Vísir - 07.04.1941, Qupperneq 2
2
VlSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Simar 1 6 6 0 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
»Viðskifti eins
og venjulegacc
ÞESSA dagana eru liðin ná-
kvæmlega tvö ár frá því að
lokið var undirbúningi að þvi
samstarfi stjórnmálaílokkanna
liér á landi, sem síðan hefir
staðið. Leiðtogum hinna „á-
byrgu“ flokka þótti ástandið
þá svo ískyggilegt, að ekki kæmi
til mála að liafa áfram' „við-
skipti eins og venjulega“. Það
var ekki einungis erfiður hag-
ur framleiðenda og bágar fjár-
hagsástæður ríkisins, sem ollu
því, að nauðsyn þótti að breyta
um viðskiptaliætti í íslenzkum
stjórnmálum, heldur hitt, að i
suðrinu sást iskyggileg vígbhka
á lofti. Hernaðarþjóðirnar kept-
ust við að vigbúast. Vopnabrak-
ið barst alla leið til hinna fjar-
lægu stranda í norðrinu. Ilin af-
skekta smáþjóð átti að efla
samheldni sína. Með því gæti
hún treyst viðnámsþrótt sinn og
verið viðbúin, hvað sem í skær-
ist, Þannig voru málin lögð
fyrir.
Fyrir tveimur árum var á-
standið svo alvarlegt, að dómi
þeirra, sem fyrir samstarfinu
gengust, að goðgá þótti, að tala
um „viðskipti eins og venju-
lega.“ Stöku menn héldu því
fram, að rétt væri að láta kjós-
endur sjálfa leggja grundvöll-
inn að því samstarfi, sem um
var rætt. En það var ekki við
þetta komandi. Ástandið þótti
svo alvarlegt, að ekki væri
leggjandi út í kosningabaráttu.
Þetla var nálega 5 mánuðum
áður en styrjöldin liófst. Eng-
inn vissi, hvort friður yrði rof-
inn eða ekki. Og engum datt í
hug, að afleiðingarnar yrðu þær
fyrir okkur, sein raun hefir á
orðið, þólt friðurinn yrði rof-
inn. Allir bjuggust við því, að
við fengjum að vera í friði,
hvemig sem allt veltist í um-
heiminum.
I fyrravor gerðist sá alburð-
ur, sem kollvarpaði öllum von-
um okkar um, að fá að sitja
lijá, meðan valdabarátta stór-
þjóðanna stæði yfir. Landið var
liertekið. Óþarft er að Iýsa af-
leiðingum þessa verknaðar. Þær
eru að sumu leyti komnar í Ijós
og að sumu leyti yfirvofandi.
ísland er komið inn á hernaðar-
svæðið. Þar með er raunar allt
sagt. Það er verið að æfa borg-
ara lándsins að verjast loftárás-
um. Það er verið að reyna að
koma sem flestum af bættu-
svæðunum :á óhultari staði. Það
er verið að tala um hvernig við
eigum að halda uppi flutning-
um á nauðsynjavörum til lands-
ins og framleiðsluvörum frá
landinu. íslenzka þjóðin hefir
aldrei verið í jafn mikilli hættu
stödd af mannavöldum og nú
um þessar mundir.
Kosningar eiga að fara fram
í vor. Sú tillaga hefir komið
fram, að fresta þessum kosn-
ingum til haustsins. Samkvæmt
stjórnarskránni eiga kosningar
að fara fram á 4 ára fresti. Það
er þess vegna ekki hægt að
fresta kosningum lil næsta árs,
nema brjóta stjórnarSkrána.
Hinsvegar er kjördagurinn á-
kveðinn í kosningalögunum, og
virðist því nfega færa hann til
með einfaldri lagabreytingu.
Það er allt útlil á, að þjóðin
geti verið mjög illa við því bú-
in, að ganga til kosninga á
venjulegum tíma, í júnímánuði.
Allar likur benda til þess, að
baráttan um Atlantzhafið verði
liörðust á þessu sumri. Þótt
þeirri baráttu yrði ekki lokið
fyrir haustið, eru öll líkindi lil
þess að meiri kyrrð verði þá á
komin.
Tillagan um frestun kosn-
inga til haustsins er þvi í alla
staði réttmæt og skynsamleg.
Þess vegna hefði mátt búast við
því, að henni yrði v,el tekið af
öllum þeim, sem viðurkénna að
þjóðinni sé nauðsyn á að vera
sem samhentust á háskatímum,.
