Vísir - 18.04.1941, Blaðsíða 5

Vísir - 18.04.1941, Blaðsíða 5
VlSIR Föstudaginn, 18. apríl 1941. Höfuðbólið Refk- hólar fyrr og nn. Eftii* Gísla Jónsson forstjóra. Grettis-saga skýrir svo frá, að á Reykhólum, liafi búið Þorgils Arason, hinn mesti liöfðingi i Vestfirðingafjórðungi. Hafi hann verið svo mikil þegnskap- armaður, að liann gaf hverjum l'rjálsum manni mat svo lengi, sem þiggja vildi. Varð af þessu jafnan fjölmennt á Reyldiólum. Lengi fram eftir Sturlunga* öldinni býr þar liver höfðinginn öðrum meiri, og það allt fram á vora daga, þótt höfuðbólið mótist lang mest í meðvitund þjóðarinnar við nafn Jóns Thor- oddsens, skálds, sem þar er fæddur og uppalinn. Orkti hann hið fagra kvæði sitt „Hlíðin mín fríða“, um Rjarmalilíðina við Reykhóla. Veldi Reyldióla og £lit ríkir enn, undir stjórn Bjarna sál. Þórðarsonar, sem þar bjó rausnarbúi frá 1869 til alda- móta, svo að oft hafði liann þar um 700 fjár og 60 stórgripi, og sat þar oft með allt að 50 manns í heimili. Sýnir þetta bezt, live jörðin hefir verið mikil og góð allt, frá landsnámstíð, enda er þar gott til fanga og æti mikið. Skömmu fyrir aldamót er lagður vísir að barna- og ung- lingakennslu á Reykliólum, og er þetta fyrr en í flestum öðr- um sveitum landsins. Er veitt- ur til hennar kr. 20,00(!) styrk- ur en við burlflutning Bjarna leggst þessi kennsla aftur nið- ur, og nú hrakar liöfuðbólinu smátt og smátt niður í þá niður- lægingu og eymd, sem það enn er í. Árið 1936 gerir þáverandi al- þingismaður, Sigurður Einars- son, dósent, tilraun til þess að fá samþykkt lög um eignarnám á Reykliólum, og næsta ár á eft- ir gerir liann enn tilraun til að fá staðinn samþykktan sem hér- aðsskólasetur fyrir Barða- slrandarsýslu, en hvorugt þetta náði samþyklci þingsins. Á siðara þinginu 1937 fær al- þingismaður Bergur Jónsson þvi aftur á móti framgengt, að rikisstjórninni sé lieimilt að kaupa jörðina, án þess þó að ákveðið sé til livers kaupin séu gerð, eða að tryggð sé með þvi viðreisn staðarins. , Mun ungmennafélagasam- band Barðstrendinga hafa átt upptökin að þessari m^laleitun til þingsins, fyrir þá sök, að ekki þótti þá fyrirsjáanlegt, að hafist yrði lianda um að endurreisa slaðinn. Árð 1938 gerði eg tilboð um \ kaup á jörðinni, til skiftafor- stjóra í dánarbúi Bjarna, hr. hæjarfógeta og alþingismanns Bergs Jónssonar. Var eg ákveð- inn í að hefja þar stórfelldar framkvæmdir, bæði á sjálfri jörðinni og jafnframt um iðnað í sambandi við jarðhitann. En þingmaðurinn notaði aðstöðu sína í skiftarétti til þess að fyr- irbyggja þessar fyrirætlanir, en fékk hinsvegar ríkisstjórnina til þess að nota sér heimildina frá þinginu og kaupa jörðina. Það er út af fyrir sig ekkert við því að segja, þó að ríluð, að fengnu samþykki þingsins, keypti jörðina. En óneitanlega sýnist það svo, að liér hafi bæði þingmaður kjördæmisins og ríkipstjórnin tekið um leið á sig þær skyldur, að lilutast til um það, að hafizt væri þegar handa um viðreisn staðarins, en láta elcki nema staðar við það eitt, að vera sammála um að koma í veg fyrir viðreisn hans af hendi einstakra þegna. En þó liðin séu nú meira en tvö ár, frá því að kaupin voru ákveðin, hefir enginn visir