Alþýðublaðið - 06.08.1928, Side 2
2
ALJ»ÝÐUBLAÐIÐ
j ALÞÝÐUBLAÐIÐ j
J kemur út á hverjum virkum degi. |
} Aigreiðsla i Alpýðuhúsinu við t
1 Hverfisgötu 8 opin IrA kl. 9 árd. í
< íil kl. 7 síód. [
; Skrifstofa á sama stað opin kl. |
J 9V| — lOh's úrd. og kl. 8 — 9 síðd. i
< Sirnar: 988 (afgreiðslan) og 2394 ►
J (Bkrifstofan). J
; Verölag: Áskriftaiverð kr. 1,50 á ►
J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 J
5 hver mm. eindálka. t
5 Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan [
; (i sama húsi, simi 1294). J
Ungmennaskólinn.
Friðindi fyrir Reykjavikurbæ.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
gerði Haraldur Guðmundsson þá
fyrirspurn tii borgarstjóra, hvort
hann hefði hugsað sér að taka á
dagskrá næsta bæjarstjórnarfund-
ar kosningu skölanefndar fyrir
ungmennaskólann nýja, sem stofn-
aður var með lögum frá síðasta
alþingi. Bæjarstjórnin á að kjósa
tvo menn í nefndina, en ríkis-
stjórnin skipar hinn þriðja. Nefnd
þessi þarf bráðlega að taka til
Starfa, því að hún á að semja
reglugerð fyrir skólann, ráða með
skólastjóra bóka- og áhalda-kaup-
um og undirbúa byggingu nauð-
synlegra húsa fyrir skólann, gera
tillögur um skólagjöld o. fl.
Borgarstjóri svaraði þessu svo,
að ráðuneytið hefði enn ekki lagt
fyrir bæjarstjórn að kjósa nefnd-
ina. Og fyr en sú fyrirskipun
kæmi, væri ekkert hægt að gera.
Pað er auðséð, að þetta svar
er ekkert annað en fyrirsláttur,
hver svo sem tilgangur borgat-
stjóra er með því að draga að
kjósa néfndina. Lögin voru stað-
fest 7. maí í vor. Þau gengu
fetrax í gildi til þess að hægt væri
áð gera nauðsynlegan undirbím-
ing. Öllum bæjarstjórnum og
sveitarstjórnum eru send stjórnar-
tíðindin og þar er ætlast til að
séð verði, hvað gera á. Yfirleitt
er hreppsnefndum og bæjarstjórn-
um ekki gefin nein sérstök skip-
un önnur, þótt ný lög leggi fyrir
þær að gera eitthvað.
En sleppum þessu. Það var
annað enn þá einkennilegra við
orð borgarstjóra. Hann sagði eitt-
hvað á þá leið, að þingið hefði
leyft sér að setja þessi lög án
þess, að bæjarstjórnin óskaði eft-
ir, og leggja kvaðir og útgjöld á
Reykjavik um fram önnur bæj-
ar- og sveitar-felög. Mælti hann
af þykkju nokkurri, og var.helst
svo að finna, sem honum hefði
þótt alþingi fremja hið mesta ger-
ræði gagnvart Reykjavík með því
að setja þessi lög. En þau voru,
eins og allir vita, sett í því skyni,
dð greiða fyrir alþýðumentun í
bænum.
Haraldur sýndi fram á, hvílik
fjarstæða væri að tala um þetta
i þeim tón, að hér væri verið að
leggja kvaðir á Reykjavikurbæ og
ekkert annað. Þvert á móti væri
verið að veita bænum sérstök
friðindi, þar sem lögin gera ríkis-
sjóði að greiða að fullu 2 föstum
kennurum við skólann og auk
þess 1500 kr. styrk fyrir hverja 20
nemendur, sem njóta ekki minini
kenslu en 24 stundir á viku, á
móti öðrum 1500 kr. úr bæjar-
sjóði. Þetta eru mjög góð kjör
fyrir bæinn. Mörg sveitahéruð og
kaupstaðir hafa lagt mikið á sig
til þess að bæta mentun alþýðu.
