Vísir - 25.08.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1941, Blaðsíða 1
» Ritstjóri Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, mánudaginn 25. ágúst 1941. 193. tbl. Brezkar og: rn§§neskar sveitir halda iisn í Iroii. Stjórnin þar sinnti ekki um stjórna Sreta og EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það var tilkynnt samtímis í London, Moskva og Simla — stjórnarsetri Indlands að sumarlagi — í morgun, að hersveitir Rússa og Breta hefði farið yfir landa- mæri Irans og ætti þær að taka landið í sína vörzlu. Þess var ekki getið, hvar herir Bandamanna hefði farið yfir landamærin, né heldur um neina bardaga, en stjórn Irans hafði lýst yfir því fyrir helgina, að hún mundi ekki gefast upp heldur berj- ast, þótt við tífalt ofurefli væri að etja. — Molotoff, utanríkisráðherra Rússa og Sir Stafford Cripps, sendiherra Breta í Moskva, afhentu í morgun sendiherra Irans þar í borg tilkynningu um þetta. Er þar sagt að þetta sé gert til þess að koma í veg fyrir að Þjóðverjar nái völdum í landinu og skírskotað til samn- ings Rússlands og Irans frá 1921. Sá samningur var á þá leið, að rússneskum her væri leyfilegt að fara inn í landið, ef hætta væri á að það yrði gert að bækistöð þriðja ríkis. Það var skýrt tekið fram í orðsendingu Breta og Rússa, að hemáminu væri ekki beint gegn frelsi og sjálfstæði Irans, held- ur yrði Bandamenn að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gæti komið sér fyrir þar. Það hefir að undanförnu ver- ið mikið rætt um aðvaranir þær, sem Bretar og Rússar hafa sent stjóminni í Iran. Hefir mikill fjöldi Þjóðverja fengið að setjast að í landinu og hafa þeir komizt þar i mikilsverðar stöður. Var þetta áberandi fyrir nokkurum mánuðum, en að- gerðir urðu ekki aðkallandi fymi en eftir að Þjóðverjar réð- ust á Rússa, því að þá var mjög ákjósanlegt að nota Iran sem bækistöð fyrir árás á oliulinda- svæðið í Baku við Kaspíahaf. Stjórnir Rússlands og Bret- lands sendu þá Iran aðvörun um miðjan júli og kröfðust þess, að fækkað yrði tölu þeirra Þjóðverja, sem fengi að vera í landinu. Stjórnin í Iran sinnti þvi engu og ekki þvi heldur, er Bandamenn buðust til að bæta Iran upp það tjón, er landið biði við að missa sérfræðinga, með því að leggja því til aðra menn. Þ. 16. ágúst var stjórn Irans enn aðvöruð, en þegar það bar heldur ekld árangur, var á- kveðið að grípa til annarra ráða og var þá ber senaur inn i landið. Rún nenar fá slæn ntreið við Odessa. Finnar taka 12 þorp á Kyrjálaeiði. J herstjómartilkynningum Rússa er talað um bardaga á allri víglínunni, en harðasta hjá Kexholm, Smolensk og Dniepro- petrovsk, og er það í fyrsta skipti, sem talað er um að barizt sé um þá borg. Á Smolensk-svæðinu lieldur Konieff hershöfðingi sókninni áfram og hefir hann fengið heillaskeyti frá Timoshenko fyrir, hversu vel hún gengur. Hefir her Konieffs nú verið í sókn i þi'já daga og eyðilagt 130 skriðdreka fyrir Þjóðverjum siðasta sólarhringinn. Enn eru harðir bardagar suð- ur af Leningrad, en vÖrn Rússa er nú styi’kai’i en áður og segja þeir, að Þjóðvei’junx miði þar ekkert áfram. Seixda Rússar fram afar stóra skriðdi-eka, sem aka beint á skx’iðdx-eka, Þjóð- vei-ja til þess að stöðva þá. Frá Odessa segja Rússar, að þeir stráfelli þær rúmenslcu her- sveitix’, sem þar sé sendar fram. Þeir hafi alveg upprætt eina liei''dei]d -— þá fimmtándu — önnur hafi verið næstum upp- í’ætt og aðeins 800 komist und- an á flótta, og loks hafi mikið mannfall orðið í 5. og 