Vísir - 21.02.1942, Side 4
V I S I R
Wm Gamla Bíó B
George getur alt
(Let George do it)
Gamanmynd með liinum
vinsæla skopleikara og gam-
anvisnasöngvara:
GEORGE FORMBY.
Sýnd kl. 7 og 9.
Framhaldssýniftg kl. 3Vá—-
(
Wótt örlaganna
Amerísk sakamálamynd.
Börn fá ekki aðgang.
2 tonna
vö 'tibíll
í göðu standi til sölu af sér-
stökum ástæðum. Til sýnis
við Lækjargötu 6 B frá kl.
2—5 sunnudaginn 22. febr.
Leikfélag Reykjavíkur.
„Gullna hlidid“
Sýning annað kvöld. kl. 8
■
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag.
GASTON LERROUX:
LEYND ARDOMUR
GULA HERBERGISINS
Liítill
bíll
hentugur til sendiferða, til
sölu í Þingholtsstræti 15, eflir
klukkan 4.
Lesið þetta ágrip og fylgizt síðan
með sögunni daglega:
„í Glandier-höll hefir verið gerS
morðtilraun við ungfrú Stangerson
dóttur amerísks prófessors. Glæp-
urinn er framinn í „gula herberg-
inu“, þar sem ungfrúin er gengin
til hvílu. Herbergið, sem er inn af
rannsóknarstofu prófessorsins og
dóttur hans, er Iæst og slagbrand-
ur fyrir, svo að prófessorinn, Jac-
ques, þjónn hans, og dyravarðar-
hjónin Bemier verða að brjóta það
upp. En þá er ungfrúin ein í her-
berginu, hlerar fyrir glugganum
og engin smuga, sem árásarmaður-
inn hefði getað sloppið út um.
Málafærslumaðurinn, sem segir
frá öllum atburöum, er að lesá frá-
sögn af glæpnum í „Matin“ ....
„Ef engar nýjar staðreyndir
• bætast við þær, sem rannsókn-
! arlögreglan hefir fundi'ð' í dag,
þá er eg hræddur um, að við
eigum langt í land að rjúfa þá
huliðsblæju, sem hjúpar þessa
grimmdarlegu morðtilraun á
ungfrú Stangerson. En það er
ætlun okkar að byrja á morgun,
með aðstoð smiðsins sem byggði
l»urt ojí gott vantar okknr
nli þogar iinclir prentpappir
Dagfblaðið Xísir
Verðbréf
tll §öln
Af sérstökum ástæðum er til sölu strax 300—400.000 krónur í
góðum skuldabréftum, með 6% vöxtum. Ennfremur veðdeildar-
bréf og önnur verðbréf. Tilboð, merkt: „Trygging“, sendist afgr.
Vísis sem fyrst, J»ar eð fyrstu kaupendur verða að öðru jöfnu
látnir sitja fyrir.
Framtíðar-
viima
f
Ungur, duglegur og vel menntaður maður, sem hefir þekk-
ingu á öllum algenguin vátryggingarmálum, getur fengið
framtíðaratvinnu á skrifstofu við vátryggingar hjá firma sem
hefir umhoð fyrir eiít af stærstu vátryggingarfélögum Eng-
lands. Enskukunnátta nauðsynleg. — Umsóknir, ásamt afriti
áf melðmælum, merkt: „Insurance“, sendist Vísi fyrir 18. þ. m.
úthýsið fyrir fjórum órum síð-
an, af „mannúðar-ástæðum“, að
sú leif færi okkur upp í hend-
urnar sönnun þess, að við meg-
um aldrei örvænta um rökrétt
samhengi hlutanna. Því að gátan
er þessi: Við vitum hvar morð-
inginn kom inn í herbergið —
liann kom inn um dyrnar og
faldi sig undir rúminu, meðan
hann beið eftir ungfrú Stanger-
son, — en livar komst hann út
aftur? Hvernig tókst honum að
flýja? Ef við finnum engan
hlera né leynihurð, engan af-
kima né neinskonar op, eftir
könnun veggjanna eða jafvel
Umturnun þeirra — því að við
Stangerson höfum ákveðið að
rífa úthýsið niður til grunna, ef
þörf krefur — leiðir ekki í ljós
neina færa smugu, „hvort held-
ur fyrir mannlega veru eða
nokkra aðra“, ef engin hola er
í loftinu, enginn leynigangur
undir gólfinu, „þá verð eg að
halda, að fjandinn sé með í spil-
inu, eins og Jacques gamli
sagði!“
Og Iiinn nafnlausi ritsjóri
greinarinnar — en grein þessa
hefi eg valið, sakir þess að hún
er sú bezta af öllum þeim grein-
um, sem birtust þennan dag um
málið — bætir við þeirri atliuga-
semd, að rannsóknardómarinn
liafi virzt leggja sérstaka mein-
ingu í þessa síðustu setningu:
„Þá verð eg að halda, að fjand-
inn sé með í spilinu, eins og
Jacques gamli sagði.“
Greinin endar með þessum
línum: Oss lék hugur á að vita,
hvað Jaeques gamli hafi meint
með „ýlfrinu í Guðsdýrinu".