Hefir oft verið leitað til þingsins
um hjálp í því skyni, og hefir
þrngið þegar veitt aðstoð rikis-
ins til skólabygginga og skóla-
halds á nokkrum stöðum, þótt
mikið sé enn ógert. Og það má
fullyrða, að hver annar kaup-
staður hefði glaðst yfir að >fá
hjá sér framhaldsskóla með þeim
kjörum, sem Reykjavík fær með
lögunum frá síðasta þingi. Reyk-
víkingar yfirleitt gleðjast líka yfir
því, ef til vill að undanteknum
sárfáum sanntrúuðum íhaldssál-
urn. i
Eigi er það heldur alls kostar
rétt, að þingið hafi gert þetta að
hæjarstjórninni fornspurðii. Bæj-
arstjórnin hefir fyrir rúmlega 1 [/a
ári lýst sig samþykka hugmynd-
inni um samskóla Reykjavíkur, og
þar með lofað að taka á sig þær
fjárhagsbyrðar, er þeim fylgdu, að
sínum hluta. I því frv., sem í-
haldsstjómin lagði fyrir þingið
1927, var hluti bæjarins ákveð-
inn -/r, af stofnkostnaði og ókeyp-
is lóð að auki. Bygging fyrir alla
skólana var áætluð ca 900 þús.
kr. Hluti bæjarsjóðs væri eftir
því ca. 360 þús. kr. auk lóðar.
Auk þess átti bærinn að leggja
fram ]/i reksturskos.tnaðar, en
hann mun vera 8-—9 þús. kr. á
hvern bekk (20—25 manris) á ári
í rikisskólunum. Ekki vom það
betri kjör en þau, sem þingið í
vetur ákvað.
Eins og menn muna, áttu í
samskóLunum að vera gagn-
fræðaskóli og nokkurir fleiri skól-
ar undir sama þaki. Var það allra
manna mál, er um það var raetlí,
að gagnfræðaskólinn, sem þingið
síðar nefndi ungmeninaskóla, væri
aðalatriði frumvarpsins. Engurn
blandaðist bugur um að brýn þörf
væri á þeim skóla. Það sem nú
þingið í vetur gerði, var að taka
þann skóla út úr og byrja á
honum. Þótti efalaust greiðari leið
að byrja í smærri stíl, en auka
síðar við eftir því, sem þö-rfin
kallaði að. Fyrir þriðjung þess
fjár, sem samskólamir áttu að
kosta, er hægt að koma upp á-
gætum. gagnfræðaskóla, svo stór-
um, að duga mætti í mörg ár.
Með minni stofnkostnaði og minni
árlegunr kostnaði fæst það, sem
mestu máli skifti í bráð í sam-
skólahugmyndinni. Og opin er
leiðin fyrir stórhuga menn í bæj-
arstjórn og á alþingi að leggja
meira fram og hraða verkinu ef
þeir viija, þótt ekki sé ráðgert
meira í upphafi en líklegt þykir
að fáist framkvæmt
Vonandi hefir tónnárm í orðum
borgarstjóra stafað af því, að
hann hafi ekki verið búinn að at-
huga naálið, en ekki verið endur-
ómur af gremju svartasta íhalds-
ins yfir því, að nú fer að greiðast
úr um mentun alþý.ðu í bænum.
Hingað til hefir engin opinber al-
þýðúfræðsla verið í þessum bæ,
enginn opinber framhalds eða
ungmennaskóli. Aðrir kaupstaðir
og smáþorp víðs vegar um land
hafa af litlum efnum komið sér
upp slíkum skólum. Reykjavík
hefir verið eftirbátur þeirra —
alt of lengi.
Skemtiförin.
x Veður var tvísýnt í gærmorg-
un, rigningarhraglandi og þykt
loft. Veðurstofan spáði að birta
myndi upp úr hádeginu. Um
klukkan hálf átta fór fólk að
safnast saman á Hverfisgötu
fram undan Alþýðuhúsinu. Eftlr
nokkrar bollaleggingar varð það
úr, að ákveðið var, að þeir færu,
sem tefla vildu á tvísýnuna.
Skörnmu fyrir klukkan 9 var svo
Iagt af stað í 8 kassabifreiðum.
Voru þátttakendur talsvert á ann-
að hundrað. Þegar komið var upp
fyrir Geitháls jókst regnið ákaf-
lega og því meira, sem hærra dró-.
1 Svínabrauni var hvassviðri og
hellirigning. Urðu 2 bifreiðarnar
að stöðvast um stund, af því að
vatn komst að rafkveikjunum.
Á Kolviðarhól staðnæmdist hóp-
urinn allur. Korn það sér vel þá,
sem oft endranær, að vel er hýst
hjá Sigurði á Hóinum. Drukku
menn þar kaffi og þurkuðu klæði
sín, þeir, sem vöknað höfðu. Var
beðið þar til hádegis til að sjá,
hvort eigi slotaði óveðrinu.