7. her- deildunum, svo að þær geti nú ekki stai-fað framar sem sjálf- stæðar einingar. Það er ekki ætlun þýzka hers- ins, að knýja fram úrslit í bar- dögunum um Leningrad með sókn, sagði talsmaður herfor- ingjaráðsins þýzka í gæi’, held- ur vakir það fyrir lionum, að í’júfa allar samgönguæðar til borgarinnar, svo að þegar fer að sverfa að borgarhúum, verði gi’eiðfær leið. Þetta er í fyrsti skipti, sem á það er bent í Ber- lín, að ef til vill verði setið all- lengi um Leningrad. í Berlín er ekki lengur farið dult nxeð þá skoðun, að stríðinu í Rússlandi verði ekki lokið í liaust, skrifar Berlínar-frétta- ritari sænska hlaðsins „Svenska Aftonbladet“ 20. þ. m. í blað sitt. „Herstjói’nin í Bei’lín full- vissar fólkið um, að öllum þýð- ingarmiklum þáttum stríðsins verði lokið fyi’ir veturinn, en sum staðar verði að búast við vetrarhernaði og að framsóknin geti tafizt, þó ekki sé fyrr en við Úral-fjöll, þá a. m. k. þar.“ Fréttaritari við þýzkt blað segir: „Aldrei hefir okkur dreymt jafn fjarstæðukenndan di’aum og þann, að ætla sér að komast í liaust til Ural-fjall- anna.“ Stærsia og nýjasta flugvélaverksmiðja í Bandaríkjunum er eign 'Wriglxt flugfélagsins í Lockland í nánd við Cincinnati í Ohió-fylki. Verksmiðjan kos.taði 37 milljónir dollara, er 2.120.000 fet að flatarmáli og er stærsta einnar liæðar bygging i heixni. Ræða Churchill’s vakti heims- athygli. Hann sagði að það yrði að frelsa herteknu löndin og þau skyldu verða frelsuð. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Winston Churchill hélt ræðu sína klukkan 8 í gær, eins og boðað hafði verið. Stóð hún rúmlega 30 minútur og var útvarpað um allt brezka heimsveldið og Bandaríkin. Morgunblöðin í London komu út rétt eftir að ræðan hafði verið haldin og létu þau í ljós mikla ánægju yfir henni og einna helzt, yfir þeim kafla, þar sem hann sagði, að það yrði að stöðva Japani á ofbeldisbraut þeirra og að Bretar stæði við hlið Bandaríkjanna livað sem fyrir kæmi. Churchill hóf ræðu síua á því að segja, að það væri leyudai’- mál livar þeir hefði hitzt, en hann gæti þó sagt, að það hefði ver- ið einhvei’sstaðar á Atlantshafi. Skipin hefði legið í flóa einum, sem minnti liann á vesturströnd Skotlands. Þar hefði þeir setið á ráðstefnu i þi*já daga. Þegar Churcliill liafði lokið þessum inngangsorðum nxeð því að segja, að fundurinn hefði verið tákn mxx samheldni hinna enskumælandi þjóða og að þær ætluðu að sigra kúgunaröflin í heiminum, fór hann að tala um kúgun þjóðanna á meginlandi Evrópu, sem Þjóðverjar liefði hrotið á bak aftur. Spánn, Sviþjóð og Tyrkland gæti alltaf átt á hættu að eitt- lxvað þeiiTa yrði næst fyrir harð- inu á Þjóðvei’jum. Hitler liefði þann vana, að gera griðasátt- mála við ríkin, svo að þau verði i’óleg og óhult um sig, þangað til hann er tilbúinn að láta til skarar skríða. Svo hafði hann gefið skipun um að lierinn skyldi ráðast á Rússland, en þá hefði hann komizt að því, að þetta liefði ekki verið eins auðvelt og ann- að. Hánn hefði komizt að því, að f jöldamoi’ð borguðu sig ekki. Þá sagði Churchill áð það væri þó ekki aðeins Evrópa, sem lirjáð væri af styi-jöld, því að í Kína hefði nú verið barizt á fimmta ár og nú hefði Japanir tekið Indó-Kína af Vichy-stjórn- inni. Churchill kom nú aftur að mótinu á Atlantshafi. Þeir Roosevelt hefði viljað láta þjóð- irnar vita hvað Bretar og Bandaríkin vildu og þar með glæða vonir þeix-ra. En það væri mikill munur á hugsunarhætti þeirra nú og í lok síðustu heimsstyrjaldax’. Þær ætluðu