Vísir - 21.02.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 21.02.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsta 32. ár. Reykjavík, laugardaginn 21. febrúar 1942. 21. tbl. Varnarlína Þjóðverja miili Schliis- «S£awar**~*3*u arm-.-___rr selburg og IlmenvatnsCí hættu. skíðagöngum en það, að sumir þeirra kusu heldur að vaða snjó- inn upp i hné. Margir féllu, er Rússar gerðu árásir á þá, en hin- ir voru teknir til fanga. segjast liafa nýjan inilljónaliep reiðubútnxi til Þess ad taka þátt í vorsðkn. EINKASKEYII frá United Press. London í morgun. Samkvæmt fregnum frá Moskvu halda Rússar áfram að gera harðar árásir á þriðju og sein- ustu varnarlínu Þjóðverja á Leningradvíg- stöðvunum, en varnarlína þessi er milli Schliisselburg, skammt fyrir austan Leningrad til Ilmenvatns. Einnig ei* sagt frá miklum átökum á Smolenskvígstöðvunum. Fregnirnar um, að smáskæruflokkar frá Lettlandi hafi sam- «inazt framvarðasveitum Rússa, vekja mikla athygli. Sennilegt að fundum þeirra hafi borið saman í Hvíta Rússlandi, en Hvíta Rússland og Lettland ná saman. Er kunnugt, að rússneskar skriðdrekahersveitir eru komnar langt inn í Hvíta Rússland. Letlendingarnir, er sameinazt hafa • Rússum, segja að haldið sé uppi einarðlegri baráttu gegn Þjóð- Verjum í Lettlandi, þrátt fyrir að margir menn sé teknir af lífi fyrir mótþróastarfsemi. Yinna hefir lagzt niður í mörgum verk- Síniðjum í Riga. Á Leningradvigstöðvunum Segjast Rússar iiafa tekið um 100 steinsteypt virki, fellt um 1200 Þjóðverja og náð einum Pýzkum herfylkisfána á sitt Vald. Rússar senda stöðugt fram, varalið, gegnum lilið það, sem þeir hafa nú gegnum fyrslu og a®ra varnarlinu Þjóðverja á Leningradvigstöðvunum. Einnig er sagt frá miklum bardögum við Rzhev, en þar hefir nú verið barizt langa hríð, °§ er þar þýzkt setulið innikró- að. hjóðverjar játa í tilkynning- Uni sinum, að barizt sé um yfir- ráðin yfh* járnbrautinni milli Eharkov og Taganrog. Amerískir fréttaritarar telja, aÖ framvarðasveitir Rússa séu kornnir inn í Lettland, en engin staðfesting hefir fengizt á því enn, og herstjórnin rússneska hefir ekki enn minnzt á Hvita Rássland í tilkynningum sínum, enda eru herstjórnartilkynning- ai*nar jafnan fáorðar og sjaldn- ast nefnd nöfn borga og jafn- vel ekki liéraða. Rússar segjast liafa tekið til íanga hollenzka hermenn á ansturvigstöðvunum. Þeir voru ^eyddir til að fara til Þýzka- ands undir því yfirskini, að lJeir ættu að vinna í verksmiðj- Uln, en er til Þýzkalands kom, Voru þeir neyddir til að fara til vjgstöðvanna. . Rláa hersveitin spænska hef- 11 heðið mikið manntjón að und- anförnu skiðasveitir úr þessari herdeild voru sendar til árása á stöðvar Rússa, en spænsku her- ^ennirnir voru ekki vanari -'T*; Bremja í PortOgal yfir iri Mikil gremja er ríkjandi i °rtúgal yfir því, að Japanar sett herlið á land á Timor- Blöðin láta í ljós von um, f /L- Salazar auðnist að koma ekk tU lel®ar> Japanar haldi . 