Vísir - 21.02.1942, Qupperneq 3
VlSIR
Axel Ólafsson stud jur,:
Öll íslenzka þjóðin á ein-
huga að heimta æðstu
menntasetur landsins
úr hers höndum.
Hásköli Islands er byggður af
álmanna fe. Islenzka þjóðin öll
hefir réist þessa fögru byggingu.
og gefið hana skólaæsku lands-
ins til afnota rnn aldur og æfi.
Kynslöð okkar héfir hafið sig
upp yfir alla meðalmennsku í
menntamálum, og sýnt það í
verk'inu að hér norður í liöf um
býr framsýn og stórliuga menn-
ingarþjöð. Þjöð sem verðskuld-
ar öskorað athafnafrelsi og
sjálfstæði á grundvelli menn-
ingaif sinnar. I anddyri Háskól-
ans er brjöstlikan af Jóni Sig-
urðssyni. Þar skipar óskabarn |
þjóðarinnár öndvegi og ininnir
æskulýð landsins á að hvika j
áldrei i rétfindabaráttu þjóðar- j
innar fyrir fullu frelsi og sjálf-
stæði. Hann fórnaði öllu lífi sinu
í þágu Islands, hann talaði frá
hjarta sínu til hjarta þjóðarinn-
ar. Þegar hann mótmælti allri
erlendri kúgun og áþján þá mót-
mælti öll þjóðin. Starf hans var
óvenju giftudrjúgt. Honum her
að þakka sjálfstæði og fullveldi
landsins árið 1918 og loks al-
gjört sjálfstæði árið 1940. Hann
barðist og mest fyrir stofun
Háskóla Islands og þjóðin sjálf
liefir með háskólabyggingunni
reist frelsishetju sinni óbrot-
gjarnan minnisvarða. Háskólinn
er þjóðleg bygging og innan
veggja hans svífur rammis-
lenzkur hugsunarháttur.
Við lifum á róstutímum,
liringiða örlaganna hefir skolað
liér á land herjum tveggja stór-
velda, svo nú byggja þrjár
þjóðir landið, sem á þessari vig-
og vargöld byggir tilveru sína
á ævarandi hlutleysi. Aðkomu-
menn berjast gegn gjörræðis-
fullum andstæðingum og víg-
orð þeirra er: Verndun menn-
ingar, frelsis og sjálfstæðis smá-
þjóðanna. Þetta er bæði fagurt
og göfugt markmið og sæmir
vel hugprúðum drengjum.
Þegar brezki herinn tók
menntastofnanir landsins her-
námi þá treysti þjóðin því að
hér væri aðeins um bráðabirgða-
aðgerðir að ræða. En það eru
því mikil vonbrigði, þegar Bret-
ar þrátt fyrir gefin loforð rýma
ekki æðstu menntasetur hennar.
Neita meira að segja skýíaust
eftir látlaus loforð og ádrátt í
nær 2 ár að hverfa úr eina stýd-
entaheimili landsins, Garði. Það
er frekleg móðgun við sjálfa
þjóðina að taka hluta af æðstu
menntastofnun landsiris her-
námi og hrúga upp ósmekkleg-
um braggakumböldum og
kömrum á sjálfri liáskólalóð-
imii. Okkur finnst hámenning
okkar mikill vangi sýndur með
aðgjörðum þessum. Eg hygg að
Bretum þætti hart að sér gengið,
ef þeir væru hernumdir, og er-
lent herveldi hefði álíka óliæfu
í frammi i hinum víðfrægu há-
skólaborgum þeirra, Oxford og
Cambridge. Enginn sannur
Englendingur myndi þola slíkt
með þögn og þolinmæði. Þjóðin
öll færi í varnarstöðu og sókn
samtimis og mundi ekki linna
fjrrr látum en þessum
menntastofnunum væri fullur
sómi sýndur.
Bretar eiga ekki að ganga svo
mjög á þennan heilaga rétt
hínnar islenzku smáþjóðar. Og
þennan átroðning geta þeir að-
eins bætt með þvi að afhenda
okkur strax menntastofnanir
okkar, en ekki með því að neita
afdráttarlaust að rýma þær.
I húsnæðismálum stúdenta
rikir nú hið mesta öngþveiti.
