Vísir - 14.05.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 14.05.1941, Blaðsíða 3
það bil að leggja af stað frá Petsamo til Islands, til þess að talca síld fyrir Svía og flytja hana til Petsamo, mætti flytja síldina til Gautaboi'gar og taka aftnr hitaveituvörumar í Khöfn hingað. Var þetta strax til- kynnt sendiráðinu í Stokk- liólmi og Kliöfn og beðið um að herða á samþykki þýzkra og sænskra stjómarvalda. Frá sendifulltrúanum í Stokkhólmi barst um liæl það svar, að sænsk stjórnarvöld hefðu nú áliuga á máli þessu, um að skeyta saman síldarflutning- ana og liitaveituflutningana, og ■ að Ieigð hefðu verið tvö önnur skip til sildarflutninga. 23. jan. barst svo skeyti um, að annað finnskt skip, „Astrid Thorden“, sem lægi í Gauta- börg og sækja átti síld til ís- lands, gæti tekið hitaveituvör- ur í Khöfn. Væri verið að sækj a um þýzkt leyfi og beðið um að útvega brezkt leyfi. Siðan kom til þriðja skipið „Göteborg“. En umrædd tvö skip, auk „Immo Ragnars“ höfðu nægi- legt farmrúm til þess að taka allt efnið m. m., sem lá í Khöfn. 27. jan. kom skeyti frá sendi- ráðinu í Kliöfn um, að nú væri fengið þýzkt leyfi fyrir „Astrid Thorden“, og 8. febr. lá fyrir brezkt leyfi fyrir öll skipin þrjú. Þóttu nú miklar líkur á því, að árangur yrði loks af öllum tilraununum, og var nú unnið af kappi að öllu því, sem þurfti til þess að þetta gæti komizt í framkvæmd. Eitt skip bregst — annað ferst. / 2. marz kom svo skeyti frá sendifulltrúanum í Stokkliólmi um, að „Astrid Norden“, er samkvæmt fyrri skeytum hafði verið ráðið til að flytja liita- veituvörur og taka hér síld, og tafizt liafði i Gautaborg, færi aðra ferð (til Mið-Ame- ríku) og væri nú ófáanlegt til íslandsferðar. Hefði umrædd för til Mið-Ameríku verið ráð- in þegar fyrir 6 vikum. En um það var öllum ókunnugt hér, þar til þetta skeyti kom. Var símað um að reyna að útvega annað skip í staðinn. Þótt ó- fengin væru enn þýzlc leyfi fyr- ir hinum skipunum tveim, hafði sendiráðinu í Khöfn ver- ið gefið munnlega sama sem loforð um, að leyfin mundu verða veitt. 20. marz kom skeyti frá sendifulltrúanum í Stokkhólmi um, að „Immo Ragnar“ væri nú kominn til Gautaborgar með síldina, en ekkert hefði spurzt til skipsins „Göteborg“ síðan það fór frá Rieykjavík 25. febrúar, með síldarfarm til Gautaborgar. Þar sem allar likur væru á því, að skipið „Göteborg“ hefði farizt í hafi, var nú unnið að. því, að efnissendingunni yrði skipt þannig í skip, að skilið væri eftir það af efninu, sem „Göteborg“ hefði verið ætlað að taka, og til þess valið það, sem hægast væri að fá ann- arsstaðar. Hinsvegar að fyrsta skipið, „Immo Ragnar“ tæki allt það efni, sem nægði til þess að opna hitaveituna á komandi hausti, þó að ekki væri með nema einni pípu- leiðslu. Bandaríkin. Þar sem enn var óvissa um það, hvort flutningar á efninu fengjust frá Khöfn, og þar sem enn var ekki komið neitt til- boð frá Englandi, símaði borg- arstjóri aðalræðismanninum íslenzka í New York 15. febr. um að leita tilboða í samskon- ar efni í Bandaríkjunum. Ein pípuleiðsla. 