Vísir - 18.08.1941, Page 1

Vísir - 18.08.1941, Page 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, mánudaginn 18. ágúst 1941. 187. tbl. Winstoii Clinrchill á liersýning'ii í Nogamýrinni Til viðbótar þvi, sem sagt var frá ferðum Winston Churchill’s liér í blaðinu í fyrradag, má geta þess, að að aflokinni hersýningu við Hálogaland, snæddi hann hádegisverð hjá brezka sendiherranum, Mr. Howard Smith, að Höfða, en hélt síðan áfram heimsóknum til bækistöðva liersins í nágrenni bæjarins. Fyrst heimsótti liann lierbúðir flugmanna, en seinna um daginn fór hann að Reykjum í Mosfellssveit., Síðast fór hann til aðalstöðva brezka her sins á íslandi, en seinni hluta dagáins fór liann um borð aftur. Á bryggjunni mætti Hermann Jónasson forsætis- ráðherra, og skiptust þeir á fáeinum orðum að skilnaði. Myndirnar hér að ofan eru teknar af fréttaritara Vísis á hersýningunni inni við Hálogaland. Á myndinni t. v. lieilsar Churchill her Bandarikjamanna og foringjum þeirra til sjós og lands. Myndin í miðið er tekin af Churchill að hersýningunni lokinni, en til liægri er Churchill með öðru stórmenni, uppi á heiðurspalli, áður en hersýningin hófst. Mennirnir eru, talið frá vinstri: Sir Godfrey Freeman, varayfirforingi brezka flughersins, Sir Jolin Dill, yfirmaður lierforingjaráðsins brezka, Franklin Delano Roosevelt (sonur Bandaríkjaforseta), Winston Churchill forsætisráðherra Breta, og Sir Dudley Pound, flotaforingi., Fraser verð- ur áfram í London. Það hefir verið tilkynnt, í London, að Robert Fraser, for- sætisráðherra Nýja Sjálands, ætli sér að verða þar nokkura daga ennþá, lil þess að ráðgast við stríðsstjórnina. ' Robert Fraser kann vel við sig í London, því að hann bjó þar um skeið fyrir mörgum ár- um. Hann er fæddur í Skotlandi og kynntist fyrst stjórnmálum hjá föður sinuni, en hann var í frjálslynda flokknum. En þegar fylgið hrundi utan af þeim flokki, sá Fraser, að þar mundi verða iítil framtið fyrir sig og gekk i óháða verkamannafloldc- inn. Árið 1910 fór Fraser — 26 ára gamall — til Nýja Sjálands og gekk þar í verkamannaflokldnn, sem var í slæmu ásigkomulagi. Komst hann þegar í fremstu röð baráttumanna hans og árið 1918 var hann kosinn á þing og varð auk þess bæjarfulltrúi í Welling- ton. Árið 1935 náði verkamanna- flokkurinn meiri hluta í þinginu í fyrsta skipti og varð þá Micha- el Joseph Savage forsætisráð- lierra. Fraser varð ráðherra í stjórninni og hafði til meðferð- ar heilbrigðismálin, mennta- málin og flotann. Árið 1939 hafði liann enn hækkað í tign, var orðinn varaforsætisráðherra og þegar Savage lézt 26. marz 1940, var Fraser útnefndur for- sætisráðherra af landstjóranum, Galway greifa. Fraser er alvarlegur í fasi, en fynidinn svo að orð fer af. I gær var unnið að framleiðslu olíu í öllum olíustöðvum Texas- fylkis í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsfa skipti, sem unnið er á sunnudegi við olíufram- leið^lu þarna og er ætlunin að gefa Bretum alla þessa fram- leiðslu. Rússar játa missi Niko- lajev og Kriwoi-Rog---- * a v^itöðvnnnm er kyritaða. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Iherstjórnai'tilkynningunni, sem gefin var út í Moskva i nótt tilkynntu Rússar, að þeir hefðu yfirgefið hafnarborgina Nikolajev, við mynni Bug-fljótsins, 120 km. norðaustur af Odessa, og málmiðnaðarborgina Kriwoj-Rog, sem er 150 km. suðvestur af Dnjepro-petrovsk. Þjóðverjar segjast reka flóttann af kappi fyrir austan Bug- fljót, og segja lier Budjennys alveg í upplausn, en Rússar eru þar á gagnstæðri skoðun. Seg'ja þeir, að þeim hafi gefizt tími til að eyðileggja öll liafnarmannvirki i Nikolajev, áður en þeir fóru þaðan og borgin hafi verið varin svo vel, að Þjóðverj- ar hafi misst þar 20.000 mannna. Þá segja Rússar að hersveitir Timoshenko, marskálks, á Mið- vígstöðvunum hafi gert gagnáhlaup á stöðvar Þjóðverja, tekizt þar að umkringja stóra sveit þýzkra liermanna og gereytt henni. Annars segir i herstjórnartil- kynningu Rússa, að grimmilega sé barizt á allri víglinunni, frá Ilvítahafi til Svartahafs, en hvergi sé neinn kraflur í sókn Þjóðverja, nema syðst í Ukra- inu. Þjóðverjar tilkynna líka bar- daga á allri línunni, en segja að þeir sæki allsstaðar fram. Þeir nefna þó ekki nöfn nema við- víkjandi Ukrainu og segja hlut- laus blöð, að það sanni bezt, að engar stórvægilegar breytingar sé á víglínunni — annarsstaðar en í Ukrainu —- að hvorugur aðili nefni mikið af borga- og héraðanöfnum. Þjóðverjar segjast hafa tek- ið 7000 fanga, 38 fallbyssur og mikið af bílum og brynreiðum í Ukrainu, en herfangið verði æ meira. Verður Dnieper næsta varnarlínan? Hermálasérfræðingar i Lon- don eru að bollaleggja um það, hvort Budjenny muni reyna að verjast eitthvað fyrir vestan Dnieper-fljót. eða fara strax austur yfir fljótið, en það er víð- ast um 1500 metrar ó breidd og því afargott tíl varnar við það. Don-iðnaðarhéraðið er ckki í neinni liættu ennþá, en nú er því hættara við loftárásum en áður. Þjóðverjar kaupa skíði í Svíþjóð. Þess sjást nú æ fleiri sannan- ir, að Þjóðverjar búast ekki við þvi að þeir Ijúki Rússlandsstyrj- öldinni áður en veturinn skell- ur ó. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að búa til fimm millj- ónir vetrarfraklca úr skinni og auk þess berast þær fregnir frá Svíþjóð, að þar hafi verið pönt- uð 400.000 sldði handa þýzka liernum. Frá Los Angeles er farið tank- skip, sem er með fyrsta farminn af amerísku flugvélabenzíni til Vladivostok. Er skipið með um 10 milljónir lítra, en það nægir handa 6000 sprengjuflugvélum til þess að fljúga frá Moskva til Berlínar og lieim aftur. Churchill heim- sótti ísland á heimleiðinni, segir London. jþað hefir nú verið tilkynnt í London, að Churchill hafi komið við á Islandi á leiðinni heim frá Atlantshafs- ráðstefnunni og hafi hann annað amerískt og brezkt íið hér. Fréttamyndir, sem teknar voru af fundinum verða sýndar um allt Bretland í fyrsta skipti á morgun. Sést Roosevelt m. a. bjóða Churchill velkominn um borð í beitiskipið Augusta — þar sem viðræðurnar fóru fram — þá sjást þeir við guðsþjónustu um borð í Prince of Wales og auk þess sést fjöldi skipa af öllum stærðum umhverfis, en land- ið sést ógreinilega í fjarska. Diii'Iaii í París. Darlan aðmíráll kom til Par- ísar í morgun og mun hann ræða þar við de Brinon og helztu menn Þjóðverja. . .Lögregla Vichy-stjórnarinnar hefir nú hert á öllu eftírliti með þeim, sem andvígir eru allri samvinnu við Þjóðverja. Eru þar með farnar að koma í ljós afleiðingar af ræðu Pétains, er liann sagði, að nú yrði Frakkar að vinna með Þjóðverjum og þjóðin að endurfæðast. Gallup-stofnunin hefir látið fram fara atkvæðagreiðslu um það, livort menn telji Vichy- stjórnina styðja Þjóðverja eða Breta. 