Vísir - 15.05.1941, Blaðsíða 2
I
*
Ð A G B L A Ð
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 3,00 á mánuði.
Lausasala 15 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Hitaveitan.
TJ* kkert framfaramál hefir
átt jafn rík ítök í hugum
Reykvíkinga og hitaveitumálið.
Allir flokkar liafa viljað hafa af
því virðinguna, en Sjálfstæðis-
flokkurinn einn hafði lengi vel
af því allan vandann.
Knútur Zimsen borgarstjóri
vakti fyrstur máls á nauðsyn
hitaveitu og beitti sér fyrir því
að hitaveita var lögð frá þvotta-
laugunum liingað til bæjarins,
og búa nú að henni allmörg hús,
og þar á meðal nokkur stórhýsi
til almennings þarfa. Leiðsla
þessi var lögð í reynsluskyni og
óhætt mun að fullyrða að hún
hefir ekki hrugðist þeim vonum,
sem menn gerðu sér um hana í
upphafi, enda varð hún hvatn-
ing til stærri átaka, sem beind-
ust að því að hita upp bæinn all-
an með laugavatni. Er Knútur
Zimsen/lét af borgarstjórastarfi
tók Jón Þorláksson við af hon-
um. Jón var ótrauður framfara
og framkvæmdamaður, og sem
verkfræðingur skildi hann
manna bezt nauðsyn bæjarins á
hitaveitu, og þá þjóðhagslegu
þýðingu, sem slík framkvæmd
hlyti að hafa.
I borgarstjóratíð Jóns Þor-
lákssonar festi Reylcjavíkurbær
kaup á liitasvæðinu að Reykjum
í Mosfellssveit, og höfðu þar far-
ið fram tilraunaboranir, sem
þegar höfðu gefið góðan árangur
en voru jió engan veginn full-
nægjandi. Hinsvegar stóð það
öllum framkvæmdum mjög
fyrir þrifum, að hentugur jarð-
bor var ekki fyrir hendi, og
þurfti því að kaupa hann erlend-
is frá. En þar átti Reykjavíkur-
bær undir högg að sækja hjá að-
ilum sem lítinn skilning sýndu
á lausn þessa þjóðþrifamáls, og
fékst nýr bor ekki innfluttur
fyr en seint og síðar meir, eftir
að málið hafði verið stórlega
t tafið Er Jón Þorláksson féll frá
var þó sýnt að málið myndi ná
fram að ganga, og grundvöllur
verksins hafði verið Iagður í
öllum aðalatriðum.
Pétur Halldórsson horgar-
stjóri fetaði dyggilega í fótspor
fyrirrennara síns. Má með full-
um rétti segja að liann legði
fram alla krafta sína til þess að
hrinda máliiiu í framkvæmd, en
þar átti hann við að striða ýmsa
óvænta erfiðleika, sem töfðu
málið mjög, þótt það væri þann-
ig undirbúið af hálfu stjórn-
enda Reykjavíkurbæjar, að allir
sérfræðingar Iykju á það hinu
mesta lofsorði. Að lokum var
svo verkið hafið, og menn gerðu
sér hinar glæsilegustu vonir um
framkvæmd þess, sem og að hér
væri um eínskonar gullnámn að
ræða, sem nytja mætti um ó-
komin ár, til stórfellds sparnað-
ar fyrir þjóðarbúið i heild. Hita-
veitan myndi einnig auka stór-
lega á öryggi Reykvíkinga, ef ó-
vænta atburði bæri að hönd-
um og siglingar til landsins
kynnu að Ieggjast niður að ein-
hverju leyti eða öllu.
Hér hafa á undanfömum ár-
um risið upp heil bæjarhverfi,
sem mjög hefir verið vandað til
að því, er allar byggingar snert-
ir, en hvers virði eru vandaðar
byggingar, ef ekki er unnt að
\ ISIR
liafast við í þeim sökum kulda.
Þótt enn hal'i ekld komið að sök,
er engin trygging fýrir því, að
landið lendi ekki í fullkominni
einangrun fyr en varir, og sjá þá
allir um hvílíkt hagsmunamál
hér er að ræða, og hvilík nauð-
syn er á því, að hitaveitan kom-
ist í framkvæmd sem allra fyrst.
