Vísir - 17.09.1941, Blaðsíða 2

Vísir - 17.09.1941, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Rltstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 3,00 á mánuði. Lausasala 15 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vinstri veitingar FYRIR nokkru var gerð að uintalsefni hér í blaðinu sú uridarlega ráðstöfun kennslu- málaráðherra að veita ungum lækni skólastjórastöðuna við Flensborgarskóla, en sniðganga kerinara og skólamenn, sem sótt höfðu um stöðuna. Var þá jafnframt að þvi vik- ið, að óverjandi háttsemi í em- bættaveitingum væri að vísu siður en svo einsdæmi i stjórn- artíð þessa sama ráðherra. Þol- inmæði almennings mætti liins vegar ofbjóða. Eins væri það alls kostar óviðunandi að lialda fyrri ófremd í þessum efnum áfram, eftir að mynduð væri samstjórn stærstu flokkanna, sem þjóðin í heild hlyti að gera sterkari kröfur til um lieil- steyptar og óhlutdrægar stjórn- arframkvæmdir. Tímanum liefir nú svelgst á við þessa ádrepu. Saknar þess þó helzt að ekki hafi verið nefnd nein einstök dæmi, eins og þeim væri bara alls ekki til að dreifa! Svo geta menn orðið samdauna ósómanum. Það >æði langt mál að rekja til hlítar einstök atriði í stöðu- veitingum Hermanns Jónasson- ar. En í mjög fljótu bragði má stynga allmörgum „túttum“ upp í Tímann, sem honum end- ist vafalaust nokkuð að totta, úr því að hann kýs að gera ráð- herranum þá óþægð að inna eftir frekari skrifum um þessi mál. I stjórnartíð Hermanns Jónassonar hefir hann að minnsta kosti veitt ein 13 em- bætti dómara og æðri löggæzlu- manna. Sem stendur eru auk þess 3 sýslumenn settir í em- bætti. Þessar embættaveitingar eru langsamlega þær þýðingar- mestu af þeim, sem ráðherrann ræður yfir og krefjast eðli sínu samkvæmt mestrar nákvæmni og óhlutdrægni. En af öllum 18 embættunum veitir Hermann Jónasson eða setur í öll nema eitt eða tvö þannig, að eintómir pólitískir flokksbræður og stuðnings- menn lians eða skjólstæðingar hreppa linossið. Halda menn svo að það sé eintóqi tilviljun, að yfirleitt engir nema slíkir séu frá al- mennu sjónarmiði hæfir til starfanna? Slíkt er of augljóst mál til þess að það þarfnist frekari um- tals. En alveg tekur þó af skar- ið, þegar kornungir og alóreynd- ir menn eru dubbaðir upp í á- byrgðarmestu stöður. Menn minnast þess, að þegar nýju einkamálalögin voru sett, voru m. a. sett þau ákvæði, varðandi skilyrði til héraðs- dómaraembætta, að viðkom- andi væri minnst 25 ára og hefði öðlast minnst 3 ára reynzlu- tíma í ákveðnum lögfræðilegum stöðum. Daginn áður en þessi Iög gengu i gildi eða á gamlárs- dag 1936, þókknaðist Her- manni Jónassyni að þverbrjóta framkominn þingvilja með ein- stakri embættisveitingu. Án þess að slá upp sýslumannsem- bættinu í Árnessýslu, sem þá var laust, ær algjörlega óþekkt- um og óreyndum manni veitt þetta mikilvæga embætti. Mað- ur sá er aðeins 2 1 ára gamall, nýskriðinn fná prófborði og með ölln ókunnur að nokkrum ágætum. Hafði síður en svo skarað fram úr við nám, en var fylgispakur Framsóknarmaður. Ber að vísu nafn Páls amt- manns, eftir því sem