24. marz kom símskeyti frá sendráðinu í Khöfn um að þýzkt leyfi fyrir farminum með „Immo Ragnar“ hefði verið veilt 19. marz. Verið var að út- vega annað skip i stað „Astrid Thorden“, og virtist það horfa vænlega. Með bréfi dags. 26. marz tjá- ir Langvad verkfræðingur borgarstjóra, að ef farmur sá, sem „Immo Ragnar“ var ætl- að að taka, komist hingað fyrir 20. apríl, geti hitaveitan orðið opnuð á komandi hausti með einni pípuleiðslu, ef nægilegt vinnuafl fengist. En það mundi nægja til þess að hita upp bæ- inn, ef kuldar væru ekki ó- venjulega miklir. 29. marz er „Immo Ragnar“ kominn til Khafnar og byrjað- ur að ferma. 4. apríl kemur skeyti um, að „Immo Ragnar“ liafi tekið farm allan daginn 29. marz, en síðan hefði útgerðarmaður skipsins stöðvað ferminguna vegna hafnbannsástæðna. Ver- ið væri að reyna að kippa mál- inu i lag, en sæktist örðuglega. Þýzka sendiráðið stöðvar fermingu. Samkvæmt beiðni ríkis- stjórnarinnar um að fá sem nánastar skýringar á atvikum og ástæðum tjáði sendiráðið í Stokkhólmi rikisstjórninni það, sem hér segir: Það var þýzka sendiráðið í Helsingfors, sem lagði það fyrir útgerðarmann, að hætta ferm- ingu og tjáði honum síðar, að þýzk stjórnarvöld hefðu nú tek- ið fullnaðarákvörðun um að leyfa skipinu ekki ferðina vegna breytinga þeirra, sem Þjóðverj- ar hefðu gert á hernaðarsvæð- inu. Hefði eigandinn því ákveð- ið 9. apríl að taka farminn úr skipinu. Sendiráðið í Khöfn, sem hafði ekki fengið neitt úr- slitasvar um málið frá Berlín, hélt áfram, að reyna að fá þvi kippt í lag. Utanríkisráðuneyti Svía studdi og málið í Berlín, og úlgerðarmaður enn fús á að láta skipið fara ferðina, ef leyfi fengist. Við endurteknum tilmælum um að fá fullnaðarsvar upplýsti sendiráðið i Stokkliólmi loks með skeyti, mótt. 2. maí, að skipinu „Immo Ragnar“ hefði verið ráðstafað á annan hátt — og þá auðvitað áður tekinn úr skipinu farmur sá af hitaveitu- vörum, sem það hefði þegar tekið í Kliöfn síðast í marz. Gangur málsins rakinn. Samkvæmt framangreindu horfir málið þannig við, saman- tekið í fám dráttum, eftir þvi, sem bezt verður vitað hér nú: 1. í apríllok 1940 liggur fyrir munnlegt og skriflegt vilyrði þýzkra stjómarvalda um, það, að ekkert verði því til fyrir- stöðu, að fljdja megi hitaveitu- vörurnar frá Khöfn til Reykja- víkur, er fært verði, enda sjái íslendingar fyrir slcipakosti. 2. Einhverntíma snemma á sumrinu 1940 liefir þýzka sendi- ráðið í Kaupmannahöfn látið á sér skilja, „að grundvöllurinn fyrir leyfunum væri burtu fall- inn, vegna atburða, er síðar skeðu, og áleit, að leggja yrði málið fyrir í Berlín“. í því sam,- bandi gerði Höjgaard verkfræð- ingur sér m. a. ferð til Berlín. Hér er ekki um að ræða neina neitun þýzkra stjórnarvalda, enda haldið áfram samningum fram í apríl 1941. 3. Snemma í júlí 1940 eru vörurnar allar tilbúnar í Kliöfn, tryggt finnskt skip, sem þá ligg- ur í liöfn á Álandseyjum i Eystrasalti, til þess að flytja þær. Samkomulag fengið við báða ófriðaraðilja um nánari skilyrði fyrir flutningi þessum. 4. Snemma í ágúst 1940 kveða þýzk stjórnarvöld það upp úr, að þau munu ekki leyfa skipi þessu að fara út úr Eystrasalti. VISIR Ferst flutningurinn því fyrir af þeirri áslæðu. 