Vísir - 25.06.1941, Blaðsíða 3

Vísir - 25.06.1941, Blaðsíða 3
I VISIR Áttræðisafmæli. á í dag einn af merkustu bænd- um þessa lands um langt skeið, Mag-nús Magnússon fyrrv. bóndi á Gunnarsstöðum í Dölum. Hann bjó á Gunnarsstöðum i nærri liálfa öld, með miklum dugnáði og myndarskap. Á jörð sinni gerði liann mikl- ar umbætur, og hýsti liana vel bæði fyrir menn og fénað. íbúðarliúsið sem hann byggði á Gunnarsstöðum, mun bafa ver- ið eitt af þeim fyrstu sem bvggð voru i sýslunni. Um 30 ára skeið rak Magnús sveitaverzlun jafn- hliða búi sínu, sem reyndist vin- sæl eins og eigandinn. Mun eitthvað af þeim viðskiptum hafa farið fram án þess að nokkur stafur væri skrifaður, en allt stóð þó eins og stafur á bók, því Magnús hefir ekki kunnað þá list, að lofa og efna ekki loforð sín. Magnús verzlaði einungis með nauðsynjavörur sveitaheimila (og keypti afurðir þeirrajen liafði aldrei á boðstól- um óþarfar munaðarvörur, þó á þeim væri meira að græða. Sannkölluð bjálparhella var hann (og kona hans) hinum fá- tækari, þegar þröngt var í búi hjá þeiin, og mun enginn liafa farið erindisleysu að Gunnars. stöðum er hjálpar þurfti. Magnús gengdi um langt skeið sýslunefndar- og oddvitastörf- um fyrir sveit sína. Leysti liann gera. Pólland að hreinu land- búnaðarríki. En skyndilega brá til annarar áttar. Skipanir komu allt í einu frá Göring til þeirra embættis- manna i Póllandi, sem áttu að sjá um framkvæmd 4ra ára á- ætlunarinnar þar. Þær voru á þá leið, að nota ætti allar verk- smiðju'r Póllands til framleiðslu og þar, sem hægt væri, ætti að auka við þær. Ástáeðurnar fyrir þessu voru þær, að verið var að flytja margar verksmiðjur, sem störfuðu fyrir herinn, austur á bóginn, eða ;átti að flytja þær á næstunni. Um Ieið og þessar skipanir komu var hætt að taka vélarnar og í stað þess var farið að láta verksmiðjurnar stai-fa sem áður og undirbúa aukningu þeirra. Flutningur margra iðngreina. Fyrir nokkuru birti dagblað- ið Ivattowitzer Zeitung grein um þetta nýja iðnaðarhérað og dró ekki dul á, að það mætti lita á það, sem einn veigamesta liðinn í þróun þýzka hergagnaiðnaðar. ins. Þjóðverjar hafa ekki aðeins tekið í sínar hendur alla fram- leiðslu í þeim hluta Slesíu, sem Pólverjar fengu, heldur er það sama uppi á teningnum í öðrum landshlutum. Jafnframt lýsir það ótta þeirra, að sífellt eru flultar nýjar verksmiðjur frá Ruhr og Mið-Þýzkalandi til pólsku iðnaðarhéraðanna. Aðaliðnaðarhéraðið er milli borganna Cracow, Fryzztat og Tarnowiæ hinsvegar. Þar var líka aðaliðnaðarsvæði Póllands, og er þarna mikið af kolum og ýmsum málmum í jörðu. Annað iðnaðarsvæði er lílca í vexti í suðausturhluta Póllands hjá horgunum Sandemietz og Rzes- zow. Það er tiltölulega nýtt, þvi að Pólverjar hófu ekki fram- kvæmdir þar að neinu ráði fyrri en fyrir örfáum árum. En brezki flugherinn situr ekki auðum höndum, því að hann hefir þegar til umráða flugvélar, sem geta flogið meira en 2000 mílur, og geta þvi kom- izt frá bækistöðvum sínum í Bretlandi til yztu endimarka Stór-Þýzaklands, Hvert flýr hergagnaiðnaður Þýzkalands þá? þau störf vel af liendi sem allt annað. Kom þar að góðu haldi sem víðar, hyggni hans og hag- sýni sem eru með ágætum. Magnús hefir alla tið verið mik- ill iðjumaður, og verkhæfur í bezta lagi. Nú þegar hann er áttræður, situr liann enn löng- um í smiðju sinni og slær járn i skeyfur o. fl. þó sjón og starfs- þrek sé farið að