Vísir


Vísir - 23.02.1942, Qupperneq 1

Vísir - 23.02.1942, Qupperneq 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 32. ár. Ritstjóri 1 Blaðamenn Simi: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 Knur Afgreiðsla 22. tbl. Nýjar breytingar á brezku stjórninni. 3 ráðherrar sem mjög voru gagnrýndir, fá „reisupassa“. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Churchill hefir tilkynnt ný.jar breytingár á stjórn sinni og hefir hann nú látið þá þrjá ráðherra sem einna harðastri gagni’ýni hafa sætt, fá „reisu- passa“, en það eru þeir Margesson hermálaráðherra, Moore-Brabazon og Arthur Greenwood. En Churchill hefir ekki tekið til greina kröfurnar um, að taka nýja menn i stað Sir Kingsley Wood f'jármálaráðherra, Sir Archibalds Sinclairs flugmálaráðherra og Amery Ind- landsmálaráðheiTa. Sú breyting, sem vekur langsamlega mesta athygli er sú, að Sir James Grigg hefir verið skipaður hermálaráðherra í stað Margessons kaupteins. Grigg hefir verið fastur starfsmaður i hermálaráðuneytinu undangengin 3 ár og er viðurkenndur fyr- ir afburða hæfileika. Er það í fyrsta skipti, sem opinber starfs- maður, er tekinn í stjórnina, beint frá sliku starfi er hann gegndi. Aðrar breytingar eru þessar: Llewellyn, flugvélaframleiðslu- ráðherra, tekur við af Moore- Brabazon. Cranborne tekur við af Moyne lávarði sem nýlendu- og námu- málaráðherra. Portal lávarður tekur við af Tteith lávarði. Cementkóngur- inn Wolmer lávarður tekur við af Dalton sem stríðsviðskipta- málaráðherra, en Dalton tekur við verzlunarráðherraembætt- inu. Enginn tekur við þvi starfi, sein Arthur Greenwood hafði, en hann veitti engri stjórnar- deild forstöðu. Portal lávarður mun taka við flestum skyldu- störfum hans. Morgunblöðin láta í ljósi mikla ánægju yfir breytingun- um. Látnir eru í ljós vonir um, að hinir nýju ráðherrar — og einnig hin nýja stríðsstjórn — taki upp nýjar starfsaðferðir, og leggi áherzlu á að hvetja þjóð- ina til dáða og glæði trú hennar á lokasigurinn. I STUTTU MflLI. I Brezkar flugvélar gerðu árás- ir á Norðvestnr-Þýzkaland í nótl. Þær komu allar aftur. Indlandsþing kemur saman á leynifund n. k. föstudag. Engar loftárásir liafa verið gerðar á Bretland í 2 sólar- hringa. j j _______—^____________ í / I ' | Fækkað í setu- liðsvinnunni. Ákvörðun hefir verið tekin um að vernda aðalatvinnuveg- ; ina, landbúnað og fiskveiðar, með því að takmarka þátttöku í vinnu hjá setuliðinu. Hefir ríkisstjórnin gefið út aðvörun til utanbæjarmanna um að koma ekki til bæjanna í leit að setuliðsvinnu, enda verði fækkað í henni á næstunni. Báðstöfun þessi er gerð til þess að hindra að vinnuaflið sogist úr þeim atvinnugreinum, sem þjóðfélagið byggir tilveru sína á og er því lífsnauðsyn að sé lialdið gangandi. Dagsbrúnarf undu rinn: Flngfstöðln á valdi Japana Japanar liafa náð nokkurum hluta Bali á sitt vald, m. a. flugstöðinni, en öflug mót- spyrna er veitt áfram gegn Jap- •önum þar á eynni. Mjög vafasamt er talið að Japanar geti treyst aðstöðu sína nægil^ga á Bali, þar sem her- skip, flugvélar og kafbátar handamanna hafa lirakið her- skip og herflutningaskip Japana á brott frá ströndum Bali, a. m. k. i bili, og hvert tækifæri verð- ur notað til þess að hindra, að Japanar komi meira liði á land. Takist það, er von um að auð- ið verði að uppræta þær her- sveitir Japana, sem komnar erú á land. A. m. k. 1 beitiskip hefir verið sökkt fyrir Japönum við Bali, en 5 hafa laskazt. Tveimur japönskum tundur- spillum hefir verið sökkt og margir laskaðir og 8 stórum herflutnipgaskipum Japana hef- ir verið sökkt. Japanar kunna að hafa orðið fyrir svo