Vísir - 17.09.1941, Blaðsíða 1

Vísir - 17.09.1941, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: ' Félagsprentsmiðjan (3. hæð). f Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 17. september 1941. 212. tbl. Sóknin til Krímskagans Siafin - - Kiev bráðlega miðcftepill eiuan^raðs svæðis? Bardagarnir við harðari en nokkru sinni. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Igær bárust fregnir um, að hersveitir Rundstedts herforingja hefði ruðst yfir neðri Dniepr á nokkurum stöðum og að þær sækti fram á breiðu svæði. Jafnframt er sókninni haldið áfram frá Kremenchug. Er nú svo komið, þrátt fyrir harða og þrá- lega vörn Rússa, að 1.) Þjóðverjum hefir tekizt að hefja sókn til Krím- skagans. 2.) Líkijr eru til að sókn þeirra til Charkov heppnist, en þar er mikið iðnaðarsvæði — og 3.) að Kiev sé að verða miðdepill einangraðs svæðis, þ. e. ef hersveitir Þjóðverja.að norðan og sunnan- verðu frá geta sameinast fyrir austan Kiev. Hinsvegar er þess aS geta, að ekki er enn víst að þessi áform Þjóðverja heppnist, og leggja verður áherzlu á, að höfuðvirkin, sem um hefir verið barizt að undanförnu standa enn. Murmansk norður við Hvítahaf, Leningrad við Kirjálabotn, Kiev* höfuð- borg Ukrainu, og Odessa við Svartahaf. Fall þessara borga, einn- ar eða fleiri, yrði Rússum hnekkir — einkanlega siðferðilegur, og óvinum þeirra uppörvun að sama skapi, en mönnum ber sam- an um, að baráttukjarkur Rússa muni ekki lamast, þótt þeir missi fyrrnefndar borgir. Brezkir hermiálasérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að þótt ekki verði úr því dregið hversu alvarlegar horfurnar eru fyrir Hússum nú, þá séu þær ekki síður alvarlegar fyrir Þjóðverja, vegna manntjóns þeirra og hergagnataps og að allar líkur eru til, að þeir komist elcki hjá vetrarhernaði i Rússlandi, jafnvel þótt þeim takist að vinna mikla sigra fyrir fyrstu snjóa, og þótt snjórinn kannske stöðvi Þjóðverja ekki, þá er víst að rússneski veturinn mun skapa Þjóðverjum óhemju erfiðleika. Við Murmansk er sókninni haldið áfram af kappi. I sein- ustu fregnum frá Rússlandi er þvi enn haldið fram, að járn- brautarsamband sé milli Lenin- grad og Moskva. Frá Leningradvígstöðvunum var það helzt að frétta i nótt, að Þjóðverjar segjast hafa tekið Tsarkoje Tselo, sem er 15 míl- ur enskar frá borginni sjálfri og hafa ruðst inn í, varnarbelti borgarinnar á nokkrum stöð- mn, þar sem úir og grúir af steyptum virkjum, skotgröfum, skriðdrekagryfjum, haglega földum fallbyssustæðum o. s. frv. Rússar segjast hafa gert mörg gagnáhlaup og ruðst yfir Nevafljót og tekið aftur nokkr- ar eyjar, sejn Þjóðverjar voru búnir að ná. I bardögunum að undanförnu segja Rússar, að 3 þýzk herfylki hafi goldið mikið afhroð. Rússar segja, að þeir muni verja Leningrad hvað sem þeir verði í sölurnar að leggja. Þeir endurtaka, að Þjóðverjar skuli aldrei taka borgina. Og liið sama ítreka íbúar Kiev fyrir sitt leyti, en frá því var sagt í rússneskum fregnum í gær, að 30.000 þýzkir liermenn liefði fallið í valinn fyrir vestan Kiev, og væri þar nóg rúm til þess að grafa miklu fleiri þýzka hermenn. Þjóðverjar liafa gert miklar steypiárásir á Kiev og Lenin- grad. Það vekur mikla athygli, að í Búkarest hefir því verið neitað opinberlega, að sumir lcunnustu herforingjar landsins liafi neit- að að halda áfram styrjöldinni vegna hins ógurlega manntjóns Rúmena. Landstjóri sá, sem Rúmenar settu yfir Bukovina, annað hér- að það, sem þeir hafa náð aftur frá Rússum, hefir verið myrtur. Á miðvígstöðvunum hefir geis- að ógurleg skriðdrekaorusta í 10 daga. Um 200 sprengjuílug- vélar gerðu árásir á Þýzkaland í fyrrinótt Árásir á Rínarhéruðin í nótt. í fyrrinótt gerðu yfir 200 sprengjuflugvélar miklar árásir