Samkvæmt skýrslu utanríkis-
málaráðuneytisins, sem hérbirt-
ist i blaðinu i gær, horfir nú
mjög þunglega um aðfluttning
efnis til hitaveitunnar, og má í
raun réttri segja, að loku sé fyr-
ir það skotið, að það efni flytjist
til landsins, sem í upphafi var
ætlað til verksins. Um kaup á
slíku efni í öðrum löndum er
allt í óvissu, en vafalaust verður
tilraunum haldið áfram enn um
skeið til þess að hindra það, að
nauðsynjaverk þetta stöðvist.
En vonbrigðin eru orðin svo
inörg og mikil i sambandi við
þetta mál, að engin ástæða er til
þess, að gefa fólki of góðar von-
ir um lausn þess, sem aldrei hef-
ir verið ólíklegri en nú. Það er
sjálfsagt að reyna lil þrautar allt
sem unnt er og líklegt er til
bjargar, en héðan af eru líkurn-
ar litlar fyrir'þvi að hitaveitan
komist á fyr enn að stríðinu
loknu.
Það er allt gott, sem betur
kann að reynast, en nú horfir,
en hvernig sem allt veltist er og
verður hilaveitan mesta þjóð-
þrifa framkvæmd, sem enn hef-
ir komið til greina í þessu þjóð-
félagi.
fréiiír
I.O.O.F. 5
XX. 9.0.
1235158V2 =
Bústaðaskipti.
Þeir kaupendur Vísis, sem hafa
bústaðaskipti, eru beðnir aS tilkynna
þaS í síma 1660.
Operettan „Nitouche".
TónlistarfélagiS og Leikfélag
Reykjavíkur sýna óperettuna Ni-
touche i 30. sinn annað’ kvöld, og
hefst sala aðgöngumiSa kl. 4 í dag.
— Vegna mikillar aðsóknar verS-
ur ekki svaraS í sírna frá kl. 4—5.
Skrifstofur norska sendihcrrans
verða lokaðar 17. maí, Þjóðhá-
tíðardag Norðmanna, og sendiherra
og frú Esmarch taka á móti gest-
um á Fjólugötu 15 kl. 3—5 e. h.
Dómprófastur síra Fr. Hailgrímson,
, er fluttur í Garðastræti 39. Við-
talsími hans er kl. 6—7 virka daga.
Bæjarstjórnarfundur
verður haldinn í Kaupþingssaln-
úm kl. 5. Auk venjulegra fundar-
gerða nefnda liggja fyrir tillögur
um breytingar á lokunartima rak-
arastofa. ,
Vikublaðið Fálkinn
kemur út laugardaginn 17. maí,
— J'jóShátíðardaý Norðmanna —
þar sem blaðið að mestu verður
helgað þessum degi.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína Guðrún V. Guðmundsdóttir,
Þórsgötu 10, og Jónas Eysteinsson,
kennari, frá Stórhól, Vestur-Húna-
vatnssýslu.
Vegleg gjöf.
Kristniboðsfélag kvenna í Reykja
vík hefir borist gjöf kr. 1000.00 —
eitt þúsund krónur — frá Guðna
Einarssyni kaupmanni og konu hans
frú Jónu Ásu Eiríksdóttur. Er gjöf
þessi til minningar um hjónin Eirik
Helga Eiríksson (f 25. ágúst 1906)
og Guðrúnu Jónsdóttur í Eiríksbæ
(f 30. april 1941). Minnast gef-
endurnir foreldra og tengdaforeldra
með því að styrkja það félag, sem
Guðrún í Eiríksbæ elskaði með lífi
og sál og starfaði fyrir til síðustu
stundar.— Kristniboðsfélagið þakk-
ar innilega hina góðu og kærkomnu
gjöf.
Stjórn Kristniboðsfél. kvenna.
Útvarpið í kvöld.
Kl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dag-
skrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30
Minnisverð tíðindi (Sigurður Ein-
arsson). 20.50 Hljómplötur: Orgel-
lög. 21.00 íslenzk fræði í Bretlandi
(Thurville Peters) (plötur).
2X.2Ó Útvarpshljómsveitin: Laga-
syrpa eftir Donizetti.
Aðaflfiindur Ferðafciagsins.
Ra.ðg’erð iiy§rg*iiig*
2|a nyrra §ælnhn§a
Félagafalan komin á 4. þúsund.
Aðaifundur Ferðaíelags Isiands var haldinn í Odd-
fellowhúsinu í fyrrakveld við sæmilega fundarsókn.
Stýrði Guðin. Einarsson frá Miðdal fundinum, en l'or-
seti féiagsins, Geir G. Zoéga vegamálastjóri, gaf skýrslu
um starfið á árinu. Fer hér á eftir útdráttur úr henni:
Útsýnisborð.