Tíminn upplýsti, og v'ar sonur Hall- gríms Kristjánssonar. Þannig eini nöfn margra þeirra, sem H. J. hefir valið til ábyrgðarmestu trúnaðarstarfa við réttargæzlu þjóðfélagsins ekkert annað en stór spurning- armerki í vitund þjóðarinnar, en látið nægja að þau þekkist í sambandi við sérslæða eigin- leika innan veggja Framsóknar- flolcksins. Tíminn getur einnig verið al- veg viss um, að það er ekki enn svo langt um liðið síðan H. J. veitti lögreglustjóraembættið í böfuðstað landsins alóreyndum unglingi, sem naumast liafði slitið barnsskónum og hafði ekki minnstu lögfræðilega menntun, að mönnum sé algjör- lega liðin slík náðabreytni úr minni. Enda ekki laust við, að menn hafi siðar liaft ástæður til að minnast ráðsnilldarinnar. Tíminn veit betur en hann vill vera láta, að viðhorf ráð- herra Framsóknarflokksins til embættaveitinga hefir fyrst og fremst verið: Á eg völ á vinstri manni ? Þjóðin veit þetta líka, en hún krefst þess, að slík flokks- og sérhagsmunapólitík sé með öllu kveðin niður. ' X Kvöldskóli K.F.U.M, tekur til starfa 1. okt. n. k. Hann er bæði fyrir pilta og stúlkur og verður starfað í byrjunardeild- um og framhaldsdeild. Inntöku í skólann geta þeir nemendur fengið, er lokið hafa fullnaðar- prófi í harnaskóla. Til inntöku í framhaldsdeild þarf auk þess dálitla upphafskunnáttu í enskri tungu. Skólinn starfar bæði síðdegis og á kvöldin. Er hann mjög hentugur þeim unglingum, er stunda vinnu að deginum. Námsgreinar eru þessar: ís- lenzka, enska, danska, kristin fræði, reikningur og bókfærsla, og auk þess handavinna (stúlk- ur). I hverri námsgrein kenna hæfustu kennarar. Skólinn er eftir 20 ára starf orðinn víða um land að góðu kunnur, og liefir verið svo vel sóttur, að deildir hafa þurft að vera fjórar. Af sérstökum ástæðum er að þessu sinni ekki víst, að deildir verði nema þrjár. Ættu því nemendur að tryggja sér skóla- vist sem fyrst. Umsóknum er veitt móttaka í verzluninni Vísi, Laugavegi 1, til 25. sept. n. k. Allar nónari upplýsingar um skólann fást lijá skólastjóra, Sigurði Skúlasyni magister. Skólinn liefst 1. október kl. 9 síðd. í húsi K. F. U. M; Eru nem- endur beðnir að mæta þar stundvíslega við skólasetningu. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög úr óperum. 20.30 Erindi: Vopnaf jörð- ur og Vopnfirðingar (Björn Guð- mundsson frá Fagradal). 20.55 Hljómplötur: Dönsk tónlist. 21.15 Erindi: Sláturtíð og sullavarnir (Guðm. Thoroddsen prófessor). 21.30 Samleikur á tvö píanó (Fritz Weisshappel og Eggert Gilfer). Sónata eftir Mozart. Fermingarbörn. Vegna þess, að nokkur af spurningabömunum í fyrra gátu ekki fermst í vor, fermi ég aftur í haust. Foreldrar þeirxa og ann- ara, sem óska að fermast í haust, tali við mig einhvern næstu dtaga í síma 9168. Jón Auðuns. Fávita og barnaheimilinu Sólheimar er prýðilega stjórnað. Viðtal við ízú Guðzúnu Guðlaugsdóttir. Yísir hefir nýlega haft tal af frú Guðrúnu Guð- laugsdóttur, bæjarfulltrúa og spurst fyrir um starf- semi Barnaverndarnefndar, en hún er fulltrúi í henni. — Frú Guðrún fór nýlega austur til barnaheimilisins