1 Ijl streitu áformum sínum a Tlmor. •á iÞ°vnÚgalska herliðið, sem er er G1 Úlni lil Portúgalska Timor, 311.7utan,egi þangað í lok þessa Sumatra og Balí á valdi Japana. flikið skipatjón Japana við Bali Útvarpið i Batavia varaði i- húa Java við innrásarhættunni í gærkveldi enn á nýjan leik. Má nú búast við árásum úr 4 áttum, þ;.r sem Japanar liafa náð á sitt vald flugstöðvum á Borneo, Celebes, Suinatra og sennilega nú Bali. Allan daginn í gær var barizt af kappi á Bali, og hefir þegar verið eyðilagt allt, sem Japön- um mætti að gagni verða. Allar hörmungar innrásarstríðsins bitna nú á íbúum þessarar „paradísareyjar“. Japanar hafa ekki enn náð Sumatra og Bali algerlega á sitt vald, en þegar i gærkveldi var ekki talinn neinn vafi á því í London, hversu fara mundi. í fyrrakvöld sendu banda- menn kafbáta og herskip til á- rásar á skipaflota Japana við strendur Bali. Flugvélar tóku þátt í árásunum. ítarlegar fregn- ir hafa ekki borizt um þessar á- rásir, en kunnugt er, að inörg herskip og flutningaskip hafa verið hæfð sprengjum. Fregn frá Batavia hermir, að 2 japönsk beitiskip og 2 tundur- spillar hafi laskazt alvarlega í árás kafbáta og flugvéla á skipaflota Japana við Bali. Næturlæknar. í nótt: Björgvin Finnsson, Lauf- ásvegi ii, siqii 2415. Næturvöröur í Reykjavikur apóteki og Lyfja- búöinni Iöiinni. Aöra nótt; Gisli Pálsson, Lauga- vegi 15, simi .2474. Næturvöröur næstu viku í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Helgidagslæknir. Halldór Stefánsson. Ránargötu 12, sími 2234. Japanskur »sjálfsmorðskafbátur« • . ' • v. : . y Hér birtist mynd af einum af 2ja manna kafbátunum, sem Japanir notuðu í árás sinni á Hawaii 7. desemher. Bandaríkja- menn, sem náðu þessum kafháti eftir árásina, kalla þá „sjálfs- morðskafbáta“. Kafbátar þessir eru fluttir á þilfari orustu- eða beitiskipa og látnir á flot t. d. 100 milur frá árásarstaðnum. —• Með amerískum hraða I skipasmíðastöð einni á aust- urströnd Bandaríkjanna var tveimur nýjum tundurspillum hleypt af stokkunum í gær, og í annari öðrum tveimur. Seinustu 12 daga hefir 8 nýj- um amerískum herskipum ver- ið hleypt af stokkunum, og eru þau: 1 orustuskip af Alabama- gerð, eitt 10.000 smálesta beiti- skip og 6 tundurspillar. HARRIMAN ÁVARPAR V-HERINN. Hai’riman, láns- og leigulaga- erindreki Roosevelts, flutti hvatningarræðu til V-hersins í gærkveldi, þ. e. til allra þeirra, sem herjast undir V-merkinu — merki sigurstafsins — á megin- landinu, í verksmiðjum, og vinnustöðvum, á heimilum o. s. frv. Harriman benti á, að Hitler reiðir sig á hinn aðflutta vinnu- kraft kúgaðra manna, til þess að framleiða nóg hergögn lii jiess að geta sigrað. En i Banda- ríkjunum er her 15 milljóna verkamanna, sein vinna af frjálsum vilja til þess að fram- léiða hergögnin, sem verða Hit- ler að falli. Hvatti Harriman verkamennina, sem, fluttir liafa verið til Þýzkálands, og aðra. sem knúðir eru til að vinna í Þýzkalandi og liernumdu lönd- unum, til þess að fara sér hægt og vinna skemmdarverk í kyrr- þei. Harriman gaf allítarlegar upplýsingar um hvers Banda- ríkjanvenn eru megnugir, þegar þeir eru komnir „í gang“, eins Port Darwin lýst í hernaðarástand og þeir nú vissulega eru, eða eftir að Japanar gerðu árásina á Pearl Harhor, en hún samein- aði alla þjóðina til að vinna að sigri. Bandaríkin framleiða helm- ingi meira stál en öll Evrópa — 90 millj. smálesta. Stál er undir- staða nútimahernaðar. í Banda- ríkjunum er það 25 daga verk, að framleiða eins marga bila og Þjóðverjar geta framleitt á einu ári.