Vísir - 05.08.1941, Side 1

Vísir - 05.08.1941, Side 1
Ritstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 31. ár. Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla Reykjavík, þriðjudaginn 5. ágúst 1941. 176. tbl. llllimiiril'IBBBWaBBOBtWaMHBg Mmri&i á 3 v%§töð¥nm álf miklll káippi^ segja Rússar Rússar gera gagnáhiaup í Ukrainu Þýzkaland sigrar áreiðanlega, segir talsmaður Þjóðverja. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. fregnum frá Moskva í nótt var svo að orði kom- *** izt, að mest væri barizt á þremur vígstöðvum, Porkhov- og Smolensk-vígstöðvunum og við Byelazarkovsk, suðaustur af Zhitomir í Ukrainu. Er það þar, sem Þjóðverjar leggja nú hvað mest kapp á að sækja fram. Rússar segjast hafa skotið niður 20 flugvélar fyrir Þjóðverj- um síðastliðinn laugardag, en misst sjálfir 6. Þjóðverjar játa, að Rússar geri hin áköfustu gagnáhlaup í Ukrainu. Þrátt fyrir gífurlegt manntjón í liði Þjóðverja að undanförnu er álit manna í London, að þeir séu að byrja þriðju stórtilraun- ina til sóknar. Sænsk blöð segja, að stöðugt sé meira lið flutt til vigstöðv- anna. Talsmaður þýzku stjórnarinnár sagði í Berlín í gær, að bann gæti fullvissað þýzku þjóðina um, að Þýzkaland sigraði í styrjöldinni. í fyrri fregnum segir: í gær og fyrradag virðist ekki bafa verið um, neinar verulegar breytingar að ræða á austurvíg- slöðvunum. Það er ekki neinum vafa bundið, að vegna hinnar öflugu mótspyrnu Rússa við Zhitomir í Ukrainu bafa Þjóð- verjar reynt að sækja fram.fyr- ir sunnan og norðan Zhitomir, til þess að tengja svo álmurnar saman í Kiev, og lialda svo á- fram til Odessa, en þangað sækja líka þýzkar og rúmensk- ar hersveitir syðst á vígstöðv- unum. En ekki verður enn séð, að Þjóðverjum liafi orðið veru- lega ágengt, og af tilkynningum Rússa varð ekki séð, að Kiev og Odessa væri í yfirvofandi hættu. Á Smolenskvígstöðvun- um liefir ekki orðið nein breyt- ing og við Peipusvatn er mikið barist sem, fyrrum. Þar reynir Voroshilov að stöðva framsókn Þjóðverja frá Eistlandi. Fyrir norðan Ladogávatn liafa Þjóð- verjar gert gagnáhlaup, og rauiiár má segja, að á allri víg- línunni, sem er um 3000 km. á lengd, er um, áhlaup og gagn- áblaup að ræða á víxl. Rússar skýra frá skriðdreka- orustu, þar sem um 100 skrið- drekar, 40 fallbyssur og á ann- að lnmdrað flutningabilar voru eyðilagðir fyrir Þjóðverjum. — Ekki er getið livar þessi orusla álti sér stað. Rússar segjast nú liafa sökkt 11 kafbátum fyrir Þjóðverjum. Var þeim ellefta sökkt nýverið ó Eystrasalti. Á Svartahafi var gerð árás á tundurspilli, sem lá í flotakvi. Smolensk er enn á valdi Rússa og er sagt frá því í fregn- um frá Moskva, að leikaraflokk- ur hafi nýlega farið til Smo- j lensk til þess að skemmta íbú- unum og hermönnunum. Þjóðverjar reyna að gera loft- árásir á Moskva á bverri nóttu. En næturflugvélum, Rússa hefi.’ lekizt að bindra, að bóparnir kæmist inn yfir borgina, en stöku flugvél hefir þó sloppið inn yfir bana og nokkurt tjón orðið af völdum sprengikúlna. Harry Hopkins, erindreki Rússa, er nú kominn aftur til London frá Moskva, Loítsókn Breta hafin á ný. Ógurleg árás á Berlin Undangengna viku hefir lítið verið um árásarferðir til meg- inlandsborga, vegna óhenlugra veðurskilyrða, en í fyrrinótt var gerð ógurleg loftárás ó Berlin. Tóku fjölda margar flugvélar þátt í þessari árás. Komu flugvélarnar inn yfir borgina úr öllum áttuiti