Vísir - 26.03.1942, Blaðsíða 3

Vísir - 26.03.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR DON BROWN; Japanska þjóðin er ekki liklegr Éii að grera nppreist. Jjj að er hætt við að þeir verði fyrir vonbrigðum, sem gera ráð fyrir því, að alþýða manna í Japan muni gera upp- reist . gegn hernaðarsinnaklík- unni, sem hefir steypt þjóðinni út í styrjöld við Bandaríkin. Japönsku þjóðinni hefir öld- um saman vérið innrætt hlýðni og undirgefni. Það hefir öldum saman verið í hefð að sýna yfir- Jx>ðurum sínum takmarkalausa hollustu og siðan árið 1867, þeg- ar Japanir voru neyddir til þess að hætta einangrun sinni, hefir verið unnið af því með slíkri nákvæmni að lialda þessu við, að jafnvel nazistar eða fasistar gæti varla gert betur. Foringjar hersins og hernað- arsinnarnir liafa árum saman prédikað um hættuna, sem Jap- an stafaði af Bandaríkjunum. Það er í sífellu hamrað á þvi við þjóðina, að ættjarðarástin sé hin sanna „trú þjóðarinnar“. Þeir, sem hreyfðu einhverjitm mót- mælum, voru drepnir, ef ekki var hægt að þagga niður í þeim með öðrum ráðum. Hirobumi Ito, Aritoma Yama- gota og aðrir tiginbornir menn, sem tóku stjórn landsins i sinar Jiendur árið 1867, þegar her- mannaættirnar Chosliu og Sat- suma höfðu afnumið einræði Tokugawa-ættarinnar, þurftu að Jeysa tvö mikil vandamál. Þeim var ljóst, að þeir yrði að gera Japan sterkt hernaðarlega. Til þess að ná þvi takmarki urðu jjeir að sameina þjóðina og gera hana einhuga. Það var hætta á því, að hin vestrænu menningarálirif kæmi , róti á þjóðia, sem leiddi til sundrungar og flokkadrátta. Stjórnmálalegt frjálslyndj, sem barst til landsins yfir Kyrrahaf- ið frá Vesturlieimi sté til höf- uðs mörgum eins og sterkt vin. Einn af flotaforingjunum undir stjórn Tokugawa neitaði að beygja sig fyrir liinum nýju Jierrum landsins. Hann bjó um á eynni Hokkaide og livatti menn sína til þess að stofna Jýðveldi. Almúgamaðurinn hafði enga þjóðerniskennd. Tryggð hans og hollusta var aðeins gegn lénsherranum, sem yfir honum réði og þangað til árið 1867 var Jierra hans dyggur þjónn Toku- gawa-ættarinnar eða kúgaður til hlýðni af lienni. Striðsmennirnir, sém bund- ust samtökum um að steypa Tokugawaættinni af stóli voru of afbrýðisamir og öfundsjúkir til þess að geta orðið ásáttir um að gera einlivern úr sínum liópi að einræðisherra. Þeim var Jíka ljóst, áð finna yrði eittlivað annað stjórnskipulag, sem væri ekki aðeins þess megnugt, að viðhalda hinum nýfengnu völd- um þeirra, heldur og að sam- eina Japani i þjóð, er gæti var- izt áhrifum vestrænna þjóða. Keisarinn hafði að nafninu til verið æðsti maður þjóðar- innar öldum saman, en hann var þó í litlum hávegum hafð- ur. Hann var litið annað en and- legt tákn og oft var honum greitt svo lítið af ríkisfé, að Iiann gat varla dregið fram lífíð. Þjóðin leit ekki til hans sem leiðtoga. En fornbókmenntirnar höfðu haldið við þeirri gömlu trú, að keisarinn væri afkomandi guð- anna, sem höfðu stofnað Japan. Ýmsir lærðir menn gerðu því það að