Vísir - 25.06.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 25.06.1941, Blaðsíða 1
Ritst jór i: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: iFélagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sfmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 25. júní 1941. 142. tbl. Lan dvarnaráðherra Rússa. Þegar Voroshilov féll í áliti i fvi'ra, eftir ófarir Rússa gegn Finnum, tók Semyon Tim- ochenko, marskálkur, við land- varnaráðuneytinu og varð hann jafnframt yfirliershöfðingi Rússa. Einkaskeyti til Vísis. LondoR í morgun. Hermálasérfræðingur „Times“ birti í gær ítarlega grein um hernaðaraðstöðu Rússa og Þjóðverja, og fara hér á eftir aðalatriðin úr greinargerð hans: A. Landhernaður: 1) Ofurkapp Hitlers og þýzka hersins hefir hingað til reynzt mjög vel, og er það álit fróðustu manna, að svo muni enn reyn- ast. 2) Hætta Bretlands hefir ekki minnkað við þessajiýju rás viðburðanna. Takist Þjóðverj- um að sigra Rússa, verður á- standið fyrir Breta lakara en áður. 3) Gera má ráð fyrir, að um, 140—160 rússnesk herfylki (di- visionir) eigi i höggi við um 120 þýzk herfylki. Vélaherfylki munu vera álíka mörg, en lé- legri en hin þýzku, hvað útbún- að snertir. Aftur á móti munu fallhlífarherdeildir vera fleiri xússneskar en þýzkar. B. Lofthemaður: 4) Rússar eiga um 10.000 herflugvélar alls, af öllum, gerð- um, og er þá styrkleikur þeirra áætlaður 5000 flugvélar í víg- línu. Þó að styrkur þessi sé mik- ill á pappirnum, er mikið spurs- mál, hvernig hann reynist, því að margar gerðir flugvéla eru gamlar, sumar jafnvel úreltar. Vara-fluglið Rússa er ekki álit- ið mikið og bardagahæfni flug- manna þeirra ekki á liáu stigi. Loks eru framleiðslumöguleik- ar þeirra á flugvélum elcki miklir í samanburði við aðra framleiðslu þeirra. 5) Sumir áætla, að falllilifar- her Rússa nemi allt að 100.000 manns. 6) Á eðlilegum timum, er rauði flugherinn skiptur milli austur- og vesturlandámæra rikisins. Á vesturlandamærun- um eru að jafnaði um 5000 vél- ar. — 7) Æfingafyrirkom,ulag rauða flughersins virðist ekki full- komið, og má gera ráð fyrir. að ef stríðið dregst á langinn, muni Rússar lenda í örðugleik- um, vegna skorts á fullæfðum flugmönnum. Þjóðverjar segjast hafa sótt fram 120 kilometra. Rússar segjast hrinda áhlaupum Þjóðverja. Flugfvélatjónið grífur- legrt lijá báðum aðilum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun Þjóðverjar halda því fram í tilkynningum sínum í morgun,að þeirhafi brotist í gegnum varnar- línur Rússa. Staðurinn er ekki tilgreindur, en sennilega er þetta í Póllandi. 1 gærkveldi töluðu Þjóð- verjar um ákafar skriðdrekaorustur og viðurkenndu, að Rússar verðist vel. Þjóðverjar segjast hafa sótt fram um 120 ldlómetra þar sem þeir brutust í gegn. Rússar segjast hafa hruijdið öllum áhlaupum Þjóðverja á Lit- hauenvígstöðvunum og ber fregnum ekki saman. Sum- ar fregnir herma, að Þjóðverjar hafi náð eða séu í þann veginn að ná Lithauen á sitt vald, en Rússar segjast hafa hrundið áhlaupum þeirra á þessum slóðum. í einni fregn í gær var hinsvegar sagt, að Þjóðverjar ætti aðeins eftir að taka eina borg á leið sinni til Tallin. Mildar loftárásir liafa veriÖ gefðar á Tallin og Ilangö i Finn- landi, en í höfnum á þessum stöðum tryggðu Rússar sér flug- og flotahafnif. Ein fregn hermdi, að Tallin stæði í björtu báli. Rússar segjast hafa skotið niður fyrir Þjóðverjum 382'flugvél- ar þá þrjá daga, sem barist heíir verið, en viðurkeima, að þeir hafi sjálfir orðið fyrir miklu flugvélatapi eða 374. Það er að minnsta kosti vist, að feikna harðir loftbardagar liafa verið háð- ir og að liarðar árásir hafa verið gerðar á rússneskar flugstöðv- ar„ en Þjóðverjar viðurkenna einnig, að rússneskar flugvélar hafi gert árásir á staði í Austur-Prússlandi. Rússar segja, að flugmenn þeirra, sem tóku þátt í þessum árásum hafi flogið 600—700 kilómetra leið til árásarsvæðanna