58% töldu hana styðja Þjóðverja en 4% Breta. Bretar lána Rússum a.m.k. 10 milljónir sterlingspunda Þelr (ilkyiina að þeir hafi gert með scr lerxlnnarsáttiiiála. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Ðússar og Bretar hafa gert með sér viðskiptasátt- mála. Var það tilkynnt samtímis í London og Moskva í gær, að þá um daginn hef ði verið undirritað- ur samningur um viðskiptamál í Moskva. Voru það þeir Sir Stafford Cripps og Mikojan verzlunarráðherra Sovét-ríkjanna, sem undirrituðu fyrir hvorn aðila. — Samningur þessi er um vöru- skipti, en vegna þess, að talið er að Rússar muni fá miklu meira af vörum frá Bretum, en þeir fá af Rússum, lána Bretar þeim 10 milljónir sterlingspunda til að greiða mismuninn. Lán þetta verður til fimm ára og greiða Rússar 3% vexti árlega. Þetta.lán er þó aðeins byrjun- in. Því að ef Rússar þurfa meira, er svo um samið, að þeir geti fengið það án þess að sérstak- lega verði um það samið pg verður það lán með sömu kjör- um og hið fyrra. Það, sem Rússar eiga aðallega að fó samkvæmt þessum samn- ingi er: Gúmmí, tin, ull, liúðir, jute, iðnaðarvörur o. s. frv. Bretar vilja hinsvegar fá plat- ínu, hamp, timbur, mangan og fleiri afurðir, sem Rússar hafa miklar birgðir af. Blöð í Bandaríkjunum segja, að þessi samningur sýni ljóslega, að Bretar treysti því, að Rússar mftni ekki láta bugast og því sé ætlunin með þessu, að gera þeim hægara um vik við að safna birgðum fyrir vorsóknina á næsta ári. Rooseveh ræðir við IInll og: þing'- leiðíogana. Roosevelt, forseti, kom til Washington í gærmorgun frá j Portland í Maine, þar sem hann I sté á land. Hafði hann strax ráðstefnu með Cordell Hull, ut- anríkisráðherra, og ræddust þeir við í 2 >/2 klukkustund. iHull sagði blaðamönnum, á eftir, að þeir liefði sagt hvor öðrum öll nýjustu tíðindi í heimsmálum. Það er álit manna, að þeir hafi einna helzt lalað um Austur-Asíu-mólin og afstöðu Frakka til Þjóðverja. I dag mun Roosevelt ræða við forvígismenn úr hópi þing- manna. Þá liafa þeir Beaverbrook og Ilary Hopkins fæðst við — að öllum líkinldum um flutning á hernaðarnauðsynjum, frá Bandar ík j unum. Ríkisstjórinn í heimsókn á Akureyri. Ríksstjórinn kom kl. 6 síð- degis til Akureyrar. ók hann beina leið upp til Menntaskól- ans, en þar hefir hann aðsetur meðan hann dvelur á Akureyr/. Fánar voru dregnir við hún víðsvegar í bænum og með- fram götum, sem ríkisstjórinn ák um. Hafði fólk safnazt sam- an á Ráðhústorginu og beið þar komu ríkisstjórans. í idag mun rikisstjórinn hafa boð hjá sér, en að öðru leyti er ekki vitað um fyrirætlanir hans. Móttökunefndina á Akureyri skipa þeir Steinn Steinsen bæj- arstjóri, Árni Jóhannsson for- setí bæjarstjórnar og Indriði Helgason bæjarfulltrúi. Á Akureyri er þessa dagana hvassviðri og kuldar, og hafa ó- þurkar verið þar nyrðra að und- anförnu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.