sést til við- reisnar, og er staðurinn enn i hinu, mesta ófremdarástandi, til vansæmdar fyrir eiganda og engrar gleði fyrir lireppsbúa. Má við svo búið elcki lengur una, enda liafa nú risið upp há- værar raddir í byggðarlaginu um, að hér verði á skjót breyt- ing og góð. Vilja héraðsbúar flytja þangað prestssetrið og koma þar upp barna og ung- lingaskóla, þar sem hinn ungi og öluli prestur þeirra fengi að- stöðu til að nota ágæta hæfileika sína og liafa mikil álirif á menn- ingarlíf hinnar uppvaxandi kyn- slóðar. Svo mikill áhugi er fyrir þessu máli meðal ibúa héraðs- ins, að margir þeirra hafa þegar lagt fram fé, af litlum efnum, til sjóðsstofnunar, máli þessu til stuðnings, jafnframt sem þing- manninum hefir verið falið að fylgja málinu fast fram á rétt- um vettvangi. Eg gjöri ráð fyrir því, að hér sem viðast annarsstaðar verði fjárliagshliðin örðugasti hjall- inn, og því sé rétt að athuga í upphafi, hverjar séu færustu leiðirnar, því jafnskjótt og fundin hefir verið fær leið, verð- ur öll mótstaða að víkja fyrir þunga hins sameinaða vilja hér- aðsbúa, sem óneitanlega eiga kröfu á því, að vegur þeirra verði ekki verr gerður þótt rík- ið eignaðist staðinn. Árið 1929 féklc héraðið spildu úr Reykhólum og byggði þar sameiginlegan læknisbústað og sjúkrahús. Er hús þetta stórt og mikið steinhús, hitað upp með hverahita. Mun húsið hvila þungt á hinum fátæku hrepp- um, en vera lítt eða ekki notað, nema til íbúðar fyrir lækninn. Sjúldingar munu aldrei liafa verið þar neinir. Neðri hæð hússins er tilvalin fyrir barna- og unglingakennslu, og mætti síðan bæta við húsið, þegar að- sóknin ykist svo, að það væri of lítið. Jafnframt mætti nota þessi liúsakynni til sameigin- legra gleðifunda, undir stjórn prests og skólasljórnar. Nýjan búslað þarf að í’eisa þar fyrir prest og kennara, og er eðlileg- ast að selja „Staðinn“, hið gamla prestsetur, til þess að mæta þeim útgjöldum. Hann er hvort eð er nú orðinn, að mörgu leyti, mjög óheppilegur sem prestsetur, á sveitarenda og erf- iður til búskapar. Jörðina sjálfa þarf að húsa eins og hverja aðra bújörð, og kemur það raunverulega ekkert skólanum við, frekar en t. d. í Reykholti, og sé til þess ætlazt, að fátækir bændur liúsi jarðir sínar, er það ekki vansalaust fyrir ríkið, að láta leiguliða sina hýrast í hreysum, sem það mundi banna öðrum lands- drottnum að selja á leigu. Eftirgjaldið af Reykliólum mun nú vera um eða yfir fimm þúsund krónur á ári, og er það goldið mest í skinnum og dún. Þessar tekjur ætti rikið að leggja árlega til skólans, og eru þó enganveginn nægar bætur til héraðsbúa fyrir að hafa spornað við því, að þetta gamla höfuðból yrði endurreisl á þann hátt, að verða um leið margskonar tekjulind fyrir bændur, sem sveitina byggja. Gísli Jónsson. JÖHANNES SVEINSSON KJARVAL: HUGMYNDIN Eg var að taka til hjá mér, og fann þá stóra möppu með heilla- óskaskeytum frá fimmtugsaf- mæli mínu, og minntist eg þá, — enn einu sinni með sjálfum mér, — að eg liefi engin þakk- arboðsent í blöðumeða persónu- lega neinum hinna mörgu vina sem minntust mín þá. En þetta er þó heilbrigður og góður sið- ur að gjöra slikt. Að eg hafi sofið allan þennan tíma, fimm