á borgir í Norðvestur-Þýzka- landi, og er opinberlega tilkynnt í London, að yfir 200 sprengju- flugvélar hafi tekið þátt i á- rásunum. Harðastar árásir voru gerðar á Hamborg, og komu þar upp mildir eldar, en einnig var varpað sprengjum á Wlilielms- haven, Cuxhaven og Bremen. Brezkar orustuflugvélar voru einnig á ferðinni í 1‘yrrinótt og voru gerðar árásir á flugstöðv- ar í Frakklandi. Níu sprengjuflugvélar voru skotnar niður fyrir Bretum þessa nótt. í nótt sem leið voru brezk- ar sprengjuflugvélar á ferð- inni yfir Rínarhéruðum, og segja Þjóðverjar í útvarpi sínu, að þar hafi orðið mik- ið manntjón. I brezkum fregnum er nú leidd athygli að því, að vegna loft- hernaðarins á austurvígstöðv- unum geti Þjóðverjar ekki hald- ið uppi öflugri loftsókn á Bret- land og hafi aðeins verið um að ræða árásir í smáum stil á Bret- land frá þvi innrásin í Rússland Iiófst. Mörg þúsund liermenn frá Nýja-Sjálandi berjast nú fyrir frelsi Bretlands. frá Nýja-Sjálandi vera á leið til herstöðvanna. — Stjórnin í Panama mótmælir árás- inni á Montana. London í morgun. Fregn frá Panama City herm- ir, að stjórnin i Panama hafi falið sendiherra sínum í Berlín að mótmæla kafhátsárásinni á flutningaskipið Montana, sem söklct var á leiðinni milli Bandaríkjanna og íslands. Enn- fremur á sendiherrann að móí- mæla árásinni á Sessu, og verð- ur krafist fullra hóta fyrir hæði skipin. Nýr yfirmaðnr ameriska hersins á Islandi keminn til laadsins. Hátíðlega móttaka á hafnarbakkanum. Laust fyrir liádegi var uppi fótur og fit i nánd við höfnina, beið þar hrezkur lúðraflokkur, og hugðu menn, að eittlivað mikið stæði til, og var á kreiki orðrómur um, að hertoginn af Kent væri að koma, en ekkert gerðist, og þóttust þeih sem bezt vita liafa eitthvert veður af, að eitthvað myndi standa til í dag fyrst ekki varð af neinu í gær. Safnaðist og allmikiil mannfjöldi saman við Hafnar- húsið og þar í grend árdegis i dag og þar beið brezkur lúðra- flokkur og hermannaflokkur sem sýnilega átti að standa heið- ursvörð, sennilega við komu einhvers stórmennis. Voru her- mennirnir „upppúsaðir“ og með brugðna byssustingi. Margt var yfirmanna þarna erlendir og innlendir hlaðamenn, ljósmynd- arar o. s. frv. Varð það nú kunn- ugt, að það var herforingi frá Bandaríkjunum, sem fagna átti. Ilerforingi þessi er Bonesteel major-general. Steig liann á land ásamt foringjum sínum um klukkan hálf ellefu gekk hann og foringjar hans og brezkir herforingjar milli raða heiðurs- varðarins, svo sem venja er til við slik tækifæri, kannaði liðið, en meðan lék hin brezka lúðra- sveit. Að liðskönmminni lokinni gengu flokkarnir, lúðraflokkur- inn og varðliðsflokkurinn, á brott fylktu liði, við dynjandi lúðramúsik, fram hjá herfor- ingjunum, en að þessari athöfn lokinni óku herforingjarnir á brott. Yfirmaður ameriska hersins á íslandi hefir til þessa verið Mar- ston herforingi, yfirmaður sjó- liðaherfylkisins sem hér er (American Marines). Að því er Vísir hefir fregnað verður hann áfram hér á landi sem yfirmað- ur sjóliða sinna. Bonesteel er maður frekar grannvaxinn, einbeittur á svip, skarplegur og hvatlegur. Norðurför blaðamannanna. Blönduósi i morgun. Brezku blaðamennirnir fóru frá Blönduósi kl. 8 í morgun og fara heim um Ilvalfjörð, eftir sex daga ferð. Dvöl þeirra er þó engan veginn lokið, því líklega verða þeir 10 til 14 daga ennþá og ferðast víðar, fyrst lil Akra- ness, annað kvöld. Blaðamenn- irnir fjórir, sem fóru norður og fararstjórinn, capt. Alford, liafa allir látið í’ljós aðdáun yfir feg- urð landsins og litauðgi. En blaðamennirnir eiga fyrst og fremst að kynnast setuliðinu, aðhúnaði þess og samhúð við landsmenn, og það situr í fyrir- rúmi, vegna rúmleysis i blöð- um, sem nú eru