Vísir - 26.03.1942, Blaðsíða 1

Vísir - 26.03.1942, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). 32. ár. Reykjavík, fimmtudaginn 26. marz 1942. Ritstjóri 1 Blaðamenn Slml: Auglýsingar 1660 Gjaidkeri 5 Ifnur Afgreiðsla m rvip'n 49. tbl. Stendur innrás í Tyrkland , i.' **.*— , fyrir dyrum? Sami leikur gegn Búlgör- um og Júgóslövum í fyrra. Tyrklandi talin §tafa liætta af Uiíss- lainli. Kommn ni§ta-§am§æri í Nofia EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Samkvæmt fregnum, sem bárust til London í gær, hafa þeir ræðst við Boris konungur Búlgaríu og Adolf Hitler ríkisleiðtogi Þýzkalands. Fóru viðræðurnar fram í fyrradag í aðalbækistöð Hitl- ers og mun Boris hafa haldið áfram ferð sinni til Berlín ar. Tekið er fram í þýzkum fregnum, að viðræðurnar hafi verið hinar alúðlegustu milli Hitlers og Borisar, og síðar mun Boris konungur hafa rætt við þá Göring marskálk og von Ribbentrop. í London óttast menn, að Boris konungur muni fallast á allar kröfur Hitlers og hans manna og þar með komist Búlgaría inn í styrjöld- ina þá og þegar. IIIs viti þykir, að svo virðist sem þegar sé byrjað að leika sama leikinn í Búlgaríu og Júgoslaviu í fyrra, en í báðum þessum Iöndum er líkt ástatt að því leyti, að ýmsir áhrifamenn gengu nazistum á vald, en í hernum og meðal þjóðarinnar er sterk alda gegn þátt- töku í stríðinu, og eins og í Júgoslaviu var sterk samúð í hernum með bandamönnum, eins er sterk samúð inn- an búlgarska hersins og allra Éúlgara í garð Rússa. For- vstumenn þeirra sem vinveittir eru Rússum eiga nú ekki von á góðu. Það hefir þegar verið hafizt handa um að ryðja þeim af vegi. 22 MENN HANDTEKNIR OG MEÐAL ÞEIRRA ERU ÞJÓÐ- KUNNIR ÆTTJARÐARVINIR. — FJÖLDAHANDTÖKUR I RÚMENÍU. Fregnir frá Berlín herma, að komizt hafi upp um svokallað kommánistiskt samsæri í Sofia og hafa 22 menn verið hand- teknir. Meðal þeirra eru tveir kunnir herforingjar, sem nú hafa fengið laasn í náð, enda vinveittir Rússum og bandamönnum. Þessir herforingjar, sérstaklega annar þeirra, njóta almennrar vinsælda. — En það er ekki aðeins í Búlgaríu, sem brjóta verð- ur á bak aftur mótspymuna gegn Hitler. — í Rúmeníu hafa 95 menn verið handteknir fyrir pólitískan mótþróa og eru þeirra meðal knnnir stjórnmálamenn. Rússar komnir inn í úthverfi Star- aya Russa, Stalino og Taganrog. . .Það hafa vægast sagt runnið tvær grímur á stuðningsmenn Hitlers í Rúmeníu og Búlgaríu, þótt þeir þori ekki annað en dansa með eins og hann vill. — Gagnsóknin mikla hefir ekki enn borið mikinn árangur og seinustu fregnir herma, að Rússar hafi nýlega rutt sér braut inn í útverfi þriggja borga, Staraya Russa, Stalino og Taganrog. Hefir veriz barizt í návígi á gotunúm en ekki verður með fullri vissu sagt enn, hvort Rúss- ar hafa náð öruggri fótfestu í þeim öllum. Stundum gera þeir skyndiárásir inn í þessar borgir, og hverfa svo á braut, eða eru hraktir aftur í gagnárásum, en koma svo aftur og aftur. Það var i gær, sem fregn barst um að Rússar væru komnir inn í Stalino og væri barist þar í út- hverfunum. Meginher Þjóðverja á þessum slóðum var sagður á undanhaldi. Þá er sagt frá því i rússneskum. frégnum, að her- sveitir Rússa hafi fyrir nokkuru ruðst inn i úthverfi Taganrog og gert árás á herrríannaskála og birgðastöðvar Þjóðverja í borginni, með rifflaskothríð og handsprengjukasti, og voru valdir að miklum spjöllum, en hurfu því næst á braut. Nú er frá þvi sagt, að rúss- neskar hersveitir hafi farið yfir ísilagt Ilmenvatn, 30 mílur veg- ar og ruðst inn í útthverfi Stara- ya Russa. Var barizt þar i ná- vígi og tókst Rússum, að bjarga mörgum rússneskum föngum, sem þar voru í haldi. "Saga rússnesku fanganna. Rússnesku fangarnir segja, að framin séu hin ólieyrilegustu hefndarverk í Staraya Russa. Þjóðverjar hafa hengt menn i hundraðatali, og héngi líkin upp við aðalgöturnar, fólki til við- vörunar. Konurnar í Staraya Russa, giftar sem ógiftar, eru knúðar