tillögu sinni árið 1867, að honum yrði fengin völd í hendur og þjóðin hvött til að fylkja sér um hann. Byítingarforsprakkarnir tóku þessari tillögu feginshendi. Þeir sóru Meiji, keisara, liollustueiða, en síðasti yfirmaður Tokugawa- ættai'innar hafði falið honum völd sín. Síðan hófu þeir mark- vissa baráttu til að innræta þjóð- inni virðingu fyrir keisaranum, ! sem væri af guðlegum uppruna og ótæmandi lind dyggða, sem þjóðin gæti orðið aðnjótandi. Japanir hefði áreiðanlega ekki varið eins miklu fé til að stofna nýja skóla ef ráðamönn- um þjóðarinnar hefði ekki verið ljóst, hversu mjög þeir gæti | komið að notum við að ala þjóð- | ina upp í Jiinum æskilegasta j anda. Þessir skólar voru þvi Hitlers-æsku-skólar 19. aldar- innar. Eftir því sem tímar liðu urðu þessi uppeldisáhrif svo rótgróin, j að jafnvel hinir lærðustu Japan- j ir, sem haft höfðu kynni af vís- indunum, gátu aldrei hrist þau af sér til fullnustu. Hvað svo sem skynsemi þeirra segir þeim, þá eru þeir sannfærðir um það innst í hjarta sínu, að Japanir sé guðleg þjóð, sem stjórnað sé af lifandi guði og þeir sé þess- vegna öðrum þjóðum æðri og eigi heimtingu á æðra sess en aðrar þjóðir heimsins. Hernaðarsinnarnir hafa margt fram að færa til að sanna þá staðhæfingu, að Bandaríkja- menn og Bretar hafi lengi verið að reyna að umkringja Japan með fjandsamlegum ríkjum, til jiess að koma í veg fyrir að þeir i geti notið sigurvinninga sinna á meginlandinu. Vesturríkin vildu ekki viður- kenna jafnrétti kynstofnanna á Versalaráðstefnunni, Bandarik- in bönnuðu jajjönskum innflytj- endum að setjast að i landinu, Bretar hættú bandalagi sínu við Japani og Washington-ráðstefn- an um flotamál ákvað hlutföllin 5:5:3 milli flota Bandaríkjanna, Bretlands og Japans. Japani sveið undan þessu öllu og mörgu öðru. Þegar Henry L. Stimson, nú- verandi hermálaráðherra, var utanríkismálaráðherra (í stjórn Hoovers) tilkynnti Bandaríkja- stjórn Japönum skýrt og skorin- ort, að hún mundi aldrei viður- kenna töku Manchukuo, eða aðrar landamærabreytingar, sem framkvæmdar hefði verið með valdi. Síðar gerði Koki Hirota eftirmanni Stimsons, Cordell Hull, það tilboð, að Jap- anir og Bandaríkjamenn gerðu með sér bandalag, gegn því að Bandaríkin segði já og amen við öllu, sem Japanir gerðu á meginlandi Asíu. Hull hafnaði auðvitað þessu tilboði. Japanir höfðu litla hugmynd um þær hugsjónir, sem voru undirstaða stefnu Bandaríkj- anna í Austur-Asíumálunum og japanska stjórnin sá um það, að þjóðin fengi ekki að kynnast nema annari hlið málsins. Allt, sem gat orðið til þess að stofna þjóðareiningunni í voða, var bannfært. Útvarpið, sem var rikisfyi'irtæki, var óspart notað til þess að sýna mönnum hina • ódrengilega framkomu ann- arra ríkja við Japan. Blöð og tímarit, sem skrifuðu ekki eins og stjórninni þóknaðist, féllu fljótlega í ónáð. Þeir fáu, sem þorðu að rísa gegn þessu í þinginu, fengu fljótlega að kenna á reiði stjóm- arinnar. Aðrir frjálslyndir menn, sem voru á sama máli í einkaviðræðum, þorðu