Vísir - 17.09.1941, Blaðsíða 4

Vísir - 17.09.1941, Blaðsíða 4
VlSIR ■ Gamla Bíó | lErsladrisiB (Paris Hoeeymoon). Amerísk gamanmynd. Bing Crosby Franciska Gaal Akim Tamiroff. Sýnd kL 7 og 9. ARIADNE Þessi spurnitig reitti Piansome til reiði. Hann var ekki í vafa um, að Strickland vissi alít um Ariadne. Blóðið hljóp fram, i kinnar hans, en enn tókst hon- >um að stilla sig. „Hlýðið á mig, án þess að .grípa fram í fyrir mér. Ariadne sagði ekkert uin hvert hún ætl- aði. Hún sagðist aðeins verða að heiman nokkra daga, sagði aðeins að hún myndi skrifa, og að enginn þyrfti neitt að óttast. Svo ók hún á brott ein.“ Ariadne hafði þá ákveðið fyr- irfram að fara að heiman. Þess vegna hafði hún hringt. Hún hafði telcið ákvörðun sína skyn*dilega. Gert áætlun — en hafði hún framkvæmt liana. Eða höfðu þau Corinne og Archie Clutter bruggað einhver ráð í liúsinu í South Audley göt- unni? Strickland gat ekki varist þeirri hugsun, að Corinne og Archie Clutter hefði- dottið í liug að lokka Ariadne á brott í þvi augnamiði að gera liana að féþúfu? Corinne mundi að vísu ekki gera slíkt nema til neydd —- en hafði Clutter hana ekki á valdi sinu? Yar heimskulegt að láta sér detta þetta í lidg — f jarri öllum sanni? En slíkir hlutir voru að gerast, að meuti gátu látið sér dettæsitt af hverju í hug. Nokk- ur andartök var Strickland svo niður sokkinn i hugsanir sínar, að liann veitti ekki Ransome neina athygli. En þann var bú- inn að spyrja hvað eftir annað? „Hvar er Ariadne?“ Og nú fyrst skildist Strick- land hvers vegna'Ransome hafði komið til lians svo snemma morguns. „Þér kennið mér um hvarf Ariadne,“ sagði hann kuldalega. „Eg tel mér það til inntekta, að ... .“ „Eg vil enga útúrsnúninga,“ sagði Ransome æfur. „Og eg hirði elckert um hvað þér hugsið eða segið. Og mér leiðist nöldur yðar.“ Hann stóð upp og færði sig úr frakkanum. Ransome varð al- veg forviða, er hann sá, að liann var samkvæmisklæddur. „Hamingjan góða,“ sagði hann undrandi. En kjólfötin litu elcki sem snju'lilegast út og Ransome sagði: „Nú, þér hafið kannske verið að leita að henni, þrátt fyrir allt.“ Andartak þagnaði hann og hætti svo við: „Mér datt aldrei annað í liug, en að þið — “ En svo þagnaði hann aftur. „Frá því er þér komuð aftur til Englands liefir allt af verið við erfiðleika að striða,“ sagði hann, „eg held því ekki fram, að þér hafið reynt að gera mér erfitt fyrir af ásettu ráði, nei, .... þá hefði eg farið öðru vísi að — og þá hefði kannske allt verið mér auðveldara. Nei, þér forðuðust að ganga beint í veg fyrir mig. — En þér voruð allt af í vegi fyrir mér — allt af í vegi fyrir mér, hvar sem eg fór.“ „Eg geri ráð fyrir, að eg megi fara þar um sem mér sýnist,“ sagði Strickland rólega. „Eg greiði skatt samvizkusam- lega — “ „Reynið ekki að vera fynd- inn,“ sagði Ransome önuglega, „það sem eg á við er það, að þér voruð allt af einhversstaðar ná- lægur, þar sem Ariadne var, eins og þér vilduð leika hlutverk verndarengils — alltaf tókuð þér málstað hennar, aldrei funduð þér að neinu sem hún með lausum íbúðum 1. okt. n. k. höfum við eftir til sölu. Yerð á öðru kr. 95.000.00, en hinu kr. 60.000.00. FasteigBaa- og Verðlbréfasalaii (Lárus Jóhannesson, hrm.). Suðurgötu 4. Símar: 4314 og 3294. Skrifstofnstúlka Óskast nú þegap Enskukunnátta, vélritun og falleg rithönd nauðsvnleg. Hrað- ritun æskileg. Vinnutími 5—6 stundir á dag. Eiginhandar um- sóknir með nákvæmum upplýsingum sendist blaðinu fyrir næsta laugardagskveíd, merktar: „Heildverzlun“. e> INI1 OLSIINl ■%. I gerði, hvað vitlaust sem það var.“ „Hún Iiefði ekki viljáð hlusta á mig.