Vísir - 07.05.1941, Síða 2

Vísir - 07.05.1941, Síða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan' h.f. Frestun þingkosninga. EKKERT er um það villast, að þingkosningar eiga, lög- um sanikvæmt að fara fram á þessu ári. Stjórnarskráin segir stutt og laggott: „Þingmenn skulu kosnir til 4 ára.“ Sam- kvæmt strangasta skilningi á þessu ákvæði er umboð þing- manna rúnnið út 20. júní næst- komandi. Til eru þó ýmsir 'lög- fræðingar, sem telja að fresta mætti kosningum fram eftir þessu ári, án þess í bága kæmi við stjórnarskráratriðið. Hafa sjálfstæðisblöðin, svo sem kunnugt er, bent á þessa hugs- anlegu lausn í málinu, eú ekki fengið neina áheyrn annarra flokka. Þótt ekki verði villst á því, að stjórnarskráin ætlast til að kosningar fari fram, 4. hvert ár, mun það dómur flestra, sem málið hafa hugsað, að liinir vísu feður, sem stjórnarskrána sömdu, hefðu skilið eftir opnar bakdyr, ef þá hefði órað fyrir því ástandi, sfem nú ríkir í landi voru.* Því yrði þess vegna tæplega haldið fram, að brot væri franv ið gegn andanum í stjórnar- skránni, þótt þingkosningum yrði slegið á frest, eins og nú hagar til. Hér verður að meta nauðsynina á frestuninni. Ef iiún er nógu rík, brýlur hún lög. Þess er þá fyrst að geta, að landið er hertekið. Við höfum nýlega fengið áþreifanlega sönnun fyrir hernáminu. ís- lenzkt blað hefir verið bannað af erlendu herveldi. Islenzkir menn liafa verið höndum tekn- ir og fluttir af landi burt. Frið- helgi sjálfs Alþingis liefir verið rofin. Þetta eru allt ærnar ástæður. En þó má fleira nefna. Landið er á ófriðarsvæði. Enginn veit nema yfir kunni að dynja loft- árásir hvaða dag sem er. Það er hætt við að kosningar, t. d. í Reykjavík, færu í handaskol- um, ef verið væri að varpa sprengjum yfir borgina, meðan á þeim stæði. Það er meira rót á fólki en nokkru sinni fyr. Aldrei hefir straumurinn úr sveitunum í át- vinnuleit við sjávarsíðuna verið jafn stríður og nú. Og jafnframt liggur stríður straumur flýjandi kjósenda úr kaupstöðunum upp í sveitimar. Það er þess vegna sýnilegt að kjörsókn yrði mjög í molum. Og þó er ótalið það, sem ef til vill veldur mestu : Áhyggjurnar, kvíðinn, öryggisleysið, glund roðinn. Allt þetta veldur þvi, hvað með öðru, að kjósendur hafa hugann bundinn við sitt- hvað annað en það, sem um á að kjósa. En um lýðræðislegan vilja kjósenda er varla að tala, ef þprri þeirra er annars hugar sjálfan kjördaginn. Þeir, sem málinu eru kunn- ugir, telja flestir, að meiri hluti kjósenda muni ekki sækja það fast að kosningar fari fram. En ef full vissa væri fyrir því, að meirihluti kjósenda væri and- vígur kosningum, yrði það tæp- lega talið freklegt lýðræðis- brot, að fresta kosningum eins óg sakir standa. Þessi má'l eru til yfirvegunar innan stuðningsflokka stjórn- arinnar á þingi. Hér skal ekk- ert rætt um afstöðu þingflokk- anna. Það skal aðeins á það bent, að þótt þingmenn viður- kenni yfirleitt þau rök, sem hér hafa verið talin fyrir kosninga- frestuninni — og ýmisleg fleiri, sem- ótalin eru — þá eru þó ýmsir þeirra hikandi við þá ákvörðun. Þ j óðst j órnarf riður- inn er vissulega ekki eins trygg- ur og vera þyrfti. Er nægilegt í því sambandi að minna á blaðaumræður þær, sem fram fara um viðkvæm þjóðernis- mál. Sjálfstæðismenn hafa lengi verið óánægðir með forustuna í utanríkismálunum. Framkoma málgagns utanríkismálaráð- herrans nú um sinn hefir sízt verið til þess fallin, að draga úr þeirri óánægju. Því er heldur ekki að leyna, að menn hafa allt frá öndverðu þótzt heyra leiðinlegt þrusk milli þils og veggjar í þjóð- stjórnarhúsinu. Og á ótrúlegum stöðum verður vart furðulegrai' linkindar við þau öfl„ sejn þar virðast vera að verki. Ef það kæmi skýrlega í-ljós, að