5. Er þegar hafizt handa um að reyna að koma flutningnum fyi'ir á annan hátt. Eftir miklar og margskonar tilraunir er loks svo komið, 8. febr. 1941, að fyr- ir liggur fullnaðarleyfi allra að- ilja fyrir flutningi á farnii með ákveðnu finnsku skipi og jafn- framt leyfi Breta og samþykki Svía fyrir tveim öðrum förm- um með tveim ákveðnum skip- um. Ennfremur munnlegt vil- yrði þýzkra stjórnarvalda um að leggja engar hömlur við þessum flutningum. 6. 2. marz keinur tilkynning um, að skipið, sem ráðgert væri að tæki fyrsta farminn, væri ó- fáanlegt til ferðarinnar, vegna annarrar ferðar til Mið-Ame- ríku, sem ráðin liefði verið fyr- ir 6 vikum. Til þessa vissi eng- imi hér um þessa löngu ráðnu ferð. 7. 19. marz 1941 liggur fyrir skriflegt leyfi þýzkra stjórnar- valda fyrir farminum með „Immo Ragnar“, en sá farmur mundi nægja til þess að koma á hitaveitunni með einni pípu- leiðslu haustið 1941. 8. 29. marz byrjar „Immo Ragnar“ með fullu jákvæði þýzkra stjórnarvalda, að taka farminn í Kaupmannahöfn. En útgerðarmaður skipsins stöðv- ar fermingu 31. marz eftir til- mælum þýzka sendiráðsins í Helsingfors. 9. Sendiráðið í Khöfn reynir að fá þetta leiðrétt, m. a. með því að snúa sér til stjórnarvald- anna i Berlin, en fær engu um þokað. Nánari greinargerð fyr- ir þvi liggur ekki fyrir. En af skeyti frá sendiráðinu i Stokk- hólmi mótteknu 2. mai 1941 má sjá, að „Immo Ragnar" er þá i flutningum i Eystrasalti. ★ í símskeyti mótteknu 9. maí upplýsir sendifulltrúinn i Stokkhólmi, að sendifulltrúinn í Kaupmannahöfn liafi tjáð, að þýzku stjórnarvöldin hafi gefið fullnaðarsvar 5. maí, neitun vegna mikillar siglingahættu. Nú verði gerðar allra síðustu tilraunir, sem þó styðjast við mjög veikar vonir. Bankarnír flytja bókhald sitt úr bænum — þannig að það verður á tveimur stöðum. Stjórnir bankanna, Útvegsbankans, Landsbankans og Bún- aðarbankans hafa gert ráðstafanir til þess að færa bókhald í tvennu lagi (það er að vísu nú þegar fyrir hendi að nokkuru leyti), fer annað fram í bönkunum eins og að undanförnu, en hitt verður flutt burt úr bænum. Þessar ráðstafanir eru gerðar í varúðarskyni, ef til loftárásar á Reykjavík lcæmi og bækur og skjöl bankanna eyðilegðust. Er þá fljótlegt að grípa til bók- haldsins, sem fært er úti á landi og geta bankamálin gengið á- fram sinn eðlilega gang. Fóllc, sem á innstæðu í bönk- unum, þarf þvi ekkert að óttast um eignir sínar, hvernig sem fer. Og það er einnig ástæðu- laust fyrir þá, sem skulda, að fela nokkurar vonir í brjósti, því þeir slejipa ekki við að borga. Skuldabréf bankanna, eða afrit af þeim, ennfremur skrá yfir alla víxla verður flutt i burtu. Það hefir þegar verið ákveðið að bankarnir fengju húsnæði í Grindavik og flytja starfsmenn frá öllum bönkunum þangað og dvelja þar að staðaldri við bók- færslu, m. a. mun öll endur- skoðunardeild Landsbankans flylja suður eftir. Bókfærslan í Grindavík fer fram. með þeim liætti, að mið- arnir, sem hókað’ er eftir i hverjum banka, eru daglega sendir suður til Grindavikur og þar fært eftir þeim inn í bækur bankanna. Er hér um mjög hyggilega ráðstöfun að ræða, af hálfu bankanna, enda nauðsynleg vegna þeirrar liættu, sem vofa kann yfir Reykjavík. RUDOLF HESS. Frh. af 