miklu tjóni við strend- ur Bali, að það trufli gersam- Iega í bili áætlun þeirra um áráðina á Java. Sennilegt er, að Japanar geri nýja tilraun til þess að koma liði á land á Bali, liði sínu til hjálpar. En banda- menn eru vel á verði, segir í fregn frá Batavia. Skatturinn til Alþýðusam- bandsins kr. 6.89 á hvern félaga. y erkamannafélagið Dagsbrún hélt fund í gær, er var lé- lega sóttur og var þó um fram- haldsaðalfund að ræða og ýms mál lágu fyrir til afgreiðslu, svo sem árgjaldshækkunin o. fl. Samþykkt var að hækka ár- gjald til félagsins úr kr. 20 í kr. 30 á ári. I sambandi við umræð- ur, sem urðu um það mál, upp- lýsti Sigurður Guðmundsson að gjald til Alþýðusambandsins fyrir hvern meðlim næmi kr. 6.89, en í kosningahríðinni hélt Alþýðublaðið því fram, að gjald- ið yrði kr. 4.89. Skýtur þar skökku við, og hefir hér sannast, að Sjálfstæðismenn ýktu þetta sízt, með því að Alþýðusamr bandsþing getur auk þess ákveð- ið að gjaldið verði innheimt á- samt fullri dýrtíðaruppbót. Við allsherjaratkvæðigreiðslu, er fram fór i félaginu í fyrra, var samþykkt að félagið skyldi ekki ganga í Alþýðusambandið fyrr en í haust, og var það svar við svikum Alþýðuflokksins \ arðandi breytingar á sam- þykktum, Alþýðusambandsins og kjörgengi á þing þess. Hin nýja stjórn Dagsbrúnar hefir hinsvegar beitt sér fyrir því, að félagið gengi strax í Alþýðusam- bandið og fengið fundarsam- þykkt fyrir, sem brýtur í bága við allsherjaratkvæðagreiðsl- una. Dagsbrún nýtur raunveru- lega engra réttinda i samband- inu fyr en i haust, er sambands- þing kemur saman. Maðnr slasast. Á miðvikudaginn vildi það slys til á Skólavörðustíg, að hjól- reiðamaður féll á götuna og slasaðist allmikið. Vildi þetta til með þeim hætti, að hjól mannsins brotnaði, svo að hann steyptist á götuna. Slasaðist hann mikið á liöfði, marðist allur í andliti og eins mun höfuðkúpan hafa brotnað. Er rétt að beina þeirri aðvör- un til hjólreiðafólks að fara gætilega, og benda því á, að það geti Idotizt slys af fleiru en á- rekstrum. 6500 vegabréf afhent. Á laugardaginn árdegis var búið að afhenda um 6500 vega- bréf í skrifstofu lögreglustjór- ans hér. Er það um fimmti liluti allra þeirra vegabréfa, sem afhent verða hér. Hægt er að afgreiða um 1000 vegabréf á dag. Vegabréf eru nú afgreidd fyr- ir allt fólk, sem var búsetl við síðasta manntal við götur, er byrja á A, B, D, E, F, G, H. — Afhendingin fer fram alla virka daga frá kl. 9 árd. til 9 að kvöldi og á sunnudögum kl. 1—7 síðd. Batavia er að mörgu leyti talin hreinlegasta og skipulegasta borg í Austurlöndum og gefur þessi mynd þaðan nokkra liugmynd um það. Hún er tekin i viðskipta- og gistihúsahverfi borgarinnar. Borgin var stofnuð fyrir um 100 árum og er bvggð meðfram afarlöngum skurði, sem heitir Nolenvliet. A &tyrjaldarsvæðinu Síiilin birtir dag§kip- an tll Eauða liersiiis á 24 ára afmælinu - - EINKASKEYTI frá United Press. New York í mörgun. Stalin hefir birt dagskipa til Rauða hersins í tilefni af 24. ára afmæli Rauða hersins. í dagskipan sinni lýs- ir Stalin yfir því, að hann treysti Rauða hernum nú sem áður og muni hann vinna fullnaðarsigur á Þjóðver jum um það er lýkur. En Stalin varar menn við að álykta, að skammt sé að því marki að sigra Þjóðvérja. Vér höfum aldrei efast um, að oss mundi auðnast að stemma stigu við framsókn Þjóðverja, segir Stalin, ennfremur, og hefja gagnsókn og hrekja þá úr landi voru. En óvinurinn er ekki enn sigraður. Markmiðið er, segir eitt blaðið, I að Þjóðverjar fái ekki aðstöðu j lil þess að hefja sókn í vor, eins I og þeir áforma. Söm,u skoðanir voru látnar í ljós á fundiiium