og tókst að varpa sprengjum af nýjustu og stærstu gerð á árásarsvæðin, sem voru fyrirfram álcveðin, þrátt fyrir að yfir borginni væri sem ljóshaf því að talið er, að yfir 300 Ijóskastarastöðvar hafi lýst upp loftið. Þrátt fyrir þetta og ákafa skothríð úr loftvarna- byssum flugu sprengjuflugvéL arnar — meðal þeirra Stirling- sprengjuflugvélar — í hring yfir miðhluta borgarinnar, og þegar þyngstu sprengjunum var var])að gusu upp eldsúlur og reykjarmekkir og margar sprengingar urðu. Þelta var önnur loftárásin á Rerlín á 9 dögum og sennilega hin mesta af þeim 50 loflárásum, sem alls hafa verið gerðar á liöfuðborg Þýzkalands. Þjóðverjar gera lítið úr tjón- inu, en Bretar telja það alveg vafalaust, að það hafi verið gíf- urlegt. Loftárásir á Bretland bafa verið i smáum stil. Stöðugur straumur japanskra flutningaskipa til Saigon. Japanir setja herlið á land i þúsundatali i Saigon daglega. Búið er að setja lið á land úr 25 stórum herf lu tningaskipum. Mikið af þessu liði hefir verið flutt inn í land. Franska flugfélagið hefir orðið að liætta öllum flugferð- um, vegna þess að Japanir hafa tekið til afnota alla flugvelli fé- lagsins. Lincoln MacVeagh fyrsti sendiherra U. S. A, á íslandi. Eins og áður befir verið getið, hefir Roosevelt forseti sent senatinu útnefningu herra MacVeaghs til þess að vera sendiherra U. S. A. á ís- landi. MacVeagh er fæddur í Narragansett Pier, Rhode | Island, í okt. 1890. Hann stundaði nám í Groton og Harvardháskólanum og tók þar próf (A.B.) 1913. Fram- I haldsnám stundaði hann við Sorbonne háskólann 1913— 1914. Hann xrar í Bandaríkja- 'hernum 1917—1918 og varð majór að tign og fór til víg- vallanna í Frakklandi. Hann stundaði kaúpsýslu og fjár- sýslustörf um hríð, meðal annars útgáfustarfsemi um lug ára (1923—33). 13. júni 1933 var hann skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Grikklandi. — Mac Veagh sendiherra er kvæntur og mun eiga eina dóttur barna, á tvitugs aldri. Fangarnir komnir heim Fangarnir ellefu, sem Bret- ar höfðu í haldi, eru nú komnir heim. Þrír fangarnir eru þeir blaða. mennirnir við Þjóðviljann, Ein- ar Olgeirsson og Sigfús Sigur- hjartarson, ritstjórar og Sig- urður Guðmundsson blaða- maður. Sá fjórði er Reynir Kratsch, sem er þýzkur i aðra ættina. Hinir fangarnir eru ísfirðing- arnir sjö, sem var gefið að sök að bafa hjálpað Þjóðverja ein- um lil að fara huldu höfði víða um Vesturland. Isfirðingarnir eru: Jóhann Eyfirðingur og dótt- ir hans, Sigurlaug Scheiter, frú Hássler og dóttir liennar, Tryggvi Jóakimsson og kona hans og Þorbergur Þorþergs- son, vitavörður á Gelti við Isa- fjörð. Frásögn ritstjóra Þjóð- viljans. F'réttaritari Vísis Mtti þá í morgun að máli, Einar Olgeirs- son og Sigfús Sigurhjartarson, og spurði þá tíðinda af Bret- landsför þeirra. Skýrðu þeir svo frá, að ferð- in út hefði gengið að óskum og þeim verið sýnd að öllu leyti fyllsta kurteisi og fengið prýði- lega meðferð. Er til London kom idvöldu þeir fyrstu 5 vikurnar í Royal Patriotic Schools, og nutu al- gjörs frjólsræðis innan tak- inarka stofnunarinnar. Var vistin þar að mörgu leyti góð og hreinlæti allt í bezta lagi. Hinn 6. júní voru þeir félag- ar fluttir í Brixton-fangelsið í London, og dvöldu þar við venjiulegan aðbúnað fanga til 18. júli s.I., er þeir voru látnir lausir. Kl. 7 að morgni fengu þeir venjulega hafragraut, án mjólkur og sykurs, te og þrjár brauðsneiðar, kl. 12 oftast baunasúpu, kartöflur og kál, og oftast smásneið af kjöti, ld. 4 síðd. cacao % pott, ásamt 4 brauðsneiðum og smjörlíki. 