Sólheimar í Grímsnesi og fer hér á eftir frásögn henn- ar m. a. um það. — Hvað er helzt að segja um starfsemi Barnaverndarnefndar nú á þessum „ástandstímum“: — Eins og mönnum og kon- um mun yfirleitt vel kunnugt er starfsemi Barnaverndarnefndar aðallega fólgin í því að hjólpa þeim börnum, sem annaðhvort eiga við slæm kjör að búa á heimilum sínum, eða eru lcom- in á glapstigu í einhverjum sök- um, t. d. siðferðismálum og af- hrotamálum. — Hefir ekki fjölgað þeim börnum, sem aðstoðar þurfa við, síðan setuliðið kom? — Nei, það er það sannarlega ekki. Þau eru mun færri en áður var. — Hverju er það lielzt að þakka ? — Eg fyrir mitt leyti álít að aukin vinna og meiri peninga- ráð fólksins valdi þessari fækk- un vandræðabarna og bág- staddra barna. Svo er líka annað, að börnin sjálf hafa komizt í atvinnu, en áður fyrr var nær ógerningur að fá vinnu fyrir þau. — Við vorum að frétta að fulltrúar úr Barnaverridarnefnd hefðu farið til þess að líta á barnaheimilið Sólheima í Grímsnesi. Hvernig var um- horfs þar? — Eg fór ásamt form.. barna- verndarnefndar með 2 börn, er þurftu hjálpar við. — Fyrir nokkrum órum heyrði eg mikið talað um þetta barnaheimili. Menn sögðu, að heimilið gegndi ekki fullkomlega skyldu sirini gagnvart börnunum, sem þar dvöldu, og aðstandendum þeirra. Fólk var mjög óánægt með meðferð barna sinna og þóttist hafa margt út á að setja. Það var engu líkara, en skipulögð á- rás hafi þá verið hafin á þetta barnaheimili og forráðamenn þess. Þegar eg nú fór á vegum Barnaverndarnefndar til þess að skoða þetta heimili og líta eftir stjórn þess, sýndist mér allt á annan veg, en eg lieyrði talað um fyrir nokkrum árum. Við skoðuðum fyrst fávita- hælið, sem er þarna á staðnum. Húsið, sem börnin dvelja í er stórt og vandað steinhús, upp- hitað með hveravatni. Eru þetta hin ákjósanlegustu húsakynni og ekkert út á þau að setja. Frk. Sesselja Sigmundsdóttir veitir þessu heimili forstöðu. Mér var þegar Ijóst, að þetta starf, sem ungfrú Sesselja hefir tekið að sér langt fró öllum öðr- um mannabyggðum hlýtur að vera unnið af hreinum mann- kærleika. Þeir, sem gefa sér tíma til þess að sjá þetta heimili og þá vesa- lings fávita, sem menn ímynda sér ekki að séu til á meðal vor, hljóta að undrast það, hversu mikið starfsþrek og gott og göf- ugt harta þarf til þess að hlynna að þessum vesalingum mannfé- lagsins. Eg segi fyrir mig, að eg dáist að þvi, að við íslendingar skul- um eiga þær konur á meðal vor, sem finna hjó sér þörfina lil þess að hjálpa og hlynna að þessum olnbogahörnum ís- lenzku þjóðarinnar. Eg get ekki annað sagt, en að þetta heimili fávitanna sé prýði- lega hirt og vel um gengið. Aðbúnaður barnanna fannst mér vera betri heldur en gerist og gengur hjá fólki yfirleitt. Þau eru látin vera í íslenzkum ullarnærfötum og öðrum hlýleg- um klæðnaði. Við litum einnig á barna- heimilið, sem er þarna ekki langt frá, og er það lika ungfrú Sesselja, sem veitir þvi heimili forstöðu. Þetta heimili er fyrir munað- arlaus börn og önnur, sem hefir verið komið þarna fvrir, en þau eru ekki fóvitar, heldur