Mönnum hlýtur því að koma
nokkuð á óvart, hvernig for-
maður F ramsóknarflokksins
bregst við þessari tillögu. Svar
hans er stutl og laggott: Við
eigum að segja eins og Bretar:
„business as usual“ — viðskipti
eins og venjulega. Við eigum að
kæra okkur kollólta þótt
sprengjum rigni yfir okkur
sjálfan kjördaginn. Allt annað
er linka og þrekleysi.
Ekki er vitað, hvernig Alþingi
kann að snúast við tillögunni
um þingfrestunina. En ef það
verður ofan á, að kosningar fari
fram í júnímánuði, þá er sýni-
legt að ekki má draga kosn-
ingaundirbúninginn úr þessu.
Sjálfstæðismenn hafa enga
flokkslega ástæðu til þess að
óska frestunar til haustsins. Það
er vegna alþjóðar hagsmuna, að
sú tillaga hefir komið fram.
a
BÖRNIN Í)T ÚR BÆNUM!
Vantar húsnæði
fyrir konur og
ungbörn.
Kennarar þeir, sem söfnuðu
fyrir helgina skýrslum um sum-
ardvöl barna, eru nú sem óðast
að skila nefndinni.skýrslum sín-
um,
Vísir talaði við Arngrím
B.v. Gulltoppur bjargar 33
skipbrotsmönnum undan
Garðsskaga.
Kristleifur á Stóra-
Kroppi heiðraður’
Kom hingað í gærkveldi.
Tslenzkur botnvörpungur hefir enn bjargað er-
* lendum skipbrotsmönnum. Er það b.v. Gull-
loppur, sem bjargaði í gær 33 mönnum aí’ skipinu
Beaverdale, sem var 10.000 smál. að stærð. Kom Gull-
toppur liingað í gær og setti mennina á land hér.
Skipstjóri á Gulltoppi er Halldór Gíslason. Hafði
Vísir tal af honum í morgun og sagði hann svo frá
þessu:
„Við voyum að veiðum vest-
an til á Eldeyjarbanka, um 45
mílur vestur af Garðsskaga,
rétt eftir hádegið í gær. Um
klukkan rúmlega 1 kom fyrsti
stýrimaður auga á segl i baf-
átt, og er betur var að gáð,
kom í ljós, að þarna var björg-
unarbátur á ferð.
Tókum við þá þegar inn
vörpuna og sigldum til bátsins,
en bann reyndist vera af skip-
inu Beaverdale, sem bafði ver-
ið á leið frá Kanada til Liver-
pool.
Skipið var 10.000 smál. að
stærð, með 79 manna áhöfn,
en í björgunarbáti þessum voru
33 af áhöfninni og var 2. stýri-
maður skipsins fyrir þeim.
Skipverjum sagðist svo frá,
að skipið liefði fengið á sig
tundurskeyti um klukkan tíu
Kristjánsson, framkvæmdarstj.
nefndarinnar, í morgun. Sagði
hann að yfirlit um þörfina fyrir
dvalarstaði myndi ekki fást
fyrri en í kveld. Við skjóta at-
liugun kemur þó í Ijós, að miklu
fleiri óskir hefðu borist fvrir
mæður með ungbörn, en nefnd-
in bafði áætlað. Vonandi verður
luégt að uppfylla allar óskir i
þessum efnum.
á þriðjudagskvöld. Höfðu þeir
því verið fjóra sólarhringa og
10 klukkustundir í björgunar-
bátnum, er þeir voru téknir um
borð. Þgð var kl. 2 e. b. í gær.
Skipið sökk ekki af tundur-
skeytinu, og skaut kafbáturinn
af fallbvssu á það, áður en það
sökk. Skipverjar settu björgun-
arbátana, fjóra að tölu, á sjó,
en einn eyðilagðist af einhverri
ástæðu og skiptist því skips-
liöfnin í þrjá báta. Voru lang-
flestir í þeim, sem við liittum
þarna.
Annar stýrimaður teiknaði
uppdrátt af legu íslands,
nokkru eftir að skipinu var
sökkt, og var tekin stefna norð-
ur, til þess að reyna að kom-
ast hingað.
Á sumum bátsverja sá ekkerl
eftir volkið, en fætur þriggja
eða fjögra voru orðnir nokk-
uð bólgnir.“
Sandpokar fást keyptir.