til þess að látg að vilja þýzku hermannanna í öllu, að því er hermt er í rússneskum fregnum, samkvæmt frásögn fanganna. Rússneska liðið, sem naut stuðnings skriðdreka, komst alla leið inn í miðhluta Ijorgarinnar. Fyrir sunnan Bryansk hafa Rússar tekið mikilvæga járn- braularstöð. Á Smolenskvíg- stöðvunum hafa Rússar náð 12 byggðum stöðum á sitt vald. — Rússneski flugherinn heldur á- fram að valda Þjóðverjum miklu tjóni og eyðileggur dag- lega skriðdreka, fallbyssur og flutningabila fvrir þeim í luga- talii Nýtízku 'amerískt orustuskip Þetta einkennilega skipsstefni er á ameríska orustuskipinu „North-CaroIina“. Það skip er í flokki hinna nýju orustuskipa Bandaríkjanna og var með þeim fyrstu, sem voru fullsmíðuð. — Aðalvopn „North-Carolina“ eru níu 1(5 þumlunga fallbyssur. — MIKIL LOFTÁRÁS Á RUHR í NÓTT. Brezkar sprengjuflugvélar fóru til árása á iðnaðarborg- irnar í Ruhrhéraði í nótt sem leið og Var það mikill fjöldi sprengjuflugvéla, sem gerði árásina. Varð gífurlegt tjón af völd- um hennar. Ellefu sprengjuflugvélar komu ekki aftur. Flugmennirnir segja, að þeir hafi komizt að raun um, að feikna tjón varð í seinustu loftárásum á Ruhr. Maisky hvetur til sóknar í vor og sumar. Maisky afhenti fjórum brezk- um flugmönnum Leninorðuna i gær og flutti ræðu við það tæki- færi. Kvað hann enga ástæðu ti! þess að ala nokkurn beyg um það, sem frainundai, er ef sam- vinnan væri á öllum sviðum jafn traust og innileg og sam- vinna brezkra og rússneskra flugmanna. Maisky kvað andstæðinga bandamanna liætta á allt til þess að sigra í vor og sumar. Bandamenn verða allir að leggj- ast á sömu sveif lil þess að sigra i iár, og bandamenn hafa öll skil- vrði til þess að sigra, ef þeir standa sameinaðir. Því að þeir hafa allt sem til þess þarf að sigra. Enginn þarf að efast um hvenær hefjast skal handa, það ber að gera á þessu ári. Og eng- inn þarf að efast um hvar rétti staðurinn er til þess að knýja fram úrslit. Hann er á austur- vígstöðvunum. — Ef banda- menn gera þetta verður traust- ustu stoðunum, sem veldi Hitl- ers hvilir á, svipt burt. — Allt verður að miðast við þetta eitt: Að sigra í ár. FRETTIR í STUTTU MÁLI. Wafdistar eða þjóðernissinn- ar, flokkur Nahas paslia, sem nú fer með völd i Egiptalandi, hefir unnið glæsilegan sigur í kosningunum, sem fram fóru í fyrradag. Japanar hafá hernumið An- damaneyjar i Bengalflóa. Bret- ar i Indlandi hafa haft þar fanganýlendu. — Brezka setu- liðið var flutt á brott nokkurum dögum áður en Japanar settust að á eyjunum. Brezkar flugvélar fóru í skyndiárásarleiðangur til Norð- ur-Frakklands i gæi>og var varpað sprengjum sl Pas de Calaissvæðinu. Mikið tjón varð i érás á skipasmíðastöðvar i Le Trait. MacKenzie King hefir til- kynnt, að stofnuð verði tvö ný herfylki til varnar Kanada. Bandaríkjaflotinn gerði mikl- ar arásir i lok febrúar og byrjun marz á ýmsar eyjar sem Japan- ar ráða yfir nú svo sem "Wake, Peale, Wilkis og Marcuseyjar. Á eyjum þessum voru að kalla öll mannvirki lögð í rúst og verður það mánaða verk fyrir Japani að koma þar öllu i það horf, að þeir hafi þessara útstöðva veru- leg not — og til þess þurfa þeir einnig að senda þangað marga skipsfarma með efni o. s. frv. — Flotaforinginn, sem stjórnaði árásunum var sá sami, sem^ stjórnaði árásunum á Marshall- eyjar. I dag var tilkynnt í London, að búið væri að safna 10514 millj. stpd. í herskipavikunni, í dag er fimmti dagur vikunnar, og styttist nú að hinu upphaf- lega marki, 125 millj. stpd. MacArthur yfirhershöfðingi er kominn til Canberra og hefir Loftárásir og loftbardagar hafa mjög færst i aukana á ausl» ur Miðjarðarhafssvæðinu. Þjóð- verjar liafa nýlega fengið mikið af flugvélum og aukið fluglið til Grikklands og grísku eyjanna og halda flugvélar bandamanna uppi stöðugum árásum á flug- stöðvar og birgðastöðvar Þjóð- verja þar. I seinustu fregnum frá Kairo segir, að flugvélar bandamanna hafi gert árásir á Splamis