“Vér höfum þegar komið oss upp 2 milljóna her. 9 milljónir til viðbótar eru skrásettir í þess- um mánuði. Og vér höfum getu til að framleiða öll þau hergögn, sem þessi her þarfnast og-það, sem bandamenn vora vantar,“ sagði Harriman að lokum. Flotaforingi bandamanna Flóttafólk lýsir ógn- um loftárásanna. Fregnir frá Melbourne herma, að liafnarborgin Port Darwin hafi verið lýst i hernaðarástand. Það er nú verið að flytja á brott alla ibúana. Áður var búið að flytja á brott allar konur og börn. Hjúkrunarkonur einar voru eftir skildar. Fregn frá Townsville í Queenslandi hermir, að flótta- fólk, sem þangað var flutt loft- leiðis frá Port Darwin segi, að loftárásir Japana hafi verið hin- ar ógurlegustu. Meðal þessa fólks eru menn, sem voru í Lon- don, meðan loftárásir Þjóðverja voru æðisgengnastar, en „það var enn meiri grimd í árásum Japana“, segja þessir menn. Fyrsta árásin liófst aðeins tveimur mínútum eftir hættu- merki höfðu verið gefin. Flug- vélarnar komu inn yfir borgina i hópum —• níu í hverjum, en alls voru sprengjuflugvélarnar 72 sem fyrr var getið og auk þess orustuflugvélar þeim til varnar. Hóparnir komu nákvæmlega með þriggja minútna millibili. Portúgalska þingið kemur saman í dag. Dr. Salazar ræðir við sendiherrájjjapana. Fregn frá Lissabon liermir, að þjóðþingið komi saman á fund i dag, til þess að ræða sein- ustu atburði á Timorey, en þar hafa Japanar sett lið á land, eins og getið er í annari fregn. Dr. Salazar átti viðtal við jap- anska sendiherrann í gærkveldi og að þeim fundi loknum var á- ! kveðið, að kalla þjóðþingið sam- 1 an á fund, lil jiess að taka á- kvörðun um hvað gera skuli. * Portúgalsmenn hafa miklar áhyggjur af hversu komið er, þar sem einlægur vilji er rikj- andi meðal þjóðarinnar, að Portugal verði hlutlaust áfram. 1 Portúgalska skipið Joa Obelo er nú á leið til Timor með her- afla. I Þegar ameríski flotaforinginn Hart, sem stjórnaði sameinuð- um flola Ástraliu, Breta, Banda- ríkjamanna og Hollendinga í suðvesturhluta Kyrrahafsins, lét af störfum fvrir slcemmstu, tók við af honum E. E. L. Ilelfrieh, yfirmaður hollencrka flotans. Ei hann þaulkunnugur á þessum slóðum. Hollenzkir flugmenn o" sjóliðar'hafa staðið sig mjög vel i baráttunni við Japani. Stúdentar krefj- ast Garös, Stúdentar héldu fund í Há- skólanum í gærkveldi til að ræða Garðsmálið. Var fundurinn haldinn í I. kennslustofu Há- skólans og svo fjölmennur, að margir urðu að standa. Báru formenn allra pólitískra félaga fram tillögu þess efnis, að farið yrði í kröfugöngu til brézka sendiherrans i mótmæla- skyni við hcrnám Garðs, því Bretar höfðu gefið skýlaust lof- orð um að yfirgefa Garð haustið 1940, en ekki haldið það. Spunnust um þetta miklar umræður og kom fram tillaga frá Lúðvig Guðmundssyni, þess cfnis, að reyna til þrautar, hvort stúdentar fengju ekki leiðrétt- ingu mála sinna lijá Bretum, og ennfremur að athuga mögu- ieiica á byggingu nýs stúdenta- heimilis. Skyldi athugun