“ „Eg veit það. Hún hlustar ekki á neitt slíkt. Ætli eg viti það ekki. Og vegna þess að þér kom- uð var hún enn þrárri.“ Hann þagnaði sem snöggvast. „Eg reyndi að gera lienni til hæfis — en jafnframt fá hana til að hlusta á góð ráð — með hægð. Eg verð margs að gæta — eg er maður á framabraut. Eg varð að fá Ariadne til þess að taka fullt tillit til þess, að eg er þingmaður og ætla mér lengra á þeirri braut, sem eg hefi valið. — Þér reynduð ekki að fá hana til þess að skilja, til þess að breyta liugsunarhætti liennar, framkomu." „Nei, eg þakka guði fyrir, að hún er eins og liún er.“ „Það geri eg líka, en eg vildi — varð — að ■— afsakið, það er hranalega mælt — temja hana. Það er það sem þér aldrei reynduð^— aldrei vilduð reyna.“ „Svo heimskur var eg ekki.“ „En eg var það,“ æpti Ran- some og var hinn reiðasti. Hann varð að játa fyrir sjálf- um sér, að hann hafði ekki hag- að orðum sínum sem menntuð- um manni sæmdi. n 1“ hleður til Flateyrar, Súganda- fjarðar, Bolungarvíkur og ísafjarðar n. k. föstudag. Flutningur óskast tilkynnt- ur sem fyrst. M.s. Helgi hleður lil Vestmannaeyja föstudaginn 19. þ. m. Vörumóttaka fyrir hádegi sama' dag. . S. l - 2 stúlknr vantar á veitingastofo Uppl. í síma 2556. Kristján Guðlaugsson Hæstaréttarmálaflutnirigsmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. Télstjóri 1. vélstjóra með 150 ha. céttindum vaixtar út á Iand nú þegar. Uppl.. í síma 2492. eru komin aftur. wí sm Laugaveg 1. Utbú Fjölnisveg 2. Leður-gönguskór Gúmmískór, Gúmmístígvél, Inniskór, Vinnuföt o. fl. — GÚMMÍSKÓGERÐIN, Laugaveg 68. — Sími 5113. Trillnbátor til sölu 3.45 tonn með 6 hesta Sóló-vél.. — Uppl. gefnar á Grundarstíg 9, kl. 7—8 á kvöldin. Hreinar lci'eftstnsknr kaupir hæsta verði Félagsjirentsmiíjan"/, tTILK/NNINGAU UNG stúlka, sem vinnur dð iðnað, óskar eftir að kom- ast í kynni við pilt, með hjónaband fyrir augum(helzt iðnaðarmann). — Umsóknir sendist blaðinu fyrir 30. þ. m. merktar „Ung“. (420 m g.««r ^í-jt JNDÍ St. EININGIN. Fundur í kvöld kl. 8%. Inntaka nýrra félaga og önnur fundarstörf. Hagnefnd- aratriði: F erðasöguþættir br. Fxiðrik Á. Brekkan. Að loknum fundi: Spilakvöld. Fjölmennið. (419 aiiCisN/en “ B“ ■ FræoDarbraiitin St. FRÓN nr. 227. Fundur annað kvöld kl. 8. — Dagskrá: 1. Upptaka nýrra fé- Iaga. 2. Önnur mál. — Fræðslu- og skemmtiatriði: a) Jónas yfirlæknir Sveinsson: Erindi með skuggamyndum. b) Valur leikari Gislason: Upp- lestur. c) Dans að loknum fundi, frá kl. 11, og leikur hljómsveit undir dansinum. Reglufélagar, fjölmennið slundvíslega. (422 ÍUPA^flINEni HVÍTUR kettlingur í óskil- um. Uppl. á Amtmannsstig 5. — (383 TAPAZT liefir slcinnlúffa sið- astliðinn laugardag í miðbæn- um. Finnandi geri aðvart í sima 3756.________________ (399 DÖKKRAUÐUR skinnhanzki tapaðist ú föstudag. Skilist á Hverfisgötu 34, uppi. (414 BUDDA með hringum, í tap- aðist. Vinsamlega skilist á Laugaveg 27 B, gegn fundar- launum. (417 Herbergi óskast TRÉSMIÐUR óskar eftir góðri stofu í austurbænum. — Sími 1643, eftir kl. 8. (391 HERBERGI óskast nú strax eða 1. október. Uppl. á Skrif- stofu Stúdentaráðs í Háskólan- um. Opin alla virka daga kl. 4—5 e. h. Sími 5959. (551 HERBERGI óskast. Hefi ver- ið 6 ár á sama stað. Tilboð legg- ist inn á afgr. blaðsins merkt „6 ár“.