heil- brigð. Ekki gat eg annað séð, en að þetla heimili væri prýðilega umgengið engu síður en hitt. Börnin, sem þarna dvelja eru frjálsleg og glaðleg og auðsjá- anlega undir góðri stjórn, því hvorki voru hávaðalæti þar eða heyrðist ljótur munnsöfnuður. Eg íor ósjálfrátt að Iiera sam- an fórnfýsi þessarar konu við hin munaðarlausu og bágstöddu börn og framkomu stjórnarvald- anna okkar hér. Það gegnir svo- htið öðru máli, þvi börnin hérna í bænum, sérstaldega þó stúlku- börn, liafa orðið að umtali blaða og. útvarps. Mér datt i liug, að betur væri, ef þeir menn og konur, sem vinna að velferð æskunnar, væru miklu meira virði, ef þeir sýndu í verkinu, að þeir vildu laga það, sem aflaga fer og létu ekki sitja við orðin tóm. Skýrslugerðir og annað, sem lítinn árangur virðist liafa ann- an en þann, að ýmsir saldausir verða ef til vill sakfelldir. Það er nefnilega þannig, að munurinn á því að tala og fram- kvæma er mjög mikill. Eg á enga ósk heitari en þá, íslenzku þjóðinni til lianda, að við mættum eiga sem flestar konur, sem vildu sýna i verki vilja sinn gagnvart hinum bág- stöddu eins og ungfrú Sesselja hefir gert. Það er von min og ósk, að jafnt karlar sem konur taki nú höndum saman, þó seint sé, og vinni að viðreisn velferðarmál- anna gagnvart æskunni. Það ó enginn sérstakur flokk- ur að taka þessi mál að sér, það tilheyrir allri þjóðinni í heild, hvaða stjórnmálaflokki sem menn kunna að fylgja. — Fyrst við erum nú komin út í siðferðismálin á annað borð, þá langar okkur að vita hvort ekki hafi eitthvað af þessum 110 kærum lögreglunnar um sið- ferðisbrot stúlkubarna innan 16 ára aldurs, borist til Barna- verndarnefndar eftir að skýrsl- an kom fram fyrir almennings Forseti þingsins var kosinn Helgi H. Eiríksson, fyrri vara- forseti Emil Jónsson, annar varaforseti Indriði Helgason. — Ritar og fréttaritarar Svein- björn Jónsson og Ársæll Árna- son. I kjörbréfanefnd voru kosin: Guðjón Magnússon, skósmiður, Hafnarfirði, Haraldur Eiríksson rafvirki, Vestmannaeyjum, Gaston Ásmundsson, múrari, Aknreyri, Einar Vestmann, járnsmiður, Akranesi, Kr. Kragh, hárgreiðslnkona, Rvik. I löggjafarnefnd voru kosnir: Guðni Magnússon, málari, Keflavík, Steingrímur Bjarna- son, húsasmiður, Hafnarfirði, Einar Bjarnason, járnsmiður, Reykjavík, Gissur Sigurðsson, húsasmiður, Reykjavík, Guðjón Runólfsson, hakari, Stykkis- hólmi. í fjármálanefnd voru kosnir: Guðm. H. Guðmundsson, hús- gagnasmiður, Reykjavík, Vig- fús Jónsson, húsasmiður, Eyr- arhakka, Guðni Þórðarson, vél- virlci, Hafnarfirði, Ólafur St. Ólafsson, vélvirki, Vestmanna- eyjum, Jón Guðjónsson, húsa- smiður, Reykjavík, Sveinbjörn Jónsson, byggingam.,Reykjavík, Valdimar Leonhardsson, bif- vélavirki, Reykjavík. I fræðslunefnd voru kosnir: Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, Reykjavík, Emil Jónsson, vita- málastjóri, Hafnarfirði, Halldór Guðjónsson, skólastjóri, Vest- mannaeyjum, Björn H. Jónsson, skólastjóri, ísafirði, Jón Sigur- geirsson, skólastjóri, Alcureyri. t skipulagsnefnd voru kosnir: Einar Gislason, málarameistarí, Reykjavík, Þóroddúr