Vísir - 16.04.1941, Page 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
31. ár.
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
Reykjavík, miðvikudaginn 16. apríl 1941.
85. tbl.
Grænland undir
yfirráðum U. S. A.
Bandaríkin herða
stríðsundirbdningrinn
Yfirlýsingar helztu manna
Bandaríkjanna.
/ t
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Roosevelt forseti sagði í gær, er liann ræddi við blaða-
menn, að allt Grænland væri nú undir yfirráðum
Bandaríkjanna, en landinu yrði skilað aftur í hendur
Dana, þegar styrjöldinni væri lokið.
Forsetinn lýsti yfir því, að ef ráðizt yrði á amerísk
skip utan styrjaldarsvæðanna, yrði þau varin.
Ennfremur sagði hann, að Bandaríkjamenn myndi
finna einhver ráð til þess að koma hergögnum og mat-
vælum til Bretlands.
Styrjaldarframleiðslan
eykst hröðum fetum.
Stýrjaldarframleiðslan eykst
svo hratt í Bandaríkjunum, að
miklu betur gengur en í Heims-
styrjöldinni. Bandaríkjamenn
eru „ári á undan“. en þeir voru
1917.
Knudsen formaður landvarna-
ráðsins sagði, að í marz liefði
verið framleiddar 1215 herflug-
vélar i Bandaríkjunum, og
næstii 9 mánuði yrði þess fram-
leiðsla tvöfölduð.
» ' . ‘
Mikil fundahöld i
Washington.
Mikil fundahöld voru i Was-
hington í gær. Roosevelt ræddi
við Stimson, Hull, Knox, Morg-
enthau og aðra Iielztu ráðherra
sína, um aukna aðstoð v!ð lýð-
ræðisrikin. Og einnig ræddi
liann og Morgenthau við sendi-
herra Kina og bankastjóra þjóð-
bankans kínverska.
i
Knox og Stimson
vara við hættunum.
Stimson hermálaráðherra
sagði í gær, að herinn yrði að
vera við því búinn að verja lönd
Vesturálfu, í Norður-, Mið- og
Suður-Ameríku — og raunar
vera við því búin, að berjast
hvar sem væri, en Knox flota-
málai’iáðherra sagði, að ef lýð-
ræðisrikin biði ósigur í styrj-
öldinni, kæmi röðin að Banda-
ríkjunum, og varaði við hættun-
um, en Bandaríkin einangruðust
æ meir. Þetta yrði þjóðin að
skilja og styðja landvarnirnar
af alhug og flotinn væri nú
reiðubúinn hverju, sem fyrir
kynni að koma.
„Vér erum komnir í stríðið.“
Ameríska vikublaðið „Satur-
day Evening Post“ segir í rit-
stjórnargrein á föstudag:
„Vér erum komnir i stríðið,
þó að vér vitum enn ekki á
livern hátt það hefir skeð. En
ástæðan til þess, að vér erum
nú í striði, er sú, að vér viljum
umfram alla muni losna við
Hitler úr þessum heimi. Það er
verið að krefja Bretastjórn
sva'rs um, hver hin endanlegu
stríðsmarkmið hennar séu.
Slíks þarf enginn að spyrja hér
vestan hafs. Vér erum komnir í
striðið við Hitler, af því að ann-
arhvor verður, Hitler eða ame-
ríska þjóðin, að víkja úr þess-
um heimi. Það er nógur tími til
þess að ræða bætt skipulag í
heiminum eftir striðið. En til
að byrja með munum við berj-
ast fyrir þvi einu, að þurrka út
Hitler.“
Bretar og Grikkir hafa
búið vel um sig í-fjall-
lendinu milli Adriahafs og
Eyjahafs.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Hersveitir Breta og Grikkja hafa nú komið sér vel fyrir á
víglínu milli Adriahafs og Eyjahafs og hafa Grikkir hörfað af
Koritzasvæðinu til þess að „rétta“ þessa varnarlínu. Grikkir
rýmdu þetta svæði án þess að Þjóðverjar hefði hugmynd um
það fyrr en eftir 3 dægur, er herflutningum var að miklu leyti
lokið. Enginn Grikki af þeim, er varði undanhaldið, féll. Þó
sendu Þjóðverjar bifhjóladeildir á eftir-Grikkjum, undir eins
og þeir kpmust á snoðir um þetta, en bifhjólahermennirnir voru
teknir til fanga í tugatali.
Miklir loftbardagar.
Enn liefir ekki komið til
neinnar liöfuðorustu milli Þjóð-
verja og bandamanna á fyrr-
nefndri víglínu. Bretar hafa
haldið uppi stöðugum. loftárás-
um á Þjóðverja, m. a. á aðflutn-
ingamiðstöð þeirra fyrirt aftan
vígstöðvarnar, þ. e. járnbrautar-
stöðina við Sofia, og komu þar
upp miklir eídar, en við Janitza
var skotið á herflutningabifreið-
ar, og kviknaði í symuni. Bretar
skutu niður 9 þýzkar flugvélar.