ár, kemur ekki til mála. En af hverju er það þá, að svo lengi hefir dregist að þakka mótteknar heillaóskir? — Eg veit það eklci. — Líkaði mér eldíi málverkasýningin mín — að mér hafi þá fundist að eg ætti ekki þetta skilið — viður- kenninguna — elskuleglieitin og alúðina sem þyrptist að mér — — gal það verið að maðurinn, eg, liafi ekki verið undir þetta búinn að vera — fimmtugur — en einungis málarinn? Eg veií það ekki — en mér hefir fundist þetta undarlegt, því — þetta hefir komið í hug minn síðar ár eftir ár, að þakka skeytin, en vilji og geta til að lagfæra þetta taktleysi mitt jafnan orðið að lúta í lægra haldi fyrir sífellt meiri sjálfskröfum til vinnunn- ar annars vegar og magnleysis sem eg ekki skil hinsvegar, hefði eg átt að gjöra nokkuð annað sem gæti verið þarfara eða enn sjálfsagðara, til þess að bregðast ekki leik í góðum takti. s Einungis þegar maður er orðinn þreyttur á sjálfum sér á einhverju sviði — er þegar mað- ur er úrkula vonar um að geta leiðrétt misskilning í sjálfs síns lífsleik — heyrir lúaður sjálfan sig hlæja, — en hvers vegna þá ekki miklu fyr? Aftur það sama sjálfssvar — eg veit það ekki. Nú liafa kannske ótal vinir þínir orðið fyrir svo stórum sorgum á þessu tímabili, að það væri enn meira taktleysi, að fara nú að ávarpa þá — og sennilega einhverjir dánir nú, sem sendu þér vinarkveðjur þá. — Vissulega •— áreiðanlega talað, hversdagslega auðvitað, hvort maður er sjálfur lifandi jafnvel verður umliugsunar- efni er maður fer að hugsa svona — — en hvað veldur? — eg sé inig skrifa, og eg lieyri í pennanum á pappírnum. — Það hlýtur að vera einliver meining í þessu að vera siðbúinn með hið ljúfasta verk. Og ef betra er seint en aldrei, þá er þó reynt að gjöra grein fyrir hugsuninni með þessum línum. Eg blaða í möppunni og hugsunin skapast — eg finn svo margt fallegt, en hvað er þetta — skeytin eru elcld nærri öll í möppunni og bréfin — nú man eg það. — Heillaóskirnar voru svo margar að þær komust eklci allar fyrir í einni möppu, en hvar þá — í allt öðrum möpp- um — í allt öðrum kössum, sem eg pakkaði og tók til í fyrra og liitt eð fyrra. — Verð eg þá að fara að rifa allt upp og rann- saka til þess að sjá nöfn vinanna mörgu sem á vantar — listvina í landinu fyrir fimm árum? — Já ef eg ætla að senda hverjum einUm einstökum þetta slcrif í lokuðu umslagi verð eg auðvitað að gjöra það, en setji eg það í blöðin, þá þarf eg þess ekki, þó finnst mér það heldur benda til trassaskapar heldur en ekki — en það verður liklega að hafa það. Eitthvað verður að gera úr því sem lcomið er!!! Eg hugsa til síðustu fimm ára, hvernig þau hafa gengið fyrir sig. Sýningin í Menntaskólanum var yakning fyrir mér. Senni- lega hefir hugboð sest að mér um að meira þyrfti að leggja að sér við vinnuna framvegis til þess að geta sannfærst um að maður væri það sem maður gaf sig út fyrir að vera. — Þessi að- kallandi þörf, að sjá — og láta aðra sjá með sér það sem ekki i nokkurs liuga hefir komið, fyr né síðar, vegna þess að það eru falin augnablik i náttúrunni fyr- ir allri skyiíjun unz náttúran sjálf hefir búið sér út tæki til þess að láta sjá sig þegar henn- ar tími er komin. — Það er maðurinn. Sennilega