Vísir - 22.11.1941, Side 1

Vísir - 22.11.1941, Side 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sfmi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 31. ár. Reykjavík, laugardaginn 22. nóvember 1941. 267. tbl. TOBRUK LEYST UR UMSÁT M OG ÞEGAR Stórorustan byrjaði á fimmtudag og gengur Bretum mjög í vil. Skriðdrekatjónið 3:1 Bretum í vil, Innikró- aðar þýzkar hersveitir reyna að rjúfa hringinn. EINKASKEYTI frá United Press. New York' í morgun. Það varð kunnugt síðdegis í gær, að hin miklu átök, sem Churchill boðaði í ræðu sinni, væru byrjuð, og að bardagarnir gengi Bretum í vil. Sir Dudley Pound, yfirflotaforinginn brezki, sagði í ræðu 1 gær, að búast mætti við, að setuliði bandamanna í Tobruk bærist hjálp þá og þegar, og var það skilið svo, að umsátursher Þjóðverja og ftala yrði hrakinn á brott, og Tobruk leyst úr umsát. Áður var kunnugt, að barizt var í nánd við yzta virkjahringinn. í gær- kveldi staðfesti fulltrúi brezku herstjórnarinnar í Kairo, að sóknin gengi ágætlega. Skriðdrekatjónið var talið 3:1 Bretum í vij og í sumum bardögum 6:1. Sum- ar brezku hersveitanna hafa ameríska skriðdreka og reynast þeir vel. Það var líka farið að koma arinað hljóð í strokkinn í gær, — í tilk. ítala og Þjóðverja, — og kom greinilega fram, að Þjóðverjar sáu hve þýðingar- mikil átök hér er um að ræða, og var beinlínis játað, að að- staða Rommels hershöfðingja væri nú verri en áður. í brezk- um fregnum segir, að hersveitir hans, sem innikróaðar eru milli Tobruk og Sollum, í strandhér- uðunum, reyni að rjúfa hririg- inn, en aukið lið hefir verið sent til þess að koma í veg fyrir það. Auk þess sem miklar skrið- drekaorustur hafa verið háðar, hefir verið sótt fram á ýmsum stöðum, og flutningaleiðir óvin- anna eru í vfirvofandi hættu, og sumar þegar verið rofnar. Það er þegar kunriugt, að þýzkir og ítalskir skriðdrekar hafaverið eyðilagðir í hundraða- tali. Það hefir komið í Ijós, að stálþynnurnar í þýzku skrið- drekunum standast kúlnahríð mun verr (vegna efnissparnað- ar?) en í brezku og amerísku skriðdrekunum. I orusturini, sem fyrst var háð, við .Rezegh, voru eyðilagðir 70 skriðdrekar fyrir Þjóðverjum og 33 brynvarðar bifreiðir og hörf- uðu Þjóðverjar þá austur á bóg- inn. Milli Sidi Rezegh og Sidi Om- ar kom til átaka á miðvikudag og voru 26 þýzkir skriðdrekar eyðilagðir og 20 brezkir og í fyrradag var orustunni þar hald- ið áfram og eyðilögðu Bretar þá 34 skriðdreka í viðbót fyrir Þjóðverjum. Barist er víðsvegar á svæðinu' milli Sidi Rezegh og Sidi Omar. Hersveitir Breta sóttu fram norðvestur af Sidi Omar. Jafnframt er þjarmað að Þjóðverjum og ítölum milli SoIIum og Sidi Omar. Var barist í gær á gríðarmiklu flæmi og flugvélar bandamanna voru stöðugt á sveimi. — Skýrsl- ur eru ekki enn fyrir hendi um loftbardagaria í gær, en í fyrra- dag voru skotnar niður að minnsta kosti 24 þýzkar flug- vélar og fjölda margar eyði- lagðar. 