Vísir


Vísir - 09.09.1941, Qupperneq 1

Vísir - 09.09.1941, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 9. september 1941. 205. tbl. II is r hrekja átta þýzk herfylki á flotta ---eftir 36 daga ornstnr. Þjóðverjar segja Leningrad um- lukta. Húsnæðismálin ir 0 i 1 EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregn í gær um mikinn sigur Rússa á miðvíg- stöðvunum vakti engu minni athygli, ef ekki meiri en fregnir Þjóðverja og Finna, þar sem því er haldið fram, að Leningrad sé nú umlukt. Sigur- fregnir beggja styrjaldaraðila frá í gær voru sem hér segir: 1) Finnar sögðust vera komnir að.ánni Svir milli Ladoga- vatns og Onegavatns, eða að skipaskurðinum mikla milli Kyrj- álabotns og Hvítahafs. Eru þeir þarná um 250 kílómetra frá Leningrad. 2) Þjóðverjar tilkynntu síðdegis í gær, að hersveitir þeirra væri komnar að ánni Neva og að þær hefði tekið bæinn Schlxiss- elburg með áhlaupi. Bær þessi er um 40 kílómetra frá Leningrad. 3) Á miðvígstöðvunum hafa Rússar tekið bæinn Elnya um 80 kílómetra suðaustur af Smolensk að afstöðnum 26 daga hörðum bardögum. Rússar segjast hafa hrakið þarna á flótta 8 þýzk herfylki eða upp undir 160.000 manna her og tekið ó- bemju herfang. Ríkisráðsfundur var haldinn í gærmorgun og voru þar sam- þykkt bráðabirgðalög um hús- næðismálin samkvæmt tillögu félagsmálaráðherra. Lögin gilda fyrir Reykjavík og aðra staði á landinu. Aðal- atriði þeirra er, að leigusala er óheimilt að segja upp ibúðar- húsnæði, nema lionum sé þess brýn þörf til eigin íbúðar að dómi húsaleigunefndar. Þær uppsagnir, sem ekki hafa kom- ið til framkvæmda skulu ó- gildar, nema húseigandi sanni fyrir húsaleigunefnd að hann sé húsnæðislaus. Þá er húseigendum óheimilt að leigja öðrum en heimilsföst- um innanhéraðsmönnum ibúð- arhúsnaeði. Flugvélatjónið. Síðastliðinn laugardag skutu Rússar niður fyrir Þjóðverjum eða eyðilögðu á annan hátt 62 flugvélar, en misstu 33 sjálfir. Flugvélatjón Þjóðverja á Len- ingrad-vígstöðvunum, og að baki þeirra, hefir verið rnjög mikið í seinni tíð. Loftárásir á Bukarest. Frá því var sagt i ítölskum fregnum i gærkveldi eftir fregn- um frá Bukarest, að Rússar hefði gert þrjár loftárásir á borgina í fyrrinótt, og var getið um tjón i einni. Vamarveggir úr stáli. I rússneskum, fregnum segir, að Rússar hafi varnarvegg úr stáli kringum Odessa, Kiev og Leningrad, og um Leningrad segja þeir, að þessi borg hafi aldrei fallið, og skuli aldrei falla. FRÉTTIR í STUTTU MÁLI • 1 útvarpinu í Teheran er því harðlega neitað, að herinn í ír- an hafi gert byltingu. ítalir höfðu birt fregnir í þessa átt. — Þingið i Iran kemur saman í dag til þess að taka ákvörðun um kröfu Breta og Rússa, að sendisveitarskrifstofum Þjóð- verja, ítala og fylgismanna þeirra verði lokað, og allir Þjóð- verjar og Italir, sem þar eru, framseldir. Amerísku skipi hefir verið sökkt í sprengjuárás á Rauða- hafi. Manntjón varð ekki. Brezkur kafbátur hefir sökkt ítölsku oliuflutningaskipi á Eyjahafi. Japanir ætla að senda nýjan sendiherra til London í stað Shigemitsu. Berlin. Feikna gremja í þýzkum blöðum. Ógurleg gremja kemur fram í þýzkum blöðum yfir loftárás- inni miklu á Berlín í fyrrinólt, og er hótað hefndum. Mörg brezk blöð víkja að því, að nú, er Þjóðverjar eru farnir að finna smjörþefinn af því hvernig það er að verða fyrir því, sem Lund- únabúar urðu að þola í fyrra- haust, beri þeir sig illa og tali um andstyggilegar áriásir, grinnnd og villimennsku. — Það er kunnugt, að feikna tjón varð í árásinni og komu upp stórkostlegir eldar í miðhluta borgarinnar. Alls misstu Bretar tuttugu sprengjuflugvélar í fyrrinótt, meðal annars tvö fljúgandi virki, en það er tekið fram í London, að með tilliti til þess, að hundruð flugvéla tóku þátt í árásinni og miðað við árangur, sé ekki um ýkja mikið tjón að ræða. Þýzkar flugvélar skutu niður 4 næturflugvélar. Árás á Vestur-Þýzkaland í nótt. I morgun var tilkynnt, að brezkar sprengjuflugvélar hefði gert árás á Vestur-Þýzkaland í nótt sem leið. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, hélt fyrstu kvöldskemmtun sína í Oddfellowhúsinu á laugardag s.l. Fundinn setti Lúðvík H'jálmtýssou með stuttu ávarpi. Síðan töluðu þeir Jóhann Hafstein, form. Heim- dallar og Ragnar Jónsson frá Hellu. Lárus Pálsson leikari las upp úr kvæðum Tóntasar Guðmundssonar og æfintýrum H. C. Andersens. Var honum tekið mætavel. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Síðasta sumarleyfisíör F erðaf élagsins. Ferðafélag íslands efndi laug- ardaginn 30. ágúst til 5—6 daga ferðar austur á Fjallabaksveg hinn s.vðri, þaðan um Emstrur og Þórsmörk til byggða. Vísir liafði tal af íararstjóran- um, Kristjáni Ó. Skagfjörð, og sagði hann að ferðin hefði í alla staði gengið að óskum, veður var prýðilegt og náttúrufegurðin framúrskarandi. Þátttakendur voru 6. Farið var í bifreið að Stórólfshvoli, en þaðan á hestum upp Hvolhrepp og tjaldað í svokölluðum Lambadal, skammt fyrir ofan efstu byggð. Næsta dag var haldið inn i Hvanngil á Fjalla- baksvegi. Þriðja daginn var far- ið suður Emstrur og varð að fara með hestana á jökli fyrir ofan upptök Syðri Emstraár vegna vatnavaxta. Var hálf stirt að komast á og af jöklinum, en gekk þó slysalaust. Þar sem Emstraáin syðri og Markarfljót falla saman mynd- ast óhemju hrikaleg og djúp gljúfur, sem ferðalangai-nir skoðuðu. Þessa nótt var gist skammt fyrir neðan Emstraána í efstu grösum. Daginn eftir var lialdið á Þórsmörk og gist þar. Af Þórs- mörk héldu fjórir ferðalang- anna upp Heljarkamb á Goða- landi, upp á Fimmvörðuháls og l)aðan niður að Skógum undir EyjafjöIIum. Tveir ferðamenn- irnir fóru auk fylgdarmannsins niður yfir Markarfljóts og Þver- áraura niður í Fljótshlíð. Er þetta í fyrsta skipti sem Ferðafélag Islands efnir til far- ar um Emstrur, og þó það sé e. t. v. nokkuð amsturssamt að komast þessa leið, borgar hún sig samt, því náttúrufegurþin er fögur og voldug, og er vonandi að Ferðafélagið haldi þeim ferð- um áfram í framtiðinni. Þetta var síðasta sumarleyf- isferð Ferðafélagsins á þessu Kanadiskt og norskt her- lið sett i landá Svaibarða Norskar íjölskyldur fluttar á brott. Það var tilkynnt í London á miðnætti síðastliðnu, að bandamenn hefði sett herlið á land á Spitzbergen. I liði þessu voru Norðmenn, Kanadamenn og Bretar. Norsk- ar f jölskyldur voru fluttar á brott. TILKYNNING. Frá skrifstofu yfirforingja Bandaríkjahersins á íslandi. 8. sept. 1941. Yfirforingi Bandaríkjahersins á íslandi gefur til kynna, að hinir fjórir Bandaríkjahermenn sem ákærðir eru um nauðgun íslenzkrar konu, voru leiddir fvrir herrétt kl. 9 f. h. í dag, 8. september 1941, — Mál Private R. N. Ross verður fyrst tekið fyrir. Umræðurnar um brezka Kl. 2 í gær hófst fundur smáútvegsmanna og sjómanna í Kaupþingssalnum. Til fundarins hafði boðað nefnd sú, sem kosin hafði verið á fyrra fundi, sem haldinn var um miðj- an ágústmánuð. Á fundinum var mikill fjöldi sjómanna og útvegsmanna héð- an úr Reykjavík, Akranesi, verstöðvum á Suðurnesjum og fulltrúar frá Vestmannaeyjum. Auk þess var atvinnumálaráð- herra og formaður Viðskiptanefndar og tveir meðlimir liennar Markmiðið með að setja lið á land er að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar geti hagnýtt sér kolanámurnar þarna. Meðal Norðmanna á Spitzbergen voru margir, sem vildu komast í her frjálsra Norðiiianna í Bretlandi eða á kaupskipaflota