Upplýsingarskrifstofa stúdenta
reyndi að útvega þeim herbergi
hér í bænum í haust í gegnum
öfluga auglýsingarstarfsemi,
en árangurinn var sáralítill eða
nærri enginn, af um 70—80 lier-
hergisumsóknum var aðeins
hægt að fullnægja 4—5. Allir
liinir höfðu hvergi höfði sínu að
að lialla. Eitthvað milli 20—30
stúdentum var svo holað niður
í sjálfum háskólakjallaranum,
en flestir hinna munu hálf hús-
villtir í hænum. Aðbúnaður
þessi er vægast sagt slæmur og
harður aðgöngu og lestrarskil-
yrði margra hverra svo fráleit
að nærri gengur frágangssök.
I háskólakjallaranum hýrast
ýmist 8—10 menn saman i ó-
vistlegum herbergjum, eður
einn og tveir saman í óvistleg-
um herbergiskytrum (lik- og
krufningarklefum).
Margir þessara manna hafa
að meira eða minna leyti ofan
af fyrir sér með kennslu á dag-
inn, og liafa því lielzt tómstund-
ir til lesturs á kvöldum. Getur
hver og einn sagt sér sjálfur að
harla lítið muni vera næði til
lesturs í áðurnefndum herbergj-
um. Yærðartími er þarna og af-
leitur, þar sem lierbergi þessi
liggja hvert inn af öðru og því
talsvert mikið um ráp.
Stúdentar þeir sem dvelja í
hænum eru margir hverjir sizt
hetur settir. Einn stúdent þekki
eg sem sefur í kaldranalegu bað-
herbergi og annan sem hvergi
fékk hér inni í haust og varð að
leigja sér herbergi í Hafnarfirði
og sækir fyrirlestra Háskólans
þaðan. Þetta eru táknræn dæmi
um öngþveiti ]iað sem ríkir í
húsnæðismálunum, og lítill
vandi er að telja upp önnur
hliðstæð.
En þessi raunasaga er ekki
nema hálfsögð enn. Iþrótta-
skylda er lögleidd í háskólanum,
og er liún skilyrði fyrir því að
menn fái að þreyta háskóla-
próf. Heilbrigð sál í hraustum
líkama, er nú að verða einkunn-
arorð þj óðanna ogstúdentar vilja
ekki síður en aðrir að spakmæli
þessi verði raunhæf. Á Garði var
leikfimissalur, ætlaður háskóla-
stúdentum til iþróttaiðkanna.
Nú er hann fyrir kórvillu forlag-
anna orðiim að sjúkrastofu. Þeir
stúdentar, sem inna af hendi
íþróttaskyldu, og sækja auk þess
fyrirlestra í háskólanum eru á
sífelldum hlaupum allan dag-
inn milli íþróttahúss Jóns Þor-
steinssonar, Sundliallarinnar og
svo háskólans. Þessi sifelldu og
seigdrepandi hlaup taka frá
mönnum nær allan lestrartíma.
Stúdentar þyrftu helzt að trítla
á hlaupaskóm á milli, ef þeir
ættu að fullnægja þessari þjóð-
þrifa kvöð.
Á Garði var húsakynnum svo
háttað að stúdentar gátu komið
saman til mannfagnaðar i eigin
húsakynnum. Ætlunin var að
þeir yrðu sjálfum sér nógir með
skemmtanir, og drægju sig því
meir út úr samkvæmislífi bæj-
arins. Nú er öldin önnur. Glað-
værðin á Garði er horfin. Stúd-
entar ganga nú þöglir fram hjá
honum á leið til mannfagnaða
sinna. Og hvert fara þeir? Jú,
það er ekki nema ein leið til, og
það er háskólakjallarinn. Þessi
húsakynni eru auðvitað alls-
kostar óhæf til skemmtana.
Þrengslin svo afskapleg að menn
sitja þar og troða hver ofan á
öðrum og þægindi sára lítil. Það
er næsta óhugsanlegt að mæta
þarna í samkvæmisbúningi og
öllu hagkvæmara að setja held-
i
ur á sig legghlífar og púða til
þess að draga úr látlausum á-
rekstrum.