Skemtu sumir sér við, söng og
hljóðfæraslátt, en sumir tóku upp
nestisskrínur sinar og fengu sér
bita. Þeir, sem ekkert nesti höfðu,
gengu á milli og smíktu.
Hádegi kom og enn rigndi.
Skiftist þá hópurinn, sneru 3 bif-
reiðar aftur til Reykjavíkur, en
hinar héldu áfram austur. Fóru 3
þeirra í Þrastarakóg, en 2 héldu
beint austur að Skeggjastöðum.
Þar var skemtisamkoma Ung-
mennafélagsins, og átti Haraldur
að flytja þar ræðu. Margt fólk var
þar sanran komið og skemtun góð.
Veður var nú allgott og batnaði
eftir því sem á daginn leið.
Kiukkan liðlega 6 var lagt á
stað heimleiðis, varð þó ein bdf-
reiðin eftir, því að sumt af með-
limum F. U. J. langaði til að fá
sér snúning. Við Grýlu stöðvasl
h'ópurnn. Var Grýla góð heim að
sækja og sýndi gestunum listir
sínar sem bezt hún mátti. Gaus
hún ekki ýkja hátt, en faguriega
mjög.
Nú. byrjaði aftur að rigna.
Flýttu menn sér í bifreiðarnar og
héldu heim í einum áfanga. Var
þá kátt í kassabifreiðum, sung-
ið og hlegið, hátt og dátt.
Af bifreiðinni, sern eftir varð á
Skeggjastöðum með F. U. J.-fólk-
ið, verður ekki sagt hér. Hvencer
hún kom til Reykjavíkur veit eng-
inn utan þeir, sem í henni voru,
en þeir segja ekkert.
Viðeylarsnnd.
Asta Jóhannesdóttir syndir
frá Sundhelli í Vsðey að stein<-
bryggjunni á 1 kl.st. 55 min>
Á laugardaginn synti kona í
fyrsta skifti Viðeyjarsund. Var
það Ásta Jóhannesdóttir, sima-
mær, sú hin sama, sem um dag-
inm synti umhveríis Örfirdsey. Áð-
ur hefir hún tekið þátt í kapp-
sundi yfir þveran Kópavog og
varð þá önnur í röðinmi. Ásta
lagði af stað frá Sundhelli á eyj-
unni vestanverðri kl. 12,10 og tólfi
land við Steinbryggjuna kl. 2,05.
Var hún þanmig alls 1 klukku-
stund og 55 mínútur á leiðinmi.
Vegalengdim er rúmir 4 km. Ásta
synti bryngusund alla leið, með
jöfnum hraða alt að hafmarmynm-
inu, em þá herti hún sumdið tií
mikilla muna. Virtist him alveg
óþreytt, er hún steig á land og
hefði áreiðantega getað symt miklui
lengra. Veður var ágætt, 'sléttur
sjór. Sjávarhitinn um 121/2^ Cel-
sius. Aður Ásta lagði til sunds
var hún vandlega smurð nreð
feiti.
Sundið er ein hin fegursta, heil-
næmasta og gagmlegasta íþrótL
Alliir íslendiimgar, menn og kon-
ur, eiga að kunna að synda. Sund-
hallarinmar bíða allir með óþreyju.
„Hvell“
segir „Mgbl.“ að Alþýðublaðið
hafi gert út af vatnimu í Kapla-
skjóli og að jafmaðarmemn í bæj-
arstjórninni hafi ætlað að gera
þar „hvell“ út af því líka. Auð-
sjáa'nlega fimst blaðinu þetta ó-
þarfa „hvellur", enda hafa rit-
stjórarnir eikki þurft að leggja sér
brunnvatnið í Kaplaskjóli tíl
munns frekar en borgarstjóri.
Enm fremur segir „Mgbl.“ að Al-
þýðublaði'ð hafi ætiað að „slá sér
upp“ á því að reyna að koma
því til leiðar, að vatnsleiðsla yrði
lögð að Kapiaskjóli. Um nauðsyix’
íhúa Kaplaskjóls á því að fá
vatnsleiðslu segir „Mgbl.'“ ekki
orð. Engimn, sem þekkir blaðið
og forráðamenn þess, furðar sig
á því.
Loks segir svo „Mgbl.“, að Jítíð
hafi orðið úr „því höggi, sem
þeir (þ. e. Ólafur og Haraldur)
reiddu svo hátt“ á bæjarstjórnar-
fundi. — Jæja, nú er þó svo
komið, að vatnsæð verður lögð til
Kaplaskjóls, þótt ekki verði húm
víð kölhfð.