1E1 Adem, nokkurra km. frá Sidi Rezegh, voru 50 flug- menn handteknir. Vegna úr- komunnar eru margar flugvélar Þjóðverja og ítala fastar í leir- bleytum á flugvöllunum. Loftárásir voru gerðar í fyrra- dag á Bardia, Derná, Berighazi og Tripoli og f jölda marga staði aðra í Libyu. Einnig voru gerð- ar nýjar árásir á Napoli og Brin- disi og Messina á Sikiley. Fréttaritari brezka útvarpsins segir, að sóknin hafi komið Þjóðverjum og ítölum óvörum. Hann kveðst aldrei hafa séð ann- an eiris grúa hergagna og þegar sóknin hófst. Skriðdrekar, margskonar bílar og ótal her- gögn „á hjólum“ streymdu Vest- ur sandauðnirnar. Fyrsta dag- inn sást aldrei til óvinaflugvél- ar. Og engin mótspyrna var veitt fyrsta dagirin. En annan daginn kom þegar til átaka. Getgátur hafa komið fram um, að Þjóðverjar og ítalir hafi upp undir 40.000 manna lið á hinu innikróaða svæði. í orustu suður af Tobruk lögðu Þjóðverjar á flótta, eftir að þeir höfðu misst 45 skrið- dreka og fréttaritari Associated Press segir, að eftir að ÞjóðVerj- ar hafi verið búnir að missa 60 skriðdreka hjá Fort Maddalena, hafi þeir lagt á flótta. 1 fregn frá Kairo segir, að vélahersveitir Þjóðverja liafi gert þrjár tilraunir til þess að rjúfa hringinn, og í öll skiptin urðu þær að láta undan síga. Talsmaður herstjórnarinnar sagði, að orusturnar hefðu náð hámarki í fyrradag og Bretar hefðu hvarvetna verið í sókn. Talsmaðurinn sagði, að ef Bretar ynni fullnaðarsigur í þessum orustum myndi setulið- ið í Tobruk verða leyst úr um- sátinni, og grípa fegins hendi tækifærið til jæss að láta til sín taka enn frekara. Talsmaðurinn sagði, að ekki skipti miklu um skriðdreka- sveitir ílala á Bir-el-Gobi svæð- inu, og var helzt á honum að heyra, að ítalir myndu ekki standa sig betur en fyrir einu ári er Wavell lék j>á harðast. I fregnum frá Kairo í morg- un er talið víst, að Þjóðverjar hafi misst helming skriðdreka þeirra, sem þeir höfðu í Libyu. Það er talið, að Þjóðverjar hafi haft tvö skriðdrekaherfylki í Libyu — þ. e. um 400 skrið- dreka, ef miðað er við venju- legan styrkleik skriðdrekaher- fylkis, en mjög vafasamt er tal- ið, að Þjóðverjar hafi haft svo marga? skriðdreka í Libyu. Þjóðverjar urðu fyrir mestu skriðdrekatjóni í nánd við Capuzzo. 1 þeim þremur til- raurium til þess að rjúfa hring- inn, sem fyrr var getið, biðu þeir hið mesta tjón. Bretar, sem fram sækja, hafa ekki enn sameinazt setuliðinu í Tobruk, og þótt það geti orðið þá og þegar, er tekið fram, að Cunningham kunni að klekkja betur á hersveitum Þjóðverja fyrir austan Tobruk, áður en harin helSur lengra vestur á bóg- inn meðfram ströndinni. Flugher bandamanna hefir al- ger yfirráð í lofti. Fregn frá Berlín árdegis í dag hermir, að Þjóðverjar hafi tekið Rostow. Skrið- drekahersveitir og hersveit- ir, sem fluttar voru til víg- stöðvanna í bifreiðum, hertóku borgina eftir harða bardaga. Rostow er verzlunar- og iðnaðarborg og er Rússum hinn mesti hnekkir að því, að hún er fallin. Aðstaða Þjóðverja til þess að sækja fram til Kaukasiu batnar nú stórum. í hinni þýzku fregn er tekið fram, að þýzki flug- herinn hafi veitt ómetan- lega aðstoð við töku borg- arinnar, og unnið þar mik- ið afrek. í tilefrii af því, að styrjöldin við Rússa hefir staðið í 5 mán- uði, hefir þýzka stjórnin birt til- kynningu mikla, þar sem gerð er grein fyrir manntjóni Rússa og hergagnatjóni í styrjöldinni. Þessa fimm máriuði segja Þjóðverjar, hafa 8 milljónir rússneskra hermanna fallið eða særst. Mestöll hergögn Rússa hafa verið hertekin eða eyðilögð, eða 22.000 skriðdrekar 22.877 flugvélar og 23.600 fallbyssur. Þýzki flotinn og flugflotinn hafa sökkt 119 flutningaskipum, samtals 385.650 smál. og valdið miklum skemmdum á 122. Þá er því haldið fram, að Rússar hafi beðið óbætanlegan hriekki vegna þess, að 17.000 herflutningabílar séu þeim glat- aðir. Enginn her, segir í tilkynn- ingunni, getur haldið áfram að berjast, eftir að hafa orðið fyrir slíku tjóni, þar sem og helztu iðnaðarhéruðin eru á valdi Þjóðverja. Einriig var rætt um flugVéla- i*i §amvinna Þjóðverja Viclij- stjórnarinnar. Fara þeip Petain og Darlan á fund Hitlers í næstu vik:u? — Kröfur Þjóð- vepja um fpanska flotann aftur á dagskrá. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Amerískir fréttaritarar skýra frá því, að Darlan og Göring muni hittast einhversstaðar í hinum hernumda hluta Frakk- lands í næstu viku. Búist er við, að Petain fari með Darlan, og að loknum viðræðufundi þeirra Görings og Darlan ræði Dar- lan og Petain við Hitler. Líklegt er talið, að fregnir þessar hafi við rök að styðjast. Það hefir komið allgreinilega fram tvö seinustu dægur í Par- ísarútvarpi Þjóðverja og fregn- um Berlínarfréttaritara sænskra blaða, að Þjóðverjar eru ánægð- ir yfir því, að Weygand var vik- ið frá. Telja þeir hrautina greið- ari til nánari samvinnu við Vicliystjórnina. Er nú aftur mikið rætl um það, með tilliti til þess, að Dar- lan fær nú tögl og hagldir í Norður-Afriku og sóknar Breta í Libyu, að Þjóðverjar kunni að endurnýja kröfur sínar um franska flotann og ef til vill fara þeir fram á frekari aðstoð. í einni fregn, sem birt var í gær, var svo að orði komist, að franskir embættismenn streymdi til Algier, til þess að taka í sínar hendur stjórn þeirra mála, sem Weygand annaðist. Samkvæmt fregn frá Was- hington liefir Bandaríkjastjórn tekið til ihugunar á ný afstöðu sína til nýlendna Frakka i Vesturálfu, vegna fráfarar Weygands-. — Nýlendur þær, sem hér er um að ræða, eru Martinique og Guadaloupe Sama gildir um Frönsku Guiana Lítur Bandaríkjastjórn svo á. að ef til algerrar samvinnu komi milli Þjóðverja og Vichystjórn- arinnar, muní Þjóðverjar beíta áhrifum sínum ekld að eins í Norður-Afriku og Frönsku Vest- ur-Afríku, heldur og i fyrr-. nefndum nýlendum. Bergerel flugmálaráðherra Vichystjórnarinnar er komínn tíl Algíer í eftirlítsferð til flug- stöðva landsíns. Talið er, að Hitler kunni að krefjast ]>ess af Petain, að hann fallíst á, að Þjóðverjar sendi herlið til Marokko og Algier Straok ór fangabnðum - BeiS bana i Ioftornstn. Þýzka útvarpið skýrir frá þvi, að Fonberra flugkapteinn hafi beðið bana í loftbardaga yfir Þýzkalandi. Fontberra var tekinn til fanga í fyrra og fluttur til Canada. — Hann gerði tvær tilraunir til þess að flýja og lieppnaðist hin síðari. Hann komst heim yfir Rússland. tjón Breta. Bretar hafa misst, að sögn Þjóðverja, 1792 flugvélar yfir Ermarsundi og Vestur- Þýzkalandi og Norður-Afríku. Roosevelt fær svar verka- manna i kolanámunum í dag. Bíður átekta þar til svarið er komið. Roosevelt gaf blaðamönnum i skvn í dag, að Bandaríkjastjórn mundi ekki grípa inn í koladeil- unað fyrr en svar verkamanna væri komið. Eins og áður befir verið getið sendi Roosevelt at- vinnurekendum og verkamönn- um samhljóða bréf, og sagði, að ekki væri nema um tvær leiðir að velja, leggja deilumálin ti 1 hliðar, meðan þjóðarhags- munir Bandarikjanna krefðist þess, að framleiðslan stöðvaðist ekki, eða deilan yrði lögð undir úrskurð gerðardóms. Fulltrúar stálfélaganna svöruðu um hæl, að þeir skyldi taka hvorn kost- inn, sem væri, en helztu full- trúar verkamánna koma saman í Wasliington í dag og taka á- kvörðun um svar sitt. Frumvarp var lagt fyrir sen- atið í gær og fjallar