Eina leiðin sem brezkir um-
boðsmenn evgðu út úr ógöng-
unum í haust, var sú, að hyggja
bragga vfir stúdenta. Tilboð
þeirra var að vettugi haft, enda
var það mjög óaðgengilegt. Og
óhætt mun mér að fullyrða að
enginn íslenzkur háskólastúd-
ent hefir skriðið inn i bragga til
þess að hafa þak yfir höfði sér
eftir 2ja ára húsnæðishrak. Það
hefir um stundarsakir verið
hægt að svipta islenzku þjóðina
æðstu menntasetrum hennar,
en ekkert vaJd megnar að breyta
hinni stórhrotnu skapgerð henn-
ar né metnaði.
. Bretar koma aldrei á heil-
steyptu menningarsambandi
milli sín og íslendinga á meðan
þeir útliýsa íslenzkum
menntamönnum úr lieimkynn-
um þeirra. Það verður aldrei
gert með orðum einum. Traust
menningarsamband milli þjóð-
anna á að grundvallast á gagn-
kvæmu trausti hæði í orði og á
borði.
Nú mótmælir þjóðin öll fram-
komu hrezkra umboðsmanna í
máli þessu. Stúdentar hennar
eru í fylkingarbrjósti, eftir ár-
angurslaust samningsþóf í nær
2 ór. Hér er um nieriningar- og
réttindabaráttu að ræða, og við
rnunurn aldrei hvika frá mark-
miði okkar sem byggt er á
þeirri sjálfsögðu rétlindakröfu,
að brezka herstjórnin rými nú
þegar Garð og aðrar mennta-
stofnanir landsins. Stúdentar
látið ekki af forustunni fyrr en
íslenzki fáninn blaktir við hún
á Garði!
Axel Ólafsson.
Þorraþræll
er í dag, laugardaginn 21. febr.
H áskólafyrirlestrar.
Annar fyrirlestur dr. Einars Ól.
Sveinssonar um Njálssögu fer
fram sunnudaginn 22. þ. m. kl. 5.15
í 1. kennslustofu Háskólans. Efni:
List sögunnar. Öllum heimill aö-
gangur.
Prófessor dr. phil. Alexander
Jóhannesson flytur fyrirlestur meS
skuggamyndum sunnudaginn 22. þ.
m. kl. 2 e. h. í hátíSarsal Háskól-
ans. Efni: Hvernig læröi frum-
maSurinn aS tala? Ollum heimill
aögangfur.
Silfurbrúðkaup
eiga á þriöjudaginn, 24. þ. m.,
frú Þórveig Árnadóttir og Jó-
hannes Jónsson, trésmiSur, Hring-
braut 194.
Dagsbrúnannenn.
Stjórn Dagsbrúnar hefir ákveö-
iÖ þá nýbreytni í fundarstarfsemi
íélagsins, aö fá framvegis vel
þekkta menn til þess aö flytja er-
indi á fundum um fræöileg efni.
Á framhaldsaöalfundi sínuin á
morgun flytur Axel Thorsteinson
rithöfundur erindi um þátt Japana
i baráttu einræöisþjóöanna. Verka-
menn ættu aö styöja þessa ný-
breytni i félagsstarfsemi með því
að mæta vel á þessum fundi. Auk
þess veröa nokkur merk félagsmál
tekin til umræöu og afgreiðslu á
fundinum.
Útvarpið á morgun.
10.00 Morguntónleikar (plötur) :
a) Fiölukonsert í d-moll eftir Wi-
eniawsky. b) Píanókonsert nr. 2, í
f-rnoll eftir Chopin. 14.00 Messa
úr Hallgrímssókn (séra Jakob
Jónsson). 12.15—tJ-00 Hádegís-
útvarp. 15.30—16.30 Miðdegistón-
leikar (plötur): Karneval-tónleik-
ar. 18.30 Barnatími (Ragnar Jó-
hannesson mag.) 19.25 Hljómplöt-
ur: Lagaflokkur eftir Dohnanyi.
20.00 Fréttir. 20.20 Erindi: Þjóð-
leg verðmæti (Vilhj. Þ. Gíslason).
20.45 Einleikur á fiðlu (Þorvaldur
Steingrímsson): a) E. Bams:
„Hindoo Lament“, b) Fr. Kreisler:.
Libesfreude, c) d’Ambrosio: Can-
zonetta, d) Fr. Kreisler: Poupée
valsante. 21.05 Takið undir! (Þjóð-
kórinn — Páll Isólfsson stjómar).
21,50 Fréttir.
Nýkomnar
vörur:
NÝTT KERAMIK í miklu
úrvali.
BURSTASETT* mjög smekk-
leg.