Eigandi veitingahússins „Hall-
arturninn“ skýrði oss svo fráí að
fólk notaði þetta nafn um ó-
venju ámátlegt kattarmjálm,
sem heyrðist stuudum að nætur-
lagi,en eigandi kattarins er göm-
ul kona, sem gengur þar undir
nafninu „Agenoux“ gamla. Hún
er einskonar dýrlingur og býr
í kofa lengst inni í skógi,
skammt frá „Sainte-Geneviéve-
gjótunni“.
„Gula herbergið“, Guðsdýrið,
Agenoux gamla, fjándinn, Sa-
inte-Geneviéve, Jacques gamli;
þetta er í meira lagi flókið
glæpamál, sem upplýsist á
morgun, þegar búið er brjóta
niður veggina. Vér skulum að
minnsta kosti vona það, af
„mannúðaivástæðum“, eins og'
rannsóknardómarinn kemst að
orði. En hvað sem því liður, þá
er ungfrú Stangerson enn með
óráði, og lieyrist ekki annað til
hennar en ógreinilegt taut:
„Morð! Morð! Morð! .... ()g
það er talið að hún lifi ekki af
nóttina.
Loks skýrir blaðið svo frá í
síðustu fréttum, að lögreglu-
stjórinn hafi símað eftir Frédé-
ric Larsan, hinum fi-æga leyni-
lögreglumanni, sem hafði ver-
ið sendur lil London ‘ vegna
skjalastulds, og stefnt honum
tafarlaust til Parísar.
0
II.
Joseph Rouletabille
kemur til sögunnar.
Eg man það eins og það hefði
gerzt í gær, þegar Rouletabille
kom inn í herbergi mitt þennan
morgun. Klukkan var um átta,
og eg var ekki kominn á fætur
en var að lesa Matin-greinina
um glæpinn i Glandier.
En áður en lengra er haldið,
þá verð eg að kynna yður vin
minn.
Eg kynntist Joseph Rouleta-
bille þegar hann var lítilmótleg-\
ur fréttaritari. Eg var þá að
hefja skeið mitt sem málaflutn-
ingsmaður og mætti honum oft
i húsakynnum rannsóknarlög-
i-eglunnar, þegar eg var að biðja
um aðgang að Mazas eða Saint-
Lazare (fangelsi í París. Þýð).
Hann hafði „gott höfuð“, eins
og það er kallað. Hausinn á hon-
um var hnöttóttur eins og kúla,
og eg hygg það vera ástæðuna
til þess, að starfsbræður hans
gáfu honum viðurnefnið „Rou-
Ietabille“ (veltu kúlunni þinni.
Þýð.), sem festist við hann og
hann gerði víðfrægt. „Hefir þú
séð hann Rouletabille? Nei sko,
þarna er þá „bannsettur“ Roule-
tabille!“ Hann var oft rauður
eins og tómat, stundum var
hann ofsakátur og stundum
grafalvarlegur. Hvernig vék því
við, að hann svona ungur -—
hann var sextán og hálfs árs
gamall, þegar eg sá hann fyrst
— vann fyrir sér sem blaðamað-
ur? Menn hefðu undrazt þetta,
ef allir sem umgengust hann
hefðu ekki vitað, livernig það
byrjaði. Þegar glæpamálið í
Oberkampfgötu var á döfinni
— enn ein saga löngu gleymd,
kona brytjuð í mörg stykki, •—
þá hafði hann fært aðalritstjóra
blaðsins Epoque, sem var þá að-
alkeppinautur Matin í frétta-
flutningi, vinstri fótinn, sem
vantaði í körfuna, þar sem aðrir
likamshlutar konunnar fundust.