ekki að veita þeim fylgi opinberlega. Eining þjóðarinnar var dýrmæt- ari en sannleikurinn. En nú, þegar styrjöldin er skollin á, munu þeir styðja stjórnina, sem mundu annars Dnsmæðnr Hafið þér veitt því athygli, að er bezti hreinsilögurinn á hverskonar gler og spe$a? Fæst í næstu verzlun. Heildsölubirgðir: 1 H. Benediktsson & Co. REYKJAVlK. Kápnr og: Kjólar , teknir upp í dag. Verzlunin SNÓT Vesturgötu 17. SENDISTEINN óskast strax. jvpnHRiwr Á skammri stund skipast vedur í lofti. Mikil eru þau orðin, umskipt- in í Alþýðuflokknum, á ekki lengri tíma, þar sem hann er nú orðinn allra flokka heimtufrek- astur fyrir Sjálfstæðisflokksins hönd í kjördæmamálinu, en var búinn að sitja á þeim sjálf- sagða rétti i öll þessi ár, ein- göngu áf því að hann fékk betri aðstöðu til valda með því. Hvort þetta er nema yfirskin guðhræðslunnar, að hann vill nú hnekkja forystuvaldi Fram- sóknar á þingi, mun timinn leiða í ljós, en þetta afturhvarf hans lijálpaði honum um nokkurt fylgi i bæjarstjórnarkosningun- um. Alþýðuflokkurinn veit, að það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem allra mest liefir liðið fyrir það misrétti, sem er á kosningalög- unum, því hann hefir þurft helmingi fleiri atkvæði fyrir þingmann sinn en Framsóknar- flokkurinn. Hinsvegar lét Al- þýðufl. það ekkert á sig fá, heldur tróð sér næst Framsókn strax eftir kosningar 1937 og hjálpaði maddömunni eftir mætti að vera þar allsráðandi og traðka á vilja Sjálfstæðis- flokksins. Það er ekki fyrr en þjóðstjórn er mynduð, að hann er settur á þann bekk á þingi, er miðar í rétta átt við styrk- leikahlutföll hans og sízt skör lægra, og má liann þakka fyrir, ef hann getur lialdið því sæti þar, eftir alla sína framkomu og kúvendingu. Kommúnistar hafa nú villt svo á sér heimildir, i það minnsta um stundarsakir, að engu likara er en að það sé full alvara þeirra, að styrkja ekki Framsókn við næstu kosningar, heldur vilji að lýðræðið á þingi megi betur njóta sin en undan- farin ár. Þeir leika nú á munnhörpu Iýðræðisins í stað eini’æðisins, mega eklvi heyra það, að vera nefndir kommúnistar, rauða dulan er falin og í kistu grafin, öreigastefnan lilaupin á burt, og nú þykist kominúnista- flokkurinn eiga í fullu tré við Alþýðuflokkinn við næstu kosn- ingar, en hrósar sigri yfir hon- um í bæjarstjórnarkosningun- um. Framsóknarlýðræðið þekkja allir, — við bæjarbúar fengum smjörþefinn af því í prestskosn- ingunum, og reyndar stynur öll þjóðin undan því. Sjálfir skammast þeir sín fyrir það, ef þeim býður svo við að horfa, eins og á Búnaðarþingi, þar sem þeir börðust fyrir hlutfallskosn- ingu, af því þeim kom hún þar i hag, en kalla hana einræðis- vald, er um bæjarstjórn Reykja- víkur er að ræða, af því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir þar for- ystuvaldið, sem honumber, eftir atkvæðamagni. Framsóknai'mönnum er ekki undankomu auðið út úr þessu „Iýðræði“ sínu. Þjóðin er orðin fullsödd á því, og á að sýna það í verkinu. Við næstu Alþingiskosningar verður