19 stundir sólarhringsins voru þeir í klefa sínum, tvær stundir gengu þeir úti í fangelsisgarð- inum og þriggja stunda nutu þeir sameiginlega hver í annars klefa. Blöð fengu þeir svo seni þeir vildu og lásu þau mjög, enn fremur bækur, sem þeir kieyptu eða fengu að láni úr bókasafni fangelsisins. Pétur Benediktsson sendi- fulltr. heimsótti þá æði oft og gerði allt fyrir þá félaga, sem í lians valdi stóð. Þá heimsótti þá Árni alþm. Jónsson og báðu þeir félagar þess sérstaldega getið, að þeir vildu flytja hon- um sérstakar þakkir fyrir alla framkomu gagnvart þeim, bæði hérlendis og erlendis, sem og dagblaðinu Vísi fyrir afskipti blaðsins af málum þeirra. Þá heimsótti þá og skozkur þing- maður, Gallacher, sem menn i kannast við að nafni hér á landi, og bar hann fram fyrirspurnir varðandi mál þeirra í brezlca þinginu. Hinn 18. júlí sótti PéturBene- diktsson þá félaga í fangelsið | og ók með þá til góðs gistihúss, ! en þar dvöldu þeir sem frjáls- ir menn i 6 daga. Var sú dvöl þeim til mikillar ánægju og kærkomin uppbót á ferðalagiö að öðru leyti. Þaðan var svo haljdið til Edjnbörgar og tók Sigursteinn Magnússon konsúll þar forkunnar vel á móti Is- lendingunum öllum, en þá voru Isfirðingarnir einnig komnir í. hópinn. Þeir ritstjórarnir báðu Vísi að færa þakkir sínar rikisstjórn Alþingi, blaðamannafélaginu og fjöhla einstaklinga og félaga, sem allt hefðu viljað gera fyr- ir þá og fjölskyldur þeirra í þessai’i óvæntu fjarveru þeirra. i biskup á Hólum og fulltrúi páfa j á íslandi andaðist í Landakoti sunnudaginn 3. þ. m. að kvöldi, 68 ára að aldri. Hafði hann átt við langa vanlieilsu að búa. Hann hafði verið prestur hér síðan 1903, sýslumaður páfa síðan 1923 og biskup síðan 1928. Hann var íslenzkur rikisborgari og mesti byggingafrörnuður, sem þetta land hefir átt. Þessa merka manns verður minnst siðar hér i blaðinu. La Guardia: Styrjöldin búin innan sjö mánaða. London í morgun. La Guardia borgarstjóri í New York flutti ræðu á La Guardiaflugvellinum í gær og sagði hann m. a., að liann hefði beztu vonir um, að styrjöldin yrði búin innan sjö mánaða. Loftvarnamerki i Bvik. og aðvörnn á Aknreyrf. Sást til þýzkrar flugvélar. Rétt fyrir miðnætti í nótt var loftvarnasveitum bæj- arins gefið merki um að vera við öllu búnar, en eftir um klukkustund'var þeim leyft að fara heim aftur. Kl. 4.28 var svo gefið loft- árásarmerki með rafflautunum um allan bæ, samlcvæmt til- kynningu frá setuliðinu um að mikil hætta væri yfirvofandi. Voru allar hjálparsveitirnar kvaddar út, en kl. 5.10 var gefið merki um að hættan væri liðin hjá. Á sömu tímum var líka hringt til Akureyrar, að því er Sigurður Eggerz, bæjarfógeti, tjáði blaðinu í morgun, og voru loftvarnasveitir þar látnar vera við öllu búnar. Ekki voru þó gefin nein merki með kirkju- klukkunum. Vísir spurði Major AVise um þetla í morgun og fékk lijá hon- um eftirfarandi upplýsingar: Flugvélar varð vart ó ýmsum varðstöðvum Breta í nágrennL bæjarins, en hún mun ekki hafa flogið yfir Reykjavík. Vísir hefir fregnað frá öðrum stöðum, að heyrzt liafi til flug- vélar fyrir austan fjall við og við i tæpa þrjá tima eftir kl. 2. Loft var slcýjað og sást flugvél- inni bregða fyrir aðeins einu sinni er rofaði til andartak. Var þá skotið