjóðverjum, allt frá því árið 1939. Fundist hafi skjöl sem sanni þetta o. fl. og Jugoslavar og Grikkir hafi leitað hjálpar Bandaríkjanna og Bretlands. Þá er því lialdið fram að ráðist sé inn í Jugoslaviu til þess að koma á kyrð og reglu í landinu. Ráðherrunum í nýju stjórninni líkt við bófa slíka sem þá, er myrða konungborna menn (Serajevo-morðið) og þar fram eftir götunum. Þýzki sendiherrann í Aþenuborg ræddi við forsætisráoherra Grikklands um leið og innrásin hófst. Þjóðverjar taka þar fram, að þeir séu ekki f jandmenn grísku þjóðarinnar, og sé hlutverk þeirra að reka Breta úr Grikklandi, en Bretar hafi sent mikinn herafla til landsins og sé að auka hann, og sé herinn sendur þangað til þess að berjast við Þjóð- verja. Sendiherra Jugoslaviu fór i heimsókn í brezka utanríkisráðu- neytið í dag siðdegis. JÚGÓSLAVAR OG GRIKKIR ÁKVEÐNIR. Öllum fregnum ber saman um, að tíðindunum liafi verið tekið með ró í Jugoslaviu og Grikldandi. Belgrad var myrkv- uð í nótt sem leið og i gær var verið að setja upp loftvarna- byssur hingað og þangað í grend við borina. í Aþenuborg var innrásin tilkynnt í útvarpi, í miðri messugerð, sem var út- varpað frá dómkirkjunni í Aþenu, og fólkinu sagt, að her- inn hafi verið við öllu búinn, og menn kvattir til þess að vera rólegir. Georg konungur Grikkja sendi dagsskipan til þjóðarinn- ar og hersins og sagði, að Grikk- Frh. á bls. 4. V m Hjálpa Rússar Júgóslövum Grikkir búa sig nndir aðalvörnina norðnr- og norðanstnr af Saloniki. Sitja Tyrkir hjá næstu vikur? EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Útvarpið í Aþenuborg birtir tilkynningu frá grísku herstjórn- inni, þar sem sagt er fná hinum áköfu áhlaupum Þjóðverja á búlgörsku landamærunum, einkanlega í Dist Beli og Struma- dalnum. Náðu Þjóðverjar nokkurum virkjum á sitt vald eftir mjög harða bardaga, en í öðrum virkjum á þessum slóðum er varist, þrátt fyrir mikla fallbyssuskothrið og árásir steypiflug- véla. Óvinahernum hefir orðið nokkuð ágegnt en framsóknin var stöðvuð á þessum vigstöðvum. Hersveitir vorar hafa yfirgefið nokkur svæði til þess að koma í veg fyrir óþarfa blóðsúthellingar. Fregnir frá Ankara í gær- kveldi herma, að Grikkir þafi ekki yfirgefið neinar varnar- stöðvar þar, en harðir bardagar hafa staðið frá í gærmorgun. Manntjón er mikið í liði Þjóð- verja. Grísku hermennirnir fara svngjandi til vígstöðvanna og ibúar Þrakíu og Makedoníu, sem mest hætta er búin vegna innrásar Þjóðverja láta engan bilbug á sér finna. Papagos, yfirherforingi Grikkja, hefir birt ávarp til liersins og þjóðarinnar. í Ankara er litið svo á, að Þjóðverjar ætli að reka fleyg milli hers Júgóslava í Norður- og Suður-Serbíu, en yfirherfor- ingi Júgóslava muni þegar hafa gert ráðstafanir, til þess að koma i veg fyrir, að þetta áform heppnist. Harðar loftárásir hafa þegar verið gerðar á Bel- gi-ad og segja Þjóðverjar, að mikið tjón hafi orðið af völdum iþeirra. I nágrannalöndum Júgóslavíu liefir myrkvun verið fyrirskip- uð og ferðalög á járnbrautum takmörluið vegna herflutninga. Þessi lína er milli Or^ano- flóa og Doiranvatns. Margir eru þeirrar skoð- unar, að Grikkir reynist fær- ir um, að halda þessum f jalla- stöðvum, sem eru í þröngum dölum og eru þar virki við virki allt til Vardardalsins. önnur varnarlína er í Olym- pos Grammos fjöllunum. Tyrkneskir hermálaséx*fræð- ingar eru þeiri’ar skoðunar, að fyrsta markmið Þjóðverja sé að reka fleyg milli Gx’ikkja og Júgóslava og ná sambandi við Itali í Albaníu, og ná valdi á Bedgrad, Nisli og Skopljejárn- bi’autinni. Brezki herinn í Grikklandi. Þá var opinberlega tilkynnt í London í gær, að Bretar hefði sent her mikinn til Grikklands og liefði ákvöi’ðun um það verið tekin að ráði Edens, Wavells yfii’herforingja og Dills og i samráði við stjórnir samveldis- landa Bi’eta. I her þessum eru enskar, ástralskar og nýsjá- lenzkar hersveitir, búnar véla- hergögnum. Ennfremur mikið fluglið. í fx’egn frá Ankara segir, að þeir sem gerst þykist vita þar London í morgun. Sumner Welles, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær um vin- áttusáttmála Sovét-Rússlands og Júgoslávíu, að hann væri hið mikilvægasta plagg, og ef til vill mundi koma í Ijós, að sáttmáli þessi reyndist meira en vináttu- og hlutleysissátt- máli. Þessi ummæli hafa margir skilið á þann veg, að svo kunni að fara, að Rússar hjálpi Júgóslövum. telji, að Tyrkir muni ekkert að- hafast eins og sakir standa, að minnsta kosti ekki nokkurar vikur, og ef til vill ekki, nema ái’ás verði' gerð á Tyrkland sjiálft. Mikilvægasta undirstaða tyrkneski-ar utanríkisstefnu er brezk-tyrkneski sáttmálinn, en ekki talið, að af honum leiði, að Tyrkir fari i styrjöld þegar. Ferðamenn frá Þrakíu, sem komnir eru til Istambul segja, að Grikkir muni að líkindum yfirgefa alla Austur-Þrakíu og búast til aðalvamar norður og , norðaustur af Saloniki í Rúpel- skarði norður af Demihsar eða í Clianfjöllum. Hið íslenzka prentarafélag heldur afmæli sitt hátíðlegt n.k. miðvikudag 9. þ. m. í Oddfellow- húsinu. Hefst hátiðin kl. yy2 síðd með borðhaldi. M. a. verður þar sýnd kvikmynd sú, er tekin var í Hólaferð félagsins s.l. sumar. Vísir er 6 síður í dag. Sagan er í auka- blaðinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.