Norð- manna. Fjölskyldur þessara manna voru fluttar með til Bretlands, til þess að hindra, að Þjóðverjai; hefni sin á þeiin. Engir Quislingar voru á Spitzbergen. Fólkið lét heldur vel yfir sér. Þjóðverjar hafa látið sig það og liag þess litlu skipta. Það hafði ekki liðið neinn skort, en hafði orðið að nota mikið dósamat í seinni tíð. í fregnum frá London í morgun segir, að það hafi verið Kanadamenn, sem haft hafi stjórn á hendi í leiðangrinum. Ey mikið um þetta rætt í brezk- um og kanadiskum blöðum. Putthvað af fólki mun vera eftir á Svalbai’ða, að minnsta kosti er ekki getið um, að rúss- neskir námumenn, sem þarna eru, hafi verið fluttir á brott. Rússar og Norðmenn á Sval- barða tóku hersveitum banda- manna mjög vel. Kafbátur gefst upp fyrir landflugvél. I gær var skýrt frá því í Lon- don, að Hudson flugvél liefði gert árás á þýzkan kafbát með þeim árangri, að kafbáturimt varð að gefast upp. Hudsonflug- vélin varpaði sprengjum á kaf- bátinn, sem laskaðist og kom upp á yfirborðið. Sjór var mik- ill. Hudsonflugvélin var að verki í 4 klst. en þar næst Cata- liaflughátur í 10 klst., en þá komu herskip til skjalanna, og er veður lægði drógu þau kaf- bátinn til hafnar. — Þetta er í fyrsta skipti sem kafbátur gefst upp fyrir landflugvél. aðrir. * Eins og lesendum Vísis mun kunnugt, var boðað til þessa fundar til þess að fá ýmsar skýr- ingar á fisksölusamningnum. Hófst fundurinn á því, að Arnór Guðmundsson skrifstofu- stjóri, skýrði frá störfum nefnd- ar þeirrar, sem kosin Iiafði verið á fundi þeim, er ofar getur, en hann var einn meðlima hennar. Siðan las liann texta samnings- ins við Breta, en að því búnu tók Ólafur Thors, atvinnumála- ráðherra til rnáls. Hann las fyrst upp spurning- ar, sem nefndin hafði lagt fyrir viðskiptanefndina, varðandi s^amninginn, og svör við þeim, en siðan skýrði liann frá að- draganda samningsins og samn- ingaumleitunum. Urðu síðan allsnarpar um- ræður um samninginn, kosti lians og galla. Kom yfirleitt fram allmikil óánægja með samninginn í ræðum útvegs- manna, og þá sérstaklega fram- kvæmd lians til þessa. Tóku margir til máls. Af liálfu viðskiptanefndarinnar töl- uðu formaður nefndarinnar, Magnús Sigurðsson, banka- stjóri, Jón Árnason, fram- kvæmdarstjóri og Haraldur Guðmundsson framkvæmdar- stjóri, en af liálfu útvegsmanna og sjómanna Finnbogi Guð- mundsson, Keflavík, Pétur Eggerz Stefánsson, Vestmanna- eyjum, GuðlaugurBrynjólfsson, Vestmannaeyjum, Jóliann Þ. Jósefsson, alþingismaður og fl. Fundarstjóri var Ólafur B. Björnsson, Akranesi. Waltci'ikepiHiin. Úrslitin i 2. flokki. Fyrsti leikur Walterskeppm innar fór fram á sunnu- dag, milli Fram og K. R. Lauk þeim leik með sigri K. R. — 2:1 — og er Fram þar með úr keppninni. Fram lék undan vindi fyrra hálfleik og liéldu Framarar uppi sókn allan þann' hálfleik. Siðari hálfleikurinn ar mjög jafn og tókst Fram að skora í þeim hálfleik, en Ií. R.-ingar jöfnuðu það fljótlega og ráku svo smiðshöggið á. Leikurinn var mjög skemmti- legur. Næsti leikur fer fram á sunnudag. • Urslitaleikurinn í 2. flokki fer fram í kveld milli K. R. og Vals og hefst kl. 7 stundvíslega. Á fimmtudag keppa þessi félög, en vegna þess að leiknum lauk með jafntefli — 3:3 — verða þau að keppa aftur. Rússar sprengja hverja hrú í loft upp, er þeir þurfa að lialda undan, til þess að tefja fram- sókn Þjóðverja. En sé fljótin ekki þvi breiðari tekst Þjóðverjum jafnan að komast fljótlega yfir, enda eru flestir sammála um, að verkfræðingadeildir liafi afargóðum tækjum yfir að ráða. — Hér sést verkfræðingadeildin ferja bil yfir fljót, sem Rússar hafa eyðilagt brýrnar á. — sumri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.