þessari vera lokið innan. hálfsmánaðar, og fundinuin frestað þangað til. Þessi tillaga var samþydckt. Bæjcjp fréttír Messur á morgun. í dómkirkjunni: Kl. 11, síra Friörik Hallgrímsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson (alíarisganga). Hallgrímsprestakall: Kl. 10 sunnudagaskóli í gagnfræöaskól- anum viö Lindargötu. Kl. 11 barna- guösþjónusta í bíósal Austurbæj- arskólans. Síra Sigurbjörn Einars- son. KJ. 2 (ekki kl. 11, eins og fyrst var augl. í útvarpinu) messa á sama staö. Sira Jakob Jónsson. Laugarnessókn : Kl. 2 síra Garö- ar Svavarsson. Barnaguösþjón- usta kl. 10 f. h. Fríkirkjan i Reykjavík: Kl. 2 síra Árni Sigurösson. Unglingafé- lagsfundur kl. 4 á venjulegum stað. Frjálslyndi söfnuöurinn: Messa í fríkirkjunni á rnorgun kl. 5.30. Jón Auöuns prédikar. — í ffíkirkj- unni í Hafnaríirði: Messa á morg- un kl. 2. Jón Auðuns prédikar. Minnist þess áð fara nákvæmlega eftir settum reglum, þegar gefið er merki um hættu á loftárás. Enginn .veit, hve- nær hættumerkið kann aö boöa á- rás á bæinn. Þaö verður vart kom- ist hjá tjóni á lífi eöa eignum manna, ef árás verður gerð, en það er á ykkar valdi að koma í veg fyrir þaö óþarfa tjón; sem hlotizt getur af agaleysi og gáleysi. — Minnist þess, aö f jöldinn allur af fólki því, sem farizt hefir erlendis í loftárásum, hefir blátt áfram lát- ið lífið sökum forvitni. Hjálpið til þess, að tjónið veröi sem minnst. Munið, aö þær reglur, sem settar eru hafa þann tilgang einan, aö •iii ka okkar eigið öryggi. Þess vegna hlýðið þið tafarlaust fyrir- skipunum þeirra manna, sem til þess hafa verið settir að halda uppi aga og reglu og aðstoða yður á stund hættunnar. „Gullna hliðið“ verður sýnt annað kvöld. Trúlofun. Nýlega opinlæruðu trúlofun sína ungfrú Helga Svanlaugs, Akur- eyri, og Olivert Thorstensson hér í bænum. Útvarpið í kvöld. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskirkennsla, 1. fl. 19.25 Kng- fréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Á' flótta“, ,eftir Robert Ardrey. (Leikfélag Reykjavíkur — Lárus Pálsson stjórnar. 23.00 Fréttir. 23.10 Danslög til kl. 24.00. í STUTTU MÁLI. Roosevelt flytur ræíSu á mánudagskveld. Verður henni útvarpað um gervöll Bandarík- in og endurútvarpað. Á mánu- daginn er minningardagur Georgs Washington, og dagur- inn almennur frídagur, en að þessu sinni verður 'unnið i öll- um verksmiðjum landsins. Amerísku olíuflutningaskipi hefir verið sökkt undan Martini- ípie. Argentiska stjórnin hefir far- ið fram á, að þýzki sendiherr- ann fari úr landi. Fregn frá Ástraliu hermir, að ekkert samband hafi enn náðst við Timorey. 8000 börn frá Grikklandi verða flutt til Svisslands, Tyrk- lands, Palestinu og Egiptalands. Réttarhöldin i Riom byrjuðu í gær, en dómur verður senni- lega ekki felldur fyrr en i júlí. Um 400 vitni verða leidd. Daladier og Blum sökuðu her- leiðtogana i gær um hrakfarir Frakka, en Gamelin, fyrrver- andi yfirhershöfðingi, kvaðst ekki mundu verja sig. Amerískur kafbátur hefir sökkt 5000 smálesta skipi milli Formosa og Kina. Þýzkur kafbátur hefir sökkt olíuflutningaskipi undan Aruba. l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.