tveim skotum á flug- vélina, en hún livarf í skýin aft. ur. Frá Vestur-íslendingum: Islendingadagurinn hald- inn hátíðlegur i 52. sinn. Ávapp fílcisstj óra. j gær, 4. ágúst, héldu íslendingar vestan hafs hinn árlega ís- lendingadag sinn að Gimli í Nýja-íslandi. Fyrsti íslend- ingadagurinn var haldinn hátíðlegur 2. ág. 1890 í Winnipeg og var hann haldinn þar fyrstu árin, en síðan voru hátíðahöldin flutt að Gimli. Islendingadagurinn er einn mesti viðburðurinn í lífi íslend- inga vestan hafs og leitast þeir þá alltaf við að fá þangað ein- hverja góða gesti að heiman. Að þessu sinni mun hafa verið nýstárlegur liður á dagskrá vestra, því að Sveinn Björnsson, ríkisstjóri, hafði talað á hljóm- plötu stutt ávarp til Vestur-íslendinga og var platan send vestur. Fer hér á eftir ávarp ríkisstjóra. Vestur-Islendingar. Kæru trygglyndu dætur og synir, barnabörn og barna- barnabörn Islands! Eitt af fyrstu verkum mínum sem rjkisstjóri Islands er nú að ávarpa yður, ástfólgnu íslend- ingar vestan hafsins. Þótt á- varpið geti ekki borizt ykkur til eyrna strax, þá mátti þetta þó eklci dragast. Forseti Þjóðræknisfélagsins ykkar hefir sent mér hlýja kveðju frá sér, stjórnarnefnd fé- lagsins og félögum þess. Fyrir þessa lcveðju, sem mér þótli mjög vænt um, þakka eg inni- lega. " Einn af þeim mælu mönnum í ykkar hóp sagði á Vestmanna- deginum hér í Reykjavík fyrir ári síðan eitthvað á þessa leið: „Við lifum og störfum sem borgarar annarar þjóðar. En saga þeirrar þjóðar er eklci saga okkar. Saga okkar er saga ís- lands.“ Þessi ummæli blýjuðu mér — og sjálfsagt flestum öðrum Is- lendingum, sem lilustugu á þau. Hér eigum við sameign, dýr- mæta sameign. Hvar værum vér íslendingar á Islandi staddir nú, ef við ættum ekki sögu okkar og tungu? Og væri vegur ykkar Vestur-Islendinga eins mikill með þjóðinni, sem þið nú dvelj- ið með, ef þið ættuð ekki einn- ig sögu íslands og tungu? Okkur hlýnar um hjartaræt- urnar i hvert skifti, sem við heyi’um eitthvað gott um ein- hvern ýkkar Vestur-lslendinga. Við gleðjumst þegar hann eðá hún vinnnr eitthvað sér til á- gætis í sinu nýja föðurlandi. Með þvi stækkar hann eða hún ísland og styrkir okkur, sem er- um hér heima. Auðvitað sjáum, við heima á Islandi eftir ykkur úr hópnum. En eg held, að eg geti fullyrt, að nú lítum við á það mál allt öðruin augum, en sumir litu áður fyrr. Nú finn- um við, að þið vinnið Islandi, þótt utan íslands séuð. Og þið hafið með þjóðernishreyfingu ykkar eflt og glætt þjóðernisvit- und okkar sjálfra hér á íslandi. Fyrir þetfa, sem eg hefi nefnt, stöndum við i þakklætisskuld við ykkur — og fyrir margt annað. Óvissa er framundan. Óvissa fyrir ykkur og óvissa fyrir okk- ur. En þcgar Ragnarökum þeim, sem nú standa ýfir, er lokið, veit eg, að lilýja handartakið okkar yfir. hafið verður eins hlýtt og nokkru sinni áður, báð - um til góðs. Ykkar saga er saga íslands. Þá sögu er ekki lokið að skrifa ennþá. Og þið eigið ykkar þátt í að skrifa þá sögu. Eigum við ekki að koma okkur saman um að reyna að skrifa hana sem bezta, Islandi til gagns og sóma? Eg þakka ykkur innilega fyr- ir fyrir liönd íslenzku þjóðar- innar fyrir það, sem þið hafið þegar unnið. Eg vona, að þið haldið áfram heillastarfi ykkar. Eg árna vkkur öllum saman og hverjum einstökum allra lieilla nú og i framtiðinni. Verið þið sæl. I guðs friði.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.