Finim skutu brezkar orustu-
flugvélar niður i árás á liáfnar-
borgina Piræus og Grikkir
skutu niður 10 þýzkar flugvél-
ar, þar af 3 í liarðri árás á borg-
ina Larizza.
Harðari bardagar í Jugosláviu.
Frá .Tugoslaviu eru stöðugt i
fremur óljósar fregnir, en sein-
ustu fregnir herma, að Jugo-
slavar veiti æ harðara viðnám i
fjöllunum í Bozniu og Herze-
govinu.
Búlgaría slítur stjórnmálasam-
andi við Jugoslaviu.
Ríkisstjórnin í Sofia sleit í
gær stjórnmálasambandinu við
Jugoslaviu ,og er talið vist, að
Þjóðverjar liafi knúið Búlgari
til þess að taka þetta skref.
Þjóðverjar flytja aukinn her
til Balkanskaga.
Það virðist ætla að verða erf-
iðara hlutverk að sigra Balkan-
þjóðirnar en Þjóðverjar ætluðu,
eftir þvi sem útvarpið í Ankara
segir, því að þeir liafa
þegar aukið herafla sinn
mikið, eða úr 38 upp í 60
herfylki, og miklir liðflutn-
ingai’ standa yfir suður
þangað. Þjóðverjar hafa nú
á aðra miljpn manna á
Balkanskaga, eða fast að
því eins marga hermenn og
Jugoslavar geta kvatt til
vopna.
Afstaða Rússa.
Rússnesk blöð halda áfram að
fara vinsamlegum orðum um
Jugoslava óg haráttu þeirra, og
„Rauði flotinn" segir, að enginn
skyldi ætla, acT Rússar gleymdu
vinum sínum, þótt þeir liafi gert
vináttu- og hlutleysissáttmála
við Japan.
Halifax lávarður flutti ræðu
í gær í New York og minntist
á Balkanhorfurnar — sem og
raunar horfurnar í styi’jöldinm
yfirleitt — og sagði að þrátt fyr-
ir byrjunarsigra Þjóðverja á
Balkan, mundi það koma í ljós,
að Bandamenn myndu sigra að
lokum. Halifax sagði, að Bret-
ar hefði orðið að flytja mikið lið
frá Libyu til Grikklands, því að
þeir töldu sér skylt, að gera það
sem unnt væri Grikkjum til
stuðnings, en nú er verið að efla
Nílarherinn á ný. Bretar og
Bandaríkjamenn geta unnið á-
kveðinn sigur i orustunni um
Atlantsliafið ,og það er undir
henni og úrslitaorustunni
um Bretland, sem §igurinn er
kominn. Sá, sem hefir valdið á
sjónum, sigrar, —1 það mun
sannast nú sem fyrrum.
Fréttaritari United Press ein-
hversstaðar í Jugoslaviu símar,
að aðstaða Jugoslava hafi batn-
að undangeng-na 3 daga. Rign-
ingar og snjókomur hafa þindr-
að flugferðir Þjóðverja og Jugo-
slavar hafa notað tækifærið á
meðan til frekari undirbúnings.
Mikil! hugur er í Serbum, að
hef ja sókn, símar fréttaritarinn.
MiJan Nedie herforingi beið
átekta meðan Þjóðverjar voru
að flytja lið sitt, 400 skriðdreka
og þúsundir herflutningavagna
að djúpu gili i Merodimka, f.yrir
LTii(lirbúnÍBisrur a ölluin §viðum;
í ■■■%
: |
Bandaríkin láta sér ekki nægja að veita Bretum fullan stuðning, heldur búa þau sig undir
að þurfa að laka virkan þátt i stríði, áður en langt um líður. Myndin er lekin skammt fná
einum aðalstöðvum Bandaríkjahers, Benning-vígi í Georgiu og er verið að æfa fallhlifarher-
menn. Taugin, sem tengir fallhlífarmanninn og flugvélina, opnar falllilífina, svo að maðurinn
þurfi ekkert að liugsa um það.
norðan Skoplje, til þess svo að
gera gagnáp.Iauu
Nálægt Kaeanac hafa Jugo-
síavar gert gagnáhlaup, i fyrsta
lagi til þess að eyðileggja ben-
zínbirgðir og aðrar birgir Þjóð-
ver ja og þar næst á vélahersveit-
ir þeirra. Jugoslavar hafa náð
Skoplje aftur og halda borginni
enn, samkvæmt seinustu fregn-
um.