__________________(394 FULLORÐIN ábyggileg stúlka óskar eftir góðu herbergi, helzt í Austurbænum. Uppl. i sima 1737. > (411 STÚLKA óskar eftir her- bergi 1. okt. eða strax hjá kyrlátu fólki. Fæði gæti kom- ið til greina að fá á sama stað. Skilvís greiðsla. Tilboð, merkt: „1. okt. 1941“, leggist inn á afgr.Vísis fyrir fimintu- dagskvöld. Ibúðir óskast LlTIL íbúð óskast sem fyrsí. Tvennt i lieimili. Fyrirfram- horgun ef óskað er. Hjálp við liúsverk gæti komið til greina. Tilboð sendist hlaðinu fyrir 20. þ. m. merkt „99“. (389 ÍBÚÐ óskast, 1—2 lierbergi og eldhús. Tvennt í heimili. — Góð umgengni. Tilhoð merkt „20“ sendist afgr. Vísis fyrir 20. þ. m. (392 HLViNNAa VANUR bókbindari óskar eft- ir atvimiu á bókbandsvinnu- stofu. — Tilboð merkt „Bók- band“ sendist afgr. Vísis fyrir 2. þ. m. (387 VANUR miðstöðvarkyndari óskast strax. L .H. Miiller, Aust- urstræti 17. (398 10 UNGLINGAR 12—14 ára óskast til að tina kartöflur. — Simi 3146. (406 RÖSK og lipur stúlka óskast til afgreiðslu. Enskukunnátta nauðsynleg. U.ppl. kl. 7—9 Vest- urgötu 45. (408 STÚLKUR óskast á matsöl uria Hafnarstrætí 18, uppi. — Vaktaskipti. Einnig óskast ung- lings stúlka. (409 Hússtörf STÚLKA óskast í vist 1. okt. Þórdís Claessen, Hólavallagötu 7. (308 ÓSKA eftir ráðskonustöðu í bænum strax. Tilhoð merkt „Strax“ leggist inn á afgr. Visis fyrir föstudagskvöld. (385 (ROAD TO GLORY). Amerísk stórmynd, er gerist á vígvöllunum í Frakldandi 1914—’18. — Fredric March, Warner Baxter, Lionel Barrymore, June Lang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. mmmm Vörur allskonar GÚMMÍSKÖR, Gúmmíhanzk- ar, Gúmmimottur, Gúmmívið- gerðir. Bezt í Gúmmískógerð Austurbæjar, Laugavegi 53 B. Sími 5052. Sækjum. Sendum. (405 HEIMALITUN heppnast bezt úr litum frá mér. Sendi um all- an bæinn og út um land gegn póstkröfu. Hjörtur Hjartarson, Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. TIL SÖLU: Kvenkápa, kjólar, karmannaföt, kvenskór, Berg- staðaslræti 9, timburhúsið. (401 GÓÐ stúlka óskast í vist hálf- an eða allan daginn á fámennt barnlaust heimili. Uppl. á Sjafn- argötu 1, uppi, kl. 6%—8%. — (386 UN GLIN GSTELP A 14—15 ára óskast i létta vist. Uppl. á Bræðraborgarstíg 23 A. (388 SIÐPRÚÐ stúlka eða kona óskast í vist 1. (jktóber. Sérher- bergi. Tvennt í heimili. Uppl. á Stýrimannastig 15. (395 TELPA óskast til að lita eftir barni nokkra tíma á dag. Uppl. á Reyninxel 34, kjallaranum. — ‘________________________ (404 STÚLKA óskast í vist 1. okt. Frú Mogensen, Sólvallagötu 11. (415 TIL SÖLU pelskápa, kálfs- skinn, á meðal kvenmann, hvit- ur refur, svart silkigace i sam- kvæmiskjól Raldursgötu 9, niðri (410 Notaðir munir til sölu NOKKRIR dívanar lil sölu Hverfisgötu 73, kjallaranum. — ______________________(384 KVENVETRARKÁPA til sölu Karlagötu 6. (397 BALLKJÓLL til sölu á litla dömu. Uppl. milli 7 og 9 i síma 5281. (400 ÁGÆTT útvarpstæki 3 lampa til sölu. Sími 4410. (402 STÓRT eikarborðstofuborð og stólar til sölu. Uppl. Skóla- vörðustíg 17 A. (403 SENDISVEINAHJÓL sem nýtt og stórt skrifborð til sölu. Uppl. í síma 4784. (413 TIL SÖLU með gjafverði: Nokkrir litið notaðir kjólar og kápur. Brávallagötu 4, kl. 6—8 e. li. (416 Notaðir munir keyptir FORNSALAN Hverfisgötu 16 kaupir húsgögn, karlmannaföt, bækur, einnig pergament- skerma, grindur og margt fleira. (341 PETROMAX hraðkveikju- gaslugt óskast keypt. Uppl. í síma 5333. (390 KAUPUM notuð hljóðfæri: orgeí, píanó og fleira. Hljóð- færahúsið. (194 BARNAKERRA óskast. Simi 2215.____________________((396 VIL KAUPA skáp, helzt tvi- settan. Upiil. i síma 1116 til kl. 6. (405 VIL KAUPA upphlut á 6 ára telpu og fullorðinn. Uppl. í sima 4207 milli 7 og 9 siðd. (407 VIL KAUPA góðan Ottoman. Uppl. í síma 1116, til kl. 6 e. h. (412 LlTIÐ borðstofuborð og fjór- ir stólar óskast, saman eða sitt i hvoru lagi. Uppl. í síma 4269, eftir kl. 7,______________(418 VIL KAUPA tvísettan klæða- skáp. Uppl. í síma 2562. (421

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.