HÁRBURSTAR, margar
gerðir.
TESETT til ferðalaga, 3
stærðir.
Margs konar skrautvarning-
ur, svo sem: hringar, næl-
ur, manchettuhnappar,
púðurdósir o. fl. —
Ennfremur höfum við feng-
ið aftur • mikið úrval af
alls konar LEIKFÖNGUM.
Komið — skoðið og kaupið.
UliÉor Maoasin
Laugavegi 8.
1 fln. .i.i 1 1 1 1 ■■■-■
Húsnæði
Mig vantar 2—3 herbergja
ihúð 14. maí næstkomandi.
Ásgeir Ásgeirsson
Sólvallagötu 32 A.
K. F. U. M.
Á morgun:
Kl. 10 f. h. Sunnudagaskólinn
— 1% e. h. drengir (úrslit í
febrúarkeppninni). —
— 5 e. h. Unglingadeildin.
— 8V2 e. h. Samkoma. —
Pastor Krux og Ingebrigtsen
aðstoðarmaður lians tala. —
Allir velkomnir.
Lausar
íbúðir
Vil selja nokkur hús með
lai^sum íbúðum ef samið er
strax. Hagkvæmir greiðslu-
skilmálar. Uppl. gefur undir-
ritaðúr, kl. 8—10 e. h.
Kristján Gíslason
Karlagötu 6.
Nýtt
iðnfyrirtæki
óskar eftir 2—3 herbergjum
og helst eldhúsí fyrir þrifa-
legan iðnað í vor. Há leiga í
boði. — Tilhoð sendist Vísi,
merkt: „123“.
$umar-
búitaðnr
milli Hafnarfjarðar og
Reykjavikur, með eða án
húsgagna óskast til leigu til
14. mai eða lengur. Tilboð,
merkt: „Ás“ sendist afgr.
blaðsins fyrir mánudag. —
EGGERT CLAESSEN
EINAR ÁSMUNDSSON
hæstaréttarmálaflutningsmenn.
Skrifstofa í Oddfellowhúsinu
(Inngangur um austurdyr).
Sími 1171.
1
Iðnfyrirtæki
óskar eftir 8'—10 þús. króna rekstursfé. Trygging í vélum fyrir
láni. Þagmælska um tilboð. — Tilboð, merkt: „Veð“, sendist
Visi fyrir 25. þ. m.
Ntorhýii
i vesturbæ er til sölu strax. Húsið er vönduð nýbygging. Laus
íbúð fylgir. Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Uppl. gefur
HEILDVERZLUN
Guðm. H. Þórðarsonar
Sími: 5815.
FiaÉÉialliilur
Verkamannafélagið „Dagsbrún“ lieldur frarnhaklsaðalfund
n. k. sunnudag 22. þ. m. kl. 2 e. h. i Iðnó.
FUNDAREFNI:
1. Axel Tliorsteinsson: Þáttur Japana í baráttu ein-
ræðisþjóðanna.
2. Ólokin aðalfundarstörf.
3. Félagsmál.
Félagar, mætið vel og réttstundis og hafið skírteini með.
STJÓRNIN.
10. Nemendamót
Verzlunarskóla Islands
verður haldið í Iðnó mánudaginn 23. febr. 1942 og hefst kl. 8.30
eftir bádegi. v
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 1—3 og eftir klukkan 6 á
mánudag.
Húsið opnað kl. 8 'og lokað kl. 9.
Fjölbreytt skemmtiskrá.
NEMEND AM ÓI'SNEFN DIN.
Sundhöll Reykjavíkur
verður lokuð dagafna 23.—28. þ. m. vegna hreingemingar. —
Ath. Þeir, sem eiga mánaðarkort eða eru á sundnámskeið-
um, fá það bætt, sem fellur úr.
SIGLINOAR
V
milli Bretlands og Islands halda áfram,
eins ofí að undanfömu. Höfum 3—á
skip í förum. Tilkynningar um vöru-
sendingar sendist
Cnlliford Clark lm.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD.
S. T. A. R.
|
Dansleikur
í Iðnó í kvöld. —
Hefst kl. 10.
Hljómsveit hússins leikur.
Aðgöngumiðar í Iðnó með lægra verðinu frá kl. 6. Sími 3191.
Ölvuðum mönnum hannaður aðgangur.
Aðeins fyrir tslendinga.
í
!
I
1