full við- leitni væri á að fyrirbyggja þruskið, mundu ýmsir þing- menn ekki vera eins hikandi í afstöðunni til kosningafrestun- arinnar og raun er á. Hér hefir verið rætt um, fá- ein atriði, sem snerta frestun kosninganna, með og móti. Mörgu hefir verið slept á báða bóga. Að endingu skal aðeins þetta sagt: Til þess að menn sælti sig við þingfrestunina verður ríkisstjórnin að einbeita huganum að því, að gera það eitt, seín samboðið er sann- nefndri þjóðstjórn, en forðast hvað eitt, sem vekur réttmæta tortryggni hjá stuðningsmönn- um hennar. a Samningar togarasjómanna °g útgerðarmanna. Ekkert hefir gerzt í samning- um togarasjómanna og útgerð- armanna undanfarna daga. Ætlunin hafði verið að halda fund í gær, en liann fórst fyrir -vegna þess, að tillögur voru ekki komnar fram frá sjómönn- um um, áhættuþóknunina. Er þær væntanlegar hvað af hverju og verður þá strax liaf- izt handa um samninga. Frá starfsemi Blindra- k vinafélagsins á síð- asta ári, Blindravinafélag íslands hélt aðalfund sinn fyrir nokkru. For- maður skýrði frá störfum fé- lagsins á síðasta ári. Eins og skýrt hefir verið frá í blaðinu gaf Þorsteinn Jónsson, bilstjóri, félaginu húseignina Bárugötu 33 við andlát sitt. Er það lirein eign kr. 28394.52. Félaginu barst og 1000 kr. minningargjöf um Jónas Gott- sveinsson, er var blindur síð- ustu ár æfi sinnar. Gjöf þessi hefir verið lögð i útvarpsnot- endasjóð blindra. Þá var félaginu gefið viðtæki og 300 kr. gjöf til minningar um fyrsta formann félagsins, Sigurð P. Sivertsen, sem látin var í bókasjóð blindra. Auk þess bárust félaginu ýmsar smágjaf- ir. —- »Með flösiim skal land feyg'gjsa, en með öflögrum eyða«. Húseigendur hér i bæ eru gramir mjög yfir þvi live Alþingi hefir sinnt kröfum lieirra slælega, varðandi breytingu á gildandi löggjöf um húsaleigu o. fl. Hefir Fasteignaeigendafélagið boðað til fundar i kvökl þar sem nokkrum alþingismönnum er boðið að koma, svo og formanni liúsaleigunefndar. Húseigandi einn hefir ritað eftirfarandi grein um ríkjandi ástand í þessu efni, en af skiljanlegum ástæðum vill liann ekki láta nafns síns getið. Þótt Vísir birti ekki framvegis nafnlausar aðsendar greinar gerir blaðið að þessu sinni undantekningu, með tilliti til allrar aðstöðu. Hver er réttarstaða húsráð- enda i islenzka ríkinu? Er hún spegilmynd af réttarstöðu ís- lands í danska ríkinu á einok- unartimabilinu? Eru íiúsráð- endur eins konar þrælaríki í rikiini, þar sem liægt er að flengja einstaklingana eins og krakka, svo sem, gert var við landa vora á hinum mesta nið- urlægingartíma, sem gengið hefir yfir þessa þjóð, ef þeir keyptu og seldu barðfisk eða tólgarmola utan við sinn af- markaða bás. — Húsaleigulög- in í núverandi ástandi eru sófl- inn, en húsaleigunefndin mun einkum eiga að beita verkfær- inu. Alltaf hefir nú sóflinn verið Ijótur sem refsingartæki, enda tákn vanmáttar og úrræðaleys- is. En ekki er hann faljegri, þeg- ar hann er notaður sem nauð- ungarverkfæri í höndum svo rangsýnna manna, áð þeir bein- línis virðast trúa á hann, og beita liverjum anga hans, hverri einustu smágrein til hins ýtr- asta. Nú er auðvitað ekki hægt að tala um maðkaða vöru í þessu sambandi, eins og á einokunar- tímabilinu, því að lifandi menn eru aldrei maðkaðir, þó að hugsunarháttur sumra þeirra geti verið mjög rotinn, jafnvel svo, áð andlegt pestarloft mynd- ist, þar sem þeir dvelja. Við þetta er eklci hægt að losna, ef viðkomandi hefir greitt fyrir sig. En vilanlega verður heimil- is- eða húsfriður aldrei metinn til peninga fremur en allt það, sem dýrmætast er hér í heimi. Fremur virðist það því grunn- færin heimspeki hjá löggjafan- um, ef hann heldur, að liúsa- leigugreiðslurnar geti bætt oss upp rofinn