Hreinsfeon, húsgagnasmiður, Hafnarfirði, Guðbjörn Björnsson, húsasmið- ur, Akureyri, Björn Bjarnason, málari, Hafnarfirði, Sigurður Guðmundsson, bakari, ísafirði. í allsherjarnefnd voru kosnir: Valgarð Tlioroddsen, rafmagns- verkfræðingur, Hafnarfirði, Bjarni Einarsson, skipasmiður, ein einasta kæra til okkar ennþó, fjTÍr ntan þessar þrjár, sem mönnum er kunnugt um, og. voru komnar áður en skýrslan kom fram. Er það mjög ein- kennilegt, en þetta er staðreynd. Það er auðvitað Barnavernd- arnefnd, sem á að fást við þessi mál og mér finnst það eklci nema sanngjörn krafa, að við fáum öll svona mól til með- fei’ðar, ef nokkur fótur er fyrir því að þetta sé rétt. Við höfum meira að segja beðið um þessar skýrslur, en ekki fengið neina þeirra ennþá. Það má gjarnan geta þess, að eg skrifaði grein um þessi mál í Vísi, ekki alls fyrir löngu og lét þá i ljós þá skoðun, að stúlk- ur ahnennt væru ekki eins sið- ferðilega lamaðar og sagt liefir verið undanfarið, og taldi mig ]iví með vissu mega álíta, að eg færi með rétt mál, einmitt vegna þess, að engar kærur, voru um þessi mál fyrír liendi hjá Barnaverndarnefnd. Keflavík, Kristinn Eiríksson, járnsmiður, Reykjavík, Gísli Jónsson, bílasmiður, Reykjavík, Hafliði Jóhannsson, húsasmið- ur, Reykjavík. í sérstaka nefnd út af erindi um rafmagnseftirlit ríkisins voru kosnir: Steingrímur Jóns- son, rafmagnsstjóri, Reykjavík, Júlíus Björnsson, i’afvirki, Reykjavík, Rikarður Sigmunds- son, rafvirki, Reykjavík, Indriði Helgason, rafvirki, Akui-eyri, Páll Einarsson, rafvii’ki, ísa- firði. Að lokinni kosningu var mála- skrá lögð fyrir þingið, en hún er þannig: 1. Upptaka nýrra sambands- félaga. 2. Tollmál. 3. |Utvegun efnis og áhalda. 4. Fjármál iðnaðarins. 5. Tímarit Iðnaðarmanna. 6. Iðnfræðsla og rekstur iðn- slcóla. 7. Álit og tillögúr milliþinga- nefndar um slcipulagsmál iðnaðarins. 8. Kosning foi-seta Gei’ðar- dóms iðnaðai’manna. Stjórn samhandsins leggur til að pi’ófessor Isleifur Áx’nason verði endurkosinn. 9. Rafmagnseftirlit ríkisins. 10. Manntal iðnaðarmanna (skýrslur). 11. Kosning fulltrúa á næsta norræna iðnþingið. 12. Nýjar iðngx’einar. 13. Skilgreining iðju og iðnað- ar. 14. Samvinna iðngi’einanna. 15. Stai’fssvið iðnráðanna. Þá var og einnig lögð fyrir þingið skýrsla stjórnar Lands- sambands iðnaðai-manna. Magn- ús B. Pálsson, Bergþórug. 14 A, Reykjavík, fór fram á það, að glerslípun, sem liann kvaðst liafa unnið við um 10 ára skeið, yrði sett undir iðnlagavernd. Iðnráð Hafnai’fjarðar lagði fram svohljóðandi tillögu: „Á fundi Iðnráðs Hafnar- fjarðar þ. 1. þ. m. var samþykkt sjónir? —- Nei, það hefir ekki komið 6. Iðnþing íslendinga hófst í gær kL 2 i bað- stofo Iðnaðaðarmanna. Fnlltrúar frá 46 sambamlsfélögriiiii sitja þingfið. Sjötta Iðxiþing Islendinga var sett í gær. Mættir voru 49 full- trúar frá 46 sambandsfélögum. 1 þessum félögum eru 1886 með- limir. Fyrst fóru fram kosningar forseta, varaforseta, ritara, fréttaritara og nefndarkosningar. Þeir sem kosnir voru, voru þessir:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.