Útsýnisborð hafa verið reist á
Vífilfelli s.l. sumar, en áður var
annað borð komið upp á'Val-
húsahæð.
í sumar verður þriðja borð-
inu lcomið fyrir á Þingvöllum,
þar sem farið er niður i Al-
mannagjá. Fjallasýn er þar ó-
venju fögur.
Skýrsla forsefa.
Ferðir.
Farnar voru 20 skemmtiferð
ir, langar og stuttar, á árinu.
Þátttakendur voru 620, sem er
heldur lægri tala en undanfarin
ár, en það gerði fyrst og fremst
óhagstæð veðrátta. Kostnaður
við ferðalögin var samtals kr.
16.441.55.
í sumar verður ferðum liag-
að svipað og áður. Verður sam-
in ferðaáætlun og send innan
skamms til félagsmanna.
v
Skemmtifundir.
Vetrarstarfsemi Ferðafélags-
ins hefir venjulega verið fólgin
í skemmtifundunum, en í vetur
hafa þeir verið færri og fámenn-
ari en áður, sem stafar einvörð-
ungu vegna húsnæðisskorts. Áð-
ur fékk Ferðafélagið „Borgina“
eftir þörfum til afnota. í vetur
hefir hún alls ekki fengizt og
verið hörgull á öðru liúsnæði —
Alls voru haldnir 6 skemmti-
fundir á starfsárinu.
Skrifstofa,
Ferðafélagið liefir haldið op-
inni upplýsingaskrifstofu, sem
menn geta snúið sér til við-
víkjandi upplýsingum um
ferðalög. Þar er tekið á móti fé-
lagsgjöldum, árbókin afgreidd
og send, ferðalög undirbúin o.
s. frv. Hefir Kristján Ó. Skag-
fjörð annast skrifstofuhaldið af
mikilli prýði. Þakkaði fundar-
heimur honum sérstaklega hið
ágæta starf með lófaklappi.
Árbókin.
Siðasta árbók kom seinna út
en venjulega. Var hún lítil og
ekki eins vönduð að frágangi
sem fyrri árbækur. Stafaði þetta
meðfram vegna þess, hve ár-
bókin 1939 var dýr.
Næsta árbók fjallar um
Kelduhverfi, og er hún þegar
komin í prentun. Árni Óla
blaðamaður ritar hana og verð-
ur hún prýdd mörgum mynd-
um, þ. á m. myndum af mál-
verkum eftir Svein Þórarinsson
listmálara. í þessari bók verður
einnig lýsing á Tjörnesi, sem
Jóhannes Áskellsson jarðfræð-
ingur skrifar. Frágangur bók-
arinnar verður vandaðri en sið-
os t.
Sæluhúsin.
Ferðafélagið á nú þegar fjög-
ur sæluhús, öll vönduð. Var á-
kveðið að reisa fimmta sælu-
húsið s.l. sumar, er standa átti
við Hagavatn. Var vegur ruddur
þangað og byggingin að öllu
leyti undirbúin, en það var orð-
ið of áliðið, svo ákveðið var að
bíða til vors. Verður það byggt
i vor, sennilega vestan Farsins
hjá Leynifossi, og jafnframt
byggð ein eða tvær göngubrýr
yfir Farið, því það er illfært
gangandi mönnum.
Ætlað er að hafa rúmstæði
fyrir 8 menn í skálanum, en alls
á hann að geta rúmað um 20
manns. Þaðan er hægt að iðka
skiðaferðir á Langjökli allan
ársins hring, þvi það er stutt
á jökulinn.
Ef til vill verður annar skáli
reistur á einhverri hentugri
gönguleið. Yrði það minna hús,
er rúmaði helmingi færri menn.
Félagar.
Félagar eru samtals orðnir
3008 á öllu landinu, þar af 10
kjörfélagar, 28 ævifélagar, 8
fjölskyldumeðlimir og 1 heið-
ursfélagi. Ifefir félögunum
l'jölgað um 206 á árinu.
Innan félagsins starfa tvær
aukadeildir norðanlands, önnur
Jieirra er á Akureyri með 320
félögum, hin á Húsavik, með 46
félögum. Starf þeirra er gott,
einkum Akureyrardeildar. Hef-
ir hún beitt sér fyrir vegagerð
úr Eyjafirði upp á Vatnalijalla,
og safnað til þess sjálfboðalið-
um,.