í Grikklandi, þar sem Þjóðverjar m. a. hafa kafbála- stöð, og hafnarborgina Piræus, ennfremur á flugstöðina við Heraklion á Krit og fleiri stöðv- ar þar. Á undangengnum sólar- hringum liafa að minnsta kosti 25 flugvélar verið eyðilagðar fyrir Þjóðverjum i loftárásum bandamanna. Auk jiess sem að framan er getið liafa Suður- Afríkumenn gert árásir á Mor- tubaflugstöðina og Benghazi í Libyu og viðar. Þjóðverjar leitast við að granda flugvélum á Malta og skipum í höfnum þar. Vafalaust reyna þeir eftir mætti að granda skipum þeim, sem nú eru kom- in í höfn þar, en eftir fregnum frá Kairo að dæma hefir þeim ekkert orðið ágengt. Hafa varn- ir eyjarinnar reynst traustar sem fyrrum. Herskipin, sem fylgdu skipalestinni héldu á- fram til Alexandria, þegar þau höfðu skilað skipalestinni af sér. — Það er nú kunnugt orðið, að sumar flugvéla þeirra sem gert hafa árásir á stöðvar Þjóðverja að undnförnu voru frá bæki- stöðvum á Malta. I einni árás á flugstöð Þjóðverja við Catania á Sikiley voru eyðilagðar fyrir Þjóðverjum 44 flugvélar. Þegar skipalestin kom í höfn. í fregnum, sem> borizt liafa til London frá Malta, segir að mikill fögnuður hafi gripið ibúana á Malta jafnt sem Breta, þegar skipalestin sigldi í höfn með hinar mikilvægu hirgðir, sem italski flotinn ætlaði að koma fyrir kattarnef, en mis-/ tókst að mestu. í frekari tilkynningum um viðureignina segir, að brezka flotadeildin sem varði skipalest- ina hafi átt við ofurefli að etja, en sýndi mikla yfirburði i öllu. Með því að hylja sig reykjar- mekki tókst brezku herskipun- um að komast í skotmál og einn tundurspillanna komst nálægt hinu mikla 35.000 smálesta or- ustuskipi af Littoriogerð og kom tundurskeyti á það mitt, en það varð einnig fyrir fall- byssuskotum beitiskipa og kom upp eldur í því aftanverðu, en tvö beitiskiþ ítala voru einnig hæfð. Eitt beitiskip Breta og 3 tundurspillar löskuðust ofan- þilja, og einn tundurspillir varð fyrir flugvélasprengju, en komst í höfn sem öll hin herskipin. þegar rætt við Curtin, Fordeo.fl. Roosevelt forseti hefir sæmt MacArthur æðsta heiðursmerki Bandaríkjanna, „Congressional Medal of Honour“. Gandlii er á leið til New Dehli til viðræðna við Sir Stafford Cripps. Hættumerki í Reykjavík í morgun. Hættumerki var gefið hér í bænum um kl. ll* l/z árdegis. — Mun hafa sést til ferða þýzkra flugvéla í grend við bæinn, með þVí að á varðstöðvunum var fyrst gefið gult merki, en’ því næst rautt, sem boðar nálæga hættu. Fólk leitaði mjög fljó.tlega til loftvarnarbyrgjanna,. og mátti heita að göturnar tæmdust á skammri stundu. Starfsmenn í hjálparsveitum og varðsveitum mættu hver á sínum stað, þannig að auðsætt er, að fólk er nú farið að venj- ast þessum „loftvarnaæfing- um“. Handknattleiksmótið, Á Handknattleiksmótinu í gærkveldi fóru leikar sem hér segir: I öðrum flokki unnu Hauk- ar Í.R.-inga með 16 mörkum gegn 15 og sömuleiðis unnu Ár- menningar F.H. í fyrsta flokki sigraði Ármann K.R. með 25:15 og Valur vann Fram með 25:18. 1 kvöld kl. 10 keppa í II. flokki K.R. og Vikiiigur og Valur og. Haukar, en í fyrsta flokki I.R. og Fram. Boranir: lOlTbotni 600 m. holu. Vatn hefir þó ekki aukizt. Borunum er haldið áfram við Þvottalaugarnar og er nú komið niður, fyrir 600 metra. Jarðlög eru heldur mýkri í þessu dýpi en þau voru áður. Var all erfitt að bora niður að 550 metrum, en eftir það hefir gengið betur. Vatnið í botni þessarar holu er 107 gráður á Celcius, en vatns- magnið hefir ekki aukizt. Koma 4 lítrar úr holunum á sekúndu, og er vatnið 90 gráður, þegar það er komið upp á yfirborðið. Vatn það, sem notað er til að liita húsin í Austurbænum, er rétt innan við 90 gráður í dælu- stöðinni, sem dælir þvi til bæj- arins. Handtekin! Laura Ingalls, sem hér birtist mynd af, er fræg flugkona í Kaliforníu. Hún var handtekin i desember, þvi að hún var á , launum hjá Þjóðverjum. ~tSí*+ * »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.