1. síðu. stjórnaði híl sínum eins og æfð- ur og áfæðinn kappakstursbil- stjóri. Ahugi lians var feikna mikill og starfsþrek og það var hann sem gæddi fylgiámenn áhuga og þori frekar en nokkur maður annar. Hess hafði engar mætur á skrautlegum einkenn- isbúningum og slíku, eins og Göring. Hann notaði að jafnaði í hinn óbreytta, upprunalega einkennisbúning stormsveítar- manna, klæddist brúnni skyrtu o. s. frv. Foreldrar Hess héldu kyrru Afmæliskapp- leikur Vals. Valur keppti við K.R. í II. fl. í fyrrakvöld. Láuk leiknum með sigri Vals 3:2. Var leikurinn töluvert spennandi og vel leik- inn með tilliti til þess, að æf- ingar era nýbyrjaðar. — Dóm- ari var Haukur Óskarsson. — Annað kvöld kl. 8V2 keppa Val- ur og K.R. í meistarafloldd síð- ari afmæliskappleikinn. Verður án efa gaman að sjá þenna fyrsta meistara-kappleik ársins, ckki sizt milli þessara gömlu og nýju aðal-keppinauta. — Af- mælisgjafir, sem Val bárust, má sjá þessa dagana í sýningar- glugga Jóns Björnssonar & Co„ næst Gamla Bíó. O fyrir í Egiptalandi þar til viku áður en styrjöldin, sem nú geys- ar, byrjaði. Sendi Hess flugvél eftir þeim. Hess er kvæntur, en tók sem minnstan þátt í hinum opinberu liátíðahöldum nazistá. Hess og kon^ hans eiga f jögurra ára dreng. Kirkpatrick dvelur enn þá hjá hjá Hess og er ekki enn vitað hvenær hann getur gefið skýrslu sína um viðræðurnar. Bústaðaskipti. Þeir kaupendur Vísis, sem hafa bústaðaskípti, eru beðnir aÖ tilkynna það í sima 1660. Pottar Pönnur Katlar Ódýrar og góðar vörur JÁRNV ÖRUDEILD Jes Zimisieu Ungfnr piltnr getur komizt að iðn nú þegar. Uppl. í sima 5028. V ef naðarvör udeildm Nýkomið: RÚMTEPPI KAFFIDÚKAR DAGDÚKAR SMÁDÚKAR (Bobinet) JLwerpoo/^ Nýkomifl: Borðhnífar Matskeiðar Gafflar Teskeiðar JÁRNVÖRUDEILD Je§ %im§en MIPAUTCERÐ rarfpm »01af« hleður á morgun til Flateyr- ar, Súgandafjarðar, Bolung- arvikur og ísafjarðar. Vörumóttaka íil hádegis. «111»»»,,, (íaWKiite VERZLUNIN EDINBORG I DAG „Svana“-merkið Tvískiptir og þrískiptir pottar Skaftpottar • Katlar Pönnur Fiskpottar Grænmetispottar „Svana“-merkið á búsá- höldum er trygging fyrir gæðum og 'góðri endingu. Sími 2420 Simi 2420 Tilkyniiiiig^. ' Það tilkynnist hér með, að eg undirritaðirr opna verzlun i húsi mínu, Sólvallagötu 9 (áður „Liverpool“- útbú) á morgun 15. maí. Verður þar á boðstólum allskonar nýlenduvörur, búsr áhöld, leirvörur o. m. fl. Greið viðskipti. Sanngjarnt verð.. Virðingarfyllst Sveinn Þopkelsson. Sími 2420 Simi 2420 Blindravinafélag íslands vill að gefnu tilefni vekja athygli á þvi, að söfnunarlistar þeir, sem gengið er með hér um bæinn, til lianda blindum, eru fé- laginu óviðkomandi Gjöfum til félagsins er að eins veitt móttaka af gjaldkera fé- lagsins, frk. Þóreyju Þorleifsdóttur, Bókhlöðustig 2, og for- manni, Þorsteini Bjarnasyni, Körfugerðinni. Minningai'kort félagsins fást á þessum stöðum: Blindraskól- anum, Körfugerðinni, Maren Pétursd., Laugav. 66 og gjaldkera félagsins. STJÓRN BLINDRAVINAFÉLAGS ÍSLANDS. Móðir okkar, Þórunn Nielsen andaðist í nótt í Lapdakotsspítgla. Reykjavík, 14. maí 1941. Fridtiof Nielsen. Hjörtur Nielsen. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.