um það barist, hvort Sjálfstæðisflokkurinn eðaFramr sókn eigi að hafa forystusæti i málum þjóðarinnar. Bæði Al- þýðuflokkurinn og kommúnist- ar eru búnir að lýsa því yfir, að styrkleikahlutföll eða atkvæða- niagn hvers flokks eigi að segja þar til um. Ef þeir standa við þau orð sin, þarf Sjálfstæðis- flokkurinn engu að kviða í þeim efnum, og liann vill einungis hafa það, sem honum ber. Þjóðin vill engu.síður nú en áður að sjálfseignarrétturinn, sé í heiðri hafður og sjálfsbjargar- hvötin metin mest, öll verzlun jafn rétthá og við sjálfum okk- ur sem mest nógir, samvinnu- fyrirtæki með hlutdeildarfyrir- komulagi og Islendingseðlið beri sem hæst við loft. Þetta er og verður stefna Sjálfstæðisflokks- ins, en því aðeins verður hún mest ráðandi á Alþingi, að við *gefum henni aðstöðu til að vera það og sýnum það í verkinu, en svo mun ósk allra sjálfstæð- ismanna. S. M. Ó. hafa verið á móti henni, ef þeim hefði gefizt tækifæri til þess. Allt uppeldi þeirra hefir miðazt við að veita stjórninni brautar- gengi, ef alvarlega horfir og þeim er nú Ijóst, að Japan berst fyrir tilveru sinni. Þeir munu ekki sitja um tækifæri til þess að velta hernaðarsinnunum úr sessi og beygja sig fyrir þeim friðarkostum, sem bandamenn munu setja Japönum i Næsta grein: JAPAN HEFIR MÖGULEIKA TIL AÐ HEY.TA LANGT STRÍÐ VH) BANDAMENN. Maður í góðri stöðu óskar að kynnast laglegri stúlku með hjónaband fyrir augum. Þagmælsku heitið. Tilboð sendist Visi, merkt: „S. Á.“ Laxfoss fer til Vestmannaeyja laug- ardag siðdegis vegna forfalla E.s. Þórs. Vörumóttaka á laug&rdag. Afgreiðsla Laxfoss. Kristján Gnðlangsson Hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofutími 10-12 og 1-6. Hverfisgata 12. — Sími 3400. Á§korun frá viðskiptamálaráðaneytiniL. Til þess að stuðla að þvi að skömmtunarvörur dreif- ist sem mest vill ráðuneytið hér með skora á alla þá sem enn eiga eftir að kaupa vörur út á matvæla- seðla sína, sem falla úr gildi 1. n. m., að taka út á þá nú þegar. Viðskiptamálaráðuneytið, 25. marz 1942. 2-3 skrifstofoherbergi lielzt með geymslu, vantar okkur strax eða sem fyrsL Heildverzlnn K. R. Benediktsson (Ragnax T„ Árnason). Simi 5844. Tilkynning frá kolaverzlnnnm Vegna jardarfarai* Gunnars Einarssonar vélfræðings, verða undirritaðar kolaverzlanir lok- aðar laugardaginn 28. ]).m. allan daginn. H.F. Kol & Salt H.F. Kolasalan Kolaverzlun Sig. Ólafssonar Kolaverzlun Ólafs Ólafssonar Kolaverzl. Guðna Einarssonar & Einars Slysavarnafélags íslands verður sett kl. 4y% í Kaupþingssaínum í Eimskipafé- lagshúsinu, föstudaginn 27. marz. * Stjóm S. V. F. 1 Maðurinn minn, Gunnar Einarsson vélfræöingur, verður jarðsunginn frá Frikirkjunni laugardaginn 28L marz og hefst athöfnin með húskveðju að Laufáeveg 5. kl. 1% e. h. Þóra Borg Einarsson. Innilegt þakklæti vottum við öllum fyrir auðsýnda samúð við fnáfall og jarðarför litla drengsins okkar, Gisla Alberts Jósefína BjÖrgvinsdóttir. Signrður Gfaiason. * 4fP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.