Lögreglan hafði árangurslaust
leitað að þessum fæti í heila
viku, og svo Iiafði Rouletahille
litli fundið hann í skolpræsi, þar
sem engum hafði komið til hug-
ar að leita lians. Til þessa hafði
hann orðið að ráða sig í flokk
skolpræsamanna, sem bæjar-
stjórnin hafði fengið til að gera
við skemmdir af stórkostlegu
flóði í ánni Seine.
Þegar aðalritstjórinn fékk
þennan dýrmæta fót í hendur og
komst að því, að þessi dreng-
snáði hafði liaft upp á honum
með skarplegum ályktunum, þá
fylltist Iiann í senn aðdáun á
leynilögreglukænsku þessa
sextán ára drengs og gleði yfir
að geta sýnt „vinstri fótinn úr
Oberkampfgötu“ í sýningar-
glugga blaðsins.
„Með þessum fæti,“ hrópaði
hann upp yfir sig, „slcal eg skrifa
meistaralega blaðagrein.“
Og er liann hafði afhent hin-
um læknisfræðilega ráðunaut
blaðsins fótinn, spurði hann
drenginn, sem brátt átti að öðl-
ast auknefnið Rouletabille, hvað
hann vildi fá i laun sem frétta-
ritari baðsins.
„Tvö hundruð franka á mán-
uði,“ svaraði ungi maðurinn
hæversklega, og hann stóð á
öndinni af undrun yfir slíkri
uppástungu.
„Þér skuluð fá tvö hundruð
og fimmtíu,“ svaraði aðalrit-
stjórinn, „með því skilyrði að
þér segið öllum, að þér hafið
starfað hér við lilaðið í einn
mánuð. Og þér verðið að skilja
það, að það eruð ekki þér, sem
hafið fundið „fótinn úr Ober-
kampfgötu“, heldur hlaðið
Epoque. Hér er einstaklingur-
inn ekkert, vinur minn, blaðið
er allt!“
Og síðan sagði hann sínum
nýja starfsbróður, að hann
mætti fara, en kallaði til hans
um leið og hann hvarf út úr
dyrunum og spurði hann að
heiti. Hinn svaraði:
„Joseph ,Tosephin.“
„Hvað, það er ekkert nafn,“
sagði aðalritstjórinn. „Annars
stendur það á sama, fyrst þér
skrifið ekki undir.....“
Rlaðamaðurinn skegglausi
eignaðist fljótt marga vini, því
að hann var greiðvikinn og
glaðlyndur, lcom mestu ólundar-
seggjum í goti skap og vánn
bug á állri öfund og afbrýði-
semi. Fréttaritarar lilaðanna
komu jafnan saman á lcaffiliúsi
málaflutningsmannanna, áður
en þeir fóru inn í réttarsalinn
eða á lögreglustöðina til að
fá fréttir af glæpi dagsins. Og
hann fékk brátt orð fyrir að
vera laginn á að koma sinu
fram; stundum komst hann
meira að segja inn í herbergi
sjálfs lögreglustjórans. Þegar
eitthvert merkilegt mál var á
döfinni og aðalritstjóri hlaðsins
hafði sent Rouletabille — auk-
nefni þetta hafði þegar festst
við liann — út af örkinni, kom
það oft fyrir, að hann skaut hin-
um slyngustu eftirlitsmönnum
ref fyrir rass.
Chevrolet
vörubifreið til sölu af séf-
stökum ástæðum. — Uppl. á
Njálsgötu 52 R, sími 5368. —
Enskar
kvenkápur
nýkomnar.
mLe
Lágt verð.
mmammmr"
Grettisgötu 57.
■.«**- FUNDifvm&iiiivm
BARNAST(ÚKAN UNNUR nr.
38. Fundur á morgun ld. 10 fi h.
í G. T. húsinu. Ýmislegt til
skemmtunar. Fjölmennið og
mætið stundvíslega. (338
BARNASTÚKURNAR í Reykja-
vík lialda sameiginlega skemmt-
un í Goodtemplarahúsinu á
morgun kl. 2 e. h„ til ágóða fyrir
starfsemi sina. Til skemmtunár
verður leikrit, samspil, mynda-
sýning o. fl. Á eftir frjálsar
skemmtanir. Aðgangur kr. 1,50
við innanginn. Félagar mega
taka með sér gesti. Gæzlumenn.