bila, eftir lang- an og strangan vinnudag. Magnús kvæntist Íiálfþrítugur ágætri konu, Ingiríði Kristjáns- dóttur Guðbrandssonar liins ríka frá Hólmlátri. Hafa þau verið í lijónabandi í 55 ár. Var hún ekkja er Magnús „kvæntist henni, og hafði búið með fyrri manni sínum í 13 ár. Hjóna- bandsár liennar eru því orðin 68; skortir hana ekki nema þrjú' ár til þess að vera eins lengi í hjúskap og Guðríður kona Orms sýslum. Vigfússonar í Eyjum í Kjós (dóttur síra Árna í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar biskups Jónssonar) en bún var 71 ár í hjónabandi; — giftist 19 ára, andaðist níræð (1668), átti 17 börn — og mun það vera eitt lengsta hjónaband sem sögur fara af hér á landi. Ingiríður er níræð 21. ág. n. k. Er þó enn létt í spori, fvlgist vel með öllu, og er sívinnandi. Magnús og Ingi- ríður brugðu búi fyrir nokkrum árum, og eru nú flutt frá Gunn- arsstöðum að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal til tengdasonar síns J óns Sumarliðasonar hrepp- stjóra. Vinir og vandamenn gömlu hjónanna niunu óska þeim lieilla og hamingju á ævikvöld- inu og senda þeim hugheilar þakkir fyrir samstarf, og allt gott frá þeirra hendi á liðnum árum. A. Héráðsmót ungmenna- sambandanna. Mót Skarphéðins verður á sunnu- daginn kemur. — Héraðsmct ungmennasam- banda verða sem hér segir: Ungmennasambandið Skarp. héðinn (í Árnes- og Rangár- vallasýslum) heldur héraðsmót sitt á sunnudaginn kemur, þ. e. 29. júní, í Haukadal Ungmennasamband Borgar- fjarðar heldur héraðsmót að Þjóðólfsholti við ármót Hvítár og Norðurár sunnud. 6. júlí. Sama dag heldur Ungmenna- samband Snæfellsness og Hnappadalssýslu iþróttamót i Helgafellssveit. Þann 13. júlí halda Dalamenn sitt héraðsmót að Laugum í Sælingsdal. Á öllurni þessum Iiéraðamót- um verða íþróttir aðalþættir dagskrárinnar, en auk þess ræðuhöld, söngur, dans o. fl. ltifreiðarslyi í liópavo^i. í gærdag, um fimmleytið, ók vöruflutningabifreiðin R. 1692 út af í Kópavogi, eða nánar til- tekið á beygjunni sunnan í Kópavogshálsinum. Beygjan er löng og alls ekki kröpp, og þar af leiðandi lítt skiljanlegt með hvaða hætti bifreiðin hefir ekið út af. Bifreiðarstjórinn heitir Sig- urður Pálsson. Hann var einn í bifreiðinni og meiddist all mik- ið. Hafði liaim fengið heilahrist- ing, aulc þess var liann mikið skorinn á liöfði og nokkuð á annari hendi. Hann var nokkuð marinn en ekki mikið, hinsveg- ar er enn ekki vitað hvort (im brot er að ræða eða ekki. Um mikið brot er í öllu falli ekki að ræða. Þegar slysið vildi til var bif- reiðin á suðurleið og valt í miðri beygjunni út af 1 meters hárri vegarbrún, niður í stór- grýti. Stýrishúsið brotnaði, en bifreiðarstjórinn var fluttur á Landspítalann. Liðan lians var sögð góð eftir vonum í morgun, þegar Vísir átti tal við Landspít- alann. SKIPUM SÖKKT. Bretar segjast hafa sölckt 25 þúsund smálesta ítölsku skipi á Miðjarðarliafi, sökkt hirgða- skipi, sökkt ;(að líkindum) Vichy-tundurspilli og laskað tvo aðra. Norðlendingarnir og Valur keppa í kvöld kl. S.ýL Norðlend- ingarnir munu eitthvaS breyta liði sínu. Valsliðið verður óbreytt frá því, sem var móti Fratfi, nema hvað Gísli Kærnested kemur inn í fram- línuna. Dómari verður Guðjón Ein- arsson. Næturlæknir. Pétur Jakobsson, Vífilsgötu 6, sími 2735. Næturvörður í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. fkviknun. Um kl. 10 í morgun var slökkvi- liðið kvatt að tevagni, sem brezki hjálpræðisherinn hefir sent hingað. Vagninn var staddur í Tjarnargötu' hjá Hjálpræðishernum, þegar kvikn aði í honum. Eldurinn var fljótlega slökktur og urðu skemmdir litlar sem engar. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 íþróttaþáttur (Sigfús Halldórs frá Höfnum). 20.00 Frétt- ir. 20.30 Erindi: Molar úr dýra- fræði (Árni Friðriksson fiskifræð- ingur). 20.55 Hljómplötur: Létt lög 21.00 Upplestur: „Sykur og sykur- neyzla“ (Björn L. Jónsson, veður- fræðingur). 21.20 Samleikur á har- móníum og píanó (Eggert Gilfer og Fritz Weisshappel) : „Englasöng- ur“, eftir Max Oesten. 21.40 Séð og heyrt“. H manna bíll óskast til leigu í hálfan mán- uð í byrjun júli. Uppl. í síma 1557. — Handlagin unglingsstúlka getur fengið atvinnu við létta handiðn nú þegar, ef til vill getur hún orðið nemandi. Lystliafendur sendi nöfn undir merkinu: „Handiðn“ á afgr. Vísis.-- Til k \ 1111 i 11;»' til útgerðarmanna og skipaeigenda Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að gjera út skip á sildveiðar til söltunar næsta sumar, eru beðnir að til- kynna Sildarútvegsnefnd tölu skipanna, tilgieina nöfn þeirra, einkennistölu og stærð, og gefa upptýsingar um hvers konar veiðarfæri (reknet, snurpunót) eigi að not- ast.til veiðanna. Ef fleiri en eitt skip ætla að vera saman um eina herpinót, óskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd, Siglufirði v fyrir 7. júlí n. k. Það athugist, að skipum, sem ekki sækja uns veiðileyfi fyrir þann tíma, sem að ofan er tiltekinn (7. júli), eða ekki fullnægja þeim reglum og skilyrðum, sem sett kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, veráur ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 24. júní 1941. Síldarútvegsnefnd. Tilkyiiniiig: til útgerðarmanna og síldarsaltenda. Þeir útgerðarmenn og síldarsaltendur, sem óska eftir löggildingu sem síldarútflytjendur fyrir árið 1$41, skulu sækja um löggildingu til Síldarútvegsnefndar fyrir 7. júlí n. k. Umsókninni fylgi tilkynnnig um, hvort saltendur hafa ráðið sérstakan eftirlitsmann með sild- verkuninni, hver hann sé og hvort hann hafi iokið síld- verkunarprófi. Ennfremur vill Sildarútvegsnefnd vekja sérstaka at- hygli útflytjenda á því, að enginn má bjóða síld til sölu erlendis án leyfis nefndarinnar, og þurfa þeir, er ætla að gera fyrirframsamninga, að sækja um leyfi til Iienn- ar fvrir 7. júlí n. k. Útflutningsleyfi verða ekki veitt nema sölusamningar séu lagðir fyrir nefndina. Allar umsóknir þessu viðvikjandi sendist til Síldarút- vegsnefndar, Siglufirði. 'Siglufirði, 24. júní 1941. Síldarútvegsnefnd. í góíSu stamli til sölis. af sér- - stökum ástæðum. Til sýnis á Laugavegi 46, eftir H. 7. — Almenu §amkoma í húsi K. F. U. M. í kvöld ld. 814. Mikill söngur og fleira. Allír hjartanlega velkomnir. Dnleiir stílkor iskist Hátt kaup. — Stöðug vinna. Afgreiðslan vísar á. Sigliugar Vér höfum 3—4 skip stöðugt í förum milli vestur- strandar Englands og ísiands. Tilkynning um vörur sandist Cullifopd & Clark JLtd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD, eða Geip H, Zoéga Símar: 1964 og 4017, • ER GEFUR FREKARI UPPLYSINGAR. 2 vanir mótormenB Húseignir til sölu í austurbænum. — Uppl. gefur Hannes Einarsson, Óðinsgötú 14 B. Sími 1873. geta fengið atvinnu í allt að eitt ár við gæzlu mótor- dælna. Uppl. í síma 1695. BEZT AÐ AUGLÝSA í VÍSL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.