er það það sem við meinum með orðinu meining — aðferð náttúrunnar til þess að dýpka sjálfa sig — til þess að koma upp sem full- komnustum mannverum og gera þær liæfar til þess að sýna öllum heimi ef eg mætti svo að orði komast, hvað hún er dá- samleg — undursamleg — og alls megnug gagnvart sjálfri sér og öllum sem halda að hafi ráðin. Aflgjafi mannsins — já — þetta hefir nú þvi miður tekist all-anbögulega fyrir mér býst eg við, kannske liefir maður i vinnuákafanum troðið á heil- ögum geislum náttúrunnar — — ekki dregið skóna af fótum sér á réttuni tíma--------svo mikið er víst, að á þessum fimm árum, slcætingsskaparins og orðhreyfingsins sem um minn verkahring er, hefir náttúran gefið mér ýmislegt til kynna sem kom mér enn á óvart -—- sem og auðvitað allt og allt. Nú verður farið að skjóta þig bráðum, Kjarval, er viðkvæðið fyrir ári síðan.----Ef eg hefði byssu í hendinni núna mundi eg skjóta þig, þar sem þú situr, sagði einn inn á kaffihúsi við mig fyrir einum tveimur árum. — Einn kom til mín með smá- riffil fyr'ir rúmu ári, þar sem eg var að mála úti, bíður mér góð- an dag, og bætir við — nú á eg allskostar við þig —- en eg var illa fyrirkallaður að tala vegna þess að sjón, bönd og tilfinning var stemd við vinnuna, en eg varð að svara, og krafturinn út- leystist til annars en eg bjóst við — og vinnan þvi sennilega mislukkuð í það skiptið. — Enn einn réðist að rriér með öðrum manni er eg ekki þekkti og sagði, að eg gengi Ijúgandi og rægjandi um bæinn. Það átti fannst mér að vera árétting fyr- ir að skorast undan að taka þátt í sýningu í útlöndum, sem þá var mörgum hugleikið. Eitt fagurt vor við Vífillsfell — 1 vötnunum svokölluðu — var fyrir l'innn árum — þá hefi eg séð þar flest af fugli margskonar þar saman komið. — Þá var það á sjálfa Jóns- messunóttina, að verið var að skjóta þar. Eftir þá nótt sást ekki fugl allt sumarið. Heill sumars vinnugleði friðar og ánægju varð að lúta einnar næt- ur veiðigleði einhverra sem komu þar. Eitt liaust í fyrstu snjóum kom mjög vígalegur maður út úr vagni fyrir norðan Vífillsfell, og stefndi með hraun- brúninni sniðhallt til mín. Eg sá hvað hann vildi. Hætli vinn- unni og gekk til móts við hann — hann var með byssu. Eg bað hann að skjóta ekki, þar á vissu svæði er eg til tók, og benti honum til. Og varð ekki mikið um kveðjur, en eg reyndi svo að fara að vinna — en maður- inn skaut nú samt þar á þessu friðaða svæði. Eg átti nefnilega vini þarna — rjúpnahóp sem var búinn að umgangast mig nokkur ár. Síðan hefir sést þarna í öllum hraunavíðáttun- um ein einasta rjúpa. Hin fagra náttúra utan við manninn eykur gleði, skapar birtu og yl frá manni lil irianns og það má ekki slila þann tengi- lið með öllu — hvernig nú sem á því stendur. Eg hafði liugsað mér fyrir- komulag sýningar minnar á allt annan hátt, og í allt öðrum lil- gangi en raun varð á — ekki til þess að heiðra sjálfan mig eða neinn hér sérstaklega. Ánægjan varð auðvitað okkar, ef nokkur er — en eg vildi ánægjuna víð- tækari — eg hugsaði mér sýn- inguna miklu betri og skipulegri —• að sérstakt hús yrði byggt til þess vakti óljóst fyrir mér. Eg liugsaði mér, að bjóða úr ýmsum löndum