Félagslíf
SAMKOMUVIIGA í Betaníu
22. fehr.—1. marz. Samkoma
annað kvöld kl. 8V2. Gunnar
Sigurjónsson cand. tlieol. og Ól-
afur ,ÓIafsson kristniboði tala.
Allir velkomnir! (337
HttUSNÆflll
Hérbergi óskast
KONA óskar eftir herhergi
gegn hjálp við húsverk. (332
íbúðir óskast
TVÖ HERBERGI og eldhús
óskast nú þegar'eða 14. maí. —-
ögmundur Jónsson, Laugaveg
51, sími 3806. (322
nwfBi
GÖNGUSTAFUR með bein-
handfangi hefir verið skilinn
eftir i Ahna, Laugaveg 23. Vitj-
ist þangað. (329
'iýja Bto fjjg
40 l»iÍNiin«I
riililarar.
Forty Thousend Horsemen
Amerísk stórmynd um
hetjudáðir Ástraliuher-
manna.
Aðalhlutverkin leika:
BETTY BRYANT
GRANT TAYLOR
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Lægra verð kl. 5.
KARLMANNSARMBANDS-
ÚR tapaðist á Norðlendinga-
mótinu 17. þ. m. að Hótel Borg,
annað hvort inni í ganginum eða
fyrir utan. A. v. á. (330
Á FUNDI StarfsmannaféÍags-
ins urðu misgrip á rykfrökkum.
Uppl. á Slökkvistöðinni. (342
KVlNNAH
GETUM bætt nokkrum stúlk-
um í verksmiðju okkar nú þeg-
ar. Framtíðaratvinna. Skóiðjan
Ingólfsstræti 21 C. (323
15—18 ÁRA piltur getur kom-
ist að sem lærlingur á gróðrar-
stöð í nágrenni Reykjavíkur. —
Uppl. i síma 5836.
(268
KK4UPSK4PUK1
MÓTOR. Litill utanborðsmó-
tor, sem nýr er til sýnis og sölu
ódýrt i Alliance (Ánanaust). —
Henlugur fyrir vatnabáta. Sími
4338.________ (327
HEIMALITUN heppnast bezt
úr litum frá mér. Sendi um all-
an bæinn og út um land gegn
póstkröfu. Hjörtur Hjartarson,
Bræðraborgarstío 1. Sími 4256.
Fasteignir
ÁGÆTT hús til sölu milliliða-
laust, rétt utan við bæinn. Afgr.
blaðsins vísar á. (334
Vörur allskonar
TVEIR armstólar (nýir) til
sölu. Tækifærisverð. Til sýnis
frá kl. 5—10 Freyjugötu 27 A,
niðri. Þórunn. (343
SPÁNÝR dökkblár vetrar-
frakki til sölu á meðalmann. —
Uppl. Hallveigarstíg 9. 1. hæð t.
v. — (328
HÚSDÝRAÁBURÐUR til
sölu. Sími 2567. (344
NÝ karlmannsföt á rúmlega
meðalmann til sölu. Einnig
frakki á ungling. Grettisgötu 37.
(340
Notaðir munir til sölu
YFIRSÆNG til sölu i Þing-
lioltsstræti 28. \ (339
STÓR póleraður skápur lil
sölu á Leifsgötu 14, I. hæð. —
_____ (333
mmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
KVEN-VETRARKÁPA og
kjólföt til sölu með tældfæris-
verði. Hvorttveggja meira en
meðal stærð. A. v. á. (324
SEM nýr blár frakki á vel
meðalstóran kvenmann til sölu.
Óðinsgötu 4, fyrstu hæð. (325
DRENGJAFRAKKI á 2ja til
3ja ára til sölu, og góð kven-
lopapeysa. Sími 5693. (336
• IIANDSNÚIN saumavél til
sölu á Grettisgötu 24. (335
GÆRUSKINNSPOKI til sölu
Hverfisgötu 102 B. (331
G|ÓÐUR peysufatafrakki til
sölu Eiríksgötu 9, uppi, sími
4699. (341