það um heimild til Bandaríkjastjórnar að taká námurnar og starf- rækja þær unz allar aðsteðjandi hættur eru úr sögunni. Á fundi C. L O. í Detroit i gær var samþykkt ályktun, þar sem vítt var, að Bandarikjalierinn væri æfður i að brjóta á bak aft- ur samtök verkfallsmanna. Var þess krafist, að Roosevelt for- seti bannaði, að slíkar æfingar færi fram í hernum. Phil. Murray var endurkosinn forseti Congress of Industrial Organisation. Murray er af skoskum ættum. Ellefu ára vann hann í kola- námu í Skotlandi. í gærkveldi var talið, að um 200.000 verkamenn í kolanám- um Bandarík-janna, tæki þátt i verkföllum og samúðarverk- föllum. — Til óeirða hefir kom- ið á nokkurum stöðum. I gær skiptust á skotum verkamenn, sem vildu vinna, og verkfalls- verðir, og særðust 10 verkfalls- verðir. Bretar berjast með Serbum í Jugoslaviu. í fregn frá Budapest segir, að blaðið Obnova í Belgrad hafi skýrt frá þvi, að flokkar serbneskra ættjarðarvina • noti hvert tækifæri sem gefst, til þess að berjast við „naz- ista og quislinga“. Chetnikar, serbneskir ætt- jarðarvinir, áttu nýlega í or- ustu hjá Jagodina, segir blað- ið, við lögreglulið, og féllu margir menn af beggja liði. Meðal ]>eirra sem féllu voru tveir brezkir yfirforingjar. Talið er, að níu Bretar hafi verið í flokki Chetnikanna. NÝJU AMERlSKU ORUSTU- SKIPI HLEYPT AF STOKK- UNUM MISSERI Á UNDAN ÁÆTLUN. Nýju anierisku orustuskipi — Indiana — var hleypt af s tokk- unum í Newjxn t News, Virgina í gær, að viðstöddum Frank Knox flotamálaráðherra og miklu fjölmenni. Flutti Knox ræðu og sagði, að orustuskipinu hefði verið hleypt af stokkunum mjsseri á undan áætlun, og sýndi það, að Bandaríkjaþjóðin hefði vilja á, að treysta aðstöðu sína sér til verndar og 'lýðræðisþjóðunum til aðstoðar. Indiana er fimmta orustuskip- ið af ]>essari stærð, sem hleypt er af stokkunum á tiltölulega skömmum tíma, en hinu sjötta, Alahama, verðúr hleypt af stokkunum í febrúarmánuði næstkomandi. Ernst Udet, flughetjan þýzka, var jarðaður i Berlín í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni, þ. á m. ýmsu stórmenni Þýzkalands. EDEN OG MAISKY FRUTTU RÆDUR í GÆR. Eden og Maisky fluttu ræður í gær á fundi brezk-rússnesku nefndariiunar. Báðir lögðu á- herzlu á brezk-rússneska sam- vinnu eftir styrjöldina. — Eden sagði, að skipin, sem fluttu lier- gögn til Rússlands, liefði kom- ið aftur með hráefni, sem mikils væri um vert fyrir Breta að fá. Maisky lagði á lierzlu á, að Þjóðverjar yrði aldrei gersigr- aðir nema herveldi þeirra á meg- inlandinu yrði hrotið á bak aft- ur, og yrði bandamenn að standa sameinaðir í haráttunni, sam- eina krafta sína og orkulindir, og beita sér af alefnli í hvert sinn þar sem þörfin er mest. Allir verða að beita kröftum sínum af alefli til þess að sigur vinnist. í fregnum frá Rússlandi i gærkveldi segir, að Þjóðverjar hafi reynt að herða sókn sína á núðvígstöðvunum í Rússlandi, vegna þess að brugðið liefir til frosta, og umferð á vegum hefir batnað. En þeim liefir ekki orð- ið verulega ágengt. Sókn þeirra á vígstöðvunum næst Moska, sem byrjaði á þriðjudagskvöld, befir verið stöðvuð, að minnsta kosti í bili. Þjóðverjum hefir mistekizt að taka borgina Tula og í gær reyndu þeir að aðskilja rúss- neskt lið á þeim slóðum og sendu fram 50 skriðdreka í þvi skyni, en tilraunin misheppnað- ist. —

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.