Þá eru Fjallamenn sérstök
deild innan Ferðafélagsins. Las
Guðm. Einarsson frá Miðdal lög
(Jppboð
Opinbert uppboð verður
haldið við skrifstofu saka-
dómara á Fríkirkjuvegi 11 á
morgun kl. 2 e. h. »g verða
þar seldir ýmsir óskilamunir
í vörzlum rannsóknarlögregl-
unnar, meðal annars reiðhjól.
Greiðsla fari fram við ham-
arshögg.
LÖGMAÐURINN
1 REYKJAVÍK.
Bílskúr
óskast 3—4 mánuði. Uppl. í
shna: 1515.
Velkomin
r r
1
Hvað vantar í
búríð.
Bara hringja
svo kemur það
tiUÍRl/aldi
Húsnæði.
2—3 herbergi og eldhús ósk-
ast frá 1. júní. Uppl. í síma
2595 og 2126. _
og reglur Fjallamanna. Verður
bætt við 14—16 nýjum félögum
í ár, og geta ungir menn og
konur sótt um upptöku í það.
Fjallamenn hafa komið upp
skála á Fimmvörðuhálsi og
munu reisa annan við Tinda-
fjallajökul á næstunni.
Fjárhagur.
Tekjur Ferðafélagsins í ár
urðu kr. 19.748.74, þar af námu
árgjöld félagsmanna tæpum 14
þús. kr. Gjöldin námu liinsveg-
ar kr. 16.520.41 og var árbókin
stærsti gjaldaliðurinn, eða sam-
tals 5580.00 lcr. Félagið á nú
í sjóði rúmlega 3 þús. kr.
•
Stjórnarkosning.
Sjö menn gengu úr stjórn og
var hún öll endurkosin í einu
hljóði. Geir G. Zoéga forseti,
Steinþór Sigurðsson varafor-
seti en meðstjórnendur: Jón Ey-
þórsson, Gísli Gestsson, Pálmi
Hannesson, Guðm. Einarsson
og Lárus Ottesen. Þá voru end-
urskoðendur einnig endurkosn-
ir, þeir Bjarni Jónsson og Ól-
afur Gíslason.
Að loknum fundarstöx-fum
skemmtu þeir Alfreð Andrésson
og Valur Gíslason með upplestri
tveggja stuttra leikþátta, og
loks stiginn clans til kl. 1.
VÍSIS KAFFIÐ
, gerir alla glaða.
Stúlka
óskast strax. — Uppl.
VEITINGASTOFUNNI
Vestnrgötu 45.
2 stúlknr
óskast í eldhús. Ivaup 150 kr.
og. fæði. Tilboð, merkt:
„Stúlkur“, sendist afgr. Visis
Vörubíll
2ja tonna, í góðu standi, til
sölu. Til sýnis á Freyjugötu
11 ld. 6—9. (Ekki svarað í
sirna).
Wýkomið:
Silfurplett-borðbúnaður
Matskeiðar......4.15
Gafflar ....... 4.15
Desertskeiðar .... 3.40
Desertgafflar... 3.40
Teskeiðar ..... 1.85
VERZL. GOÐAFOSS
Laugavegi 5. Sími: 3436.
Vörnbill
i góðu standi, 2—2% tons til
sölu. Uppl. Laugavegi 81. —
Veggfóður
STRIGI
MASKÍNUPAPPÍR.
Verzl. Katla
SANDWICH SPREAD
HEMZ
súpur í dósum.
OXO teriingar.
Ví5in
Laugavegi 1.
Útbú, Fjölnisvegi 2.
Gúmmískógerðin
Laugavegi 68. — sími: 5113.
Nýir nágrannar velkomnir.
Gerið svo vel að athuga hvað
fæst hjá okkur og prófa við-
gerðirnar á gúmmískófata-
aði yðar.
Reykt Kindabjúgu.
Ostar.
Smjör.
Eg-g, lægsta verð.
KVovzlumti
Jfcilli
Kventöskur
odtso*t
allra nýjasta gerð og ný-
tízku -litir, komnar.
SEÐLAVESKI.
SKJALATÖSKUR.
SEÐLABUDDUR
með rennilás
MYNDAVESKI,
fleiri stærðir.
BUDDUR
í f jölbreyttu úrvali
og fleira, og fleira.
Hjón, sem bæði vinna úti,
óska eftir
1-2 lierM
og eldhúsi strax. — Tilboð,
merkt: „1—2“, leggist inn á
afgr. þessa blaðs.
Skrifstofa mín
er flntt 1 Aðalitræti O
llagjuiis llioiiítríiii.
i