heimilisfrið. Eða lieldur hann, að liúsráðendur séu eins og smáböm, sem þagna, þegar stungið er upp í þau „túttunni“. — Heimilið á að vera heilagur staður hjá hverri þjóð, staður, þar sem frið og skjól er að fá. Vér höf- um þegnlegan rétt til þess að geta gert heimili vor að slíkum stað og til þess að forða þeim frá óhollum eða skaðlegum ytri áhrifum. Því verður ekki neit- t að, að hér hefir verið troðið á helgum rétti vorum með aur- ugum iljum. Og um leið hefir skítug stjórnmálamennska traðkað niður einn þátt hins ís- lenzka lýðræðis. Ef einhver ókunnur, sem grein þessa Ies, trúir því ekki, að þetta sé svona, þá vil eg benda honum á lagagreinina sjálfa (2. gr.) Þar stendur: „Þó heldur leigusali óskertum rétti sínum til þess að slíta leigu- mála vegna vanskila .... “ — Samkvæmt þessu er það þvi undantekning, að vér fáum lialdið rétti vorum. Og svo kem- ur það, sem kórónar svívirð- inguna og mannúðarleysið. Það er þetta: að ódyggðir annarra manna eru eina leiðin, til þess að halda rétti sínum óskertum. Er þetta íslenzkt réttarfar? Er þetta ekki bersýnilegt öfug- streymi og vísir til hrynjandi þjóðfélags? Þau eru ekki orðin fá dæmi þess, að ágætir leigjendur hafa orðið að segja upp beztu íbúð- um vegna ömurlegra mótleigj- enda, sem setið hafa svo eftir „hæstráðandi til sjós og lands“, eins og hundadagakonungurinn. Þetta eru álirif nefndra laga á frumstigi. En afleiðingarnar eru tvímælalaust lcomnar á hærra stig, þar sem leigjendur hafá „sparkað“ húseigendum §jálf- um út úr húsum sínum. Og þess eru líka dæmi. Þeim hús- eigendum hefir farið fjölgandi, sem neyðzt liafa til að selja liúsin og yfirgefa lögheimili sín beinlínis eða óbeinlínis vegna þessara megnu ólaga, sem eng- inn sannur Islendingur lætur sér detta í hug að nota sér. Þau virðast því eingöngu vera stíluð handa úrhraki þjóðarinnar, sem sannarlega þarfnast annarra uppeldismeðala en þeirra, sem önnur grein húsaleigulaganna elur á. Hér hefir t. d. verið gleymt að gefa gaum að þeirri háttprýði og siðferðislegu þjálf- un, sem viðunandi samlíf manna byggist á, og þeirri knýj - andi nauðsyn og sjálfsögðu uppörfun hafa þeir, er minnst áttu, verið rændir með þessari lagasetningu. Leiguliðinn hefir rekið liús- bóndann á dyr. — Er þetta það, sem koma skal á öllum sviðum ? Er ísland tilraunadeigla hinnar nýju Evrópu? — Erum, vér hús- ráðendur eðá réttlausir þrælar? Vér biðjum elcki um skrif- legt svar, heldur réttmætar framkvæmdir. — .Tafnrétti þegnanna er hyrningarsteinn þjóðfélagsins. Húseigandi. Skipaskagi eða Akranes? Á nesi þvi liinu milcla er Akra- nes heitir milli, Grunnafjarðar og Hvalfjarðar, eru nú 3 sveita- félög, byggð umhverfis Akra- fjall, sem tekur yfir mikið af nesinu. Suðaustan, austan og norðan fjallsins er Skilmanna- hreppur, sunnan og vestan þess Innri-Akranesshreppur, og Ytri- ’ Akranesshreppur á skaga þeim, er myndar yztu tá nessins, og heitir Skipaskagi. Ytri-Ala'a- nesshreppur á Skipaskaga er nú orðinn fjölbyggt kauptún, sem í ráði mun vera að fái kaupstað- arréttindi, með nafninu Akra- nes! Upphaf þeirrar nafnabrengl- unar er frá því um 1870, er fyrst kom föst verzlun á Skipaskaga. Maður sá, er þar byggði þáverzl- unarhús, til að setjast að í sem kaupmaður,* var ekki óþjóðlegri en almennt gerðist um verzlun- armenn á þeim tima, en var, eins og þeir flestir, algert dansk- menntaður sem verzlunarmað- ur. Verzlunarsambönd hans ut- anlands voru og við Danmörku. Hann staðsetti bréf sín og reikn- inga: „Akranesi“ (á, dönsku: Akranæs), og undirritaði nafn sitt á dönsku (Tli. Gudmund- sen). Er sami nauturinn að þessu nafnbrengli, eins og er Skutulsfjarðareyri var nefnd Isefjord, og síðan ísafjörður, Nes í Norðfirði nefnt Nordf jord, verzlunarstaðurinn