fólki hingað sem sérstaklega liefði með list að gjöra — og eg vildi láta ríkið eða bankana boi’ga kostnaðinn. Eg hugsaði mér þetta sem eðli- legan vott þess að maður liafi hrifist og glaðst í löndum þeirra og borgum þar sem maður hefir dvalið og orðið fyrir áhrifum — frá fögrum listum. Eg liugs- aði mér þessa einu leiðina til þess að íslendingur ekki gleyindist og vott þess að mað- ur sjálfur hefði gotl minni um ógleymanlegar álfur og menn- ingu. -----Eg gekk þess ekki dulinn að nóg fegurð landsins mundi bæta gestunum upp mis- niuninn á listum okkar hér og list þeirra sem er miklu öðru vísi. Þetta átti einungis að vera vottur þess, að maður hafi hrif- ist og verið þakldátur aðdáandi. Eg talaði lauslega um frum- drög hugmyndar minnar við einn bankastjóra liér i bæ — það var aðeins óljóst út frá inspirationinni (huginyndinni) en eg var þá á leið til Vífilsfells að vinna. Og eg efast um að liann liafi skilið mig, en svo þó nokkru seinna var mér tilkynnt - að ætti að halda sýningu af mínum verkum vegna af- mælis míns — án þess að ráð- ast nokkuð frekar um það við mig — með, mannfagnaði. Eg fann að vísu einkennilega lik- ingu bergmáls í þessu til hug- mvndar minnar — — en ekki þá festu sem mig vantaði sjálf- um og var að reyna að innvinna mér i gegnum vinnuna. Þrjú árin næstu tókst mér að ná festunni fyrir vinnunni sjálfri þrátt fvrir miklar truflanir og fjárskort. En liugmyndin um sýningima eins og eg lýsti henni hér var þá úr sögunni fyrir löngu — en hefði þá átt að byrja, liefði allt verið óhreyft í heiminum. Virðingarfyllst Jóhannes Sveinsson Kjárval. Yfirleitt fannst mér öll fram- koma við finnntugsafmæli mitt mér í vil —- nema þegar útvarps- spyrjandi spurði mig hvernig mér líkaði við kirkjuna —- þar fannst mér eg verða var við brodd — og varð hissa. — Eg man vel áhrifin. Eg var fermd- ur í kirkju — siðan er mér kirkjan óvéfengjanleg. Annað mál er það, að það er sennilega golt og gilt að muna eftir<ferm- ingardegi sínum fyrir alla þá sem fermdir hafa verið. Með þökk! — Virðingarfyllst (Hljómplatan). Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími2234. Næturvörður i Lyfja- búðinni I'ðunni og Reykjavikur apó- teki. KAUPUM RF- KLIPPT SÍTT HÁR háu verði. HÁRGREIÐSLUSTOFAN PERLA Bergstaðaslræti 1. Sími 3895. i R&FTÆKJAVERZLUN OC VINNUSTOFA LAUCAVEC 46 SÍMI 5858 RAFLACN8R VIÐCERÐIR • • • • • SÆKJUM SENDUM Silróiinr vi»m Laugavegi 1. Útbú Fjölnesvegi 2. raFtækja VIÐGERÐIR VANDAÐAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM 'yóiafon Seltíar i uæsta Imð Kristján Guðlaugsson Hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. BUGLVSINGHR MB 1 ' WmÆ. BRÉFHflUSfl Qni J ftjBHjjSk I BÓKflsópuR -raa—æ - m Vsb«b1^L-í OUSTURSTR.12. Gúmmískógerðin Laugavegi 68. — Sími 5113. Vinnuföt og vettlingar. — GÚMMÍSKÓR, gúmmístígvél há og lág. Ullarleistar, herra- sokkar o. fl. Beztu vorkaupin verða hjá okkur. WÁWkúiim er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. — Sími 1710. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Athugid Nýkonmir gúmmískór — li/e rgi ódýrari, — Höfum einnig ullarleista. Verzl. KATLA Laugavegi 27.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.