og flestar komið aftur. Þjóðverjar segja frá mörgum loftbardögum og segjast skjóta niður nálega hverja einustu flugvél Rússa. Segja Þjóð- verjar þær lélegar og þegar til harðra bardaga komi sé engu likara en að vængirnir lirynji af liinum rússnesku ’flugvélum. Þjóðverjar segja frá því í til- kynningum sinum, að þýzkur kafbátur liafi sökkt rússneskum kafhát, eftir stutta viðureign. Var tekið fram, að um þetta væri getið, þar sem það væri frekar sjaldgæft, að kafbátur söklcvi kafbát. Dr. Tiso, forseti Slovakiu, ,hefir ávarpað Slovaka í útvarpi og tilkynnt, að slovakiski herinn hafi farið vfir landamærin til 8) Flughraði rússneskra flug- véla er eklci mikill. Þó eiga þeir orustuflugvélar útbúnar með átta vélbyssum. Annars er álit- ið, að vopnabúnaður rússneskra flugvéla sé ekki eins góður og hinna þýzku. Sama er að segja um sprengjuflugvélar. Þó má geta þess, að stærsta flutningá- vél þeirra, TB3, getur borið ó- trúlega mikinn þunga, þó hún sé mjög hægfara og að mörgu leyti úrelt. C. Sjóhernaður: 10) Rauði flotinn á 4 gömul orustuskip, byggð 1911, en þau hafa verið endurnýjuð, 5 göm- ul beitjskip, einnig 4 8000 smá- lesta beitiskip af nýjustu gerð, 1 í smíðum og eitt 3000 smá- lesta létt-beitiskip. Óvíst er um, live marga tundurspilla þeir eiga, en álitið er að þeir eigi um 170 kafbáta. 11) Þáð'er ólíklegt, að sjó- hernaður hafi nein áhrif á gang þýzk-rússneska stríðsins. þess að sameinast þýzka hern- um. Þjóðverjar skýra einnig frá því, að fregnirnar um að Þjóð- verjar væri komnir í strið við Rússa hafi valcið feikna athygli á Spáni, og minntist menn þar nú, að Rússar lögðu rauðliðum á Spáni lið sitt í borgarastyrj- öldinni. Landstjórinn í Biskaya- héruðunum hefir haldið ræðu og látið í Ijós mikla samúð með Þjóðverjum í baráttu þeirra gegn Rússum. Falangistar í Valencia gengu fylktu liði um göturnar og létu í ljós mikla samúð með Þjóðverjum. Til nokkurra óeirða kom í Madrid fyrir framan sendilierrabústað Brijta, segir í þýzkum fregnum. I þýzkum fregnum er sagt frá þvi, að þ. 19. júní hafi brezkur flugbátur farizt 1 Biskayaflóa. Voru í lionum 14 menn. Fimm þeirra, sem i flugbátnum voru, bjargaði þýzk sjúkraflugvél. Voru það brezkir herforingjar og flugmenn, sem bjargað var. Þjóðverjar skýra frá því, að á sunnudagskvöld hafi brezkar sprengjuflugvélar gert árásir á skipalest á Miðjarðarhafi, en skothriðin úr loftvarnabyssum skipanna hafi verið svo öflug, að árásin mishepnaðist m,eð öllu. Ein brezk flugvél var skot- in niður. Þýzka úlvarpið hefir birt skýrslu frá von Keitel yfirher- foringja til Hitíers, um liðs- safnað Rússa og undirhúning, að því er virtist til árásar á SIEGMUND WILHELM v. LIST, hermarskálkur, til vinstri, stjórnaði Balkaninnrásinni og stjórnar nú innrásinni í Ukraine. Myndin er tekin á Saloniki-vígstöðvunum í Grikklandi. Mar- skálkurinn ráðfærir sig við herforingja sina. Þýzkaland. Er því meðal annars haldið fram, að Rússar liafi jafnt og þétt aukið vígbúnað sinn við landamæri Þýzkalands og flutt þangað stöðugt meira lið, ekki aðeins úr öðrum hér- uðum Rússlands, heldur og frá Asíu, Kaukasus o. s. frv. í hyrj- un maí höfðu Rússar 143 her- fylki undir vopnum í Rússlandi og þar af voru'119 við landa- mæri Þýzkalands. Þá hafi Rúss- ar og aulcið jafnt og þétt skrið- drekasveitir sínar á vestur- landamærunum. — Liðfluttn- ingarnir liafi aukizt mest. það af er þessu ári. Þýzka útvarpið heldur því enn fast fram, að leynisamr lcomulag eitthvert hafi Ver- ið milli Breta og Rússa, og er því nú haldið fram, að þegar Sir Stafford Cripps fór til Moskva til þess að taka við sendiherrastarfinu, hafi hann haft bréf meðferðis frá Chur- chill til Stalin, og eftir það hafi Bretar og Rússar farið að éta sig saman. Rússar segja að öllum tilraun- um Rúmena og Þjóðverja hafi verið hrundið af stórskota- og fótgönguliðssveitum Rússa. RúSsar segjast hafa sökkt þýzk- um