við Höfða á Brezka samn- inganefndán * farin heim. Brezka samninganefndin, sem hér hefir dvalið að und- anförnu, er nú farin héðan, en ekki er Vísi kunnugt um árangur þann, semorðiðhefir af för hennar. Þó má telja sennilegt, að ekki hafi verið endanlega frá samningum gengið. Hinsvegar hafa við- ræður farið fram milli nefnd- arinnar og ríkisstjórnarinn- ar undanfama viku, en engin tilkynning hefir verið gefin út til þessa varðandi þær um- ræður eða árangur þeirra. Skagaströud nefndur Skage- strand, o. s. frv., á tíma einokun- arverzlunar Dana hér á landi. Það er svo sem ekki leiðu að líkjast! Mikið liefir nú um sinn verið rælt og ritað um, að vanda mál- ið, íslenzkuna; en á sama tíma er, bæði af stjórnarvöldum landsins og Alþingi, verið að af- baka (á danskan liátt) staða-. nöfn á landinu. Til munu vera lög um liafnargerð á Akranesi (= Skipaskaga). — Vegamála- stjórnin gengur vel framí nafna- brengli. Bannaði í fyrradag bíla- ferð um Dragháls, en átti við veginn um Geldingadraga. Ár eru kendar við bæi, sem fengið liafa nöfn af ánum! T. d. Ár- túns á (= Blikdalsá), Gljúfur- lioltsá. (af Gljúfurárholti), en áin heitir Gljúfurá. Bakkar- holtsá (af Bakkárholti), = Bakkaá, Korpúlsstaðaá,' = Úlfarsá, o. m. fl.---- En út yfir „allan þjófabálk“ tekur, ef nú á að gera kauptún- ið á Skipaskaga að kaupstaðn- um Akranesi! Grh., 20. ápr. 1941. Bjöm Bjamarson. UMRÆÐURNAR I BREZKA ÞINGINU. Frh. af 1. síðu. öllum árásum. — I lok ræðunn- ar sagði Eden: Vér þurf um skip og hergögn og aftur skip og hergögn. Þingmenn hylltu Eden í lok ræðu hans. Moyne lávarður skýrði frá því í ræðu sinni, að manntjón Breta og Ástralíumanna í Grikklandi hefði verið 11.500, að meðtöldu því liði, sem króað var inni á ströndinni. Tölur Hitlers um manntjón Breta eru fjarstæða, sagði hann. Þegar er búið að flytja til Rauðahafshafna meira af þungahergöngum, en , Bretar misstu í Grikldandi. Mojme lagði áherzlu á mikil- vægi þess, að liergögn væri nú flutt frá Bandaríkjunum til Rauðahafshafna. Hörð gagnrýni. Churchill lofaður. Margir þingmenn báru mikið lof á Churchill. Einn íhalds- þingmannanna sagði, að hann bæri höfuð og lierðar yfir alla slj ói'n málaleið toga Bretlands frá því Pitt hinn yngri var uppi. En andstæðingarnir voru og ó- sparir á lofið. En stjórnin var gangrýnd einarðlega. Lee Smith talaði um vettlingatök stjórnarinnar. Nefndi liann sem dæmi, að at- burðirnir í Iralc hefði komið stjórninni á óvart. — Lee Smith sagði, að hægt væri að gerbreyta horfunum á einni nóttu í At- lantshafsstyrjöldinni, ef Bretar hefði liafnir Suður-írlands. — Lagði hann til að að leitað yrði aðstoðar Bandaríkjanna til þess að fá afnot hafnanna. Hore-Belisha gagnrýndi stjórnina einnig. Nitouche. 26. sýning á óperettunni er í kvöld. — Myndin er af Brynjólfi Jóhannessyni og Lárusi Pálssyni. Ilráíjara ISlakkferiiis I»aklakk CarkoliueKiin fltátaverk Verzlun 0. [Ilisen i.í. Sálarrannsóknarfélag ís- lands lieldur síðasla fund vetrarins í Háskólanum ann- að kvöld, fimmtudag, kl. 8%. —- Forseti: Miðill segir frá. — Síra Kr. Daníelsson: Annarsheims efni, erindi. — Skirteini við inngangnn. — STJÓRNIN. Sameiginlegur fundur fyr- ir alla Skógarmenn i kvöld kl. 8%. — Gestir heimsækja, ltaffi, einleikur á cornet o. fl. — Skógarmenn, eldri sem yngri, fjölmennið. Markið nálgast! STJÓRNIN. Ford 31 VÖRUBÍLL til sölu, Lauga- veg 147 A, uppi, kl. 6y2—9 í kvöld. — Lærlingur ÓSKAST. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Tjarnargötu 11. Uppl. í síma 4151. 2 stúlkur vantar nú þegar á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Uppl. í dag lijá yfirhjúkrun- arltonunni. Uppl. ekki gefnar í síma. —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.