í London í gær, og einn ræðu- manna kvaðst ekki efast um, að Rússar hefðu bolmagn til að halda sókninni áfram þar til mólspyrna Þjóðverja yrði brot- in gersamlega á bak aftur og yrði ekki lát á bardögum fyrr Stalin tók að skýrt fram, að markmið Rússa væri ekki eyði- legging þýzku þjóðarinnar, heldur niizismans og nazista. en það væri allt annað. Rauði fáninn blaktir um allt Rússland í dag og einnig Víða í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal þeirra, sem sent hafa skeyti til Stalins í tilefni af deg- inum, er McArthur hershöfðingi Bandaríkjanna á Bataanskaga, Filipseyjum. Hann segir í skeyti sínu, gð von manna um að sið- menningin í heiminum haldi velli, sé undir Rússum komin. Sir Alan Brooke og Portal flugmarskálkur sendu heilla- skeyti. Rússar tilkynna, að þeir hafi tekið 3 bæi til á miðvígstöðvun- um. en ekki eru þeir nafn- greindir — er l'rá viðureignum, þar sem Rússar hafa sigrað, eýði- lagt mikið af hergögnum og felt marga menn fyrir Þjóðverjum. Hátíðahöldin byrjuðu í gær. Hátíðahöldin í Rússlandi í til- efni af 24 ára afniæli Rauða liersins byrjuðu uin, gervalt Rússland í gær, og var afmælis- ins minnzt með ýmsum hætti, en á vígstöðvunum, segir í fregn frá Moskva, heldur Rauði her- inn upp á afmælið með því að sækja frekara fram. í tilefni dagsins konm blöðin í Rússlandi út í dag, en vanalega koma þau ekki út á mánudög- um. Afmælis Rauða hersins var minnzt víða um lönd, einkan- lega i Bretlandi og Bandaríkj- unum. í London var haldinn mikill fundur og látin i Ijós mik- il aðdáun á Rússum. Rússneskir liðsforingjar, sem dveljast í Bretlandi, sátu fundinn. Því, sem gerðist á fundinum, var endurútvarpað til Rússlands. Heillaskeyti byrjuðu að ber- ast til Moskva þegar í gær, frá samherjunum. Meðal hinna kunnustu manna, sem skeyti sendu, voru hermálaráðherrar Bretlands og Bandarikjanna, og Sikorski hershöfðingi og for- sætisráðherra pólsku stjórnar- innar sendi skeyti og lét i Ijós mikla aðdáun á Rauða hernum. 1 gær var barizt á öllum vig- stöðvum í Rússlandi og lialda Þjóðverjar áfram að senda livert varaliðsherfylkið af öðru til vigstöðvanna, einkanlega til Smolenskvígstöðvannáv til þess að reyna að stemma stigu við framsókn Rússa. En Rússar luihla einnig áfram að senda varalið til vigstöðvanna og rússnesku hlöðin segja, að Rússar hafi nægt varalið til þess að halda áfram sókninni i >'or — og jiangað til verði þjarmað svo að Þjóðverjum, að þeir verði stöðugt í varnarstöðu. en Rauði lierinn væri kominn til Berlinar. r FISKIÞINGIÐ var sett ■É Oa hér í bænum síðastlið- jnn föstudag og mun það standa Um tveggja vikna tíma. ' Þorsteinú Þorsteinsáon; i Þórshamri, var kosinn fundar- stjóri. Á föstudag var kosið i faStanefndir þingsins, en á laug- ardag lagði forseti, Fiskifólags- ins fram reikninga félagsins og fjárhagsáætlun þess fyrir árið 1943. Tólf fulltrúar sitja þingið, og eru þeir þessir: Fyrir Reykja- víkurdeildina: Þorsteinn Þor- steinsson, skipstjóri, Benedikt Sveinsson, bókavörður,. Óskar Halldórsson, útgerðarmaður, og Þorvarður Björnsson, hafnsögu- maður; i ; Sunnlendingafjórðungiir: Ein- ar G. Sigurðsson, Keflavik og Gisli Sigurðsson, Sólbakka í Gai’ði. Vestfirðingafj órðungur! Arn- gr. Fr, Bjarnason, fyrrhm rit- stjóri, og Einar Guðmundsson, útgérðarmaður, Bolungarvik. •Norðlendingafjórðungúr: — Heígi-Pálsson, ex-indréki á Akur- : eyri,' og Magnús Gamalielsson, útgerðarmaður i Ólafsfirði. : Áustfirðingafjórðungurv Árni Vilhjálmsson, • útvegsbóndi á Hvaleyri við Seyðisfjörð, og Friðrik' Steinsson, erindreki, Eskifirði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.