kafbát. lofar Rúss- um aðstoð. Þjóðver jar boða stórsigra á Rússum. í tilkynningu frá aðalstöðv- um Foringjans, sem lesin var í þýzkum fréttum kl. 1 segir að þýzka herstjórnin til- kynni að hernaðaraðgerðir á austurvígstöðvunum á landi, l lofti og á sjó gangi svo far- gællega að vænta megi bráð- lega fregna af stórsigrum. Rússar hafa fengið aftur umráð yfir hinum frosnu innstæðum sínum. London í morgun. Roosevelt forseti skyroi ira því í gær, er blaðamenn gengu á /hans fund, að Bandaríkin myndi veita Rússum alla þá að- stoð, sem þau gæti í té látið, í baráttunni gegn nazistum. For- setinn sagði, að hann gæti ekki sagt í hvaða formi þessi hjálp yrði veitt þar sem Rússar hefði ekki látið í ljós neinar óskir enn sem komið væri. Forsetinn kvað ekki mundu vera hægt að afgreiða flugvélapantanir til Rússa þegar í stað. Fyrsta afleiðing þessarar yf- irlýsingar var, að Rússar fengu aftur yfirráð yfir hinum frystu innstæðum sínum í Bandaríkj- unum, en þær munu nema 40 millj. dollara, og geta þeir þvi notað fé þetta að vild, til her- gagnakaupa eða annara nauð- synja. Af yfirlýsingu Roosevelts leiðir og, að Rússar geta orðið aðstoðar aðnjótandi samkvæmt 1 láns og leigulögunum. Rússneska herstjórnar- tilkynningin. London í morgun. I rússnesku herstjórnartil- kynningunni, sem birt var í morgun, segir að Þjóðverjar hafi gert tilraun til þess að hefja mikla sókn í áttina til Sialiai, Kovno og Grodno, Volkovisk, Korin, Vladimidi, Volynsk og Brodsk, en hvarvetna mætt hinni hörðustu mótspyrnu. Mikil orusta er hafin um Grodno, segir ennfremur í hinni rússnesku til- kynningu. ' (Grodno er í Póllandi. Stendur hún við Niemen, um, 100 mílur frá Varsjá og 95 mílur frá Vilna og er þetta mikil iðnaðar- og verzlunarborg. íbúatalan mun vera 60—70.000.) Ennfremur er búizt við, að Þjóðverjar muni gera tilraun til þes að taka Kovno (Kaunas) og Vilna. Rússneski flugherinn liefir varpað sprengjum þrívegis á flotaliöfnina Konstanza við Svarlahaf (í Rúmeníu), Sulij, Danzig, Königsberg, Lublin, Varsjá og fleiri borgir í þeim hluta Póllands, sem Þjóðverjar hernámu. Frá 22. júní hafa Rússar skotið niður í loftorustum .161 óvinaflugvél og eyðilagt að minnsta kosti 220 flugvélar á jörðu niðri. Árásin á Hangö. Dagens Nyheter birtir fregn um það frá Helsinki, að þýzkar flugvélar hafi gert harða árás á lússnesku flug- og flotastöðina á Hangö, sem Rússar kúguðu Finna til þess að láta af hendi við sig. Talið er, að þar liafi orðið mikið tjón á mannvirkjum og lierskipum. FRETTIR í STUTTU MÁLI Þjóðverjar gerðu árás á borg- ir á Merseysvæðinu i gær. Einn- ig á nokkura staði aðra. Fjórar þýzkar flugvélar voru skotnar niður. Tjón af völdum loftárás- anna var lítið. í árásarferð til Frakklands í gærkveldi var varpað sprengj- úm á verksmiðjur við Lille í Fraklílandi, en þar er mikið iðnaðarhverfi. -— 9 þýzkar flug- vélar voru skotnar niður og 2 brezkar. Eden flutti ítarlega ræðu i gær um afstöðu Breta gagnvart Rússum. Hann leiddi rök að þvi, að samvinna hefði ekki tekizt með Bretura og Rússum fyr, vegna þess, að þýzk-rússneski sáttmálinn stóð í vegi fyrir brezk-rússneskri samvinnu. — Tyrltir hafa fullvissað Breta um, að tyrknesk-brezki sáttmál- imi sé í fullu gildi. Þjóðverjar nota eldspúandi dreka á vígstöðvunum í Pól- landi, segir í þýzkum fregnum. Wilhelmina Hollandsdrottn- ing segir að Hollendingar muni berjast með Rússum sem öðr- um bandamönnum gegn hinum sameiginlega óvini, en afstaða Hollendinga til komúnismans er óbreyjtt. Hefja skal samstarf til þess að sigra sameiginlegan óvin, en kommúnistisk stefna og fyrir- komulag i rússneskum löndum er innanrikismál Rússa, sem oss er óviðkomandi, og vér virðum rétt liverrar þjóðar til þess að hafa lijá sér það fyrirkomulag, sem hún helzt kýs. , Attlee flutti ræðu i gær. Iivað hann Breta og Rússa eiga að berjast saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.