Loftvarnanefncl hefir beðið Vísi
að láta bæjarliúa vita, að þeir geta
fengið keypta sandpoka í Slökkvi-
stöðinni. Pöntunum er veitt móttaka
daglega kl. 9—12 f. h., og greiðist
pokarnir um leið og þeir eru pant-
aðir.
Á Iaugardaginn varð Krist-
leifur Þorsteinsson, bóndi og rit-
höfudnur á Stóra-Iíroppi í
Reykholtsdal, áttræður.
í tilefni af áttræðisafmælinu
héldu sýslungar hans honum
samsæti að Reykholti og mættu
þar eittlivað á 3. hundrað gesta,
víðsvegar að úr héraðinu og
einnig úr Reykjavik. Héðan fór
Laxfoss upp í Borgarnes i tilefni
af afmæli Kristleifs og sömu-
leiðis flaug „Örninn“ upp að
Stóra-Kroppi með gesti, er
beimsóttu afmælisbarnið. Tók
flugvélin Iíristleif með sér upp
í háloftin og flaug með liann
um héraðið.
Kl. 3 hófst guðsþjónusta í
Reykholtskirkju, en að henni
lokinni hófst samsætið í leik-
fimisal skólans. Hafði salurinn
áður verið skreyttur. Bauð
skólastjóri, Jóhann Frímann,
gesti velkomna á staðinn, en
ræður fluttu þeir alþingismenn-
irnir Pétur Ottesen og Bjarni
Ásgeirsson fyrir minni heiðurs-
gestsins, en Páll Zophoníasson
fyrir minni konu hans, frú
Snjófríðar Pétursdóttuiv Sjálfur
hélt Kristleifur snjalla ræðu.
Kvæði til Kristleifs voru flutt
eflir Halldór Helgason, Ás-
bjarnarstöðum, Guðlaug Jó-
hannesson, Signýjarstöðum,,
Jórunni Guðmundsdóttur, Arn-
þórsholti, og Þorstein Jónsson,
Úlfsstöðum. Undir borðum var
sungið, en auk þess skemmti
karlakórinn „Bræðurnir“ með
söng, Magnús Ásgeirsson lækn-
ir með einsöng og Guðmundur
Frímann kennari með upplestri.
Heillaóskaskeyti og gjafir
bárust Kristleifi unnvörpum, en
aðalgjöfin, sem héraðsbúar
færðu honum sameiginlega var
skrifborð og tveir hægindastól-
ar, mjög vandað að frágangi og
fagurt á að líta.
Um áttaleytið um kvöldið
voru borð rudd, og að þvi loknu
b.pfst dans og annar gleðskapur
fram eftir kvöldi.
Mun þetta vera einstæðasta
afmælisveizla og sú fjölmenn-
asta, sem getur um í sögu Borg-
arfjarðar, því þess hafa ekki
þekkst dæmi áður, að bæði sldp
og flugvél hafi verið gerð út til
sömu afmælisveizlunnar. En
Kristleifur er maður, sem öllum
jiykir vænt um, sem honum
Iiafa kynnst og það er j>ví ekki
nein tilviljun, að j>etta er eitt
fjölmennasta samsæti, sem ein-
um Borgfirðingi hefir verið
lialdið.
Kristleifur’ hefir lofað Vísi
nokkurum bernskuminningum
sínum og munu j>ær birtast
innan skamms í Sunnudags-
blaðinu.
HENRY D’ALBIAC,
undirmarskálkur í brezka flug-
hernum, sem hér birtist mynd
af, hefir á hendi yfirstjórn
brezka flughersins í Grikklandi.
D’Albaic byrjaði feril sinn í
Heimsstyrjöldinni og var þá
flugnjósnari (observer). Síðan
hefir hann stjórnað flugsveitum
í Indlandi, Egiptalandi, Trans-
jordaniu og Palestinu.
Stundin
kom út í inorgún. Flytur hún
m. a. svar til Jóns Eyj>órssonar
frá ritstjóranum.
Bökunarefni allskonar, Sýróp, Púðursykur, Egg.
Smjör, Hólsfjallahangikjöt, Gr. Baunir, Aspas, Spinat,
Carottur, Snittubaunir, Vitamon-súpuefni, Oliven,
Cocktail-Kirsiber, Piparrót, Sandw. Spread.
Ýmsar Heinz- og Libbys-vörur, Orangeade.
HJÁ OKKUR ERUf) ÞAÐ ÞÉR, SEM SEGIÐ FYRIR
VERKUM!
HVAÐ VANTAR í PÁSKAMATINN ?
BARA HRINGJA SVO KEMUR ÞAÐ!