fimm sinnum minni en áður. Segjast þeir þó ekki komist hjá að lýsa land- inu að nokkru, svo sem hægt er. Sigurður Sigurðsson og Ólaf- ur Geirsson berklalæknar hafa verið á Húsavik í rúma viku og gegnumlýst fólk og skoðað végna berklaveiki, eins og gert liefir verið áður annarsstaðar á landinu. Ilafa þeir þegar skoð- að mörg hundruð manns á Húsavik og nágrenni. Skoðun á að ljúka fyrir skóla- byrjun i haust. Miklar umbætur hafa verið AFTÖKUR 1 SERRÍU. BÆNDUR DÆMDIR TIL LÍFLÁTS. London i morgun. Þýzka fréttastofan birtir fregn um það frá Budapest, að herréttur í Sarajevo hafi dæmt til dauða 11 serbneska bændur og voru tíu þeirra teknir af lífi sainstundis. Bændum þessum var gefið að sök, að hafa unnið skemmdarverk og að liafa ráð- ist á þýzka hermenn. Myndin sýnir lierlið MIKIL QREMJA YFIR LOFT- ÁRÁSINNI Á KAIRO. Brezk blöð krefjast Ioftárásar á Rómaborg. London i morgun. Fregn frá Kairo hermir, að egipska stjórnin hafi ákveðið að bera fram mótmæli í Berlín og Rómaborg út af seinustu ioftárásinni á Kairo, sem var hin skæðasta til þessa, en í henni biðu 39 menn bana en 93 særð- ust. í ritstjórnargreinum í brezk- um blöðum hefir ekki verið mikið á árásina minnst, en fregnirnar eru birtar undir stór- um fyrirsögnum og sum blöð- in krefjast þess, að loftárásir verði gerðar á Rómaborg i hefndarskyni. Öll blöðin leiðaat- hygli að aðvörun Churchills, að loftárásir skyldi gerðar á Róma- borg ef sprengjum yrði varpað á Aþenuborg og Kairo. gerðar á vegum vestan og aust- an Akureyrar. Unnið hefir verið að breikkun vegar norður Eyja- fjörð að vestan, til Hörgárdals, á að a. m. k. 10 km. svæði. Alls- staðar í Hörgárdal hafa verið gerð útskot á vegum, til að bíl- ar geti mæst. Unnið er að lagn- ingu vegar i Ljósavalnsskarði vestanverðu, einnig í Vatns- skarði og á Öxnadalsheiði. — Framkvæmdum miðar vel á- fram. — Hersteinn. Brezkar hersveitir eru nú fyrir utan Teheran og fara inn i borgina i dag. Tilkynnt er, að hersveitir hafi verið sendar þangað, vegna vanefnda á lof- orðum að framselja Þjóðverja. • Sýrlenska stjórnin liefir beð- ist lausnar um leið og Catroux herforingi tilkynnti fyrir hönd bandamanna, að sýrlenska lýð- veldið yi-ði endurreist. Er nú verið að mynda nýja stórn. • De Gaulle er kominn til Lon- don eftir 5 mránaða ferðalög um lönd frjálsra Frakka. • Þjóðverjar skutu af hinum langdrægu fallbyssum sinum í gær á skipalest á Doversundi. EkiS á rafmagnsstaur. 1 gær ók brezk herbifreið á raf- magnsstaur hjá Lauagveg 147 og braut hann. Næturlæknir. Björgvin Finnsson, Laufásveg 11, sími 2415. Næturvörður í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Operettan Nitouche verður sýnd annað kvöld kl. 8 og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag, en frá kl. 4—5 verður ekki svarað í síma. Er þetta fyrirboði ? Blaðið „France“, málgagn frjálsra Frakka, gefið út i Lond- on, segir frá mjög einkennilegri tilviljun undir fyrirsögninni „Er þetta fyrirboði?“ og birtir eft- irfarandi skýrslu til skýringar. Ef maður leggur saman tölurn- ar, sem gefa til kynna fæðingar- ár Mussolinis, Hitlers, Stalins, Roosevelts og Churchills, árið, sem þeir komust til valda, hvað mörg ár þeir hafa verið við völd og aldur þeirra, fær maður sömu útkomu, og sé þeirri tölu deilt með 2, kemur út ártalið, sem nú er: Mussolini. Stalin. Iiitler. Roosevelt. Churchill. Fæðingarár 1883 1879 1889 1882 1873 Komst til valda 1922 Hvað mörg ár 1924 1933 1933 * 1940 við völd 19 17 8 8 1 Aldur 58 62 52 59 68 3882 3882 3882 3882 3882 Deilið töluna 3882 með 2 og Blaðið „France* bætir við: útkoman verður 1941, árið, sem „Hver maður er sjálfráður, nú er að liða. livaða ályktun hann dregur af þessu.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.