sér að gera ráðstafanir til að ofbeldisþjóðirnar gæti ekki framið ofbeldi fi’amar, þær yrðu afvopnaðar, en hinsvegar ætluðu Bretar og Bandarikin að lxafa sterkar varnir. Það væri heldur ekki ætlunin, að eyðileggja verzlun þjóðanna, því að með þvi væri heiminum enginn greiði ger. Enskumælandi þjóðir vildu gefa þeinx nxilljónum von um beti’i framtið — hjartan dag eftir hina löngu og dinxmu nótt —■ senx nú bei’ðist fyrir frelsi sínu, eða vari brotnar á hak af tur. Hitler og Mússólíni í-eyndu með bliðmælum að fá hinar herteknu þjóðir til að starfa með sér að nýskipun Evrópu. En i hverju væi’i sú nýskipun fólgin? Hún væx-i fólgin i því, að ein þjóð drottnaði yfir öllum öðrum, járnstjórn Pníssa yrði ríkjandi, fangahúðii’nar yrði í algleymingi o. s. frv. Það verður að frelsa löndin og það skal vei’ða gert. Hversu nærri eru Bandaríkin því að fara í strið? Einn maður veit það. Það er ekki vegna þess að Hitler vantar átyllu, að hann hefir ekki sagt þeim strið á hendur. Hann hefir myrt mai’g- ar þjóðir fyrir minna, en Banda- ríkin hafa gert. En það er nefnilega venja hans að taka eina í einu. Ef Skandinavar hefðu viljað sanx- vinnu við Breta strax eftir að styrjöldin hófst, hefði gangur stríðsins getað orðið annar. Balkanþjóðii-nar hefðu líka get- að skipað sér við hlið okkar, en það var gi-afið undan þeim hverri á fætur annari. Hversvegna x-æðst Hitler nú á Rússland? Til þess að geta svo snúizt af öllu afli gegn Bi-etlandi og ef honxxrn tekst að sigra það, þá kemur röðin að Vestui’heimi. Þá vei’ður gerður upp hinn langi reikningur við Bandaríkin og yfir leitt öll lönd Vestui’álfu. Churchill minntist litillega á ísland áður en liann lauk ræðu sinni íueð því að lýsa þeirri sannfæi’ingu sinni, að ef allir gerðu skyldu sína, þá nxundi sigurinn vinnast. lier- Samninga- neínd Islands er nú í Wash- ington. P*rá Washington ber- * ast þær fregnir, að viðskiptasamninganefnd- in íslenzka sé þangað komin. Á laugardag gekk nefndin á fund Sumner Welles, aðstoðarutan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna. Búa nefndarmenn í einu af gistihúsum borg- arinnar og mun verðaþar í nokkura daga, að því er segir í fregnum þaðan. Blaðamenn höfðu við- tal við þá, og sagði sá, er hafði orð fyrir nefdinni, að þeir mundu ræða um viðskipti og f jármál. Létu þeir 1 ljós ánægju yfir góðum viðtökum utan- ríkisráðuneytisins. Þá hefir Hull, utanríkisráð- herra, tilkynnt, að fljdja megi -til Islands hvaða vörur sem er, jafnt þær, sem útflutn- ingsleyfi þarf fyrir og aðrar. Er þetta afar . mikilsvert fyrir okkur íslendinga. IRAN SÍÐARI FRÉTTIR: Það hefir verið tilkynnt, að Sir Archibald Wavell, yfirhershöfðingi Breta í Indlandi, stjórni aðgerðum brezka hersins, en ekkert hefir frétzt um mótspyrnu af hálfu Iranmanna. IJer Breta hefir farið inn í land- ið að sunnan — frá Balu- chistan eða Irak. Flotadeild er í Persaflóa undir stjórn Sir Jeffrey Arbuthnot og er hún til aðstoðar. Her Rússa hefir farið yf- ir landamærin í Kákasus. — l tilkynna Þjóðvertar. J hei’stjóinartilkynningu Þjóð- vei’ja i morgun er það helzt að frétta, að kafbátar og ofan- sjávarskip hafa sökkt úr skipa- lest 21 skipi, og voru þau sam- tals 148.200 smál. að stærð. Þá liefir líka verið sökkt ein- um tundurspilli af Afridi-flokld og tveim minni herskipum,. Svenska Daghladet segir fi*á því, að af þeim 80 oliuflutn- ingaskipum, sem Bandarikin létxx Bretxxm í té í vor, sé þegar bxxð að sökkva 40.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.