Fregnir frá Grikklandi í gær-
kveldi benda til, að Grikkir hafi
hörfað hægt undan á miðkafla
vígstöðvanna, sem eru 150
mílna langar, og búast aðallega
til varnar í hinum bröttu og
veglausu Pindusfjöllum, en
Bretar hafa búist til varnar á
Olympsfjalli, þar er ekki síður
gott til vamar.
SEINUSTU FREGNIR.
Búlgarar hemema landið
milli Alexandropolis og Struma-
fljóts í Vestur-Þrakíu.
Mensies forsætisráðherra
Ástralíu heldur kyrru fyrir í
Englandi um sinn, að beiðni
Churchills.
38. loftárásin var gerð á Kiel
í nótt.
Þjóðverjar gerðu loftárásir
víða á Norður-írland og Eng-
land Lnótt. Sex flugvélar þeirra
voru skotnar niður.
Hertoginn af Aosta byrjar
samninga viö Breta.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Árdegisblöðin í London birtu fréttir frá Addis Abb-
eba í morgun, þess efnis, að hertoginn af Aosta, vara-
konungur Abessiníu, sé farinn að semja við hershöfð-
ingja Breta. Hefir hann dregið að hefjast handa um
samninga þar til nú — eða meðan nokkur von var um
að komast undan með her sinn, en vöriýn er raunveru-
lega þrotin víðast hvar. í Dessie, Gimma og Gondar er
enn varist, en vörnin alveg að bresta.
Hertoginn af Aosta hóf samkomulagsumleitanir við
herforingja Breta í Diredawa.
Fór hann fram á, að flugvél,
er hann ætlaði að senda þangað,
fengi að fara óáreitt ferða sinna.
Var svo sendur sérstakur erind-
reki loftleiðis til Diredawal, en
allar sprengjuflugvélar Breta og
Suður-Afríkumanna héldu
kyrru fyrir meðan flugvélin var
á leiðinni.
Brezkt beitiskip
skotið í kaf.
Brezkur kafbátur sökkvir
10.000 smál. olíuskipi.
London í morgun.
Brezka flotamálaráðuneytið
tilkynnti i gær, að brezkt heiti-
skip, tæplega 5500 smál., hefði
orðið fyrir tujndurskeyti, er það
var að fylgja skipalest.
Jafnframt var tilkynnt, að
kafbáturinn Tigress hefði sökkt
10.000 smálesta oliuflutnjnga-
skipi, sem var á leið til hafnar
í liinum hernumda liluta Frakk-
lands.
Átökin
liaröna
í Ijbyu.
Fangar, sem Bretar
taka, vatns- og mat-
arlausir í 2 daga.
London í morgun.
Bretar tilkynna, að þeir hafi
skotið niður 22 flugvélar í loft-
bardögum yfir Libyu, aðallega
Tobruk. M. a. skaut áströlsk
flugvél niður stóra herflutn-
ingavél.
Þýzkir fangar, sem Bretar
hafa tekið, segja, að þeir hafi
vérið matar- og vatnslausir í 2
sólarhringa, — þeim hafi verið
sagt að sækja fram hvað sem
það kostaði.
Af flugvélum þeim, sem
skotnar voru niður, 'voru 19
Junkers 87. — Ekki hefir frétzt
um nýja árás Þjóðverja á To-
bruk, eftir að Bretar hrundu á-
rás þeirra þar, eyðulögðu 15
skriðdreka og tóku 200 fanga.
Fréttastofufregnir herma, að
vel gangi að senda aukið herlið
til vigstöðvanna, þar sem Bret-
ar búizt til orustu, og virðist
vera um allmikinn viðbúnað að
ræða til þess að stemma stigu
við frekari framsókn Þjóðverja
og ítala.
Árásin á Noreg gerð
á amerískum tundur-
spilli undir norsku
flaggi.
London í morgun.
Það er kunnugt, að árásin á
liafnarbæinn i Norður-Noregi
var gerð af einum af fjórum
amersiku tundurspillunum, sem
norska stjórnin fékk til um-
ráða. Tundurspillirinn hafði
innanborðs vana hafnsögumenn
og marga sjálfboðaliða, og var
siglt undir dögun inn í höfnina.
Árásin kom Þjóðverjum á ó-
vænt. Fyrsta verk norsku sjólið-
anna var að skera sundur síma-
þræði og eyðileggja allt, sem tal-
izt gat liernaðarlega mikilyægt,
svo sem síldaroliuverksmiðju.
Þýzk yfirvöld vissu ekki um á-
rásina fyrr en sólarhring eftir
að hún fór fram. — Þjóðverjar
hafa nú bannað að reisa verk-
smiðjur, þar áfem hætt er við
slikum árásum alveg frammi
við sjó.